Þjóðviljinn - 24.03.1984, Blaðsíða 22
22 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN Helgin 24.-25. mars 1984
um helgina
Sjónarhorn Vilhjálms
Vilhjálmur við eina af teikningum sínum. Ljósm.: Atli.
í Listasafni ASÍ
Vilhjálmur Vilhjálmsson
myndlistarmaður opnar sínu
fyrstu einkasýningu í Listasafni
ASÍ við Grensásveg í dag kl. 14.
Hann sýnir þar 44 pastelmyndir,
vatnslitamyndir og teikningar.
Sýning Vilhjálms nefnist Sjónar-
horn og er það ekki tilviljun því
að hann sér heiminn fyrst og
fremst frá sjónarhorni. Hann er
heyrnarlaus og tjáir sig mest með
fingramáli.
Vilhjálmur er 28 ára gamall
Reykvíkingur og sótti á yngri
árum myndlistarnámskeið m.a.
hjá Hringi Jóhannessyni og
Ragnari Kjartanssyni. Árið 1973
settist hann í Myndlista- og hand-
íðaskólann og lauk brottfarar-
prófi frá Auglýsingadeild skólans
1977. Ári síðar hélt hann til Dan-
merkur og var þar við nám í
Skolen for Brugskunst í Kaup-
mannahöfn í 2 ár. Frá árinu 1980
hefur hann starfað sem auglýs-
ingateiknari í Reykjavík. Þá má
geta þess að Vilhjálmur hefur
starfað mikið að félagsmálum og
er nú formaður Félags heyrnar-
lausra. Hann er varaborgarfull-
trúi í Reykjavík og situr m.a. í
umhverfismálaráði borgarinnar.
Myndirnar á sýningunni eru
mest frá Reykjavík og nágrenni
hennar, natúralískar. Við spurð-
um um uppáhalds íslenska mál-
ara og nefndi hann þá Eirík Smith
og Hring Jóhannesson.
-GFr
Tónlistarviðburður á Húsavík
Laugardaginn 24. mars kl. urkirkju. Flytjendur eru sam-
17 verða tónleikar í Húsavík- eiginlegur kór kirkjunnar og
Afmælissýning á verkum Valtýs Péturssonar verður opnuð í dag, laugar-
dag, í Listmunahúsinu Lækjargötu 2.
tónlistarskólans á Húsavík
auk 14 manna hljómsveitar.
Einsöngvarar: Hólmfríður S.
Benediktsdóttir, Ragnheiður
Guðmundsdóttir, Michael
Clarke, og John Speight. Á
efnisskrá eru Missa Brevis K V
220, eftir Mozart, kór og ein-
söngslög eftir Bach, Faure,
Mozart og fleiri. AUs taka 75
manns þátt í flutningi þessara
verka undir stjórn Ulrichs
Ólasonar, skólastjóra, en
hann hefur einnig útsett nokk-
uð af tónlistinni. Tónleikarnir
verða endurteknir sunnudag-
inn 25. mars kl. 14 á sama
stað. Aðgöngumiðar verða
seldir við innganginn.
Ungur myndlistarmaður, Sigurður Eyþórsson að nafni sýnir nú í Ásmundarsal við Freyjugötu. Sýning hans
hefur staðið yfir frá 17. mars og er opin til 3. apríl. Sýnir hann málverk og teikningar og eru verk hans unnin með
óvenjulegum hætti. Sýningin er opin frá kl. 14-22.
tónlist
Gerðuberg:
Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingi-
mundarson halda tónleika á laugardag
kl. 14.30 í tilefni af eins árs afmæli menn-
ingarmiöstöövarinnar. Á efnisskrá eru
verk eftir Beethoven, Schubert, Brahms,
Árna Thorsteinsson, Sveinbjörn
Sveinbjörnsson Speaks, og Gershwin.
Kristskirkia:
Höröur Áskelsson organisti heldur tón-
leika á vegum Listvinafélags Hallgríms-
kirkju í Kristskirkju, Landakoti kl. 17 á
sunnudag. Á efnisskrá eru verk eftir
Þorkel Sigurbjörnsson auk verka þýskra
og franskra tónskálda frá rómantískum
tíma.
Hringbraut 119:
Gunnar Kristinsson músíktherapisti og
Gerald Procter, listtherapisti halda nám-
skeið nú um helgina að Hringbraut 119
og hefst þaö kl. 10 á laugardag. Nám-
skeiöiö byggist á því aö þátttakendur tjái
tónlistarskynjun slna á táknrænan og
líkamlegan hátt með dansi og hreyfingu.
Notuö verður lifandi tónlist.
íslenska óperan:
Rakarinn í Sevilla eftir Rossini, 15. sýn-
ing á laugardagskvöld kl. 20. örkin hans
Nóa, barnaópera Brittens verður sýnd
kl. 15 á sunnudag.
Jazzklúbbur Reykjavíkur:
Djamm-sessjón i Þórskaffi á sunnudag
frá kl. 15. NemendahljómsveitTónskóla
FlH, Sveiflutríó o.fl. á dagskrá.
Borgarfjörður:
Kór Menntaskólans við Hamrahlíö undir
stjórn Þorgeröar Ingólfsdóttur verður á
tónleikaferð um Borgarfjörð laugardag til
mánudags. Kórinn heldur tvenna tón-
leika á vegum Tónlistarfélags Borgar-
fjaröar I Borgarneskirkju kl. 16 á laugar-
dag og á Logalandi kl. 16 á sunnudag.
Þá syngur kórinn við messu í Borgarnes-
kirkju á sunnudagsmorgni, en prestur-
inn, sr. Hlynur Árnason er fyrrverandi
kórfélagi. Auk þess syngur kórinn á dval-
arheimili aldraðra I Borgarnesi og fyrir
skólana I Borgarnesi á mánu-
dagsmorgni og síðdegis á mánudag
verða sameiginlegir tónleikar fyrir hér-
aðsskólana í félagsheimilinu Varma-
landi.
Husavík:
Sameiginlegur kór kirkjunnar á Húsavík
og Tónlistarskólans ásamt 14 manna
hljómsveit halda tónleika í Húsavíkur-
kirkju kl. 17 á laugardag, og kl. 14 á
sunnudag.
leiklist
Menntaskólinn við Sund:
Aukasýningar á nýju íslensku leikriti eftir
Anton Helga Jónsson „Aðlaðandi erver-
öldin ánægð“ verða I Menntaskólanum
við Sund sunnudaginn 25. mars og mán-
udaginn 26. mars kl. 20.30 stundvíslega.
Aðgöngumiðar við innganginn. Allra síð-
asta sýning.
Leiklistarskólinn:
Nemendur á 3ja ári Leiklistarskóla fs-
lands sýna unglingaleikritið „Bara Ijón"
eftir Anders Járleby í Kramhúsinu,
Bergstaðastræti 9b. Þýðandi er Úlfur
Hjörvar og leikstjóri Þorsteinn Gunnars-
son. Leikritið verður sýnt á laugardag en
fáar sýningar eru eftir.
Leikfélag Hveragerðis:
„Tíu litlir negrastrákar“ eftir Agöthu
Christie í leikstjórn Eyvindar Erlends-
sonar. Sýningar eru í „Hveraleikhúsinu"
og í anddyrinu er jafnframt sýning á mál-
verkum Eyvindar og dóttur hans Ástu.
Leikfélag Mosfellssveitar:
„Saumastofan" eftir Kjartan Ragnars-
son í leikstjórn Þórunnar Sigurðardóttur.
Sýningar eru í Hlégarði og sú næsta er á
sunnudagskvöld kl. 21. Miðagantanir í
símum 66822 - 66860 og 66195.
Leikbrúðuland:
„Tröllaleikir" sýndir i síðasta sinn á
sunnudag kl. 15 í Iðnó.
Leikfélag Reykjavíkur:
„Guð gaf mór eyra" eftir Mark Medoff kl.
20 á laugardagskvöld. Miðnætursýning
á „Forsetaheimsókninni" í Austurbæjar-
biói laugardagskvöld. „Hart I bak" eftir
Jökul Jakobsson á sunnudagskvöld kl.
20. Aðeins tvær sýningar eftir.
Þjóðleikhúsið:
„Amma þó“ eftir Olgu Guðrúnu Árna-
dóttur á laugardag og sunnudag kl. 15.
„Skvaldur" á miðnætursýningu laugar-
dag kl. 23.30 I allra síðasta sinn. Ballett-
inn „Öskubuska" kl. 20 laugardags- og
sunnudagskvöld. Aðaldansarar Ásdís
Magnúsdóttir og Jean-Yves Lormeau.
Seltjarnarnes:
Leikfélag Öngulsstaðahrepps og Ung-
mennafélagið Árroðinn koma suður um
helgina með leikrit Erskine Caldwell:
„Tobacco Road". Leikritið verður sýnt á
laugardag kl. 16 1 félagsheimilinu, Sel-
tjarnarnesi. Leikstjóri er Hjalti Rögn-
valdsson.
myndlist
Ásmundarsalur:
Sigurður Eyþórsson sýnir málverk og
teikningar í Ásmundarsal við Freyjugötu.
Sýningin var opnuð um síðustu helgi og
stendurtil3. april. Húneropinkl. 14-22.
Hafnarborg:
Gunnar Hjaltason gullsmiður sýnir verk
sln í Hafnarborg, menningar- og lista-
stofnun Hafnarfjarðarvið Strandgötu 34,
en húsiðgáfu hjónin Ingibjörg Sigurjóns-
dóttir og Sverrir Magnússon Hafnarf-
jarðarbæ á 75 ára kaupstaðarafmæli
bæjarins. Þetta er fyrsta sýningin af fjór-
um sem fyrirhugaðar eru fram á sumar.
Sýning Gunnars Hjaltasonar er opin alla
daga frá kl. 14 - 19 og er aðgangur
ókeypis.
Kjarvalsstaðir:
Rúrí, Ivar Valgarðsson, Þóru Vigfússon
og Rúna Þorkelsdóttir sýna í báðum
sölum Kjarvalsstaða um þessar mundir.
Á sýningunni eru skúlptúrar, teikningar
og málverk. Hún er opin kl. 14 - 22 um
helgar og kl. 10 - 22 virka daga nema
mánudaga.
Norræna húsið:
Erla B. Axelsdóttir opnar í dag sínaþriðju
einkasýningu í Norræna húsinu. Á sýn-
ingunni eru oliumálverk og pastelmyndir
unnar á síðustu árum. Sýningin verður
opinkl. 14-22umhelginaogvirkadaga
frákl. 16-22.
Snorre Stephensen, dansk-íslenskur
listamaður sýnir keramikmuni til dag-
legra nota i anddyri Norræna hússins.
Snorre heldur fyrirlestur um danskt ker-
amik kl. 20.30 á mánudagskvöld.
Listasafn íslands:
Myndir eftir Edward Munch í eigu
safnsins, 17 að tölu, eru nú sýndar í
Listasafninu. Safnið er opið laugardaga,
sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga
kl. 13.30- 16.
Listmunahúsið:
Sýning í tilefni 65 ára afmælis Valtýs
Péturssonar verður opnuð í dag laugar-
dag í Listmunahúsinu, Lækjargötu. Á
sýningunni eru 66 gouah myndir unnar á
árabilinu 1951-1957. Kjarni sýningarinn-
ar var fyrst sýndur í Listvinasalnum,
Ásmundarsal árið 1952, en þann sal
ráku í félagi Björn Th. Björnsson og
Gunnar heitinn Sigurðsson. Sýningin er
sölusýning og er opin um helgina kl. 14 -
18 og virka daga nema mánudaga f rá 10
- 18.
Listasafn ASÍ:
„Sjónarhorn" nefndi Vilhjálmur G. Vil-
hjálmsson sýningu sem hann opnar í
Listasafni ASÍ við Grensásveg á laugar-
dag. Vilhjálmur, er formaður Félags
heyrnarlausra og stundaði nám við MHl
1973 - 1977 og útskrifaðist frá auglýs-
ingadeild. Hann vinnur nú á Auglýsinga-
stofu Gisla B. Björnssonar og hefur einn-
ig sótt námskeið hjá Ragnari Kjart-
anssyni, Hring Jóhannssyni og I Mynd-
listarskóla Reykjavíkur. Sýningin er opin
umhelgina kl. 14-22 ogkl. 16-22virka
daga.
Nýlistasafnið:
Helmut Federle, svissneskur listamaður
sýnir teikningar og bókverk unnin á síð-
ustu 5 árum I Nýlistasafninu við Vatns-
stig. Sýninginvaropnuðígærkvöldi. Fe-
derle er gestakennari við MHl, en hann á
myndir á helstu söfnun í heimalandi sínu
og I New York, þar sem hann hefur búið
undanfarin ár.
Gallerf Langbrók:
I Gallerí Langbrók stendur nú yfir kynn-
ing á leðurfatnaði eftir Evu Vilhelmsdótt-
ur. Galleríið er opið virka daga frá kl. 12 -
18, lokað um helgina.
ýmislegt
Stelpurnar og strákarnir í skolanum:
Ráðstefna um skólamál og kynhlutverk
á vegum Jafnréttisráðs á laugardag kl.
10 - 17 að Borgartúni 7 (Rúg-
brauðsgerðinni). Ráðstefnan er öllum
opin. Fyrir hádegi verða flutt fjögur erindi
auk ávarps menntamálaráðherra, eftir
hádegi verða umræðuhópar.
Aðalfundur KÍM:
Aðalfundur Kínversk-íslenska menning-
arfélagsins verður haldinn mánudaginn
26. mars að Hótel Esju, 2. hæð kl. 20.30.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun
Ása Helga Ragnarsdóttir flytja erindi um
kvikmyndagerð fyrir börn í Kína og sýnd
veröur kvikmynd.
Thailenskir dagar:
Nú standa yfir Thailenskir dagar í Blóm-
asal Hótels Loftleiða og lýkur þeim á
sunnudagskvöld. Á boðstólum er
austurlenskt Ijúfmeti og thailenskir dans-
arar komu gagngert til að sýna þjóð-
dansa frá heimalandi sínu. Á sunnu-
dagskvöldið verður ferðakynning á veg-
um Útsýnar. Dagskráin hefst kl. 19 laug-
ardag og surinudag.
Sven Delblanc f Norræna húsinu:
Sænski rithöfundurinn Sven Delblanc,
sem fékk bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs 1982, verður gestur á kynn-
ingu á sænskum bókum útgáfuársins
1983 í Norræna húsinu i dag, laugardag
kl. 15. Sænski sendikennarinn, Lennart
Pallstedt annast kynninguna.
Norðurljós:
Kvikmyndaklúbburinn Norðurljós í Nor-
ræna húsinu sýnir á sunnudag kl. 17
sænsku myndina Linus eftir Vilgot Sjö-
man sem gerð var árið 1979. Linus er 16
ára og verður að tilviljun vitni að morði. I
aðalhlutverkinu eru H. Hamrell, Viveca
Lindfors, Christina Schollin, Ernst Gunt-
her og Harriet Anderson.
Fyrirlestur i Árnagarði:
Steindór Steindórsson grasafræðingur
heldur erindi um gróður landsins að for-
nu á mánudag kl. 20.30 I Árnagarði. Er-
indið er haldið á vegum Hins ísl. náttúru-
fræðifélags og er öllum heimill að-
gangur.
Hveragerði:
í dag, laugardag, er seinni hluti dagskrár
sem JC-Hveragerði stendur fyrir og
nefnist Andóf gegn eiturefnum. Hefst
hún kl. 14 í félagsheimilinu Bergþóru og
lýkur í kvöld með dansleik fýrir 16 ára og
eldri. Ljósþrá leikur fyrir dansi.
Aðalfundur MÍR:
Aðalfundur Menningartengsla Islands
og Ráðstjórnarríkjanna, sem jafnframt
er 19. ráðstefna MlR verður haldinn í
húsakynnum félagsins, Lindargötu 48
um helgina. Tveir af varaformönnum Fé-
lagsins Sovétríkin-lsland, þeir Danilkin
verkalýðsleiðtogi og Vereiskí mynd-
listarmaður verða gestir ráðstefnunnar.