Þjóðviljinn - 24.03.1984, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 24.03.1984, Blaðsíða 28
UQtMjjNN Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 -12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími 81663 Stjóm Dagsbrúnar kom saman í gær til að ræða efni hins nýja samnings við VSÍ. Mynd-eik. Umtalsverðar kjarabætur Stórfelld hœkkun á fjölmarga starfshópa Unglingataxtinn felldur út Lœgstu taxtar felldir niður. Afturvirkni til 21. febrúar Starfsaldurshœkkun og sérkjaraviðrœður hafnarstarfsmanna Samninganefnd Dagsbrúnar náði fram umtalsverðum kauphækkun- um og kjarabótum umfram kjara- samninga ASÍ og VSÍ, í þeim heildar- kjarasamningi við VSÍ sem undirrit- aður var snemma í gærmorgun. Þá hafði samningafundur staðið yfir sleitulaust f rá þvi síðdegis á fimmtudag. Forystumenn Dagsbrúnar vörðust allra frétta af innihaldi samningsins í gær, þar sem gert hafði verið sam- komulag um að efni hans yrði ekki kynnt fyrr en á félagsfundi sem Dags- brún hyggst halda á morgun. Síðdegis í gær skrifuðu Reykjavíkur- borg og Vinnumálasamband sam- vinnufélaga undir samhljóða samning og VSÍ við Dagsbrún. Samkvæmt upplýsingum Þjóðviljans eru meginatriðin í samkomulagi Dagsbrúnar og VSÍ þessi: • Unglingataxtinn hefur veríð felldur út. • Nokkrír lcegstu launataxtarnir hafa verið felldir niður. • Hafnarverkamenn og ýmsir aðrir starfshópar fá verulegar kjarabcetur umfram samninga ASÍ og VSÍ. • Sérstök launahœkkun er eftir 15 ára starfsaldur. • Sérkjaraviðrœðum við hafnarstarfs- menn skal lokið innan mánaðar. • Kjör Dagsbrúnarstarfsmanna hjá rík- inu hafa verið samrcemd kjörum þeirra sem eru í öðrum verkalýðsfé- lögum sem þýðir í ýmsum tilfellum Landanir skuttogara í kvótakerfinu: Frystihúsin sjálf vigta kassafiskinn Verðum að treysta á heiðarleika manna, segir Þórður Eyþórsson í sjávarútvegsráðuneytinu Sá háttur hefur verið hafður á við löndun á fiski í kössum úr tog- urunum að ekki hefur verið farið á bílavogirnar við hafnirnar, heldur látið duga að telja kassana uppúr togurunum og hefur það verið gert í frystihúsunum. Nú er aftur á móti kominn kvóti á hvert skip og þá bjuggust menn við því að farið yrði að vigta uppúr tog- urunum í frystihúsin og starfs- menn frystihúsanna, sem flest hver eiga togarana, látnir telja kassana og segja til um hvaða fisktegund er í þeim. Býður þetta ekki uppá misferli eftir að kvótakerfi er komið á? Þessa spurningu lagði Þjóðviljinn fyrir Þórð Eyþórsson í sjávarút- vegsráðuneytinu. Hann sagði að vissulega gætu menn reynt að svindla í þessu eins og öðru. Aft- ur á móti hefði eftirlit með þessu verið hert og væru nú 14 eftirlits- menn að störfum við að fylgjast með að farið væri eftir settum reglum. Til að byrja með yrði sami háttur hafður á sem fyrr og treyst á heiðarleika manna. Þá benti hann á að í frystihúsunum sæju löggiltir vigtarmenn um að vigta uppúr kössunum og starfs- menn Framleiðslueftirlitsins fylgdust líka með málinu. Er ekki hætta á að gefinn verði upp annar fiskur en þorskur eftir að kvótakerfið er komið á? „Sannast sagna óttumst við það og því erum við að reyna að efla eftirlitið, þótt við getum gulltryggt það að farið sé eftir settum reglum. Ef mikill mis- brestur verður á því að menn geri það verður að sjálfsögðu að grípa til annarra ráða“, sagði Þórður. -S.dór verulega launahcekkun Dagsbrúnar- manna. • Samningarnir eru afturvirkir að samningstíma ASÍ og VSÍ, 21.febrúar sl. Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri Dagsbrúar sagði í samtali við Þjóðvilj- ann í gær að vissulcga hefði Dagsbrún ekki fengið öllum sínum kröfum fram- gengt að þessu sinni. „En við hefðum ekki skrifað undir nema vegna þess að við töldum okkur hafa náð sæmilegum árangri“, sagði Þröstur. zJSi Bókagerðarmenn sömdu á hádegi í gær: ,,Frábrugðiö ASÍ'VSÍ í veigamikl- um atriðum44 Alþjóðamótið í Neskaupstað Helgi enn með forystu Sjá bls. 26 „Ég myndi telja þennan samning okkar í veigamikl- um atriðum frábrugðinn þeim samningi sem ASÍ og VSÍ gerðu“, sagði Þórir Guð- mundsson starfsmaður Fé- lags bókagerðarmanna, í samtali við Þjóðviljann eftir að bókagerðarmenn höfðu skrifað með fyrirvara undir samning við prentsmiðju- eigendur í húsakynnum Ríkissáttasemjara skömmu eftir hádegið í gær. Trúnaðarmannaráð bóka- gerðarmanna kom saman til fundar síðdegis á fimmtudag og þá um kvöldið hófst aftur samn- ingafundur milli deiluaðila og stóð hann sleitulaust fram yfir hádegi í gær. Fundur um hina nýju samninga hefur verið boð- aður á Hótel Borg kl. 14.00 í dag. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans náðu bókagerðarmenn fram veigamiklum breytingum á samningi ASÍ og VSÍ. Ung- lingakaupið hefur verið fellt niður. Töluverð hækkun fékkst á lægstu flokka, samningarnir eru afturvirkir og júníhækkun hjá ASÍ/VSÍ kemur strax til greiðslu hjá bókagerðar- mönnum auk þess sem samdist um ýmis önnur sérkjaraatriði. ->g-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.