Þjóðviljinn - 03.03.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.03.1984, Blaðsíða 2
shammtur af pakkadíl 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 3. - 4. mars 1984 Mér hefur alla tíö verið ákaflega umhugað um að vera með á nótunum, eins og það er kallað. Tileinka mér nýja siði með nýjum tímum og vera þannig síung- ur að minnsta kosti andlega. Fylgjast með. Vera op- inn. Þegar Ijóst varð að örtölvubyltingin var skollin á, sá ég fljótlega í hendi mér að ég mundi daga uppi eins og nátttröll, ef ég ekki aflaði mér grundvallarþekkingar á örtölvum og galdri þeirra. Fyrsta skrefið sem ég sté var að kaupa mér vasa- tölvu sem kölluð hefur verið „apaspil“ og taka hana í mína þjónustu. Þessi tölva er notuð til þess að koma þrem apaköttum yfir ótrúlegustu hindranir uppá mik- inn raft. Uppi á raftinum trónar gríðarstór api, líklega órangútan, og reynir að hefta för litlu apakattanna, en tekst það ekki nema að vissu marki, þegar ég í krafti menntunar og leikni í meðferð tækisins beiti mér til hins ýtrasta við að veita apaköttunum brautargengi. Allir vita að um þessar mundir er örtölvubyltingin í hámarki og þess vegna ástæðatil að hvetja unga sem aldna til að fara strax á tölvunámskeið og dragast nú ekki afturúr. Nú er að geta annarrar byltingar sem skekið hefur íslenska samfélagið og kannske heimsbyggðina alla uppá síðkastið, án þess að menn gerðu sér tiltakan- lega ijóst, að hún er gengin um garð. Samt mun sú bylting vafalítið um alla framtíð, sem hingað til, marka djúp spor í mannlífið í hinum siðmenntaða heimi svo lengi sem honum verður eirt. Þetta er pakkabyltingin. Vei þeim manni, sem ekki hefur samlagast þeim siðum og háttum, sem fylgja í kjölfar þessarar bylting- ar. Með pakkabyltingunni hefur sá háttur komist á, að flestöll lífsins gæði höndla menn í pökkum. Þetta er kallað að gera „pakkadíl" og þeir sem pakkadílinn bjóða gera manni pakkatilboð. Það sem pakkatilboðið inniheldur „hangir síðan á spýtunni", eins og íslensku- fræðingar segja. Allt milli himins og jarðar fæst nú í pökkum: sólar- landaferðir, súpur, kjarabætur, gömludansarnir (þar sem máltíð, nektardans og æriskoffí hangir á spýt- unni). Til Akureyrar fer maður ekki nema gera fyrst pakkadíl, þarsem innifalin erferð í Bautann, áSjallann og í leikhúsið. Engum dettur í hug að fara til Ítalíu eða Spáníá nema í pakka. Mér er nær að halda að nú sé varla hægt að fá sér lengur í staupinu nema í pakka, og hefur þá sannar- lega sú hlið mannlífsins mikið breyst síðan ég „var og hét“, einsog það er stundum kallað. Allir vita að svokallaðir „félagsmálapakkar" eru undirstaða rómaðrar velmegunar á íslandi; kauphækkanir fá menn ekki lengur í krónum, heldur í pökkum, og hangir þá oft ólítið á spýtunni. Nú eru ótaldir þeir pakkar, sem mestum straumhvörfum hafa valdið í þjóðlífinu, og það eru svokallaðir „sólarlandapakkar“. Eins og ég sagði í upphafi þessa máls, er mér mjög umhugað um að halda vöku minni og fylgjast með öftim breytingum í samfélaginu. Og til þess að vera nú með á nótunum, tók ég mig til og kynnti mér dæmi- gerðan sólarlandapakka. Það sem helst er einkennandi fyrir sólarlandapakka er ekki pakkinn sem slíkur, heldur hinir fjölmörgu pakkar í pakkanum. Sjálfur sólarlandapakkinn er, í sem stystu máli, ferð til suðurlanda, dvöl þar í eina viku eða fleiri með skemmtilegu fólki, sem hefur svipuð áhugamál og maður sjálfur. Á þeirri spýtu hangir svo fæði og hús- næði meðan á dvölinni stendur. Þegar til sólarlanda er komið, bjóðast hinsvegar ótrúlega fjölbreyttir pakkar. Einn vinsælasti pakki er reiðtúr á múlösnum að afloknum morgunverði, sem er spænskir sjávarréttir steiktir í olívuolíu og spennandi mæjónes með, en romm ómælt til að skola morgun- verðinum niður. Nú er múlösnunum riðið lengi dags „með nesti við bogann og bikar með“, þá er í pakkan- um boð í skartgripaverslun, til feldskera og síðan í almenna verslunarferð, þar sem hægt er að gera sér- stakan pakkadíl, þannig að í einum pakka er hægt að fá með afslætti strokleður, svitalyktareyði og tann- stöngla. Eftir það gera margir pakkadíl um ferð í sí- gaunaþorp þar sem tötrabörn betla og vasaþjófar leika listir sínar, en síðan er farið í helli, sest á bekk og fylgst með sígaunakonum, sem enn eru ekki búnar að missa tennurnar, dansa spænskan flamengódans. Loks er svo grísaveislupakki, en þar er borðað svínakjöt, drukkið rauðvín og allir rugga sér arm í arm og syngja „fyrr var oft í koti kátt“. Þegar svo suðræn nóttin hvolfist yfir pakkafarana rekur hver pakkadíllinn annan og að lokum leggur svo óminnishegrinn vængi sína yfir selskapinn og segir þá fátt af einum þar til upp er staðið næsta dag og byrjað að gera nýja pakkadíla. Og er nú enn ónefndur sá pakkinn, sem hefur ekki hvað minnst verið notaður, en um þann pakka orti góðskáldið: Fór af stað með konu og krakka, kættist mjög við drykkju og geim. Sóiarlanda svo í pakka sendur var ég aftur heim. skráargatið Málefni Fjalakattarins eru nú í deiglunni og eru mjög skiptar skoðanir um það hvort leggja beri út í þann kostnað að bjarga þessu gamla, sögufræga húsi. Davíð Oddsson borgarstjóri mun vera heldur vel- viljaður Kettinum og minnast menn m.a. þess að fyrir nokkrum árum gekk hann fram fyrir skjöldu ásamt Örnólfi Árnasyni, Brynju Benediktsdóttur og fleiri úr leikhúsheiminum að fá Fjala- köttinn undir revíuleikhús. Binda menn vonir við að Davíð muni sjá einhverjar leiðir til þess að húsið fái að standa. Fátt hefur verið meira í munni manna undanfarnar vikur en stórránin tvö sem framin voru í Breiðholti og við Laugaveg. William Scobie hefur nú játað að hafa rænt pen- ingum ÁTVR með aðstoð annars ungs manns en einhverjir aðrir munu hafa gert tilraun til að hilma yfir eftir að ránið-var fram- ið, m.a. faðir þessa unga manns. Pabbinn er Bandaríkjamaður sem átt hefur heima á íslandi af og til á undanförnum áratugum og m.a. hafði hann það að at- vinnu á tímabili að svara bréfum sem bandarísk skólabörn sendu jólasveininum á íslandi og gegn þóknun að sjálfsögðu. Lét hann löggilda firmaheitið Jóla- sveinninn á íslandi. Og er hann þar með eini löggilti jóla- sveinninn hérlendis. Sigurður Skagfjörð Sigurðsson, nýráðinn framkvæmdastjóriTímans, hefur verið í Ástralíu að undanförnu og eru ýmsar getgátur á lofti um hvað hann sé að gera þar. M.a. hefur því verið fleygt að hann sé að ráða ástralskar kengúrur sem blaðbera fyrir Tímann. Þær eru bæði með poka framan á sér og fara hratt yfir. Eins og komið hefur fram í fréttum er Ef Albert hættlr sem ráðherra tekur hann vafalaust aftur sæti sitt f borgarstjórn Reykjavíkur og krefst þess a& ver&a á ný forseti borgarstjórnar. Þar ver&a ekki fagna&arfundir. Fyrir nokkrum árum gekk Davíð Oddsson fram fyrir skjöldu ásamt fleira fólki að fá Fjalaköttinn sem revíuleikhús. Tallð er að Davíð sé enn velviljaður því að húsið verði var&veitt. geysileg óánægja meðal útgerð- armanna og sjómanna með hið nýja kvótakerfi. Mun Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra ekki eiga sjö dagana sæla þessar vikur og reyndar ekki sjö nætur heldur. Svo mikil er ásókn- in í viðtöl við ráðherra að menn komast ekki að honum með minna en viku fyrirvara. Skák hefur verið fyrirferðarmikil í fréttum í íslenskum fjölmiðlum undanfarnar vikur, ekki síst vegna frammistöðu hinna ungu íslensku skákmanna. Segja menn að það sé einsdæmi í heiminum að þjóð geti teflt fram skáksveit sterkustu manna með tveimur stórmeisturum á varabekk en enginn í aðalsveitinni beri þann titil. Ef það verður úr að Albert segi af sér fjármálaráðherraembætti sem hann hefur sterklega gefið í skyn (m.a. í síðasta Helgarpósti) mun hann halda þingsæti sínu eftir því sem hann segir sjálfur og þá er spurningin hvort hann sest ekki á ný í borgarstjórn Reykja- víkur en þaðan fékk hann aðeins frí meðan hann gegndi ráðherra- embætti. Mun Davíð hugsa til þess með hryllingi því að sam- komulag þeirra hefur aldrei verið upp á marga fiska og ekki mun nýgerður samningur við Dags- brún hafa bætt þar úr skák. Al- bert hefur sýnt að hann er ekkert lamb að leika sér við og vafalaust mun hann þá krefjast þess að fá á ný embætti forseta borgarstjórn- ar sem hann gegndi áður en til þess er kosið á hverju vori. Verð- ur þá Markús Örn Antonsson að standa upp og verður það ekki gert með glöðu geði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.