Þjóðviljinn - 03.03.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.03.1984, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 3. - 4. mars 1984 bókmenntir_____________ Syndin er ekki ávallt það sem hún þykist vera „Þegar konur fara frá mönnum sínum vilja þær eitthvað serp þær vita ekki alveg hvað er; en þessi vilji er svo sterkur að þær geta ekki staðið kyrrar“ 'segir Inge Eriksen. Danska skáldkonan Inge Erik- sen er í heimsókn og í dag, laugar- daginn þriðja mars, segir hún frá verkum sínum og viðhorfum í Nor- ræna húsinu. Inge Eriksen er höf- undur sem á seinni árum hefur vak- ið mikla athygli: henni hefur tekist að hafa endaskipti á mörgum sið- rænum og fagurfræðilegum gildum án þess nokkru sinni að hverfa frá vonarkjarna um betra mannlíf. Hún er ekki þeirrar skoðunar að konur hafi sérstöku hlutverki að gegna fyrir sakir kynferðis síns, en það eru konurnar sem eru illa sviknar, segir hún, og því grípa þær til varnaraðgerða sem búa yfir ýms- um möguleikum. Inge Eriksen er lúsiðin, afkasta- mikil og afskiptasöm um allt mögu- legt í blöðum og tímaritum, og verður ekki gerð tilraun til þess hér að lýsa ritferli hennar. Aftur á móti ætla ég að lýsa viðhorfum hennar, ekki síst eins og þau koma fram í skáldsagnabálki hennar miklum, sem ég tel mikilvæga forsendu fyrir því áformi hennar nú að skrifa vís- indaskáldsöguflokk í mörgum bindum - í fyrra kom fyrsta bókin út, „Hóran frá Gomorra". Konur aðalpersónur Konur eru ávallt aðalpersónur í bókum Inge Eriksen. Þær eru oft- ast í annarlegu umhverfi, sem gefur lesandanum möguleika til að upp- lifa það líf, sem lýst er, úr fjarlægð - um ieið og atburðarás og ákvarð- anir, sem teknar eru, hitta beint inn í þá óreiðu langana sem við göngum með. Inge Eriksen hefur konur í aðal- hlutverk vegna þess að hún telur þær hafa meiri hæfileika en karlar til að tefla djarft, stíga út fyrir þær takmarkanir sem viðurtekinn veru- leikinn setur, einnig finni þær til ábyrgðar gagnvart umheimi og framtíð sem á sér naflastreng í einkar persónulegri og líkamlegri ástarþörf. Inge sagði fyrirskömmu í viðtali, að fyrir einum fimm árum hefðu menn sagt að karlar væru að brotna niður, en konur að brjótast upp. En sannleikurinn væri sá, að karlar væru svo sjálfumglaðir að ekki verði við unað, því sjálfsánægja þeirra sé tengd því að þeir ríghaldi í heimsmynd sem er hrunín - augljóst að karlar eigi auðvelt með að staðna, en það sé erfiðara fyrir konur. Inge Eriksen hefur stungið á heimsmynd karlmennskunnar á þann hátt. að lesandinn getur skynjað tilveruna hreyfanlega, að ekkert er ákveðið endanlega. Og að engin samfélagsbreyting rís undir nafni ef hún verður til þess að stýfa ástargáfuna, draga úr trausti og tryggð. Hylling til lífsins Fyrst í skáldsagnabálkinum er „Viktoría og heimsbyltingin" (1976). Lesandinn varþarstaddurí annarlegu umhverfi og tók þátt í að koma á fót sameignarbúum, hann vann frá því árla morguns við að klæða fjallshlíðar gróðri og á kvöldin var hann mættur til funda þar sem öll þessi vandamál - forystu sveit og óbreyttir, valddreifing, draumar og veruleiki - voru fléttuð saman af bullandi og ólgandi ímyndunarafli, sem áðurhafðiekki þekkst á vettvangi danskrar vinstri- mennsku. Það skipti svo mestu að koma ástinni á réttan stað í bylting- unni. Oghvað gerir Viktoría-ein- lægur byltingarsinni og dugandi bóndi við kynhvöt sína? Það vakti mikla gremju að Viktoría fór ekki eftir forskrift áttunda áratugarins um „frjálsar ástir", sem í reynd þýddi lausung og vantrú á sambúð tveggja. Svo virtist sem Viktoría veldi ekki einu sinni sinn karl. Hann valdi hana - og ekki út frá skynsemdarhjali eins og þessu: Við erum bæði byltingarforsprakkar og gætum eins vel fært rúmin saman... Ónei, hann var frumstæður eins og steinaldarmaður og tók hana með valdi (seinna gekk allt náttúrlega miklu betur, því sannleikurinn var sá að hún vildi hann!!). Viktoría hafði mörg heiftarorð um þessa nauðung yfir kaktusbrennivíni í kvennahópi - en hún var gagntekin af sínum karli. Mörgokkargátu hreint ekki sætt sig við þessa undirgefni við þann sterka og okkur fannst að Inge Er- iksen hefði svikið samanlagða kvennahreyfinguna. En samt sem áður heillaði bókin alla rómantíkusa til vinstri við Framfaraflokkinn (þ.e. Glistrup). Þetta er galdur sem Inge Eriksen kann. Hún tekur hluta þess veru- leika, sem við öll þekkjum, ásamt þeim draumum sem okkur finnst að til heyri, kemur þessu öllu fyrir í öðru umhverfi og loftslagi. Og þar sjáum við draumana ganga upp eins og við höldum að við viljum - að undanskildum þeim draumnum sem nærgöngulastur er hverjum og einum: drauminnumsamlífið-um hið endurleysandi og frjóa sam- band í von um tryggð, sem gerist veruleiki. Veruleikinn umhverfis okkur segir, að ástartengslin séu dauð, framtíðin sýnist ekki hafa pláss fyrir þau - samt er það þessi hamslausa ástarsaga sem heldur bókinni saman og fær okkur til að fletta áfram. Munúðarfull ást, sem rís undir nafni, hafði smeygt sér inn á tilfinningaskala þann sem danskir vinstri menntamenn leyfðu sér - ómeðvitað - að viðurkenna. Það sem var og getur orðið Fuglatréð (1979) gerist á árunum 1973-75 í Kaupmannahöfn og skotist er til Hamborgar, Barce- lona og London. Við erum á þekkt- um slóðum og fylgjumst með tveim konum. Júlía er einkar normal kona, fráskilin skrifstofustúlka með barn og veit ekki hvernig hún á að koma fram við þá karla sem hún verður hrifin af. Við fylgjumst með Júlíu íöðrum hvorum kaflaog Ariellu í hinum þar til leiðir þeirra liggja saman í lokin. Júlía er hin jarðbundna draumóramanneskja, en Ariella hin upphafna-eðlisávís- un og innblástur ráða hennar gerð- um. Húnerlínudansari-geturhaf- ið sig til flugs bæði í líkamlegum og andlegum skilningi - og í lok skáld- sögunnar verður hún örkumla- manneskja eftir slys sem hún á ekki sök á. Einnig hér eru ástir konu og karla það afl, sem gerir mögulegt að komast yfir eymd og volæði allt um kring. Skáldsagan fjallar um þann sárs- auka sem manneskjan finnur eftir að hún hefur glutrað niður minn- ingunni um það sem í raun skipti máli. Fuglarnir sem sitja í trénu eru hróp til okkar frá minningunni gleymdu um tilfinningar, sem við þurfum að bera með okkur. Meðan Ariella situr í faðmlögum ástmanns síns Thomasar, sem er rétt eins og fulkomin ástarímynd og ástmaður Viktoríu nema hvað hann er flugmaður en ekki bylting- armaður, og loftið sogast hægt út og inn um varir hennar og sú til- finning að þau tilheyri hvort öðru vex og það er eins og húðin hafi verið flegin af henni, þá kemur skip langt að inn úr þokunni: „Hljóðlaus sigling skipsins í nóttinni og þurrt blikkglamrið fylltu hana þrá - þetta var eitthvað sem gerðist fyrir löngu; kannski var sorgin svo sterk um borð í skipinu. að minningin um hana sveif yfir sjónum eins og vein fugls sem heyra mátti mannsaldri síðar". Mestu varðar að geta heyrt þetta vein, þetta óp, og skilja harm þess, annars fer illa, við verðum sljóir tölvukroppar. Ást þeirra Thomas- ar og Ariellu tortímir þeim sjálf- um, en honum tekst að láta Ariellu nota sásaukann til einhvers konar skapandi endurlausnar. Nýtt siðgæði, ný aðferð Á áttunda áratugnum neitaði Inge Eriksen að láta setja sig á bás sem kvenrithöfundur. En vaxandi tæknivæðing mannlífsins hefur gert það ljóst, að það er um tvenns- konar framtíð að velja. Önnur ein- kennist af skammtímalausnum og miðar að því að halda í þau störf sem til eru svo að neyslan dragist sem minnst saman og menn geti ímyndað sér að þeir séu ánægðir vegna þess að allt sýnist vera í lagi. Meðan framleiðslan raskar vist- fræðilegu jafnvægi og hæðir það líf sem er enn ekki fætt. Þetta er fram- tíð tæknivæðingarinnar og öðru fremur tengd lífi og vitund karl- manna. Inge Eriksen kallar tækni- væðingu mannlífs synduga, vegna þess að hún takmarkar manneskj- una, kemur í veg fyrir að hún lifi heilu lífi. Hin framtíðin mótast af þeim þrám sem t.d. eru að baki ákvörð- un kvenna þegar þær fara frá körlum sínum. Oft hefur verið kippt undan okkur fótum og karlar taka þessu með þolinmæði. En Inge telur ekki að konurnar gjöri slíkt hið sama - hinsvegar spyrji þær sig: „Hvað tökum við til bragðs í heimi sem er eins og hann er?“ Og þær taka að hugsa og framkvæma sem best þær geta út frá minning- um um það sem glataðist. Það at- hæfi gæti sýnst óskynsamiegt - en það er hreyfing sem sprettur af þörfinni fyrir fullgilt mannlíf-sál- arlíf í lifandi hoidi og blóði. Þegar í Fuglatrénu eru átök milli kynjanna, átök um val milli þess- ara tveggja kosta. Julie segir við Martin, sem hún er óljóst ástfangin af, en sem skilur ekkert vegna þess að hann er þegar á valdi tækninnar: „Tíminn er undarlegur, hann er hvergi, tíminn er gleyminn og þess vegna verðum við sjálf gleymin... jafnvel sterkustu upplifanir hríslast niður milli fingra okkar og við get- um ekki fengið þær til að vinna með okkur í, í okkar þágu, eins þótt við vildum". Það er ekki mögulegt lengur að halda í það sem máli skiptir, við höfum glutrað niður því sem við áttum að byggja á - og nú er um að ræða að finna það aftur. í síðustu bók sinni „Hóran frá Gómorra“ heldur Inge Eriksen áfram með þessar andstæður í formi vísindaskáldsögu, skáldsögu sem er skrifuð í mjög þéttum og kröfuhörðum stíl. Þar gefur hún okkur heldur betur á baukinn i makræði okkar og krefst þess að við séum einbeitt og sjálfum okkur samkvæm í hugsun. Hún reynir að gjöra okkur óánægða og dauðhrædda við þann tilfinninga- sljóa veruleika sem sagan lýsir, og við getum kannast við, þótt í litlu sé, í veruleika okkar samtíðar. Betur færi að margir bregðist eins við - það gæti ef til viil skapað ósk um að gefa sig með hrifningu á vald ábyrgðartilfinningar, ábyrgð- ar á framtíðinni. (áb snaraði) eftir Lisu Schmalensee Inge Eriksen er í heimsókn og taiar í Norræna húsninu í dag. „Jafnvel sterkustu upplifanir hríslast niður á niilli fingra okkar og við getum ekki fengið þær til að vinna með okkur...“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.