Þjóðviljinn - 03.03.1984, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 03.03.1984, Blaðsíða 25
Hver var aðdragandinn að undirritun hins nýja kjarasamnings í stuttu máli? Það má byrja á að rifja upp að verkalýðs- hreyfingin endurheimti samningsréttinn í byrjun desember. Miðstjórn Alþýðusam- bandsins ákvað þegar að beita sér fyrir bráðabirgðasamkomulagi um hækkun launa í 15.000 krónur. Hugmyndinni var algerlega hafnað af atvinnurekendum, og ríkisstjórnin var ekki reiðubúin til að beita sér fyrir félagslegum aðgerðum, nema ef vera kynni í tengslum við hugsanlega samn- ingsniðurstöðu. Á formannafundi í Alþýðusambandinu í desemberbyrjun reifaði ég hugmyndina um að félögin hefðu samningsgerðina á sinni könnu. Með því taldi ég að félagsmenn og forystulið félaganna fyndu betur til þeirrar ábyrgðar sem viðræðum og samningsgerð eru samfara. Hugmyndinni var hafnað Hverjar voru undirtektirnar? Hugmyndinni var einfaldlega hafnað. Menn töldu að staða hinna einstöku fé- laga til að beita sér væri mjög erfið vegna þess að atvinnuástand hefur víða verið slæmt. Hitt vó þó þyngra að kvótakerfið mun draga verulega úr útgerð vítt og breitt um landið mikinn hluta úr árinu. Við þessar aðstæður getur verið mjög erfitt fyrir fé- lögin á landsbyggðinni að gangast fyrir að- gerðum á sínu svæði. Því töldu menn heppi- legra að heildarsamtökin færu með samn- ingana, þó að ljóst sé að aðstaða þeirra til aðgerða hlýtur einnig að vera mjög erfið af sömu ástæðum. Var formannaráðstefnan þá að lýsa yfir að hán vildi samninga en jafnframt að ekki kœmi til greina að stofna til átaka? Nei, það var engin ákvörðun tekin um að ekki skyldi gengið til átaka, en menn gerðu sér grein fyrir þeirri erfiðu baráttustöðu sem mörg verkalýðsfélögin voru í og eru raunar enn. Viðræður voru teknar upp að nýju, en við vorum sammála um að ekki væri ástæða til að leggja fram sundurgreindar kröfur. En rétt er að minna á, að bilið milli samnings- aðilanna var mjög breitt og bannað að semja um vísitölubætur á laun. Snemma í janúar fór svo að örla á vilja til raunhæfra viðræðna hjá VSÍ. Um miðjan mánuðinn var komin fram gróf mynd af því í hvaða farveg hugsanlegir samningar gætu farið. Eftir að þær hugmyndir höfðu verið ræddar í miðstjórn Alþýðusambandsins og á vettvangi landssambandanna var ákveðið að halda viðræðum áfram. Um miðjan febrúar var ljóst að ekki þjónaði neinum tilgangi að halda þófinu áfram og óhjákvæmilegt var að fá fram skýra afstöðu stærri hóps. Á formanna- fundi hinn 19. febrúar var því lögð fram sú einfalda spurning hvort freista ætti þess að ná samkomulagi á þeim grundvelli sem fyrir lá. Ekkert prívatmál mitt og Magnúsar Voru mönnum þá Ijósir þeir annmarkar sem á hugsanlegum samningi yrði? Að sjálfsögðu gerðum við grein fyrir þeim, og við drógum upp með skýrum hætti þá ókosti sem felast t.d. í því að dagvinnu- tekjutryggingin fyrir sextán og sautján ára unglinga fengist ekki hækkuð eins og hjá öðrum. Við spurðum hvort fundurinn teldi skynsamlegra að hafna slíkum samningi og undirbúa átök t.d. í mars til að knýja fram aðra og betri niðurstöðu. Fundurinn taldi rétt að reyna til þrautar að ná fram samningi á þeim nótum sem fyrir lá. Miðstjórn ræddi síðan samningsuppkastið og ákvað með at- kvæðum allra fundarmanna nema fjögurra, sem sátu hjá, að það skyldi undirritað. Helgin 3. - 4. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 25 Helgi Guðmundsson ritari Alþýðubandalagsins ræðir við Ásmund Stefánsson forseta Alþýðusambands Islands Verkalýðshreyfingin mun ekki sætta sig við kj araskerðingu til frambúðar Þriðjudaginn 21. febrúar var samningur- inn svo undirritaður og staðfestur á for- mannafundi samdægurs. Af þessu er ljóst að allar fullyrðingar sem settar hafa verið fram, meðal annars af formanni Alþýðu- bandalagsins hér í Þjóðviljanum, um að samningurinn sé prívatmál mitt og Magnús- ar Gunnarssonar framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambandsins, eru ekki í samræmi við staðreyndir málsins. Er álit formanna á baráttuhug félags- manna rétt? Já, það tel ég. Formennirnir þekkja vel til hver á sínu svæði. Menn mega ekki gleyma því, að mikill fjöldi þeirra vinnur sín dag- legu störf á venjulegum vinnustöðum og gegna formannstarfinu í frístundum. Þeim er því mætavel ljóst hver stemmningin er á vinnustöðunum. Vonleysi og óðaverðbólga Var eitthvað gert af hálfu verkalýðsfélag- anna til að efla baráttuviljann og gera fólki grein fyrir því, að árangurinn yrði í samrœmi við vilja og áhuga þess sjálfs? Eflaust hefur það verið eitthvað misjafnt, en af margra hálfu hefur verið haldið vel á því efni. Alþýðusambandið hefur dreift margvíslegum upplýsingum til félaganna og einstakra félagsmanna. Ég minni á bækl- inginn sem við gáfum út sem svar við tillög- um atvinnurekenda um að fella niður fé- lagsleg réttindi, fréttabréfið, sem stundum hefur farið fyrir brjóstið á blöðum eins og Morgunblaðinu, þó ekki sé það mikið að vöxtum, og bæklinginn sem gefinn var út vegna undirskriftasöfnunarinnar. Auk þess er nú, og hefur verið undanfarna mánuði, unnið markvisst að eflingu Vinnunnar, sem er jú málgagn Alþýðusambandsins. Er verkalýðhreyfingin með þessum samn- ingi að sœtta sig við þá hrikalegu kjaraskerð- ingu sem yfir launafólk hefur dunið á sl. ári? Auðvitað sættir verkalýðshreyfingin sig ekki við kjaraskerðinguna til frambúðar. Meginverkefni okkar er að sjálfsögðu að komast upp úr þeirri lægð sem við höfum verið í og erum í enn. Hitt er jafn ljóst, að hvert skref sem við stígum í þá átt hlýtur að markast af þeim aðstæðum sem við búum við. Verkalýðshreyfingin fékk á sig lög um af- nám samningsréttar og verðbóta í fyrravor. Hefði hún ekki átt að rísa upp þá strax og brjóta slík ólög á bak aftur? Þegar svona er spurt, er rétt að minna á, að þessi ríkisstjórn er ekki sú fyrsta sem grípur til lagasetningar til að ógilda eða hafa áhrif á kjarasamninga. Síendurteknar árás- ir stjórnvalda hafa skiljanlega vakið ákveð- ið vonleysi með fólki. Ég held að slíkt von- leysi hafi verið almennt eftir setningu bráð- abirgðalaganna í fyrra, en auk þess má ekki gleyma þeim áhrifum sem langvarandi óða- verðbólga hefur á afstöðu fólks. Við vorum áreiðanlega ekki í neinni aðstöðu til að efna til þeirra stórfelldu átaka á vinnumarkaðn- um sem hefði þurft til að sveigja ríkisstjórn- ina til undanhalds þegar í stað. Kaupmáttarhrapið stöðvað Hvert er meginefni samninganna? í fyrsta lagi er kaupmáttarhrapið stöðvað sem ella hefði haldið áfram. I öðru lagi hefur tekist að lyfta sérstaklega þeim sem búa við lægstu taxta og dagvinnuna eina. Hækkunin á dagvinnutekjutryggingunni er 15.5% þegar almenna hækkunin er 5%. í þriðja lagi hefur fengist fram veruleg til- færsla til einstæðra foreldra og annarra með mikla framfærslubyrði með samkomulagi við stjórnvöld. Þannig hefur tekist að ná fram verulegum úrbótum fyrir þann hóp sem býr við erfiðustu aðstæðurnar. Eru þessar úrbœtur ekki keyptar nokkuð dýru verði, eins og til dtemis því að aldurs- mark til að ná fullorðinskaupi er nú hœkkað upp í átján ár? Langstærsti ágalli samningsins, fyrir utan það að kauphækkanirnar eru ekki meiri en þær eru, er að ekki skyldi takast að hækka, dagvinnutekjutrygginguna fyrir sextán og sautján ára unglinga eins og hjá öðrum. Auðvitað orkar mjög tvímælis í svona að- stöðu hvort rétt er að gangast inn á samning með þessum annmarka. Það var hins vegar niðurstaðan að sú hækkun á tekjutryggingu sem næðist til alls þorra fólks, væri svo mik- ils virði að ekki væri verjandi að hafna samningnum þrátt fyrir þennan augljósa og alvarlega ágalla. Hvað snertir hlutfall yfir- vinnu lægstu taxta og áhrif dagvinnutekj- utryggingar á bónus er um að ræða atriði sem öllúm hafa verið ljós fyrirfram og lágu skýrt fyrir þegar 15.000.- krónu krafan var samþykkt á þingi Verkamannasambands- ins og víðar. Er nokkur tryggingfyrir því að launafólkið verði ekki sjálft látið borga innihaldið í fé- lagsmálapakkanum með lœkkuðum niður- greiðslum á landbúnaðarvörur? Um fjármögnunina hefur ekki verið sam- ið. Hins vegar er rétt að gera sér grein fyrir því, að þó allur pakkinn yrði greiddur með lækkun á niðurgreiðslum, myndi sá hópur sem fær mestar bætur hafa áfram ótvíræðan ávinning af tilfærslum. Útgjaldaauki ein- stæðra foreldra vegna hækkunar á landbún- aðarvörum yrði 200-300 kr. á mánuði en tilfærslan 2.000-5.000. Hvernig sem á málið er litið, er alveg ljóst að ekki fer það sama úr vasanum og í hann fer. Ef ríkisstjórnin ekki stendur við sinn hlut, hvað gerir verkalýðshreyfingin þá? í raun hefur ríkisstjórnin þegar gefi örugg fyrirheit um að við samkomulagið verði staðið. Ég bendi á yfirlýsinguna sem fylgdi samkomulaginu við BSRB. Þarf ekki að gilda nema í 6 mánuði Hafnar verkalýðhreyfingin ekki íþeirri að- stöðu að verða að una kjaraskerðingunni langt fram á ncesta ár þar sem samningurinn gildir til 15. apríl 1985? Það er að vísu rétt að samningurinn gildir fram í apríl á næsta ári. Hins vegar eru í honum uppsagnarákvæði sem gera kleift að segja upp kaupliðunum miðað við fyrsta september og aftur fyrsta janúar. Hann þarf þess vegna ekki að gilda nema í sex mánuði. Hvaða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi til þess að það verði gert? Fyrst og fremst þau að félögin hafi trú á að þau geti bætt stöðu sína með því að segja samningunum upp og knýja á um nýjan og hagstæðari samning. Éf þær verð- lagsforsendur sem samningurinn byggist á verða aðrar en við gerðum ráð fyrir, breytast kaupmáttarforsendurnar að sjálf- sögðu einnig. Þá ríkir óvissa um aflabrögð og gengisþróun og ástandið allt. í samn- ingnum er engin krafa um ákveðin skilyrði til uppsagnar. Þess er t.d. ekki krafist eins og stundum hefur verið áður að gengið hafi fallið um eitthvað ákveðið, eða að verðlag hafi hækkað um eitthvað tiltekið áður en uppsögn kemur til greina. Verkalýðsfé- lögin hafa ákvörðun um uppsögn algerlega í sinni hendi. Fœst nokkur til að segja upp kaupliðinum, þar sem hinar umsömdu hœkkanir á síðarí hluta samningstímans falla niður með upp- sögninni? Meti félögin aðstöðu sína svo, að þau geti knúið fram hagstæðari niðurstöðu með uppsögn og nýrri samningsgerð, hljóta þau að gera það. Sérstaða Dagsbrúnar Kom afstaða Dagsbrúnar þér á óvart? Bæði og. Dagsbrúnarmenn hafa lýst sinni sérstöðu á mjög skýran hátt. Ég gerði mér því fulla grein fyrir því, að þeir myndu ekki samþykkja samninginn óbreyttan, ég reiknaði hins vegar ekki með því að þeir myndu snúast gegn honum í heild sinni. Styður Alþýðusambandið Dagsbrún í \ hugsanlegum átökum ef til þeirra kemur? j Til þessa hefur ekki verið tekin nein efn- ! isleg afstaða, en mér sýnist að það mál muni brenna meira á þeim félögum sem næst Dagsbrún standa, en Alþýðusambandinu j sjálfu. Nái Dagsbrún og/eða aðrir sem ekki hafa samþykkt samningana betri samningum,felst ekki í því vantraust á forystu Alþýðusam- bandsins? Það væri frekar staðfesting á slæmri bar- áttustöðu. Forysta Alþýðusambandsins, sem þannig væri lýst vantraust á, væri býsna stór, varla færri en hundrað manns. Höfðum ekkert val Nú er Ijóst að mikillar óánœgju gœtir hjá þvífólki sem vinnur bónusvinnu, vegna þess að það fcer einungis 5% hœkkun þegar dag- vinnutekjutryggingin hœkkar um 15.5%. Er bónusvinnukaupið ekki einfaldlega orðið allt of lágt? Það kann vel að vera. Þessi óánægja er í sjálfu sér vel skiljanleg, vegna þess að breytingar á launahlutföllum eru alltaf mjög viðkvæmt mál, hvert svo sem launa- kerfið er sem unnið er eftir. Samkvæmt útreikningi hagdeildar okkar svara hækk- unin á lágmarkstekjutryggingunni til 0.8% almennrar launahækkunar. Ef allar við- miðunartölur hefðu átt að hækka til jafns við tekjutrygginguna, hefði það þýtt mar- gfalda hækkun almennra launa. Við höfðum í þessu efni ekkert val. Við höfðum ósköp einfaldlega ekkert afl til að knýja fram svo mikla almenna launahækkun. Ég vil hins vegar leggja áherslu á að þessir annmarkar á tekjutryggingunni eru ekki ný bóla. Mönnum hafa verið þeir vel ljósir allt frá því samið var um tekjutryggingu í fyrsta sinn 1981. Þá urðu mjög miklar deilur um hana af sömu ástæðum og nú. Þrátt fyrir þessa annmarka, komu víða fram kröfur nú í haust um að tekjutryggingin yrði hækkuð enn meira en raun varð á. Þjónustustofnun og baráttuhreyfing Mjög víða er kvartað yfir félagslegri deyfð í verkalýðshreyfingunni. Félagsmennirnir , hafi ekki áhuga á því sem verkalýðshreyfing- in er aðgera,jafnvel ekki einu sinni trú áþví. Er þetta rétt að þínu viti? Ég held að þetta sé í allt of ríkum mæli rétt, því miður. Á þessu eru auðvitað marg- ar skýringar, eins og langur vinnutími og margvísleg samkeppni við annað sem er að gerast í þjóðfélaginu. Það er allt of mikil einföldun að leita skýringarinnar eingöngu hjá vondum eða góðum forystumönnum, eins og oft vill brenna við. Við höfum á undanförnum árum reynt að bregðast við með mjög auknu fræðslustarfi, auknu útgáfustarfi, svo sem með útgáfu upplýsingarita um ýmiskonar réttindamál, með útgáfu bæklinga um mál sem efst eru á baugi á hverjum tíma. Á vegum félaganna eru vinnustaðafundir æ tíðari, því að félags- mennirnir mæta ekki nema í afar tak- mörkuðum mæli á félagsfundi. Því miður er ekki til nein einföld lausn í þessu efni. Lýð- ræðisleg vinna í verkalýðshreyfingunni er þrotlaust samfellt starf sem gerir mjög miklar kröfur til einstaklinga. Styrkur samtakanna á hverjum tíma er órjúfanlega tengdur þeim vilja og áhuga sem félagsmennirnir sjálfir sýna. Við sem í forystustörfunum erum berum vissulega mikla ábyrgð á að vel til takist í því efni sem öðrum. Við munum halda áfram að efla félags- og fræðslustarfið og leita • nýrra leiða til að gera starfið í verkalýðs- hreyfingunni svo áhugavert að félagsmenn- irnir fáist til að sinna því. Það má aldrei gleymast, að verkalýðshreyfingin er hvort- tveggja í senn, þjónustustofnun og baráttu- hreyfing og verður að sinna hvorutveggju verkefnunum af kostgæfni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.