Þjóðviljinn - 03.03.1984, Blaðsíða 32
DJOÐVIUINN
Helgin 3. - 4. mars 1984
Fjármálaráðherra skipar nefnd til að rannsaka fjárlögin:
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er haegt aö ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími
81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiöslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt-öll kvöld. 81333 81348 81663
1700 MILJÓNA GAT?
„Vandinn er meiri en ég gerði ráð fyrir“
Þjóðviljinn hefur fyrir því öruggar heimild-
ir að á fundi sínum með „Hulduhernum“ á
Hótel Sögu í fyrradag hafi Albert
Guðmundsson sagt að í fjárlögum ársins 1984
væri gat uppá 1,7 miljarða króna, sem er
ekkert smáræði. Fjárlögin eru uppá rúma 14
miljarða króna.
Þjóðviljinn innti Albert eftir þessu í gær.
Hann vildi ekki staðfesta töluna, „maður skal
alltaf fara varlega með tölur“, sagði fjármála-
ráðherra. Síðan sagði hann:
„Um árabil hafa aukafjárveitingar tíðkast,
sem sett hafa fjárlög úr skorðum. Þetta er að
mínum dómi lögleysa. Þess vegna setti ég á
stofn nefnd hæfustu embættismanna og fjár-
veitinganefndarmanna líka til að fá það fram
hvort fjárlögin fyrir árið 1984 eru raunhæf
eða ekki. Þetta hefur ekki verið gert áður.“
Hvað hefur þessi rannsókn leitt í ljós?
„Það hefur komið í ljós að það er meiri vandi
við að glíma en ég gerði ráð fyrir við gerð
fjárlaga. Hve mikill hann er vil ég ekki tala
um á þessari stundu og tölur skulum við fara
varlega með.“ S.dór
Albert um sérstakan þing-
flokksfund Sjálfstœðismanna:
SMAMAL
Ég skil ekki þetta fjaðrafok út af jafn litlu
og samrœmingu á launatöxtum
Atlaga Sjálfstæðisflokksins að Albert
Guðmundssyni, vegna þess að hann
samræmdi kjör Dagsbrúnarmanna og
BSRB-manna sem vinna sömu störf,
hélt áfram í gær. Þá var óvænt boðaður
þingflokksfundur hjá Sjálfstæðis-
flokknum til að ræða mál Alberts.
Þjóðviljinn spurði Albert Guðmunds-
son að því hvort hann ætti von á vond-
um móttökum þegar hann mætti þar?
„Ég geri ekki ráð fyrir því. Ég skil ekki
hvers vegna það ætti að vera.“
Nú hefur Þorsteinn Pálsson sagt þetta al-
varlegt mál sem verði tekið föstum tökum.
Óttastu ekki átök?
„Nei, annars verð ég bara að bíða og sj á. “
Þú kvíðir þá ekkert fyrir þingflokksfund-
inum?
„Nei, nei, þetta er smámál. Ég geng til
þessa fundar eins og allra annarra þing-
flokksfunda. Ég tel ekki að ég sé að leggja
út í neina orustu.“
Nú hætti Steingrímur Hermannsson við
að halda ríkisstjórnarfund í morgun, þar
sem ræða átti þetta mál. Ertu búinn að
ræða við Steingrím síðan hann kom heim?
„Já, við ræddum saman í dag og fór vel á
með okkur.“
Hann hefur ekkert verið vondur við þig?
„Hann Steingrímur? Nei, ekki aldeilis.
Við ræddum bara málin í rólegheitum. Ég
skil bara ekki þetta fjaðrafok út af jafn
sjálfsögðu máli og samræmingu þessara
taxta. Ósk um þessa samræmingu hefur
legið á borði fjármálaráðherra í mörg ár.
Það er svo ég sem framkvæmi þessa
leiðréttingu, kannski vegna þess að ég skil
málið betur en fyrirrennarar mínir.“
Þú hcfur haft um það stór orð að segja af
þér ef fjárlagaramminn yrði sprengdur, þá
myndir þú segja af þér. Hefur ramminn
verið sprengdur?
„Þessi samningur sem gerður var við
ríkisstjórnina meðan ég var utan lands á
ekki að sprengja rammann heldur er um að
ræða fjármagns tilfærslur innan hans. Þeir
sem gerðu þennan samning segja þetta og
þetta var það sem beið mín þegar ég kom
heim. Ég á eftir að sjá hvernig þetta er
hægt, fyrr get ég ekki sagt að fjárlagaramm-
inn sé sprunginn.“
Síðustu fréttir:
Þorsteinn gefst upp
/ ályktun sem þingflokkur Sjálfstœðis-
flokksins sendifrá sér að loknum fundi sín-
um um kvöldmatarleytið í gœr var sérkjara-
samningur Dagsbrúnar við fjármálaráð-
herra harmaður en engar ákvarðanir teknar
um aðgerðir gegn Albert.
Þorsteinn Pálsson formaður flokksins
sagði í útvarpsfréttum í gœr að þarmeð vœri
málinu lokið innan Sjálfstœðisflokksins og
eining komin á - enn einu sinni.
„Komdu, við þurfum að ræðast við“, sagði Þorsteinn Pálsson formaður
Sjálfstæðisflokksins þegar hann kom stormandi útúr þingflokksherbergi
flokksins og tók í arm Alberts Guðmundssonar sem var að mæta á fundinn.
Síðan hurfu þeir uppá efri hæð þinghússins tveir einir en þingmenn flokks-
ins biðu á meðan. (Mynd: Atli).
Búvöruverðshœkkunin 1. mars étur upp
Fjórðung kauphækkunarinnar
Enda þótt stutt sé um liðið síðan aðil-
ar vinnumarkaðarins sömdu um 5% al-
menna launahækkun í landinu hefur
hún þegar rýrnað um 26-28%. Búvöru-
verðshækkunin sem ákveðin var á
fundi sexmannanefndarinnar í fyrra-
dag hefur þessar afleiðingar í för með
sér.
Verðlagsgrundvöllur landbúnaðar-
vara hækkaði um 6.039% en hann var
síðast endurskoðaður í október á síð-
asta ári. Stærstur hluti hækkunarinnar
nú felst í 5.7% hækkun á launum
bænda en auk þess vegur 7.9% hækkun
á kjarnfóðri allmikið. Þá kemur 2.92%
hækkun á verðlagsgrundvellinum, sem
var ákveðin 1. október sl., út í verð-
lagið nú, en henni var á sínum tíma
frestað með niðurgreiðslum.
Lítrinn af mjólk í fernum kostar nú
18.90 kr. í smásölu, kíióið af smjöri
kostar 219.50 kr., 45% ostur kostar
189.90 kr. hvert kíló. Dilkakjöt í
heilum eða hálfum skrokkum kostar
eftir hækkunina 123.05 kr. kílóið en
kostaði 116.45 kr. fyrir hækkun.
Þess má geta að hækkun búvara er
nokkuð meiri en sem nemur hækkun-
inni til bænda vegna þess að niður-
greiðslur lækka hlutfallslega nú.
-v.