Þjóðviljinn - 24.03.1984, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 24.03.1984, Blaðsíða 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐY'ILJINN Helgin '24.-25.’mars 1984 bæjarröH Veistu... Hannes og ég Ég hef alltaf verið heldur svona „svag“ fyrir gömlu hverfunum í Reykjavík og gömlu timburhús- unum og hef margoft látið tilfinn- ingarnar hlaupa með mig í gönur í þeim efnum. Einu sinni lenti ég meira að segja í ritdeilu við Guð- mund J. um efnið og hef líklega ekki riðið feitum hesti frá þeirri viðureign. A.m.k. hló Guð- mundur ógurlega þegar hann frétti að ég væri fluttur í blokk. En þetta er nokkurs konar þrá- hyggja hjá mér og nú loks í sumar flyt ég í gamalt og virðulegt timb- urhús á besta stað í Þingholtun- um. Loksins. Og nú ætla ég að hlæja að Jakanum næst þegar ég sé hann. Fyrir mánuði síðan hljóp einn af virtustu og bestu arkitektum okkar fram á ritvöllinn og kvart- aði sáran undan áhrifum „þorp- ara“ á byggingaþróun Reykjavík- ur. Ég tók þessi orð auðvitað beint til mín og hef setið með sárt ennið síðan. Þessi góði arkitekt heitir Hannes Kr. Davíðsson og býr í Þórukoti á Álftanesi ef sím- askráin lýgur ekki. Þetta olli mér nokkrum heilabrotum. Getur verið að arkitektinn sé „kotung- ur“? Nei, það getur ekki verið. Sennilega býr hann í höll en hefur gleymt að breyta nafninu á kot- inu sem áður hefur verið þarna. Það væri a.m.k. hægt að breyta því í Þórustaði eða þá bara Birki- brekku, Svanavatn eða Fagra- völl. En þetta er nú útúrdúr. En arkitektinn telur sem sagt að illa hafi gengið að þróa miðbæ Reykjavíkur frá kofaþyrpingu í fagran borgarhluta. Éinkum er honum í nöp við mína líka sem vilja endurreisa Fjalaköttinn sem hann telur „greni“, „klastur" eða „slum á heimsmælikvarða“ svo að notuð séu hans óbreytt orð. Nýtt skipulag Grjótaþorps telur hann mestu atlögu og svívirðu við byggingalist sem fram hefur kom- ið. Og ég sem var svo hrifinn af þessu skipulagi. Getur það verið að mér hafi skjátlast? Ég gleymi því aldrei þegar ég kom inn í Fjalaköttinn fyrst í jan- úar 1976 og var þá í fylgd með Valda, eiganda hússins. Mér fannst eins og ég væri að koma inn í ævintýraheim og sá fyrir mér portið með glerþakinu í miðju húsi sem lokaða verslunargötu með blómabúðum og öðrum smáverslunum, kaffihúsi og handverksmönnum á efri hæðum með opnum gluggum út að port- inu og blómum í gluggasillum a la Holland og lifandi síðdegismúsík sem flæddi um húsakynnin. f gamla leikhúss- og bíósalnum gætu svo verið uppákomur svo sem kvikmyndasýningar, leiklist og tónlist. Ég er viss um að kaupsýslumenn yrðu óðir í að komast að í þessu sjarmerandi húsi á þessum stað. Svona er ég rómantískur og vitlaus. Seinna í sama mánuði fór ég svo um húsið með Sólveigu Hjörvar, sem alin er upp í húsinu, og hún fór að segja mér sögur af fólki sem þarna bjó og upp lukust nýjar veraldir og nýr skilningur á arfleifð Reykvíkinga. Ég féll fyrir Fjalakettinum en það stafar líklega af því að ég hef ekki vit á arkitektúr. Við Hannes erum báðir Reykvíkingar - þó að hann sé fluttur í sitt Þórukot á Álftanesi - en það segir líklega ekki alla söguna. -Guðjón Úr Fjalakettinum. Það er „eitthvað" við svona stiga. að í alþingiskosningum 1967 kom fram Óháði lýðræðis- flokkurinn og fékk 1.1% at- kvæða og engan mann kjör- inn. að í kosningunum 1974 kom fram Lýðræðisflokkurinn en fékk aðeins 109 atkvæði. að það var ekki fyrr en 1908 að kosningar til alþingis urðu leynilegar. að metrakerfið var innleitt með lögum á íslandi árið 1907. Áður var lengd mæld í álnum og þumlungum. Ein alin var 62,7 cm. að þegar Alþýðusamband fs- lands var stofnað árið 1916 stóðu 6 félög að því, en innan vébanda þeirra voru um 650 félagar. að fyrstu sjómannafélögin voru sniðin eftir góðtemplararegl- unni. Þannig hét fyrsta sjó- mannafélagið Báran nr. 1. Það var stofnað 1894. að rithöfundarnir Jón úr Vör, Jón Dan, Jóhannes Helgi og Þorsteinn frá Hamri eiga það allir sameiginlegt að vera Jónssynir. að orðið biskup er komið úr grísku og merkir upphaflega umsjónarmaður. að árið 1923 var myndað kosn- ingabandalag Sjálfstæðis- flokks og svokallaðs Sparnað- arbandalags á Alþingi og var flokkurinn kollaður Borgara- flokkur. að borgarstjóraembætti var sett á laggirnar árið 1907 í Reykja- vík en áður hafði bæjarfóget- inn haft með höndum fram- kvæmd bæjarmálefna. að árið 1937 mynduðu Sjálfstæð- isflokkur og Bændaflokkur- •». inn bandalag er Morgunblað- ið kallaði Breiðfylkingu fs- lendinga gegn sósíalisman- um. að fyrsta tilraun til dagblaðs á ís- landi var gerð sumarið 1896. ■ Þá kom Dagskrá Einars Ben- ediktssonar skálds út dag- lega. að Alþingi Islendinga fékk ekki fjárveitingavald fyrr en með stjórnarskránni 1874 og voru fyrstu fjárlögin samin 1875. sunnudagsHrossaátan / Z 3 V 5 (e> (p 9 V V T~ 10 // /2 13 /3 19 V (p 15 V 13 / (? // 9 19 lg V /9 9 9 CV' W 9 IS /3 /4 /3 9 11 2o 2/ // (yk V b 2/ 5 22 23 Z5 7- 25 V 5 J$ n ? ii ¥ 19 1S 19 /3 b 9 // 15 26, V 27 /3 2S 9 5 2 13 23 9 1/ 25 11 28 tt\ 23 V 9 3 9 // 13 V 12 19 // V Z 21 21 V ? 22 9 13 9 19 15 & 30 13 22 5 V /? s 23 V 3 9 3\ 19 V 5 25 15 ¥ 32 13 23 /^ 21 9 9 9 11 £ 22 9 V 3 £- ? V /3 /9 n 15 9 22 19 // V /3 9 19- 19 9 9 13 15 5 % 18 9 Lp 5 S? 9 á> 2Z 9 £ 2 25 19 23 23 A Á B D DEÉF GHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Nr. 415 Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá bæjamafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðu- múla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 416“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. 1 2 /3 23 2! 23 2/ /3 /3' 3o Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðutn. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér- ■ hljóða og breiðum t.d. getur a aldrei komið í stað á og öfugt. Verð- launin Verðlaun fyrir krossgátu nr. 413 hiaut Sævar Jónsson, Holtsbúð 34, 210 Garðabæ. Þau eru Tíu myndir úr lífi þínu eftir Vigdísi Grímsdóttur. Lausnarorðið var Þrándheimur. Verðlaunabókin að þessu sinni Þrælaeyjarnar eftir Thorkild Hansen. THOBKILD HANSEN ÞRÆLA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.