Þjóðviljinn - 03.03.1984, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 03.03.1984, Blaðsíða 19
„ Hefur gengið sér til húðar“ „Núverandi keppnisfyrirkomu- lag hefur þegar gengið sér til húð- ar, fóik hefur ekkert gaman af handboltanum lengur. Ahuginn dettur niður, fólk hættir að fylgjast með þegar vikur og jafnvei mánuð- ir líða á milli leikja. Ef við fáum enga áhorfendur, höfum við ekki efni á að auglýsa leikina“, segir Guðmundur Jafetsson formaður handknattleiksdcildar Hauka. „Ég er hlynntur svipuðu fyrir- komulagi og hefur verið í körfu- boltanum. Sex lið og fjórföld um- ferð, efsta lið að loknum 20 leikjum er íslandsmeistari. Þannig verður mótið samfelldara og ef við lítum til körfuboltans sést vel ágæti þessa fyrirkomulags, þar er alltaf líf og eitthvað að gerast. Svo væri jafnvel möguleiki á úrslitakeppni efstu liða að 20 leikjum loknum. Átta liða deild með fjórfaldri um- ferð gæti líka komið til greina, þá yrðu leiknir 28 leikir sem væri lítill munur frá því sem er í dag.“ „Fall- keppnin vonlaus “ „Það var ágætt að reyna þetta fyrirkomulag en i ljós hefur komið að það er ekki nógu sniðugt. For- keppnin hefur reynst illa, blöð og áhorfendur hafa lítið sinnt henni og hún hefur misst gildi sitt. Þá er fallkeppnin vonlaus, dauðadæmt fyrir félög að lenda í henni eins og Þrótturog KRverðaaðsættasigvið íár. Þaðeina jákvæða erúrslita- keppni efstu liðanna, með tilliti til landsliðsins. Öll alþjóðamót eru leikin á þann hátt og menn hafa fengið góða reynslu,“ segir Brynjar Kvaran, markvörður Stjörnunnar og landsliðsins. „Breyting er nauðsynleg og þá held ég að helst væri til bóta að lið haldi stigunum úr forkeppninni þegar í úrslitin kemur. Að minnsta kosti finnst mér rétt að láta reyna það næsta vetur. Þá er einnig möguleiki á að fækka liðum í sex og leika fjórfalda umferð, en ég er engan veginn viss um að það borgi sig. Það er erfitt að finna hina einu réttu leið“. Brynjar Kvaran Helgin 3. - 4. mars 1984 þjÓÐVILJINN - SÍÐA 19 Jón Engilberts_ Myndir úr lífi mínu „Myndir úr lífi mínu“ er yfir- skrift sýningar á verkum Jóns Éng- ilberts sem var opnuð í Listasafiii ASÍ laugardaginn 25. febrúar og stendur til 18. mars. Þegar Jón Egilberts listmálari lést, í febrúarmánuði 1972, skildi hann eftir sig röð mynda, aðallega unnum með olíukrít, sem hann nefndi Myndir úr lífi mínu. Hafði hann gengið frá þeim í djúpskorin spjöld, svo augljóst er að hann hef- ur ætlað þær til sýningar. Af því varð þó ekki, nema hvað nokkrar voru sýndar í Norræna húsinu, og hefur frú Tove, ekkja Jóns, varð- veitt þær síðan. Myndir þessar, sem flestar eru unnar á árabilinu 1954 til 1966, eru um hin margvíslegustu efni, biblíu- leg, þjóðsagnaleg eða persónulega minningabundin, og allar í fullum anda þess þróttmikla og hugmynd- aríka stfls sem Jón Engilberts hafði þróað með sér. Þótt ákveðið minni felist jafnan undir, eru myndirnar þó ávallt á útmörkum hins frá- sagnarlega: Sem sannur norrænn expressinoisti leikur hann á það tvíeðli lita og teikningar, að kalla sterklega fram áhrifin, en vísa þó jafnan til hálfsagðra leyndardóma að baki. Þannig er þetta í senn op- inská list og innhverf, af ytri lifun og af hugarreynslu listamannsins. Megi kalla þessi smáu en áhrifaríku verk dagbók - „Myndir úr lífi mínu“ - er sú dagbók skrifuð með því letri listarinnar sem býður les- andanum í grun langt umfram það sem skrifað stendur. Á sýningunni eru 78 myndir úr myndröðinni „Myndir úr lífi mínu“, en auk þess eru 30 teikning- ar frá eldra tímabili. Myndirnar eru allar til sölu. Sýn- ingin stendur til 18. mars. Opið er alla virka daga nema mánudaga kl. 16-20 og um helgar kl. 14-22. Yves Catherine Montand Deneuve Alliance Francaise Á flótta frá siðmenningunni Kvikmyndaklúbbur Alliance Francaise sýnir á miðvikudags- kvöldið 7. mars, kl. 20.30 í Regn- boganum, myndina Le Sauvage, Á flótta frá siðmenningunni. Það er gamanmynd gerð árið 1975 af Jean-Paul Rappeneau. Handritið gerði Jean-Paul og Elisabeth Rappeneau og Jean-Lou Babadie, kvikmyndina tók Pierre Lhomme og tónlistina Michel Legrand. í helstu hlutverkum eru Yves Mont- and, Catherine Deneuve, Luigi Vanucchi og Tony Roberts. Þetta er gamanmynd um fimmtugan ilmvatnsframleiðanda og ævintýra- kvendi á eyðieyju undan strönd Venezúela. „Fágað kvikmynda- handrit... samtöl sömuleiðis vand- lega unnin... tveir ómótstæðilegir gamanleikarar: YvesMontand upp á sitt besta... Catherine Deneuve ljómandi af fegurð", sagði m.a. í dómi Le Monde um myndina 1975. Skírteini í Kvikmyndaklúbbi Al- liance Francaise fást á Laufásvegi 12 milli kl. 17 og 19 alla virka daga, eða fyrir sýningu í Regnboganum og kosta kr. 200. Frá verksmióju- dyrum til viötakenda Skipadeild Sambandsins hejur um þrjú hundr- uð starjsmenn á sjó og landi, sem sjá um að Jlytja vörur heim og heiman. Þá eru ótaldir um- boðsmenn okkar og samstaijsaðilar erlendis. Sérþekking og hagræðing gerir okkur kleift að bjóða hagstæð Jlutningsgjöld. Þú getur verið áhyggjulaus — við komum vör- unnijrá verksmiðjudyrum til viðtakenda. Viðjlytjum allt, smátt og stórt,Jyrir hvern sem er, hvert sem er. Þú tekur bara símann og hringir. SK/PADEILD SAMBANDS/NS SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SÍMI 28200

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.