Þjóðviljinn - 03.03.1984, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 03.03.1984, Blaðsíða 13
Atómstöðin Benjamín og organistinn (Barði Guðmundsson og Árni Tryggvason) Þórhallur Sigurðsson aðstoðarleikstjóri: Irmíegg í fríðar- umræðuna Við teljum að þessi kvik- mynd eigi erindi beint inn í þá miklu umræðu sem átt hefur sér stað hér í Evrópu um kjarnorkuvígvæðinguna á undanförnum árum og miss- erum, sagði Þórhallur Sig- urðsson aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Atómstöð- in í samtali við Þjóðviljann í vikunni, en myndin er sem kunnugt er frumsýnd í Aust- urbæjarbíói í dag (laugar- dag) kl. 16.30. Okkur hefði aldrei dottið í hug að ráðast í gerð þessarar myndar ef við teldum ekki að hún ætti brýnt erindi við samtímann. Við erum alls ekki fyrst og fremst að endur- segj a gamla sögu og lýsa gömlum tíma, heldur höfum við gert á sög- unni talsvert miklar breytingar í þá veru að einfalda hana - fækka per- sónum og slengj a j afnvel 2 persón- um saman í eina. Laxness tekur upp í sögu sína talsvert mikið af dægurmálum frá þeim tíma, sem hann fjallargjarnan um á farsa- kenndan hátt, gjarnan með mörg- um aukapersónum sem koma við sögu; við höfum reynt að sneiða hjá þessu í þeim tilgangi að ná fram á sem klárastan hátt meginspurn- ingu sögunnar- atómstöð eða ekki atómstöð á íslandi. Við höfum að sjálfsögðu lagt okkur fram um að ná þeim skáldskap sem í sögunni felst, en um leið höfum við einfald- að til þess að ná kj arnanum skýrar fram. Þessi spurning um atómstöð- ina getur vart talist tilheyra gömlum tíma, hún er eins brenn- andi nú og þegar bókin var skrifuð, og höfðar ekki síður til þeirrar um- ræðu sem átt hefur sér stað víða erlendis um kjarnorkuvígvæðing- unanúádögum. Er það kannski þess vegna sem þið hafið gert myndina í 2 útgáfum, enskri og íslenskri? Já, við vonumst til að geta komið þessari mynd á almennan kvik- myndahúsamarkað erlendis, en það hefur ekki gengið vel með ís- lenskar myndir hingað til vegna þess að við þær hefur þurft að setja skýringartexta. Hér höfum við hins vegar íslenska mynd, sem tekin er bæði með íslensku og ensku tali. Ef sú samlíking skilst sem myndin fel- ur í sér j afnframt því að vera per- sónusaga Uglu, þá hlýtur þetta að vera algild saga sem á erindi út í heiminn og endurspeglar með skýrum hætti þann vanda og þá ógnum sem vígbúnaðarkapphlaup- ið hefur sett mannkyninu. Engu að síður er þetta fyrst og fremst ís- lensk saga af íslenskum veruleika. Hvernig leystuð þið það tæknilega að gera 2 útgáfur? Þórhallur Slgurðsson Um leið og við vorum búin að taka hvert atriði á íslensku var það tekið á nýjan leik með ensku tali. Það voru Englendingar sem fylgd- ust með þessu og sögðu til um framburð, hvort hann væri nægi- lega góður, og ef ekki, var atriðið tekið upp aftur. Leikararnir léku því myndina beinlínis á 2 tungu- málum. Hvernig gekk vinnan við myndina fyrir sig - lentuð þið í miklum erfið- leikum eins og oft vill verða í kvik- myndagerð? Já, það voru náttúrlega mörg ljón á veginum eins og alltaf. Við vorum með þetta lengi í undirbún- ingi og tókum okkur góðan tíma í handritsgerðina. Handritsgerð, hljóð og klipping, sem oft hafa ver- ið veikustu punktarnir í íslenskri kvikmyndagerð, voru að þessu sinni unnin eins vandlega og frek- ast var kostur, og við vonum að öll þessi vinna skili sér. Þá er auðvitað þetta sígilda vandamál, hvernig á að fjármagna svona mynd - og við fórum ekkert öðru vísi að því en aðrir hafa gert. Við höfum fengið bankalán og verðsett allar eigur okkar, og hrekkur naumast til, því þetta er dýr mynd á íslenskan mæli- kvarða. Þá var einn vandinn sá, að við búum ekki við fullkomið upp- tökustúdíó. Við tókum myndina að stórum hluta í vöruskemmu hér í Vatnagörðum sem er hugsað sem stúdíó, en þar var mjög erfitt að vinna, sérstaklega með hljóðupp- töku. En þar sem myndin er tekin að miklu íeyti í upptökusal, þá höf- um við náð mj ög f allegum blæ á myndina alla og myndatakan er að mínum dómi alveg gullfalleg. Ég held því, að fólk hljóti að njóta þess virkilega að horfa á myndina. Þá gerði stúdíóvinnan það að verk- um að við vorum ekki eins háðir veðrinu. Að vísu fórum við 3 ferðir austur í Skaftafell og fengum þar alltaf ljómandi gott verður á þessu rigningarsumri, þannig að það er heilmikið íslenskt sumar í mynd- inni þrátt fyrir allt. -ólg. Helgin 3. -4. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 UPPGERÐIR GAMAR FYRIR KÆLI- OG FRYSTIVÖRUR LEIGA EÐA SALA Hentugt fyrir: skipafélög, bændur, fisk- verkendur og verslanir. Einnig sem bala- og beituklefar. Ef þig vantar frysti/kæli- gám getum við útvegað hvort heldur sem er: Trailer, skipagáma, dráttarvagna eða frystikæli sem getur staðið hvar sem er,jafnt utan sem innan dyra. Einnig bjóðum við hraðfrystiklefa með afköstum eftirþörfum hvers og eins. STUTTUR AFGREIÐSLUFRESTUR Kynntu þér kjörín. — Sendum upp/ýsingabæk/inga. — Við höfum /ausnina. FRYSTI-OG KÆLIGAMAR hf. SKÚLAGÖTU 63. SÍMI 25880. S . ferð,r k i ferðaskrifstofa : AHUREYRAR Auglýtingailota Einais Pálma I FLUG OG GISTING í HELgA EIN NÓIT (HÓTEL LOFTLEIÐIR - HÓTEL ESJA) FRÁ KR. 2.i 1 TVÆR NÆTUR (ÖLL HÓTEL) FRÁ KR. 2.869,- 3.180,- FLUG OG GfSTING / TVÆR ÁSAMT i s 3.305,- NÆTUR (ÖLL HÓTEL) wírétta kvöldverður FRÁ KR. 3.4S5,- N/LTUR (ÖLL HÓTEL) MIÐA Á SÝNINGUNA FRÁ KR. 1180,- FLUG OG GISTING í 'IVAIR NÆTUR (ÖLL HÓTEL) ÁSAMT PRÍRÉTTA KVÖLDVERDI ' OG MIDA FRÁ KR. 3.395,-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.