Þjóðviljinn - 03.03.1984, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 03.03.1984, Blaðsíða 26
26 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 3. - 4. mars 1984 um helgina Á sunnudag kl. 14 verður opnaður basar í nýbyggingu Færeyska sjómannaheimilisins, Brautarholti 29. Á boðstólum eru handunnir munir, þ.á.m. færeyskar peysur, sem færeyskar konur í Reykjavík og nágrenni hafa gert. Ágóði rennur til byggingarsjóðs heimilisins. Á myndinni er Justa Mortensen umkringur basarmunum, sem vonandi renna aliir út á sunnudag. Ljósm. - Atli. Bollur Ðollur Bollur STÓRGLÆSILEGT BOLLUÚRVAL FYRIR BOLLUDAGINN Opið laugardag frá kl. 8-18, sunnudag frá kl. 9-16 og mánudag frá kl. 8-18. Sveinn bakari. Grensásveg 48, símar 81667 og 81618. leiklist Leikbrúðuland Tröllaleikir veröa sýndir I lönó á sunnu- dag kl. 15. Þar eru fjórar sögur leiknar: Ástarsaga úr fjöllunum, Risinn draum- lyndi, Eggiö og Búkolla. Herranótt Um þessar mundir sýnir Herranótt MR söng- og gleðileikinn Oklahoma í Tóna- bæ. Leikarar eru 49 talsins en 24ra manna hljómsveit sér um undirleik. Leik- stjóri er Kolbrún Halldórsdóttir. Leikfélag Akureyrar. My Fair Lady á laugardagskvöld og sunnudag kl. 15. Súkkulaöi handa Silju á sunnudagskvöld. Þjóðleikhúsið Amma þó! á laugardag og sunnudag kl. 15. Sveyk I seinni heimsstyrjöldinni á laugardags- og sunnudagskvöld. Iðnó Hart í bak á laugardagskvöld og miönæt- ursýning á Forsetaheimsókninni í Austur- bæjarbió kl. 23.30. Gísl á sunnudags- kvöld. myndlist Mokka Páll Isaksson sýnir 14 þlasthúðaðar þast- elmyndir. Hann er 28 ára gamall og trés- miöur aö mennt. Nýlistasafníð Nú stendur yfir sýning á verkum I eigu safnsins og eru þaö aðallega stór málverk og skúlþtúrar. M.a. eru sýnd verk eftir Jón Gunnar Árnason, Sigurð og Kristján Guðmundssyni, Árna Ingólfsson, Rósku og Arnar Herbertsson. Oþiö daglega kl. -16-22. Listasafn ASÍ Myndir úr lífi mínu er heiti á sýningu á verkum Jóns Engilberts sem nú stendur yfir I safninu. Á sýningunni eru 118 myndir og allar til sölu. Flestar þeirra eru olíukrít- armyndir. Oþið til 18. mars alla virka daga nema mánudaga kl. 16-22 og um helgar kl. 14-22. Tvær sýningar Hrings Hringur Jóhannesson sýnir nú á tveim stöðum I borginni. I Ásmundarsal eru 38 olíupastelmyndir hans og á Kjarvalsstöö- um rúmlega 100 myndir hans: teikningar, olíumálverk og litkrítarmyndir. Opið kl. 14- 22 til 11. mars. Gallerí Langbrók Kynning á grafíkmyndum Sigrid Valtingo- jer í dag, iaugardag. Opið um helgina kl. 14-18 en á virkum dögum kl. 12-18. Kjarvalsstaðir Jón Óskar Hafsteinsson sýnir 38 verk sem unnin eru meö blandaðri tækni. Hann er nýkominn frá námi i New York og er þetta fyrsta einkasýning hans. Bergstaðastræti 15 Þýski listmálarinn Rudolf Weissauer sýnir um 100 vatnslitamyndir, grafikmyndir og pastelmyndir. Opin daglega kl. 14-18. Listasafn fslands Nú stendur yfir I safninu sýning á grafík- verkum norska málarans Edvards Munch sem eru I eigu þess. Opið um helgar og á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13.30- 16 Blindrabókasafnið f húsi Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17 stendur yfir sýning á verkum fimm mynd- höggvara og nefnist hún snertilist. Þeir sem sýna eru Ragnar Kjartansson, Rúrí, Helgi Gíslason, Grímur Marinó Steindórs- son og Hallbjörn Sigurðsson. Opið virka daga kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18. Sólheimar f Grfmsnesi Á sunnudag verður opnuð sýning á teikningum og vatnslitamyndum eftir Guðmund Ófeigsson á Sólheimum í Grímsnesi. Hann var í mörg ár vistmaður á Kópavogshæli en er nú á elliheimili. Listamunahúsið I dag, laugardag, opna þeir Guðmundur Ingólfsson og Sigurgeir Sigurjónsson Ijósmyndasýningu í Listamunahúsinu. Hún verður opin til 18. mars. tónlist Islenska óperan Rakarinn i Sevila verður á miðnætursýn- ingu kl. 23.30 á laugardagskvöld en La Traviata á sunnudagskvöld. Barnaóper- an örkin hans Nóa er sýnd kl. 15 á sunnu- dag. Laugarnesskóli Lúðrasveit Laugarnesskóla heldur tón- leika ásal skólans kl. 15.15 á sunnudag. Stjórnandi: Stefán Þ. Stephensen. Templarahöllin Harmoníkutónleikar á sunnudg kl. 15. Njarðvfkurkirkja Gítarleikarinn Símon H. Ivarsson heldur tónleika f Njarðvíkurkirkju á sunnudag kl. 15 og leikur spænsk klassísk verk. Austurbæjarbíó I dag, laugardag, kl. 14 munu þeir Garðar Cortes tenórsöngvari og dr. Erik Werba píanóleikari halda tónleika í Austurbæjar- biói á vegum Tónlistarfélagsins. Á efnis- skrá eru gamlar ítalskar arfur og auk þess nokkur íslensk lög. Háskólabfó Endurtekinn verður óperuflutningur Sin- fóníuhljómsveitarinnar á Lucia di Lam- mermoor eftir Donisetti í dag, laugardag kl. 14. Meðal söngvara eru ítalska sópr- ansöngkonan Denia Mazzola og mexík- anski tenórsöngvarinn Yordy Ramiro. ýmislegt Kvikmyndasýning f MÍR-salnum Á sunnudag kl. 16 verður sýnd sovéska kvikmyndin Sergei Lazo frá árinu 1967. Hún fjallar um samnefnda byltingarhetju. Enskur texti. Gerðuberg f tilefni af ársafmæli menningarmiðstöðv- arinnar kemur Aðalsteinn Bergdal leikari í heimsókn á miHi kl. 14 og 16 á sunnudag og spjallar við börn og skemmtir gestum. Kvikmyndaklúbburinn Norðurljós Á sunnudag kl. 17 verður sýnd I Norræna húsinu kanadísk heimildamynd um bandaríska djassistan Bix Beiderbecke (1903-1931). Brigitte Berman gerði myndina árið 1981. Bókakynning Bókakynning norrænu sendikennaranna við Háskóla fslands hefst í dag, laugar- dag kl. 15. Danska skáldið Inge Eriksen kemur og ræöir um skáldskap sinn og les úr verkum sínum. Ennfremur verða kynntar bækur af danska bókamarkaðn- um 1983 og annast það danski sendik- ennarinn Lisa Schmalensee. Sjallinn á Akureyri Reykjavíkurkynning með fjölbreyttri dag- skrá verður í Sjallanum í kvöld, laugar- dag. Atvinnumálaráðstefna Atvinnumálaráðstefna verður í iþrótta- húsinu í Hafnarfirði á vegum atvinnu- málanefndar bæjarins í dag, laugardag, frá kl. 10 f.h.. Hún er öllum opin. Mjölnisholt 14 Áðalfundur Ungmennafélagsins Víkverja verður haldinn laugardaginn 3. mars kl. 15 í húsakynnum Ungmennafélags Is- lands að Mjölnisholti 14, Reykjavík. Klukkustund áður, kl. 14, hefst á sama stað aðalfundur glímudeildar Vikverja. Broadway Félag ísl. snyrtifræðinga heldur skemmti- kvöld með fjölbreyttri dagskrá að Broad- way kl. 20.30 á sunnudag I tilefni af 5 áa afmæli félagsins. Frægur förðunarmeist- ari, Mikkel Nilsson, kemur og sýnir förð- un. Keppni í hugmyndaförðun, leikþáttur, dans og söngur. Allir velkomnir. ír í'l Sprengidagssaltkjötið landsfræga ftrlW , 1 Þið veljið bitana sjálf. Einnig úrval af rófum, gulrótum, lauk og baconi Opið frá kl. 10 -16 í dag í báðum búðunum. Vörumarkaðurinn hf. ÁRMÚLA 1a EIÐISTORG111 J Avallt á undan

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.