Þjóðviljinn - 24.03.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.03.1984, Blaðsíða 7
Helgin 24.-25. mars 1984 11 ÞJÓÐVIIJINN - SH)A 7. Það er búið að filma mig dauða“ Það er búið að Ijósmynda mig nóg, það er búið að drepa mig með öllum þess- um upptökum, segir Marlene Dietrich 82 ára gömul í heimildarkvikmynd um ævi sína og kvikmyndaferil sem nýgerð er. í myndinni svarar hún spurningum sem Max- imilan Schell leggur fyrir hana - og með fylgja Ijós- myndir og atriði úr ýmsum kvikmyndum hennar. Petta er einskonar „síðasta segulband Marlene". Henni dettur ekki í hug að hrósa myndum sínum: Nei, ég hefi engan áhuga á að horfa á sjálfa mig. Og svona myndir eins og Blái engillinn þar sem ég sit á tunnu og syng „Ich bin von Kopf bis Fuss“, það get ég ekki hlustað á, þetta er bara hlægi- legt. Aðrar glefsur úr myndinni geta t.d. verið á þessa leið: XX Ég hefi aldrei blandað saman einkalífi mínu og atvinnu. Engum hefur tekist að troða sér inn í einka- líf mitt. XX Og verið ekki að sýna mér kven- frelsisbaráttuna. Ég held hún sé tengd við penisöfundina. Þær eru ekki með þetta dinglumdangl og það er þeirra ógæfa, ekki satt? XX Ég hefi ekki nennt að leita uppi liðna tíð, skoða hvar ég var fædd og þesshátar. Það sem skiptir mig máli er hvað ég þarf að gera í dag og á morgun, ég hefi aldrei litið um öxl. Ég var leikkona, ég vann í myndum mínum, svo voru þær búnar. Og ég geri greinarmun á ást og sexi. Allir halda að ég hafi haldið við Ernst Hemingway. En það var aldrei. Ég elskaði hann, honum þótti vænt um migog ég á öll bréfin frá honum, sem eru lokuð inni í banka í New York. Ég veit ekki hvað ég á að kalla þessa ást okkar, en hún kemur sexi ekkert við, ekk- ert við kynlífi. XX Nej, það var ekki hugrekki af mér að fara frá Þýskalandi eftir valdatöku nasista. Við skildum ekkert í pólitík, en auðvitað vorum við á móti nasistum. Við vissum um fangabúðirnar, um börnin sem voru drepin. Og þarf þá mikið hug- rekki til að vita með hverjum mað- ur stendur? XX En ég þekki Þjóðverja, ég er sjálf Þjóðverji. Þeir vildu leiðtoga og þeir fengu hann. Því þannig erum við Þjóðverjar. Við sögðum við Hitler: Æ, það er svo gott að það er kominn foringi. Sem segir mér gerðu þetta eða hitt, eldaðu, opnaðu dyrnar og svo framvegis. þannig var ég líka alin upp. XX Nei, ég óttast ekki dauðann. Maður ætti að vera hræddur við lífið en ekki dauðann. Þá veit mað- ur ekki neitt lengur. Ég hefi veri í stríðinu og þegar ég hugsa um alla þá sem voru drepnir, þá veit ég það er ekki mögulegt að þeir svífi um áfram lifandi. Auk þess trúi ég ekki á æðri máttarvöld. Éða - ef þau eru til - þá er það klikkað (mesc- Imgge)- áb tók saman. XIX. ráðstefna MÍR Aðalfundur Menningartengsla íslands og Ráðstjórn- arríkjanna, sem jafnframt er 19. ráðstefna MÍR, verður haldinn í MÍR-salnum, Lindargötu 48, laugardaginn 24. og sunnudaginn 25. mars 1984. Fundurinn hefst báðadaganakl. 14. SérlegirgestirMÍRáráðstefnunni verða tveir af forystumönnum Félagsins Sovétríkin - ísland, þeir Orest Vereiskí listmálari og Ivan I. Danilk- in, ritari Sambands verkafólks í matvælaiðnaði í So- vétríkjunum. Flytja þeir ávörp og frásagnir áfundinum. MÍR-félagar eru hvattir til að fjölmenna. Félagsstjórn Þú lest þaö í Þjóðviljanum Áskriftarsíminn: 81333 Laugardaga kl. 9—12: 81663 DWÐVUJINN Prentstofa W42Ö66 G. Benediktssonar ánýjumstað. Nýbýlavegi 30 a m Viö erum flutt meö alla okkar starfsemi úr Bolholti 6 aö Nýbýlavegi 30 í Kópavogi. <hamrabqrg Prentun og bókband veröur áfram um sinn aö Skemmuvegi 8 (sfmi 74848) --- NÝBÝLAVEGUR H í BÍLASÍNING UM HELCINA - íNYJUM CLÆSILECUM SYNINCARSAL OKKAR Laugardag frá ki. 10 - 5 — Sunnudag frá kl. 1 - 5 1984 ÁRCERÐIRNAR FRÁ MITSUBISH I MITSUBISHI MITSUBISHI COLT - COLT TURBO SPACE WACON CALANT TURBO - CALANT STATION____ LANCER - SAPPORO - TREDIA______ PAJERO TURBO DIESEL - PAJERO SUPER WACON L 300 SENDIBÍLL - L 300 MINI BUS I ' HEIMILISDEILDIN VERÐUR OPIN SAMTÍMIS BÍLASÝNINCUNNI IhIhekia Laugavegi 170 -172 Sír HF Sími 21240

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.