Þjóðviljinn - 24.03.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.03.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 24.-25. mars 1984 Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreíðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Stvrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, ólafur Gíslason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Sigríður Þorsteinsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Símavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Utkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Undanfarið hafa kvöldfundir verið óvenju tíðir á alþingi. Ríkisstjórnin hefur lagt ofurkapp á að koma málum sínum í gegn og þá ekki frekar venju sést fyrir í vinnubrögðum. Iðulega hafa flestir ráðherrarnir verið fjarverandi umræðu sem varða þeirra ráðuneyti og þingmenn stjórnarliðsins hafa tugum saman hundsað hina lýðkjörnu löggjafarstofnun. Á miðvikudagskvöldið vakti Svavar Gestsson athygli á þessu ófremdarástandi og benti á að ríkisstjórnin sýndi ekki alþingi lágmarksvirðingu. Enn fremur benti hann á að með þessu háttalagi, stöðugum fjarvistum, hjálpaði ríkisstjórnin fjölmiðlum ríkisstjórnarinnar til að sveipa gagnrýni stjórnarandstöðunnar þagnarhjúpi. Ríkisfjölmiðlarnir fengju einnig skálkaskjól fyrir eilífðarþagnir um gagnrýni og málafylgju stjórnarandstöðuflokkanna á þingi. r itst Jórnargrei n Öjöfnuður, fum og klúður Þegar þessi gagnrýni formanns stærsta stjórnarandstöðu- flokksins var flutt úr ræðustól á alþingi sl. miðvikudagskvöld var verið að ræða frumvarp ríkisstjórnarinnar um lausa- skuldir bænda. Stjórnarandstaðan hafði hvað eftir annað spurst fyrir um fjármögnun skuldbreytinganna. Engin svör bárust. Spurt var hvcrsu há upphæðin þyrfti að vera. Engin svör bárust, en það hefur komið fram að þyrfti a.m.k. 100 miljónir króna. Pá var spurt án svars hvort til greina kæmi að taka erlent lán í þessu skyni. Eftir að þingmenn stjórnarand- stöðunnar höfðu barið á stjórnarliðinu með gagnrýni og spurningum - án þess að viðbrögðin yrðu önnur en þau að formaður Sjálfstæðisflokksins fölnaði útí þingsalnum, sá forseti neðri deildar alþingis Ingvar Gíslason sig knúinn til að taka undir gagnrýni stjórnarandstöðunnar um að óþol- andi væri að ráðherrar í ríkisstjórninni svöruðu ekki spurn- ingum og tækju ekki þátt í þinghaldinu. Hét forseti að koma þeirri gagnrýni á framfæri við stjórnarliðið. Óþingleg vinnu- brögð ríkisstjórnarflokkanna hafa kvað eftir annað gengið framaf hinum vandvirku og óhlutdrægu forsetum, Ingvari Gíslasyni forseta neðri deildar og Þorvaldi Garðari Krist- jánssyni forseta sameinaðs þings. Hjá ríkisstjórninni ber allt að sama brunni: hún og þau öfl sem að henni standa hundsa drengileg vinnubrögð þegar hún sér nokkurt færi. Nýjasta dæmið um yfirdrepsskapinn og ruglandina er lýðskrumsyfirlýsing fjármálaráðherra á dög- unum. Hann sagðist endilega vilja Iáta þjóðina vita af fjárl- agagatinu af því við ættum öll þennan sameiginlega vanda. Hann vildi koma til dyranna eins og hann væri klæddur og láta allt gerast fyrir opnum tjöldum svo allir og þó sérstak- lega þeir sem kjörnir væru á alþingi gætu fjallað eðlilega um fjárlagagatið. Ekki reyndist meira að marka þessar yfirlýs- ingar en svo, að um gatið hefur síðan verið fjallað á lokuðum fundum ríkisstjórnarinnar þar sem allt er í háalofti vegna ágreinings. Aðalstjórnarmálgagnið Morgunblaðið sér ást- æðu til að hrópa í fyrirsögn „Frumvarpsdrögum er haldið leyndum fyrir stjórnarliðum“. Ekki einu sinni sjálfir stjórn- arliðarnir fá að fylgjast með því sem ráðherrann kallaði eina lýðræðislegustu gjörð sem heyrst hefir um. Vanstillingin og óöryggið er fyrir löngu orðið áberandi meðal ráðherranna. Þeir eru hræddir. Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra er farinn að tala um kosningar á næsta ári. Fyrir helgina þurfti að loka veðdeild Landsbankans, þar sem ríkissjóður hafði ekki staðið við skuldbindingar sínar við húsnæðislánakerfið. Þannig er klúðrið, fumið og taugaveiklunin sem einkenna vinnubrögð ríkisstjórnarinnar. Þetta bætist við þá sérgæsku og peningagræðgi sem einkennt hafa um langa hríð þær klíkur sem ráða lögum og lofum í Framsóknar og Sjálfstæðis- flokki. Meirihluti Breta er andsnúinn Pershing kjarnorkuflaugunum einsog stendur á kjól konunnar sem kom í boð frú Margrétar Thatcher fyrir tískufrömuði á dögunum. Fiskur í stað friðar? Það á ekki af aumingja íhald- inu að ganga á þessum síðustu og verstu tímum. Axarsköft eru að verða ein helsta framleiðsla stjórnarinnar, og sem vonlegt er endurspeglast þetta voveifilega ástand í síminnkandi alþýðuhylli meðal kjósenda, sem einsog þangið eru bæði reikulir og rót- Íausir. f fyrsta skipti síðan fyrir átökin um Falklandseyjar hefur íhaldið sigið niður fyrir Verka- mannaflokkinn í skoðanakönn- unum, og ekki miklar líkur á tarz- önskum uppsveiflum. Þaraðauki hika nú gamlar kan- ónur úr hópum íhaldsins ekki lengur við að skjóta föstum skotum og lausum á frúna Mar- gréti, nú síðast vildu þeir hún kæmi sér upp aðstoðarmanni, væntanlega til að stífla þá flóðgátt mistaka sem stjórn hennar er orðin. í ofanálag er hún svo hundelt af fjölmiðlum útaf væg- ast sagt vafasömu fjármálabralli frumburðar síns, Marks. Vinsælt trix hjá pólitíkusum í vanda er að láta sjá sig með frægu fólki og skapa þannig jákvæða pressu. Á þetta ráð ákváðu ráð- gjafar frú Margrétar að bregða eftir hvert stjórnarslysið á fætur öðru. Út var gefin yfirlýsing um að Lundúnir væru nú orðnir mið- stöð heimstískunnar (!) og í til- efni þess ætlaði frú Margrét Thatcher að hafa boð inni fyrir frumkvöðla bresku tískunnar. Þetta gat varla farið úrskeiðis og auglýsingagarpar íhaldsins néru saman lúkum af ánægju yfir þessu snilldarráði. Sjónvörpum og blöðum var boðið að horfa á for- sætisráðherra glotta uppí stór- menni hátískunnar, sem leidd voru eitt og eitt inní herbergi þar- sem frú Margrét tók í spaðann á þeim og fleygði þeim svo útum aðrar dyr. En feigum verður ekki bjarg- að. Þegar ein af forsprökkum tískunnar var leidd fyrir frú Mar- gréti kom í ljós að framan á hvít- an kjól sinn hafði hún letrað skýrum stöfum mótmæli gegn amerísku kjarnorkuflaugunum sem nú er verið að setja niður hér í Bretlandi. Össur Skarp héðinsson skrifar Það er svo í stíl við fjölmiðla- lukku frá Margrétar að hin eina sem greint var frá úr boðinu, voru mótmæli hvítklæddu konunnar. Baráttan gegn kjarnorkuvopn- um í Bretlandi sýnir lítil merki hnignunar, þó hluti vopnanna sé þegar kominn á breska grundu. Enn á eftir að flytja vopnin útá vellina þar sem þau verða endan- lega staðsett, og andófsmerin hafa svarið þess dýran eið að koma í veg fyrir það, og ekki hika við að loka vegum í Englandi ef með þarf. Verkamannaflokkurinn hefur einnig lofað að nái hann völdum í næstu kosningum muni hann fleygja vopnunum þegar í stað úr iandi. Andófsfólk treystir samt ekki algerlega á orðin tóm, minnug þess að meðan síðasta stjórn flokksins var við lýði, þá voru fyrstu ákvarðanirnar um uppsetningu vopnanna teknar á hálfgerðum leynifundum. StjórnmálaflokkUm er líka valt að treysta í þessum efnum. Ég man að í fyrsta skipti sem ég kaus Alþýðubandalagið var það fyrst og fremst útá svipuð loforð. Flokkurinn komst í stjórn, en herinn ekki úr landi. Einsog mý á mykjuskán hef ég loðað utan í flokknum alla tíð síðan, en blóð- bragðið er ekki horfið með öllu og heil eða hálf kynslóð vinstri manna gleymir þessu illa. Andstaðan við kjarnorku- vopnin er mjög víðtæk hér í Bret- landi og nær allt frá æstustu marx- istum til þeirra sem búa til kjóla fýrir peningafursta. Konur hafa staðið í fylkingarbrjósti andófs- ins, um tveggja ára skeið hafa hinar staðföstustu haft uppi á- hrifamikil mótmæli við herstöðv- ar sem geyma vopnanna, og unn- ið virðingu allra réttlátra manna. Margar af þessum konum hafa ekki fyrr komið nálægt pólitík, þær eru einfaldlega drifnar af ótta yfir veröld þar sem kjarnorku- stríð stórveldanna er ekki lengur ýkja fjarlægur möguleiki. Bar- átta þeirra gegn kjarnorkuvopn- um er barátta fyrir framtíð barna sinna segja þær, og benda á, að með því að leyfa kjarnorkubúnað á landi sínu er breska þjóðin í rauninni að gera sig að skotmarki í mögulegri styrjöld. Það er nokkuð langur vegur milli þessara viðhorfa kvenna og þeirrar, sem mér skilst sé á þingi fýrir Kvennalistann, og kvað að- spurð að íslendingar þyrftu nú að huga að fiskmörkuðum sínum í Ameríku áður en brottvísun bandaríska herliðsins kæmist á dagskrá. Skyldi hún hugsa um fisk þegar sprengjan fellur á Keflavík? DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Ritsljórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.