Þjóðviljinn - 24.03.1984, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 24.03.1984, Blaðsíða 26
26 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINnI Helgin 24.-25. mars 1984 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið: Eigum við að stofna kvennafélag? Umræöufundur um starf kvenna í AB í flokksmiðstööinni, Hverfisgötu 105, n.k. fimmtudag, 29. mars kl. 20.30. Nánar auglýst í næstu viku. Allt áhugafólk velkomið. Miðstöð kvenna Alþýðubandalagið Hafnarfirði Konur, konur, konur Konur í Alþýöubandalaginu Hafnarfiröi. Mætum á áríðandi rabbfund í Skálanum, Strandgötu 41, mánudaginn 26. mars kl. 20.30. Kvennahópurinn Alþýðubandalagið í Reykjavík Greiðið féiags- og flokksgjöld Alþýðubandalagið í Reykjavík minnirfélagsmenn á að greiða 1. hluta félags- og flokksgjalds fyrir árið 1984. Gíróseðla má greiða í öllum bönkum og póstútibúum. Alþýðubandalagið Akureyri Málefni veitustofnananna Fundur verður í Bæjarmálaráði mánudaginn 26. mars kl. 20.30 í Lárusarhúsi. Fjallað verður um málefni veitustofnana á Akureyri. Framsögu hafa Brynjar Ingi Skaptason og Gunnar Helgason fulltrúar AB í Rafveitustjórn og Hitaveitustjórn. Einnig veröur farið yfir dagskrá bæjarstjórnarfundar 27/3. Fundurinn er opinn öllum félögum og stuðningsmönnum. - Stjórn Bæjarmálaráðs Alþýðubandalagið á Akureyri og nágrenni Kvennafundur Næsti fundur verður haldinn sunnudaginn 25. mars kl. 20.30 í Lárusar- húsi, Eiðsvallagötu 18. Umræðuefni: Staða kvenna í Alþýðubandalag- inu. Svanfríður Jónsdóttir og Aðalheiður Steingrímsdóttir reifa málin. Allar áhugasamar konur velkomnar. Kaffiveitingar. Undirbúningsnefnd Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins Æskulýðsfylking AB Akureyri Aöalfundur ÆFA Tilkynning til allra sósíalista og þeirra sem hafa áhuga á að starfa með okkur: Nú mæta allir á laugardaginn 24. mars kl. 3 í Lárusarhús, Eiðsvalla- götu 18. Fundarefni: 1) Kynning á liðnu starfi. 2) Lög félagsins ákveðin. 3) Kjör stjórnar. 4) Umræða um áframhaldandi störf. Framkvæmdanefnd ÆFA Verkalýðsmálanefnd ÆFAB Fundur verður í verkalýðsmálanefnd ÆFAB 24. mars laugardag, kl. 14.00 að Hverfisgötu 105. Fundarefni: Kosning stjórnar. - Starfið framundan. Vinsamlega sendið eða hringið inn auglýsingar í þennan dálk fyrir klukkan 16 daginn áður en þær eiga að birtast og talið við Einar Karl eða Álfheiði. - Ritstjórn. Pípulagningar Tek að mér alla almenna pípulagningavinnu. Einnig gripahúsainnréttingar úr járni. Magn- ús Hjaltested, pípulagningameistari, sími 81793. Sprunguþéttingar Þéttum sprungur í steinveggjum, þéttum bárujárnsþök sem farin eru aö ryöga. Látiö fagmenn sjá um viögerð- irnar. 10 ára reynsla á þéttiefnum á íslandi. Upplýsing- ar í síma 66709 og 24579. Auglýsið í Þjóðviljanum Iðnnemar enn í baráttu 20 hárgreiðslustofur á svörtum lista Iðnnemasambandið hefur nú til athugunar lista yfir 20 hárgreiðslu- stofur sem hafa þverbrotið samn- inga hárgreislunema með einum eða öðrum hætti. Hér er fyrst og frernst um stofur að ræða sem ekki greiða launatengd gjöld s.s. í sjúkra- og orlofsheimilasjóði og svo stofur sem greiða ekki laun fyrir yfír- og næturvinnu. Að sögn forystumanna iðnnem- asambandsins er víða pottur brot- inn í launamálum hárgreiðslunema og mótmælaaðgerðum verður haldið áfram fyrir utan þær stofur sem eru á umræddum lista þartil þessum málum hefur verið komið í lag. Að sögn hárgreiðslunema er mikil samstaða í þeirra röðum og þegar er farinn að sjást árangur af aðgerðum þeirra t.d. hafa nokkrar hárgreiðslustofur leiðrétt launamál sinna iðnnema í samræmi við kröf- ur iðnnemasambandsins. Iðnnem- ar hafa ekki verkfallsrétt en Þjóð- viljinn hefur öruggar heimildir fyrir því að Iðnnemasambandið hyggist fara fyrir dómstóla ef ekki næst samkomulag um launamál hárgreiðslunema með friðsömum hætti. RAÞ Búddismi * á Islandi Fjöllistamaðurinn Ottó Sigvaldi sem setti svip sinn á blómatímabilið á Strikinu í Kaupmannahöfn hefur nú á prjónum merkileg áform. Samkvæmt frétt í danska blaðinu Information er iistamaðurinn að kanna möguleika á því, að koma upp á ættjörð feðra sinna, íslandi, miðstöð fyrir tibetskan Búddisma. Líta mundu upp í ár Islandsbúar kærir, ef að Sigvaldi mcð sitt stóra rauða skegg kæmi með Dali Lama sléttrakaðan í farteski sínu upp hingað. -ög/áb Alþjóðamótið í Neskaupstað Helgi vann Knezevic Helgi Ólafsson er enn cfstur eftir 4 umferðir á alþjóðaskákmótinu í Nes- kaupstað. í gærkvöldi sigraði hann stórmeistarann Knezevic í aðeins 26 leikjum. Helgi hefur nú hlotið 3Vi vinning af 4 skákum, þar af hefur hann hlotið 2'h vinninga gegn þcim þremur stórmeisturum sem tefla á mótinu. Önnur úrsiit í gærkvöldi uröu þau að Szhússler vann Dan Hanson í 23 leikjum. Margeir vann Róbert Harö- arson í 37 leikjum og Wedberg og ióhann Hjartarson geröu jafntefli. Skák þeirra bandarísku mcistara Lombardy og McCambridgc fór í bið eftir mikla baráttu og er staðan tví- sýn. Skák þeirra Benónýs og Guð- mundar Sigurjónssonar varð að fresta vegna veikinda þess fyrrnefnda. Eftir 4 umferðir er Helgi Ólafsson efstur með3Vi vinning. f 2.-3. sæti eru þeir Margeir og Schússler með 3 vinn- inga og Jóhann og Wedberg eru með 2'h vinning. 5. umferð verður tefld í Neskaup- stað í dag og þá leiða saman hesta sína þeir Knezevic og Lombardy, Benóný og Helgi, Margeir og Guðmundur, Jóhann og Róbert, Dan og Wedbcrg og McCambridge og Schússler. -'g- Alþingi ályktaði Könnun á hínu háa orkuverði Á fimmtudag var samþykkt sem þingsályktun tillaga frá þing- mönnum Alþýðuflokksins um könnun á orsökum hins háa rafork- uverðs til almennings í landinu. Áður hafði Sverrir Hermannsson lagt til að henni yrði vísað frá með rökstuddri dagskrá, þar sem verið væri á hans vegum að kanna sömu hluti. Sverrir féll frá frávísunartil- lögunni þegar ljóst var að hún naut ekki stuðnings Framsóknarmanna né allra þingmanna Sjálfstæðis- flokksins. Þingályktunin er svo- hljóðandi eins og Alþingi sam- þykkti hana á fimmtudag: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að skipa nefnd þriggja óháðra sérfræðinga til að kanna gaumgæfilega orsakir verðmynd- unar á raforku til almennings og almenns atvinnureksturs og gera samanburð á verðmyndun á ra- forku hérlendis og í nálægum löndum.“ Athugasemd vegna uppsagna á Selfossi „Ég vil taka það fram að ég gaf það ekki í skyn í samtali mínu við blaðamann að þessar uppsagnir hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi væru vegna unglingataxtanna. Hitt er að menn hér líta mjög uggvæn- lega á atvinnuástandið hérna og óttast að þegar þetta starfsfólk þarf að leita sér að vinnu eftir að skólum lýkur í vor, þá verði unglingarnir teknir framyfir þar sem þeir eru oft jafn góðir starfsmenn sem þarf að greiða lægri laun en öðrum. Þetta er hættan“, sagði Hreinn Erlends- son stjórnarmaður í Alþýðusam- Leiðrétting í umsögn Súsönnu Svavarsdótt- ur um sýningu Alþýðuleikhússins á Teppinu hennar ömmu í Þjóðvilj- anum í gær, slæddist inn meinleg villa. Sagt var að leikmynd og bún- ingar væru eftir Messíönu Tómas- dóttur en hið rétta er að það verk á Guðrún Svava Svavarsdóttir. Bið- ur blaðið hlutaðeigandi afsökunar á mistökunum. bandi Suðurlands í samtali við Þjóðviljann. I frétt Þjóðviljans í gær um fjölda- uppsagnir hjá sláturhúsi SS á Self- ossi var Hreinn sagður formaður Alþýðusambands Suðurlands, sem hann var, en er ekki lengur. Varðandi þau ummæli stöðvar- Á vegum heilbrigðisyfírvalda og Þróunarsamvinnustofnunar ís- lands í samvinnu við Rauða Kross íslands fer nú fram söfnun á notuð- um en velmeðförnum hjúkrunar- gögnum og lækningatækjum tii sjúkrastofnana á Cap-Verde. Forr- áðanienn og stjórnendur sjúkra- húsa í þéttbýli og dreifbýli hafa sýnt þessu starfi góðan skilning, enda gengur söfnun allvcl. Þeir er vilja gefa til söfnunarinn- stjóra SS á Selfossi að verið væri að blása upp mál vegna þessara upp- sagna sagðist Hreinn vilja taka það fram að það væri vissulega mikið fréttaefni þegar stórum hópi manna væri sagt upp störfum og því eðlilegt að um þau mál væri fjallað. ar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Skrifstofu land- læknis eða Rauða Kross íslands. Sigríður Guðmundsdóttir hjúkrun- arfræðingur hjá Rauða Krossi ís- lands hefur umsjón með söfnun- inni. Ætlunin er að senda gögnin með skipinu Feng er fer til Capo-Verde í apríl eða öðrum fiskiskipum er leið eiga til Lissabon, síðan verður gögnum umskipað til Capo-Verde. SÖFNUN TIL CAPO-VERDE

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.