Þjóðviljinn - 03.03.1984, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 03.03.1984, Blaðsíða 30
30 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN: Helgin 3. - 4. mars 1984 Alþýðubandalagið Miðstjórnarfundur Miöstjóm Alþýöubandalagsins er boðuö til fundar laugardaginn 3. og sunnudaginn 4. mars n.k. að Hverfisgötu 105, Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 13.30 á laugardag. Á dagskrá fundarins veröa m.a. kjaramál, utanríkismál, fjármál Alþýðu- bandalagsins, undirbúningur stefnuskrárumræðu flokksins, nefndakjör og önnur mál. Alþýðubandalagið á Egilsstöðum: Góðir félagar - Hreppsmálaráð Fundur hjá Hreppsmálaráði Alþýðubandalagsins á Egilsstöðum verða sem hér segir fram á vor: Mánudagur 5. mars. Umræðuefni: Umhverfismál. Mánudagur 19. mars. Umræðuefni: Staða mála, Dagheimili og Safna- stofnun. Mánudagur 2. apríl. Umræðuefni: Skipulagsmál. Mánudagur 16. apríl. Umræðuefni: Samstarf hreppa á Héraði og sameiningarmál. Fundirnir verða haldnir að Dynskógum 3 (kjallara), og hefjast kl. 20.30 stundvíslega. Hreppsmálaráð hvetur alla félagsmenn til að mæta og láta Ijós sitt skína. -Stjórnin. Alþýðubandalagið Akranesi Bæjarmálaráð Alþýðubandalagið á Akranesi heldur bæjarmála- ráðsfund mánudaginn 5. mars kl. 20.30 í Rein. Fundarefni: 1) Fjárhagsáætlun 1984. 2) Önnur mál. Stjórnin Almennur félagsfundur - Keflavík Almennur félagsfundur verður haldinn í Stangveiðihúsinu við Suður- götu, mánudaginn 5. mars kl. 20.30. Dagskrá 1) Erindi miðstjórnar. 2) Önnur mál. Gestir fundarins verða frá Æskulyðsfylkingu Alþýðu- bandalagsins. Auk þess lítur Úlfar Þormóðsson við. Allir velkomnir. - Stjórnin. Alþýðubandalagið í Reykjavík: Spilakvöld Þriðjudaginn 6. mars verður síðasta kvöldið í þriggja kvöldaspilakeppni að Hverfisgötu 105, og hefst kl. 20 stundvíslega. Þeir sem ekki hafa haft tök á að koma á fyrri kvöldin eru velkomnir, því veitt eru verðlaun fyrir hvert keppniskvöld. Skúli Alexandersson, alþingismaður, kemur í kaff- ihléi og spjallar við mannskapinn. - Nefndin. Skúlj Alþýðubandalagið: Stjórn LAL og annað áhugafólk um landbúnað; (tengslum við miðstjórnarfund sætum við lagi og hittumst á Hverfis- götu 105, sunnudaginn 4. mars kl.10 árdegis. -Stjórnin. Alþýðubandalagsfélag Selfoss og nágr. Viðtalstími Garðars Sigurðssonarverður n.k. laugardag kl. 15.00 að Kirkjuvegi 7, Selfossi. -Stjórnin Alþýðubandalagið Austur-Skaftafellssýslu Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins í A-Skaftafellssýslu verður haldinn laugardaginn 3. mars kl. 14.00 í húsi Slysavarnafélagsins á Höfn í Hornafirði. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar fjölmennið. stjornin Vinsamiega sendið eða hringið inn auglýsingar í þennan dálk fyrir klukkan 16 daginn áður en þær eiga að birtast og talið við Valþór eða Álfheiði. Ritstj. Æskulýðsfyíking Alþýðubandalagsins Fræðslufundur um Kúbu Fyrirhugað er að halda fræðslufund um Kúbu 15. mars nk. að Hverfis- götu 105 Reykjavík. Nánar auglýst síðar. - Æskulýðsfylking AB. Öllum þeim sem urðu til að auka gleði mína á afmælisdaginn sendi ég bláu geislana mína. Ási í Bæ. Sœludagarnir í Breiðholti_____________ Yfir 1000 manns voru með - Sæludögum Fjölbrauta- skólans í Breiðholti lauk í gær- kveldi með meiriháttar skemmtikvöldi. „Þetta hefur tekist alveg stórkostlega og það er mál manna að þetta séu bestu sæludag- ar frá upphafi“, sagði Jóhann Hlíð- ar Harðarson formaður Nemend- afélagsins í viðtali við Þjóðviljann í gær. - Yfir þúsund manns hafa verið með af miklum áhuga, en þetta er fjölmennasti skólinn í landinu. Kennarar hafa og sýnt mikinn áhuga á þessu starfi okkar og marg- ir fleiri hafa Iagt hönd á plóginn og heimsótt okkur. - Yfir þrjátíu verkefni voru í gangi sem nemendur völdu sér. Þannig má nefna sem dæmi kynn- ingu á námi eftir að fjölbrauta- skólanámi lýkur, skreytingu skólans, tölvukynningu, eiturlyf og ýmislegt fleira. Hér hef ég aðeins drepið á örfá atriði en þessa viku hefur verið iðandi líf í skólanum, hæfileg blanda mötunar og virkni, sagði Jóhann Hlíðar að lokum. Á þönum. Halldór Hlíðar Harðarson formaður Nemendafélagsins hefur -óg átt annasama daga. (Ljósm. — Atli). Snj óflóðavarnir Hjörleifur Guttormsson spyr fél- efla varnir gegn snjóflóðum í sam- frá 4. júlí 1983 til 22. febrúar 1984 agsmálaráðherra um snjóflóða- ræmi við ályktun Alþingis frá 2. þegar snjóflóð féllu í Ólafsvík? varnir: apríl 1981,varlögðniður4. júlísl.? 3. Hvað er fyrirhugað af 2. Hvað var gert varðandi stjórnvöldum um framtíð þessara 1. Hvaða ástæður voru til þess snjóflóðavarnir á vegum fél- mála? að nefnd, sem átti forystu um að agsmálaráðuneytisins á tímabilinu -mhg Góður afli í Eyjum Nú er farið að bera á þorski í afla urinn. Einnig hafa trollbátar Vestmannaeyjabáta. Áður var fengið mjög góðan ýsuafla eða um aflinn mjög ufsaborinn, en þeir 10-20 tonn í hali. sem best þekkja til segja að fyrst komi ufsinn, síðan komi þorsk- Magnús frá Hafnarnesi. Kavíar úr loðnu- hrognum Hrognataka úr loðnunni er hafin. Það eru Japanir sem kaupa hrognin og eru mjög vandfýsnir á að allt sé í lagi; engar málningarflögur í lestum bátanna enda á að framleiða kavíar úr hrognunum austur þar. Magnús frá Hafnarnesi Verkalýðsfélagið á Höfn Andstaða gegn samningunum Ákveðið að krefjast viðrœðna um betri samning Á fundi Verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn í Hornafirði í fyrra- kvöld var ákveðið að taka ekki afstöðu til samninga ASI og VSI en leita þess í stað eftir viðræðum við atvinnurekendur á Höfn um endurbætur á samkomulaginu. Sigurður Hannesson formaður Jökuls sagði að þessi afgreiðsla hefði farið fram einróma og að mikil óánægja hefði jafnframt komið fram með heildarsamn- inga ASÍ og atvinnurekenda. Sérstaklega hefðu fundarmenn lýst andstöðu við ákvæðið um skerðingu á kaupi unglinga á aldrinum 16-18 ára. Sigurður bjóst við að viðræður við atvinnu- rekendur á Höfn gætu hafist fljót- lega eftir helgina. -v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.