Þjóðviljinn - 11.02.1984, Blaðsíða 21
Helgin 11.-12. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21
Kekkir í
hafragr autnum
Við hefjum þennan þátt eins
og við enduðum þann síðasta
með vísum eftir Guðrúnu Ólafs-
dóttur frá Neskaupstað. Svona
þakkaði hún sæmdar hjónum
fyrir sig:
Með heiðri og sómaferst þeim vel
Ólafíu og Sœmundi,
enda bið ég Guð þess hér
að þau fái uppskorið,
hvað þau reyndust Gunnu vel
í hennar reynsluskóla hér..
Gunnu blöskraði fréttir af
stríði út í hinum stóra heimi og
orti:
Af lífinu út í löndunum
leiðir illt í heiminum
þeir eru að skemmta skrattanum
og skjóta fólk með byssunum.
Um Norðfjörð orti Gunna, en
hún leit á sig sem Norðfirðing og
þótti vænt um fjörðinn.
Á Norðfirði er indœlt að vera
þeir alla kosti hafa að bera
bið ég Guð þeim blessun að veita
því boðorðunum vil ég ei neita.
Og til ungu piltanna í Neskaup-
stað orti hún 1937.
Ég er nú orðin eins og skar
piltunum líst ekki á það
að setjast á brúðarbekk með mér
mega þeir ekki hugsa sér.
Eitt sinn mætti hún verka-
mönnum að koma frá kolaupp-
skipun og orti þá:
Allur verkahópurinn
mœtti mér á Ströndinni
voru þeir eins og von var til
allir saman kolsvartir
upp úr kolavinnunni.
Þessi vísa varð til þegar Gunna
var á leið heim af engjum.
Með bólgna öxl og handleggi
gengur hún að vinnunni
þó lítið hafi hún upp úr sér
eftir veraldarandstreymið.
Vorvísa (eftir harðan vetur)
Veturinn þessi er vikinn á burt
vaknar að nýju afsvefni hver jurt
sumarið fœrir oss sólríkan yl
samhliða vöknuði menningar til.
Eins og áður hefur komið fram
var Gunna trúuð kona og þessa
heilræða vísu orti hún eitt sinn:
Þeir sem lifa í saurlífi
og syndasvalli á jörðinni,
þeim ég segi: Það er vandinn
að trúa á Guð svo styrkist andinn.
Hér er svo vísa þar sem Gunna
boðar bindindi:
Pólitíið kylfu ber
lemur henni í haus á þér,
ef þú drekkur áfengi
hafðu maður gát á þér.
Gunna vildi setja niður nábúa-
kritur og orti:
Nábýliskriturnar niður ég kveð
andarnir góðu nú veiti mér lið,
lifið í einingu allir í ró
eftir því takið á landi og sjó.
Gunna orti þulu um hið vonda í
heiminum og skefur ekkert utan-
af hlutunum:
Það er stand á vörgunum,
þarna út í löndunum,
þeir standa stíft á strætunum,
og beita illsku brögðunum,
þeir binda fólk í böndunum
og byrla því eiturgasinu.
Austfjarðar þokan er illræmd
og öllum illa við hana, þannig lýs-
ir Gunna henni:
Svei þér þokan grá
þig vil ég ekki sjá.
Þú villir fólk á sjó og landi
og veldur bœði regni og grandi.
Svo kemur hér vísa eftir ó-
kunnan höfund og eins og hún
ber með sér er hún ort þegar þeir
Spassky og Fischer háðu einvígi
um heimsmeistaratitilinn í skák
hér á landi:
Sátu tveir að tafli,
tefldu að öllu afli.
Annar hét Spasser
en ég segi aldrei hver hinn er.
í næstu vísu birtist mikil mann-
Iýsing eða jafnvel heil ævisaga:
Rauðhœrður með kringlótt klof
kikknar hann allur í
hnjáliðunum.
Hann ætlaði að verða
mikill maður
en gat það ekki.
Ekki hefur hann verið ájitlegur
náunginn sem svona var ort um:
Illa líst mér á þann hrút
dável þótt hann dafni.
Dregur annað augað í pung
óg glennir uppá sér kjaftinn.
Jón Bergsson var maður
nefndur og orti hann talsvert.
1 Eitt sinn bað hann mann að fylgja
sér austur yfir Hornafjarðarfljót
með eftirfarandi vísu:
\Ef þú kemur með mér austur
yfirfljót
skal ég útvega þér einhvern
stúlkufót
handa þínum lœraljót.
Að lokum eru svo tvær nýlegar
vísur um Albert og hundahaldið:
Albert varð í Frakklandi
frægur fyrir lappir tvær.
Nú er það af hundahaldi
sem hans Ijómi stendur skær.
Hundalíf er hér í borg
Alberts gerast raunir stórar
veldur mestri harma sorg
að hafa loðnar lappir fjórar.
-S.dór-ÓÞJ-BJ.
notað 09 nýtt
Fyrsta verkefni
vídeosamsteyp-
unnar ákveðið
Fyrsta viöfanigsefni hins nýja
fjölmiðlarisa Isfilm h.f. veröur
alþýðleg, listræn og menning-
arleg afþreyingarvídeospóla
um Jóhannes Kjarval sem á
aldarafmæli bráðum. Kemur
þetta fram í f rásögn sendi-
manns Notaðs og nýs,
Skaða, sem var viðstaddur
fyrsta stjórnarfund félagsins á
dögunum.
Davíð Reykvíkingur setti fund-
inn og sagði að það skipti miklu
máli að félagið veldi sér rétt verk-
efni í fyrstu, m.a. til að kveða
niður ofstopann í krötum og
kommum og vælið í einhverjum
með leyfi að segja Samvinnu-
mönnum sem titruðu á báðum
beinunum af ótta við að ísfilm
mundi róa með Sjálfstæðis-
flokknum.
Sís frændi bað menn vera ró-
lega. Þeta eru bara nokkrir
dreifbýlisskarfar, sagði hann.
Þeir eiga eftir að taka út sinn fóð-
urbæti.
Næstur tók Indriði Gé til máls.
Svo vel vill til, sagði hann, að
samkvæmt þrálátri bón frá Davíð
hefi ég verið að týna saman efni í
bók um Kjarval sem borgin ætlar
að gefa út á aldarafmæli karlsins.
En ég verð að segja alveg eins og
er að það er að mínu viti alveg
úrelt orðið að skrifa bækur á
þessum myndatímum.
Þær seljast heldur ekki neitt,
sagði Almenni Bókarinn.
Nei, sagði Indriði.
Ljóð Matthíasar seljast vel,
sagði Árvakur.
Það má vel vera, sagði Dagvís-
ir. En það er alveg rétt hjá Ind-
riða, að það er úrelt að gefa út
bækur. Sérstaklega um mynd-
listarmann eins og Kjarval var
Þarna eru þeir saman komnir Davíð Reykvíkingur, Sís frændi, Almenni Bókarinn, Árvakur, Dagvísir, Indriði Gé, Skaði og fleiri fyrirmenn
úr röðum ísfilm h.f. Ljósm.: Ól. K. Gand.
víst. Maður á að gefa út mynd-
band um myndlistarmann.
Ég legg til, sagði Davíð, að við •
tökum höfðinglegu boði Indriða,
notum gögn hans og gerum
myndband um Kjarval. Þá nýtist
líka sú fjárfesting í framtíðinni
sem áður var í lagt áður en menn
þekktu þá framtíð sem nú er í
vændum bráðum.
Dabbi minn, sagði Dagvísir.
Þú hefur alltaf framsýnn verið.
Skál.
Enga rauðvínspressu hér,
sagði Indriði. Nú er að láta verkin
tala. Ég sem náttúrlega filmu-
handritið og skipulegg umtalið í
blöðunum. Og þú Davíð, ja þú
getur til dæmis sýnt í mynJinni
Kjarvalsmyndir í eigu borgarinn-
ar og kryddað ræðuna með
nokkrum bröndurum. Því frjáls-
hyggjumaður lauflétturvar karl-
inn í öllum sínum ham.
Segið mér strákar, sagði Sís
frændi. Var Kjarval ekki í ætt við
hann Erlend okkar Einarsson?
Ég legg það til, sagði Dagvísir,
að Jónas Kristjánsson ritstjóri
fari með hlutverk Kjarvals í
leiknu atriðunum. Hann er okkar
svona listamannslegastur, með
skegg og allt. Og Ellert getur far-
ið með hlutverk bflstjórans.
Segið mér strákar, sagði Sís
frændi. Ef við nú komum spól-
unni á erlendan markað í Banda-
ríkjunum, eru ekki einhverjar
myndir eftir Kjarval af kindum
og þannig. Ég meina útflutningur
sauðfjárafurða.
Ekki rekur mig minni til þess,
frændi, sagði Indriði. En hestar
aftur á móti... Eða eru þeir hjá
Jóni Stefánssyni, hvurnig var
þetta annars?
Það er hægt að selja hrossakjöt
í Frakklandi, sagði Sís frændi.
Þeir nota það í pylsur.
Já og þá mætti tengja þetta við
matarheftin okkar í sælkera-
klúbbnum, sagði Almenni Bók-
arinn. Menningin er svo víðfeðm
nú á dögum.
Með leyfi að spyrja, sagði Ár-
vakur með þunga í röddinni. Með
leyfi að spyrja. Á að hunsa okkur
alveg eða hvað? Á að ganga fram
hjá blaði allra landsmanna?
Eiginlega stærsta blaði í heimi
þegar grannt er skoðað? Hvað
haldiði að þið séuð? Það er ein-
hver óþverralykt af þessu,
eitthvert bragð af undanhaldi
fyrir vissum öflum, ég segi bara
það.
Nei elsku vinur...
Nei hvaða vitleysa...
Nei í öllum bænum...
Kæri Árvakur, sagði Davíð.
Það stóð aldrei til að ganga fram-
hjá Morgunblaðinu. Myndinni
lýkur á því að Matthías Johann-
essen les hið yndislega og smellna
ljóð sitt, Kjarval og ég.
Skaði.
Af stjómarfundi hjá ísfilm h.f.