Þjóðviljinn - 03.03.1984, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 03.03.1984, Blaðsíða 17
Helgin 3. - 4. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 síðan 1950, en í vor var ég rekinn fyrir aldurssakir. Hafi sáðkorn einhvern tíma fallið... En núna rekur þú tóbaksbúð? - Já, ég var liðsmaður Björns Jónssonar og kunningja hans þegar hann klauf sig út úr Alþýðubandalaginu með Hannibal og við réðumst í að stofna hlutafélag til að kaupa hús yfir Verkamanninn og ég keypti sjálfur helminginn og þar rek ég þessa búð. Eg lenti Björnsmegin eins og gengur. Ein- hversstaðar verða vondir að vera. Þú hefur snemma orðið róttækur? - Já, og það verður gaman fyrir vin minn, Einar Olgeirsson, að heyra þetta. Það mun hafa verið á árunum fyrir 1930 að Jón klofn- ingur Sigurðsson kom á Hvammstanga til að stofna verkalýðsfélag. Ég var þá í vega- vinnu í sýslunni og við fórum á fundinn. Mér geðjaðist vel að málflutningi hans og sagði við strákana: „Þetta er góður mál- staður'*. En þeir voru flestir Framsóknar- kálfar og vildu ekkert með þetta hafa. Nokkru seinna kom svo Einar Olgeirsson og hélt líka fund sem ég sótti... og annað eins og þvíumlíkt. Hafi sáðkorn einhvern tíma fallið frjóan jarðveg þá var það þarna og það komu ekki fuglar og tíndu það upp í bili. Og ég segi við strákana: „Þarna er nú maður!“ „Nú, ert þú ekki í félagi með Joni klofningi“, segja þeir, en ég lét lítið yfir því. Ég fór svo í vetrarmennsku fram í sveit á bjargálna íhaldsheimili, Stóra-Ós í Mið- firði. Fólkið þar var svona frekar orðhvatt en hafði reynst mér vel. Þá sögðu konurnar á bænum: „Ekkert skil ég í þér Valdi minn að þú skuldir ganga í lið með þessum and- skotum sem eru að eyðileggja framleiðslu- vörur bænda“. Já, maður fékk margar slor- bárur fyrir að vera rauðliði. En mér fannst Einar Olgeirsson vera líkari goðum en manni. Það var framandi að heyra og sjá mann sem hafði neitað stöðum og pen- ingaupphæðum ef hann vildi halda kjafti. Annars er ég þeirrar skoðunar að félags- legar hneigðir séu eðlislægar. Ég var 10 ára gamall þegar ég fann fyrir fyrsta óréttlæt- inu. Móðurbróðir minn, sem mér hafði þá verið komið fyrir hjá, fór og keypti vaðstíg- vél handa 6 ára syni sínum, en ég sem var 10 ára fékk engin, en var þó alltaf í sendi- ferðunum. Ég fann að ég stóð höllum fæti. Móðir mín sagði líka setningu sem mér hef- ur stundum dottið í hug. Hún var þá orðin berklaveik og var flutt á kviktrjám suður í Borgarnes. Það var hennar síðasta ferð. Hún sagði við mig að skilnaði: „Valdi minn, viltu alltaf standa með þeim sem minna mega sín“. Þú hefur ekki lent í neínum verkfalls- átökum á kreppuárunum? - Nei, ekki get ég sagt það. Við Húnvetn- ingar urðum náttúrlega orsakavaldar að Brúarfossdeilunni. Þá var haldinn fundur, og á Hvammstanga var staur á gatnamótum sem kallaður var Stóri sannleikur. Ég var 16 eða 17 ára gamall þegar þetta var og fór með tilkynningu um fundinn og festi með teiknibólum á staurinn. Það var mitt fram- lag og þetta fréttist strax út um allar sveitir og m.a. að Stóra-Ósi og varð orsök ummæl- anna sem ég áður minntist á. En aðalslagur- inn í Brúarfossdeilunni var á Akureyri. Ég vil heldur færa fórn Þú ert þekktur fyrir yrkingar? - Já, maður er að dunda við þær þegar eitthvað kemur upp á og þessar gerði ég t.d. í morgun þegar þeir voru að bjóða hverjum sem hafa vildi graut á Arnarhóli í útvarp- inu: Utvarpið vill ykkur bjóða ögn að lina sultaról. Njóti svangir grautsins góða sem gefinn er á Arnarhól. Þjóðin slíku þakklát tekur þó að hana vanti brauð. Svona lagað vonir vekur, vel sé þeim er grautinn bauð. Annars kallar maður þetta varla yrkingar þó að það sé rímað. Þessa orti ég líka um daginn um Steingrím: Nú er Steingríms þrotin þraut. Þegar hann kom á Rauða torgið, drakk hann vodka og dreymdi ei graut, drengnum er sko alveg borgið. Meðan Alþýðubandalagið var í stjórn kom Svavar Gestsson hingað norður og þá stóð m.a. upp Erlingur Sigurðarson og heimtaði að flokkurinn færi út úr stjórninni frekar en að kyngja ýmsu sem frá samstarfs- flokkunum var komið. Þá varð þessi til: Ég vil heldur fœra fórn og frelsi landsins barna halda en að lúta íhaldsstjórn, því að einhverntíma ber nú Skjalda. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn var alveg að klofna var viðtal við Jón Sólnes í útvarpinu og hann spurður hvort hann væri að kljúfa. Þá svaraði Sólnes því til að hann teldi sig nú bara annan arminn af flokknum. Vísan sem þá varð til hefur víða farið: Sólnes þannig sagði frá sjálfur, núna í vikunni: Ég er betri armur á íhaldsljósastikunni. Þar týnda soninn taka í sátt... Ertu genginn aftur í Alþýðubandalagið? - Klofningurinn hér um árið var ansi leiðinlegur. Og það sem verra var: Ein- strengingshátturinn var svo mikill að maður var varla litinn réttu auga af gömlum fé- lögum. Þegar Samtökin voru úr sögunni kom Stefán Jónsson og talaði við okkur, taldi skyldu sína að safna saman þessum brotum. Ég svaraði því svo til að nýtt fólk væri komið í félagið og vildi ekkert með það hafa. Svo kom Svavar hér á fund um daginn. og þá gerði ég það hvort tveggja í senn að ganga í Alþýðubandalagið og gerast áskrif- andi að Þjóðviljanum. Sömu helgi fór ég á árshátíð Alþýðubandalagsins og færði þeim þar kvæðið um týnda soninn. Þetta er úr því: Nú skal bera höfuð hátt, halda í salinn innar. Þar týnda soninn taka í sátt tamdir vinstri sinnar. - Annars finnst mér voðalegt hvernig þetta gengur fyrir sig í stéttarfélögunum. Félagarnir í þeim líta ekki við að hækkuð séu lægstu laun nema prósenta fylgi á eftir. En það er vandaverk að plana svona mál, pólitískt og stéttarlega. Forystumennirnir eru eins og vegagerðarmenn. Það fer eftir því hvernig stikunar eru settar upp hvernig vegurinn verður. Og það er auðvelt að vera vitur eftir á. En áfram skröltir hann samt. Þessu miðar öllu áfram. Lífið svalar löngun minni Þú ert farinn að líta mildari augum á lífið? - Ég skal segja þér það. Þegar ég var ung- ur var pólitískur fundur í litla samkomuhús- inu á Melstað. Þar voru komnir Jónas frá Hriflu, Sigurður Grímsson frá íhaldinu og einhver krati, ég man ekki hver hann var. Ég var óskaplega spenntur að hlusta á þá því að þá var ég búinn að hlusta á Einar Olgeirsson og þeir rifust eins og hundar og kettir kratinn og Sigurður Grímsson. Svo settust þeir á bekkinn á eftir og hvað held- urðu að gerist þá. Heldurðu ekki að Sigurð- ur bjóði kratanum í nefið. Þetta fannst mér öldungis forkastanlegt. Ég hélt að þeir töl- uðust ekki við. Svona var maður ungur þá. Ertu bjartsýnn á heiminn? - Já, maður má vera bjartsýnn. Ég man mína fyrri tíð og það var oft þröngt í upp- vextinum. Ég byrjaði að sitja yfir 50 kvía- rollum þegar ég var 7 ára gamall. Nú á ég konu, börn, barnabörn, hesta og hund. Ég hef rnikið yndi af hestum og nota hvert tækifæri til að ríða út og hef þá barnabörnin með mér. Við skulum láta þessa vísu verða lokaorð mín: Eldur falinn er í sinni enda í tali jafnan hress. Lífið svalar löngun minni, lengi skal ég njóta þess. -GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.