Þjóðviljinn - 11.02.1984, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 11.02.1984, Blaðsíða 27
Helgin 11.-12. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍ0A '27 Verðlagsráð er blekkingarstofnun segir Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambandsins Fiskverð hœkkar um 4% # Aflatryggingasjóður allur fœrður útgerðarmönnum Frásögn Þjóðviljans af umræðum í Verðlagsráði daginn áður en fiskverðsákvörðun var tekin. ,J>að má öllum Ijóst vera hvers- konar blekkingarstofnun yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins er orðin, þegar allir aðilar, bæði við sem hlunnfarnir erum og líka þeir sem hyglað er láta bóka eftir sér mótmæli“, sagði Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambandsins, er Þjóðviljinn ræddi við hann í gær eftir að fiskverðshækkun um 4% lá fyrir og sú staðreynd að Aflatrygg- ingasjóður, sem fær tekjur af óskiptum afla og er ætlaður til að bæta upp hjá bæði sjómönnum og fiskiskipum, sem verst gengur, er tekinn og hann alfarið færður til útgerðarmanna. „Varðandi fréttatilkynningu sjávarútvegsráðherra um ráðstaf- anir í fjárhagsmálum sjávarútvegs- ins í framhaldi af fiskverðsákvörð- un vil ég segja þetta: Ég er ekki á móti skuldbreytingu í útgerðinni sem er ætlað að létta undir með skuldugum útgerðarmönnum, en varðandi annað og þó alveg sér- staklega breytinguna á Aflatrygg- ingasjóði, þá mótmæli ég henni harðlega. Sjómenn munu allir mót- mæla þeirri grundvallarbreytingu sem þarna á sér stað. Sjómenn eiga hlutdeild í Aflatryggingasjóði, enda greiða þeir í hann, en nú á að taka alla peninga sjóðsins og færa inná stofnfjársjóð fiskiskipa á reikning hvers útgerðarmanns, miðað við aflamagn sem skip hans leggur upp. Áður var það verkefni sjóðsins að aðstoða þá sem verst gekk, nú á að verðlauna þá sem bestur gengur. Ég mótmæli þessu því harðlega og þeirri árás á kjör sjómanna sem fiskverðsákvörðun- in og hliðarráðstafanir þess eru. Sjómenn munu áreiðanlega íhuga sinn gang vandlega á næstunni“, sagði Óskar Vigfússon. I ráðstöfunum í fjárhagsmálum sjávarútvegsins, sem sjávarútvegs- ráðherra birti í gær er tilkynnt um skuldbreytingar útgerðaraðila, þar í ráðstöfunum í fjárhagsmálum sjávarútvegsins, sem sjávarútvegs- ráðherra birti í gær er tilkynnt um skuldbreytingar útgerðaraðila, þar sem öllum skuldum, hvort heldur sem þær eru í vanskilum eður ei er breytt í langtímalán og séð um að greiðslubyrðin lækki verulega á næstu árum, eins og segir orðrétt í fréttatilkynningu ráðherra.-S.dór Stolið frá • S • • sjomonnum í bókun Óskars Vigfússonar formanns Sjómannasambands íslands í Verðlagsráði sjávarútvegsins í gær, vegna nýs fiskverðs, kemur fram mjög hörð og alvarleg ásökun á hendur útgerðarmönnum þar sem segir: Einnig vil ég leggja áherslu á að tími er kominn til þess að véfengja upplýsingar um afkomu fiskvinnslunnar þar sem vitað er að ýmsir fiskkaupendur bjóða mun hœrra verð fyrir fiskinn en gildandi verð- lagsráðsverð, auk annarra fríðinda. Þó undantekningar séu þar á ganga slíkar yfir- eða undirborðs- greiðslur í flestum tilfellum beint til útgerðar og framhjá skiptum við sjómenn. Þá má fullyrða að sú alvarlega þróun sem nú á sér stað í útflutningi á ferskum fiski ígámum er bein afleiðing aflágu fiskverði hér á landi. Sá milliliðagróði sem fœs' íþessu sambandi er beinlínis fenginn á kostnað sjómanna með óeðlilegu skiptaverði og er til stórskaða fyrir það fólk sem ífiskiðnaði vinnur og í stórum hópum gengur atvinnulaust vegna hráefnisskorts. Aföllu þessu er Ijóst aðfiskverð er ákveðið mun lœgra en efni standa til. Það vekur furðu og verður að teljast skoplegt að vísindaleg markaðs- viðmiðun skuli gefa sömu niðurstöðu og launarammi ríkisstjórnarinn- ar. Það er óhjákvœmilegt að draga þá ályktun að ríkisstjórnin taki ákvörðun öðrum til eftirbreytni. Því hlýt ég að mótmæla. Dularfullur atburður á Eyjamiðum: Plast bobbingarnir komu brenndir upp Þegar skipverjar á Vestmannaey VE voru að draga inn trollið nú í vikunni kom í ljós að plast bobbing- ar á því voru brenndir, eða litu út fyrir að hafa lent í miklum hita. Skipverjar gerðu jarðfræðingum viðvart ef hugsanlegt væri að um neðansjávargos væri að ræða á þessum stað, sem er um 11 sjómílur SA af Surtsey. Þarna er mikið dýpi eða um 300 metrar. Guðmundur Sigvaldason jarð- fræðingur sem hefur aðeins skoðað málið sagðist ekki trúaður á að um gos væri að ræða, en auðvitað væri ekki hægt að fortaka það. Eitthvað er það fyrst bobbingarnir koma brenndir upp, sagði hann í samtali við Þjóðviljann í gær. Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur sagði í gær að engir jarð- skjálftar hefðu verið merkjanlegir sem gætu bent til þess að þarna væri eitthvað að gerast. Ragnar sagðist hafa fengið skeyti frá skip- verja á Vestmannaey VE þar sem segir: „Vorum að toga um það bil 11- 12 mílur SA af Surtsey, þar sem snardýpkar og er mikið gjáasvæði. Komu þar upp bobbingar, sem virtust hafa lent í miklum hita, litu út eins og brunnir en hafa ekki lek- ið til eins og við bráðnun. “ Það skal tekið fram að um var að ræða bobbinga á vörpu þeirra skipverja á Vestmannaey, en ekki bobbinga sem legið höfðu á botni. Guðmundur Sigvaldason sagði að jafnvel þótt þarna væri um neð- ansjávargos að ræða væri afar hæp- ið að það næði uppá yfirborðið, þar sem þarna er 300 m dýpi. Þá benti hann líka á að þetta svæði væri utan við sprungusvæðið á þessum slóð- um, þannig að allt væri þetta held- ur dularfullt en full ástæða til að skoða málið nánar og fylgjast vel með því sem kynni að gerast. -S.dór Herlögreglan á Vellinum aðsópsmikil vegna nauðgunarkœru: Starfsmenn Aðalverktaka í nauðgunarábendingu ,JÞað hefur verið farið víða og leiddir fyrir konuna allmargir menn“, sagði Þorgeir Þorgeirsson lögreglustjóri á Keflavíkurflugvelli í samtali við Þjóðviljann í gær. Umfangsmikil rannsókn og leit að meintum nauðgara hefur farið fram á Keflavíkurflugvelli síðustu daga, eftir að bandarísk kona bú- sett á Vellinum kærði ungan ó- kunnan mann fyrir nauðgun. Kon- an segir manninn hafa talað ensku með útlendum hreim og hefur ver- ið teiknuð mynd af manni eftir lýs- ingu konunnar og birt í hersjón- varpinu. Áð sögn Þorgeirs hafa tugir manna verið teknir í yfirheyrslu stór hluti þeirra íslenskir starfs- menn á Vellinum. Þá hefur verið farið með konuna víða í óbeinar sakbendingar og sl. þriðjudag fóru tveir bandarískir herlögreglumenn með hana í mötuneyti Aðal- verktaka í hádeginu þar sem starfs- menn voru mældir út, en um 500 íslendingar voru þá í mötuneytinu. Þjóðviljinn hefur fregnað að mikill urgur sér í íslendingum sem starfa á Vellinum vegna þeirra rannsóknaraðferða sem beitt er við leitina að hinum meinta nauðgara telja sig niðurlægða af lögreglu einkum bandarísku herlögregl unni. Segja menn að munur sé en þegar íslenskar stúlkur hafa kært bandaríska hermenn fyrir nauðgun á Vellinum. Ath. hefst á mánudag Þ J O Ð L E G U R F R Ó Ð L E I K U R HANDBÆKUR — LJOÐABÆKUR — ISLENSKAR SKALDSOGUR — PLOTUR M Y N D L I S T A R B Æ K U R BOKAMARKAÐUR í Bókabúö Máls og menningar Þúsundir íslenskra og erlendra öndvegisbóka á lágu tilboösverði ERLENDAR SKALDSOGUR — MATREIÐSLU BÆKUR — BARNABÆKUR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.