Þjóðviljinn - 24.03.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.03.1984, Blaðsíða 2
r 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 24.-25. mars 1984 af ölvímu Það má segja að hvunndagurinn hjá mér hefjist alltaf eins. Hálfsofandi staulast ég í svefnrofunum framí for- stofu til að ná mér í dagblöðin, sem koma hingað fyrir allar aldir. Þetta er gert í von um það að einhvegir hafi verið rændir og drepnir daginn áður, eldgos hafi brot- ist út í blómlegum byggðum, heimsstyrjöld hafi skollið á, eða ráðherrar orðið njósnarar fyrir rússa af því þeir voru kynvilltir (altso ráðherrarnir). Þorstinn eftir hneyksli, já helst stórskandal, er ó- slökkvandi. Sjaldnast verður mér að von minni. Dag eftir dag er andskotann ekkert bitastætt í blöðunum. Varla nauðgun, hvað þá manndráp og kynsvall ráðherra kemst ekki upp, nema endrum og eins. Þó er það nú svo að oftast er í blöðunum eitthvað sem vekur mér kátínu eða leiðindi, já kemur mér í uppnám, einsog það er kallað, og við það snarvakna ég og verð hæfari til að takast á við vandamál rísandi dags. Um síðustu helgi sýndist mér snöggvast að verið væri að slá upp stórhneyksli aldarinnar í málgagni bænda, Tímanum. Á forsíðunni var semsagt heilsíðumynd af einum dáðasta og virtasta iðnjöfri íslensku þjóðarinnar, sokknum svo djúpt að hann var farinn að drekka ein- hverskonar ódefínerað glundur úr hnéháum vaðstíg- vélum. Og ég hugsaði sem svo: „Þetta er nú að slá fyrir neðan beltisstað. Þó að hann sé að vísu ekki Tímamegin í pólitík, þá hefði nú mátt hlífa honum og hans nánustu við þessu“. Og svo tautaði ég með sjálfum mér, af því mér er nú heldur hlýtt til mannsins: „Guði sé lof að hann var ekki að drekka úr klofstíg- véli“. Svo fór ég að gera mig líklegan til að nálgast þessa skandalafrétt aldarinnar nánar og sá þá að lítið Ijóð var prentað með myndinni á forsíðuna og fyllti út tvídálk með stóru, áberandi letri. Ljóðiðvirðisthafaveriðortaf skáldi, sem enn er ekki búið að ná hinum fínlegri blæbrigðum póesíunnar, þó það lofi vissulega góðu, einsog öll Ijóð gera í dag: Davíð Scheving ölsins eldur æðstu þakkir hafðu nú. innleitt hefur vín sem veldur vináttu og kærleikstrú. Bara nokkuð gott. Sérstaklega ef það er ort í ölæði. Ég ætla ekki að reyna að segja neinum, hvað mér létti þegar ég sá að hér var á engan hátt verið að fletta ofanaf vafasömu atferli ærukærs athafnamanns, heldur hafði Davíð einfaldlega keypt ölið á veitinga- stað, þar sem það er plagsiður að drekka úr vaðstíg- vélum, til að komast í þýska „stemmningu". Það er annars alveg stórfurðulegt - þegar maður svona fer að hugsa um það - hvað menn eru ólmir að komast í erlenda „stemmningu" hérna á þessu elsk- aða landi, þar sem ætla mætti að ekkert væri gráupplagðara en að vera einfaldlega í íslenskri stemmningu. Bara allir á fullu, að reyna að drífa upp: þýska, enska, spænska, ítalska, gríska, færíska og jafnvel indverska stemmningu. „Það er það sem vantar", segja menn ákaflega íbyggnir, „já, það er sko það sem vantar, þessi skemmtilega rólega og huggulega stemmning, kráar- stemmningin". „Þræða krærnar - halhalhalha! Go pub-crawling ha!ha!ha!ha!“ Og hvað ætli sé nú vænlegast til að komast í það, sem kallað hefur verið „útlend stemmning"? Auðvitað að drekka það, sem ekki er til á Islandi, en alls staðar annars staðar. Bjór, sem maður getur orðið fullur af, áfengt öl. Nú ætla ég að taka það fram, áður en lengra er haldið, að ég er persónulega fylgjandi því að öl verði gefið frjálst á Islandi. Það er nefnilega altalað að öl sé ágætt fyrir þá, sem ekki drepa sig á því, nú og ef menn drepa sig á því, þá má alltaf segja að eitt sinn skal hver deyja hvort sem er. Mér finnst semsagt jafn fáránlegt að banna gott öl einsog að banna sykur, þó hann geti drepið sykursjúka, eða bringukolla, þó þeir geti, við ofneyslu, drepið hjartveika og rottueitur, sem er að vísu ekki öðrum ætlað en þeim sem á að drepa án tafar. Þess vegna segi ég það alveg eins og er, að ekki lái ég þeim sem með opnum huga leita að lífshamingj- unni. Og er hægt að segja annað en að gæfan brosi við þeim, sem höndla hamingjuna við það að fara á veitingastaðinn Gauk á Stöng, taka sér vaðstígvél í hönd, drekka úr því Egilspilsner, sem búið er að hella einhvers konar brennivíni útí og komast við það í þýska „stemmningu", sem er mesta og besta stemmning, sem hægt er að ná, eins og dæmin sanna. Regluleg þýsk ölkrárstemmning, byggð á margra alda ölmenningu og drykkjukúltúr. Allir með gráa gervifroðu á nefinu að drekka brenni- vínsblandaðan þykjustubjór úr þýsku skótaui. Eða eins og sagt er: Ekkert er notalegra en sona hittast, slappa af, rabba saman, láta líða úr sér og gleyma sér snöggvast yfir glasi af góðu öli. Það skyldi þó aldrei vera að þeir, sem með þessum hætti haldaað þeirséu að leita að lífshamingjunni, séu í raún og veru einfaldlega að leita að hentugri aðferð til að drekka brennivín og án þess að vita það sjálfir. Aðferð sem gæti litið út eins og ekki væri verið að drekka brennivín. Og ef hægt er að höndla lífshamingjuna um leið og maður er á fylleríi, án þess nokkur viti það, og síst maður sjálfur, þá er merkilegum áfanga náð á leiðinni til endanlegrar alsælu. Satt að segja var ekki nema von að átöppunarstúlk- unni ÍTrópíkanaverksmiðjunniyrðu þessiorðámunni, þegar allt var að fara í handaskolum á vinnustað og hún sá forsíðumyndina af forstjóranum sínum í Tíman- um: Davíð Scheving ölsins eldur er hjá Gauki að skemmta sér. O! ég vildi hann væri heldur í vinnunni að stjórna mér. skráargatiö Tíminn á að breytast í Nútímann (NT) innan skamms en þó mun það ekki gerast 1. apríl eins og stefnt hefur verið að heldur dragast eitthvað. Hætt mun vera við áform um að Nútíminn eigi að vera síðdegisblað en þess í stað er nú ákveðið að blaðið komi út á mánudögum sem og aðra daga vikunnar. Þá er það ákveðið að brot blaðsins stækki og verði þaö sex dálka í stað fimm dálka eins og í öðrum dagblöðum hérlendis. Helgarblaðið verður þó áfram fimmdálka. í athugun er að flytja ritsjórnarskrifstofurnar upp á Ártúnshöfða. Skiptar skoðanir eru innan Framsóknarflokksins um allar þessar breytingar. Sumir telja að þær boði endurreisn blaðsins en hinir gætnari eru þeirrar skoðunar að hugsanlega sé þetta síðasta örvæntingarfálm- ið. Starfsfólk Húsnæðisstofnunar ríkisins hélt árshátíð á föstudag fyrir viku, og var hún haldin í Rúgbrauðsgerð- inni. Alexander Stefánsson ákvað að halda starfsfólkinu kokteil á sama stað áður en gleðin hæfist en það mun ekki hafa verið venja áður. Nú brá svo við að enginn mætti í þennan kokteil, ráðherr- ánum til mikillar furðu, og stóð hann þar einn um nokkra hríð með glas í hendi. Engar skýringar komu fram á því hvers vegna fólk mætti ekki, en einn af yfir- mönnum stofnunarinnar mun hafa hælt sér fyrir það að sýna ráðherranum þessa ókurteisi. Brennivín og tóbak hækkaði að meðaltali um 20% í vikunni en þessar vöru- tegundir hafa oft verið taldar nokkuð góður mælikvarði á verð- bólgu. Stjórnmálamenn eru þekktir fyrir að mæla út verð- bólguhraða á ársgrundvelli eftir hinum ýmsu aðferðum og sér- staklega var Mogginn duglegur við slíkar mælingar á síðustu. mánuðum stjórnar Gunnars Thoroddsens. Með mælingarað- ferð Moggans reiknast okkur til að verðbólguhraðinn á ársgrund- vellli sé nú nálægt 100% og er þar tekið mið af brennivíni og tóbaki. SKIPTI ERU ORUGGARI SELJIÐ EKKI OFAN AF YKKUR EIGNASKIPTI ERU ORUGGARI < Z ö iú K D * * > u. < 2JA HERBERGJA Dalsel einstkl.íb. Hamrahlíö Kambasel Slóttahraun Hfn. 3JA HERBERGJA Blöndubakki Bólstaöarhlíö Ferjuvogur Efstasund Hverfisgata Hfn. mJ ÞÚS. Kaplaskjólsvegur 110 1500 5 HERBERGJA Ölduslóð Hfn. bilsk. 150 KR. Kjarrhólmi Kóp. 90 1550 2300 Ölduslóð Hfn. 90 40 50 70 1100 1300 1400 Lindarhvammur Hfn. 80 1500 Breiðvangur Hfn. SÉRBÝLI Arnartangi Mosf. Lækjargata Þjórsárgata 70 60 1300 1450 5 + 2ja herb. 136 + 70 Flúðasel 120 Miðstrapfi 160 1200 2100 2500 110 68 1400 4RA HERBERGJA Ásabúð Garðab. bílsk. Vallarbarð Hfn. 136 280 Álfhólsvegur Kóp. 90 1500 SÉRHÆÐIR Tunguvegur 110 Arnarhraun Hfn. 110 1900 Hellisgata Hfn. 110 Eskihlíö 100 1700 Bólstaðarhlíð 105 2000 Hverfisgata 90 90 1750 Herjólfsgata Hfn. bílsk. 110 2200 Mávahlíö 140 2700 Heiðarlundur bílsk. 450 97 1500 Kóngsbakki 110 1900 Skipholt bílsk. 132 2400 Keilufell bílsk. 135 85 1500 Langahlíð 110 1600 Sunnuvegur Hfn. bílsk. 120 2000 Stekkjarhvammur bílsk. 187 85 1800 Laufvangur Hfn. 118 1850 Urðarstígur 80 1800 Heiðargerði 110 70 1300 Lindarhvammur Hfn. bílsk. 117 2000 Þinghólsbraut Kóp. bílsk. 100 1950 í skiptum fyrir minni eign SELJIÐ EKKI OFAN AF < X z G 39 m O 2500 1500 2000 3000 3600 2100 1950 1800 4000 2600 3000 2500 < IL O 2 * IU o mk Ití m ^ SELJIÐ EKKI OFAN AF YKKUR EIGNASKIPTI ERU ÖRUGGARI SELJIÐ EKKI OFAN AF YKKUR EIGNASKIPTI Snorri F. Welding framkvæmdastjóri 78583 Árni Þorsteinsson sölustjóri 53765 Símar 687520 39424 53765 Opið um helgina kl. 13-17. > </> z 5 Hj m O O

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.