Þjóðviljinn - 11.02.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.02.1984, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 11.-12. febrúar 1984 Málfríður Einarsdóttir: Tötra í Glettingi Ljóðhús 1983 Þegar ég las Hundrað ára ein- semd á sínum tíma fannst mér al- veg makalaust að íslenskir höfund- ar hefðu sama og ekkert skrifað af svona „magiskum“ bókum. Við, með alla okkar trú á álfa, tröll og framliðnar fígúrur. Hér höfum við lifað bókaflóð desember eftir des- ember og látið auglýsa ofan í okkur ævisögur eins, endurminningar annars, æskuminninga-skáldsögur ungra manna og endalaust magn af vandamálasögum hjónabands, skilnaða og unglinga. Vissulega hafa í þessari upptalningu leynst fjári góðir peningar, en einhverra hluta vegna komast fáir þeirra út fyrir hversdags raunsæið; samfé- lagsmyndin er of snertanleg, hugs- anaradius persónanna takmarkast við nefbrodd þeirra og sögurnar því oft grunnar og flatneskjulegar. j Draumur minn um að lesa „öðruvísi" bók eftir íslenskan höfund rættist þó heldur betur þeg- ar út kom Auðnuleysingi og Tötr- ughypja, eftir Málfríði Einars- dóttur árið 1979. Þvílíkt líf í einni bók. Álfar og framliðnir voru ljós- lifandi, óútskýranlegir hlutir voru allra hluta eðlilegastir, hið ómögu- lega var ekki til. Mér fannst verst að bókin væri ekki helmingi lengri. En hið ótrúlega gerðist núna mitt í síðasta jólabókaflóði - sagan lengdist um helming. Tötra í Glettingi er beint fram- Undrasagan lengdist um helming nei, undrabarn er það," sagði hún við sjálfa sig og hennifór að finnast gaman að gefa þvílíkum litlum anga að sjúga, svo hann gœti stækkað. Skyldi þetta nú eiga að taka að sér aðfrelsa heim- inn? Það mistókst í fyrra skiptið. “ Skopskyn Málfríðar er með ein- dæmum og fer hún víða á kostum í þessari seinni bók um Auðna og Tötru. Auðni er alltaf samur við sig; veit aldrei hvort hann er að koma eða fara. Hann kemst í viðskipti við erlendan her sem ekki má fyrir nokkurn mun nefna á nafn, hagur þeirra Tötru vænkast ævintýralega og þau flytja í Auðlegðarhús. Tötra veltir sér upp úr vellysting- Súsanna Svavarsdóttir skrifar um hald af Auðnuleysingja og Tötrug- hypju. Og ekki svíkur Málfríður lesendur sí'na. Frásagnargleðin er hreint ótrúleg og hrífur mann áfram frá því að þau hjúin búa í sárustu fátækt í Ágnesarbæ hvar þeim fæðist sonur mitt í allri eymdinni. Ekki er þó krílið óvel- komið sem ýmist gengur undir nafninu Gólarinn, Ylfingur Týr, Yrmlingur eða Tyrfingur. Tötra er ekkert nema sælan: „Ekki er þetta mennskur maður, Málfríður Einarsdóttir unum og er að springa úr ham- ingju. En Auðni? Áuðni er týndari en nokkru sinni, hann er hreinlega á barmi örvæntingar, en: „Hann fann ráð. Hann mundi að hann átti sér móður. Og sú móðir átti sér aðra móður, langömmu barnsins, og hvorug hafði séð það. “ Það rifjast sem sagt upp fyrir Auðna að hann á mömmu og ömmu á eyðibýli úti í buska, Gleiðru í Glettingi. Fjölskyldan yfirgefur allt sem hún á í borginni og flytur til þessara kostulegu mæðgna. Samruni þessara fjögurra kynslóða gerir búskapinn í Glett- ingi bæði hræðilega fornlegan og hánýtískulegan. Tötra er „hámóð- ins“ kona og ekkert lát verður á umsvifum hennar og hagsæld í sveitinni. Auðni heldur áfram að vera algerlega týndur og utanveltu, enda er hann séní og hámenntaður, skilur ekkert í veraldarvafstri og framkvæmdasemi konu sinnar. Ólík hjón það. Inn í þessa hjónabandssögu Auðna og Tötru fléttast stuttar sögur, svo og athugasemdir frá sögumanni, sem eru svo skemmti- legar að halda mætti að Málfríður hafi átt galdrapenna. Þó saknaði ég í þessari seinni bók mystískra til- þrifa sem einkenndu fyrri bókina. í henni tókst Málfríði einkar vel að gera hversdagslega hluti undar- lega, þ.e. að sjá með augum þess sem sér þá í fyrsta skipti. Seinni bókin ber meir einkenni ævintýra og er í henni lítil vísun í álfatrú og þjóðsagnahefðina. En Málfríður hefur gott vald á báðum þessum tegundum bókmennta og nú að henni allri verður maður að vona að á íslandi séu til höfundar sem hafa skilning á magískum hluta þjóðarsálarinnar og takist að hrista af sér hversdags-raunsæið sem hef- ur um of einkennt íslenskar bók- menntir síðustu ára. Súsanna Svavarsdóttir Aungull dauðans og brotin skurn Gyrðir Elíasson. Svarthvft axlabönd. GM Sauðárkróki 1983. f leikgerð Milans Kundera á Jak- obi og meistaranum segir: Skáldum fjölgar um 400 þúsund á hverju ári í Frakklandi og það er enn verra í upplýstum löndum. Eins og til dæmis á íslandi þar sem stundum koma út þrjátíu eða fimmtíu ljóðakver á ári og mörg eru eftir nýliða. Það er ljóst af mörgum dæmum, að þeir sem skrifa reglulega um bækur hafa verið í nokkrum vand- ræðum með þessar yrkingar, sem flestar koma í einskonar Sjálfsút- gáfu. Oft finnst mönnum að of snemma sé af stað farið með bóka- útgáfu, að ljóðin hefðu mátt bíða lengurísalti, bíðaeftir aðhöfund- arnir sjálfir kæmu sér í vissa gagnrýna fjarlægð frá þeim. En slíkt segja menn ekki upphátt við verðandi snillinga. f annan stað: Jafnvel þótt ljóðin séu beinlínis vond þá er það ekki sagt heldur, því að hver vill rífa sjálfstraust úr ungu skáldi? Vitur maður sagði að til væru þrjár dauðasyndir: ein væri að taka brennivín afgömlum manni, önnur að taka hugsjón frá ungu skáldi. (Og þá sjálfa skáldskaparhugsjón- ina kannski). En ég er búin að gleyma því hver hin þriðja var. Þessi formáli er kannski út í hött og kemur Gyrði Elíassyni ekkert sérstaklega við. En það er kannski ekkert á móti því heldur, að hann fylgi með þessari umsögn um fyrstu ljóðabók en ekki einhverri annarri. Þetta eru byrjunarljóð og les- ;andinn hefur mjög hugann við þá staðreynd, óneitanlega. Hérna er bálkur sem heitir „Eftir prédíkun“, þar er tappað af vitundarflæðinu. Þarna er „Úr kvöldbók einstæð- ings“, æfing í opnu hvunndags - ljóði með undirtónum. f hinum þriðja bálki er kvæði sem heitir „bæjarbragur": fimmtudagskvöld við höfnina, hversdagsstaðreyndir eru lagðar þétt hver upp að ann- arri, en vafasamt að það kvikni af ' þeim líf. Stundum er farið með til- ivistarmál í knöppu formi: tyAun- Árni Bergmann skrifar um bókmenntir gull dauðans glepur alla þótt kunni að vera ryðgaður“. Þetta er byrjun á kvæði sem heitir „Nýr sann- leikur“ og rís því miður ekki undir slíku nafni. Svo er það lífshlaupið: „fæSing/ferming/gifting/fæðing/- slag/endurhæfing/annað slagið...“ Niðurrif heitir eitt kvæði úr sama Þegar reykur var upp liðinn af húsarústum heimsstyrjaldarinnar síðari fundust hér og þar, stundum á ótrúlegustu stöðum, dagbækur, frásagnir, ljóð, sem fórnarlömb umsáturs og hungurs eða þá kyn- þáttahaturs og ofsókna höfðu eftir skilið í þolgóðri von um betri heim sem risi úr svörtu myrkri og þéttu. Og vegna þess að það er mönnum eðlilegt að finnast mest til um af- brot sem eru framin gegn börnum, þá er Dagbók Önnu Frank, hol- lenskrar gyðingastúlku, frægust af öllum þessum bókum - hefur hún verið þýdd á ótal tungumál, leikrit- ið sem á dagbókinni er byggt hefur og víða farið. Dagbókin kom reyndar út á íslensku í annað sinn fyrir síðustu jól. Sögur úr fylgsni Eins og menn vita segir dagbók- in frá lífi nokkurra gyðinga sem fela sig fyrir nasistum uppi á lofti í húsi einu í Amsterdam, um leið frá ótta, von og fyrstu ást kornungrar stúlku sem þrátt fyrir allt sem yfir hennar fólk dundi treysti sér til að bálki: smiðir eru að reisa heilsu- hœli, en þeir reykja í pásum. Þetta dugir ekki í „stólræður", heldur ekki í það að vera skop um stólræður. En þar með aðeins hálf sagan sögð. Æfingar eru þetta að sönnu, en hafa þann kost.að nýskáldiðraup- ar ekki og rausar, forðast mælsku, nær því öðru hvoru að höndla „eitthvað“ í fáorðum smámyndum, ekki síst þegar guð og geimur og tími hverfast í einfaldar myndir sem geta verið í betra lagi áleitnar. Eða svo segir í „rok“: halda því fram að mennirnir væru góðir í sér innst inni. En fáir vita, að dagbókin er ekki það eina sem Anna hefur skrifað. Hún lét einnig eftir sig sögur, ævintýri, minninga- brot og greinar, sem hafa komið út bæði á hollensku og nú á ensku. Á ensku heitir safnið „Tales from the Secret Annex“. Það hefur fengið hina bestu dóma og þykir staðfesta ótvíræða rithöfundarhæfileika Önnu Frank. í umsögn um þessa bók í Times er ýmislegt sagt um efni hennar. Alls eru um þrjátíu ritsmíðar í bók- inni, stærri og smærri. Sumt eru smámunir - barnsleg endurminn- ing um að Anna hafði rangt við í reikningsprófi, ekki sérlega vel heppnaðar tilraunir með yrkingar í léttum tón. í ritsmíð sem kallast „Draumar um kvikmyndafrægð" reynir Anna að gera sér grein fyrir því hvernig umhorfs er í Holly- wood. Hún lætur sem kvikmynd- astjömur þrjár, Lofa, Priscilla og Rosemary Lane, bjóði sér í heim- sókn á höfuðból kvikmyndanna. Allt gerist þar vestra með undra- Aður óbirt • • ritverk Onnu Frank rétt einu sinni steypist myrkrið yfir hnöttinn svartur fugl að setjast á egg sitt þó skurnin sé brostin. Það var líka í Tímariti Máls og menningar efni eftir Gyrði sem bar því vitni, að hann væri að sækja í sig veður og vind, gerast frjálsari og áræðnari og er gott til þess að vita. ÁB Anna Frank: Mamma, sagði Bangsi ruglukoliur, ég fann aldrei þennan heim... hraða - ekki líða nema nokkrir dagar í þessari fantasíu þar til Anna hefur gert sjálfa sig að ljósmynda- fyrirsætu. En margskonar kröfu- harka sem frægðinni fylgir reynist ungri stúlku úr Amsterdam um megn, og hún er fegin að geta flogið aftur heim til Hollands. „Nú hefi ég grannskoðað hvemig frægðarfólk lifir“ segir hún að lok- um. Ein ritgerðin fjallar um rótgróna hollenska andúo á nekt, sem Önnu finnst meiraen fáránleg.Hæverska, segir hún, og feimni, geta gengið of langt. Færa menn blómin í föt þegar þau eru tínd? Mér finnst ekki að við séum svo mjög frá- bmgðin náttúrunni. Hvers vegna ættum við að skammast okkar fyrir þau klæði sem náttúran sjálf hefur fært okkur í? Ævintýrin best í fyrrnefndri frásögn af bókinni er þess getið, að best heppnuðu rit- smíðarnar í bókinni séu ævintýrin. f einu þeirra, sem ef til vill mætti kalla „Ruglukollur könnuður" segir frá bangsa einum, sem heldur inn í borgina þar sem mannfólkið býr og verður náinn vinur og við- mælandi hunda, bfla og manna. Að lokum snýr hann heim aftur til móður sinnar og reynir að afsaka fyrir henni flakk sitt. „Ég ætlaði að uppgötva heiminn“ segir hann. Og gerðir þú það? spyr móðir hans. „Nei, nei... eiginlega ekki, ég fann hann aldrei“. 1 ævintýrinu sem heitir „Draumur Evu“ er brugðið á það kunna ráð úr ævintýrunum að gera plöntur að persónum með sérstakri skapgerð hver. Rósin reynist held- ur svona vesæl fegurðardís og hefur mjóa kattarödd. Kastaníutréð er sterkt og eigingjarnt. Og þar fram eftir götum. En hitt vita blóm og tré, að ef þau eru í vanda stödd þá er ráð að leita til Furunnar, sem sýnir öllum samúð og skilning. í lok umsagnarinnar segir á þá leið, að þetta nýja safn staðfesti vel þá lexíu sem farið er með í Dagbók Önnu Frank: það dugir skammt að snúa baki við angistinni, en það er ekki hægt að loka vonina úti... áb tók satnan.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.