Þjóðviljinn - 24.03.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.03.1984, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 24.-25. mars 1984 s Ur steina- Um þessar mundir halda fjórir listamenn samsýningu að Kjarvalsstöðum. Hafa þeir lagt undir sig báða sali húss- ins og stendur sýningin f ram að byrjun næsta mánaðar. Þettaeru þau ívar Valgarðs- son, Rúna Þorkelsdóttir, Rúrí og Þór Vigfússon. Þau sýna höggmyndirog málverk, hvort tveggja unnið í marg- vísleg efni. I vestursalnum má sjá framlag þeirra Rúríar og ívars, skúlptúr og um- hverfisverk, en í austursaln- um (Kjarvalssal), hafa þau Þór og Rúna fyrir verkum sín- um. Fjórmenningarnir eru afar ólíkir innbyrðis, en eiga þó tvennt sam- eiginlegt. Þau eru öll úr sama ár- gangi Myndlista- og handíða- skólans og öll eru þau tengd þeim tilraunum sem sett hafa svip sinn á myndlist undanfarinn áratug. Það er því vart hægt að segja að þau fáist við eina ákveðna tegund sjón- rænna lista, þó svo að persóna þeirra leynist í hverju verki. Hér er m. ö. o. verið að fást við könnun efnisins, athuga þanþol ýmissa hugmynda, en sú er væntan- lega forsenda fyrir framþróun í list- um. Hver nýjung í þeim efnum er einhvers konar gagnrýni á viður- tekna skynjun. Menn segja: „Þetta er höggmynd og svona á höggmynd að vera. " En þá kemur annar lista- maður og sýnir þessum sömu mönnum fram á þröngsýni þeirra, með því að tefla fram eínhverri nýjung sem gefur hugtakinu högg- mynd víðari merkingu. Þetta þykir sumum heldur tíkar- legt markmið að keppa að og alls ekki samboðið listum. Ágætur rússneskur gagnrýnandi benti ein- mitt á þá staðreynd að meðan so- véskir listamenn fullkomnuðu hvert meistaraverkið á fætur öðru, væru vestrænir kollegar þeirra ávallt að gera tilraunir sem enginn sæi fyrir endann á og ekkert bita- stætt kæmi út úr. Ekki væri ein til- raun til lykta leidd fyrr en önnur væri hafin og því Ieiddi þessi til- raunastarfsemi aldrei til neins. Og einn mikill unnandi vísinda tjáði mér eitt sinn að sér fyndist Iistir ansi ómerkilegar, þar eð menn kæmust aldrei að neinum áreiðan- legum eða rökréttum niðurstöð- um. Mér var þá hugsað til manns nokkurs sem fluttur var á spítala. Þegar vika var liðin gerðist hann óþolinmóður og spurði lækni, sem annaðist hann, hvort ekki ætti að lækna sig. Veslings læknirinn tjáði honum að fyrst yrðu þeir að rann- saka hann, því þeir væru ekki vissir um hvað að honum gengi. Maður- inn brást reiður við og sagði það félegt ef læknar væru hættir að vita hvað amaði að sjúklingum. Að svo mæltu skipaði hann lækninum að lækna sig á stundinni, ellegar færi hann eitthvað annað til að leitasér bóta. Það er því ekki síður leitun að óyggjandi niðurstöðum í vísindum en listum. Enda njóta hvorug þess- ara sviða mikillar lýðhylli nema í einstökumtilfellum. Menn krefjast afdráttarlausra svara við spurning- um um tilveruna og hana fá þeir hvergi nema í trúnni. Þó er sem betur fer til annar eins- fjöldi, háir jafnt sem lágir, er telja sig komast af án alls stórs sann- leika. Slíkt fólk er jafnvel reiðubú- ið til að endurskoða þá litlu flís af fastri jörð sem það stendur á, ef það finnur að hún sé fallvölt. Þessi hæfileiki til að endurmeta hlutina blundar e. t. v. í flestum. En hann þarf nast örvunar við og mér er ekki örgrannt um að myndlistasýning á borð við þá sem nú stendur yfir að Kjarvalssöðum kunní að vera ýms- um hinn ágætasti hvati til slíkrar örvunar. „Verið hreyfanlegir í hugsun," sagði eitt sinn þekktur leiðtogi. Sýning fjórmenninganna er einmitt til þess fallin að koma heilasellunum í gang. „Það á mikið eftir að gera íhöggmyndalist." Ég hitti þau Rúrí, Rúnu, Þór og fvar í kaffiteríunni á Kjarvalsstöð- um og spurði þau hvernig sýningin væri til komin. „Það er eiginlega tilviljun. Upp- haflega voru fyrirhugaðar tvær sjálfstæðar sýningar, en atvikin réðu því að úr varð ein stór hópsýn- ing. Við fengum báða salina sam- tímis og ákváðum því að skella j urta- okkur saman. Svo, eins og þú veist, þá höfum við þekkst lengi og fylgst með hvoru öðru þannig að allur undirbúningur var auðveldari fyrir bragðið." ¦ Og þið hafið ekki verið í vand- ræðum með að raða ykkur niður á salina? Þór Vigfússon framan við dýramyndir sínar: „Hann var svona stór, krókódillinn sem ég missti." „Það kom af sjálfu sér," segir Rúrí. „Við ívar erum ekki með lit- sterk verk og þau fara ágætlega saman. Þau eru mátulega ögrandi hvor á sinn hátt og kafna því ekki þótt þau standi hlið við hlið. Það er meiri litur í verkum Þórs og Rúnu." „Eftir að sýningin var komin upp, held ég að okkur hafi fundist þetta vera besta lausnin," bætir Þór við. Einu tekur maður strax eftir og það er hve höggmyndir eru í mikl- um meirihluta á sýningunni. Er vaxandi áhugi á skúlptúr? „Það held ég ekki," segir Ivar. „En maður vonar að hann eigi eftir að aukast hér." „Við erum þrjú okkar í Mynd- höggvarafélaginu, við ívar og Rúrí, svo það er kannski eðlilegt að höggmyndir séu áberandi hjá okk- ur," segir Þór. „Það er vaxandi áhugi á skúlptúr alls staðar erlendis," bætir Rúna við, en hún hefur um árabil verið búsett í Amsterdam. „íslendingar eiga margt eftir ógert í höggmyndalistinni," segir ívar. „Fyrir utan Ásmund og Sigur- jón voru afar fáir sem lögðu stund á skúlptúr. Jafnvel þótt menn eins og Jón Gunnar og fleiri af þeirri kyn- slóð fengjust við slíkt, var því lítið hampað. Það virtist lítill áhugi vera fyrir því efnislega. En nú var mikið um höggmyndir erlendis á síðasta áratug, einkum í sambandi við hinn svokallaða min- imalisma. Menn unnu stórar og miklar höggmyndir. Fórum við varahluta af þessum áhuga? „Já, ætli það ekki," segir Rúrí. „Annars voru menn sem fengust við eins konar minimalisma, s. s. Magnús Pálsson. Myndir hans eru nú mjög þess eðlis, en það var aldrei neinn fótur fyrir slíkum til- raunum því fólk sýndi þessu lítinn áhuga. íslendingar hafa aldrei haft mikinn áhuga fyrir höggmyndum, nema þær séu fígúratívar." Eg var með svona verk á tveimur sýningum og önnur þeirra var hér á Kjarvalsstöðum, þannig að eitthvað voru menn að fást við þetta," segir Þór. „Ég held að ísland hafi ekki ver- ið þess eðlis að hér sprytti upp sterk minimal-list," segir ívar. „Landið bauð einhvern veginn ekki upp á slíka list. Áhugi manna lá annars staðar." Hœttuleg verk, dýra- myndir og annað. Ég vík tali mínu að Rúrí, en verk hennar sem gerð eru úr gleri og stáli eru bæði stór og mikilúðleg. Þetta eru nokkurs konar umhverfi- sverk, að einhverju leyti tengd sál- rænu og þjóðfélagslegu umhverfi borgarinnar. Þetta eru voldug verk og sum stórhættuleg. Ég hef aldrei séð þig svona agressíva? „Finnst þér þetta agressíft?" Svarar Rúrí og hlær. „Þetta er barnaleikur miðað við raunveru- leikan sjálfan." Hér er átt við eitt af umhverfis- verkum Rúríar sem samanstendur af glerflísum sem hanga niður úr loftinu. „Jæja, það er kannski hægt að ganga blindandi yfir götu án þess að drepa sig," segir ívar. „En ekki nálægt þessu verki," bætir Rúna við og hlær. „Það má vera," segir Rúrí. „En ég hef notað svona efni oft áður. Það er ef til vill stærðin sem gerir Rúrí við eitt verka slnna: „Stær&in skiptir töluver&u máíi..."

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.