Þjóðviljinn - 31.03.1984, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 31. mars - 1. aprfl 1984
þessum mannlega þætti meö ráöum og dáö. Og þá
hlýtur sú spurning að vakna, meö hverjum hætti kvart-
anir helst fái notið sín.
Svarið er augljóst. Sá sem hefur yfir einhverju aö
kvarta, veröur að hafa einhvern til að kvarta viö.
Og hér hefur til skamms tíma verið pottur brotinn,
svo ekki sé meira sagt.
Enginn ábyrgur og sérupphugsaöur aðili hefur verið
í landinu til aö taka viö kvörtunum. Örvæntingin hefur
oft blasaö við þeim mönnum, sem hafa þurft aö kvarta,
einfaldlega vegna þess að hvergi hefur verið hægt að
koma kvörtuninni á framfæri.
Nú eru gífurlegar vonir bundnar viö hina nýju kvört-
unarnefnd, en í henni eiga sæti: fulltrúi samgöngumál-
aráðherra, sem er jafnframt formaður nefndarinnar og
oddamaður, en með honum eru í nefndinni formaður
Neytendasamtakanna og formaður félags íslenskra
ferðaskrifstofa.
í sjónvarpsviðtalinu s.l. miðvikudagskvöld kom það
fram í máli formanns Neytendasamtakanna, að kvört-
unum hefði fækkað á síðari árum og taldi hann að það
væri ef til vill vegna þess að minni ástæða væri til að
kvarta nú en áður, hugsanlega mundi þó kvörtunum
fjölga við tilkomu kvörtunarnefndar en síðan mundi
svo kvörtunum fækka á ný, ef störf kvörtunarnefndar
bæru jafn ríkulegan ávöxt og vonir stæðu til.
Það var Ijóst af máli formanns íslenskra ferðaskrif-
stofa að hann taldi mikinn feng að kvörtunarnefndinni,
sem væri hlutlaus aðili, sem gæti kvartað ef kvartanir
væru ekki á rökum reistar.
Þá var á máli formanns Neytendasamtakanna að
skilja, að hér vantaði „smámáladómstól“ og væri þá
væntanlega hægt að kvarta til hans útaf kvörtunum
um kvartanir, sem kvartað hefði verið yfir að vonlaust
væri að kvarta útaf.
Satt að segja er aðeins ein hætta sem blasir við
kvörtunarnefnd og hún er sú að ferðaskrifstofurnar fari
að standa við gefin loforð.
Þá yrði þessi annars ágæta kvörtunarnefnd óstarf-
hæf.
skraargatiö
Meðal
hugmynda sem upp hafa komið
um hátíðíhöldin á 200 ára afmæli
borgarinnar 1986 er eins allsherj-
ar afmælisveisla fyrir borgarbúa.
Langborðum gmeð góðgæti og
drukk yrði komið fyrir í Austur-
stræti og í hinum ýmsu hverfum
baklborgarinnar yrðu líka haldin
parí.
Svo er bara spurningin hvort
bjórinn verði kominn á borðið á
afmælisárinu.
Svo
gæti farið að þrautlending borg-
arinnar vegna Vesturbæjar-
skólans yrði að flytja alla starf-
semi þaðan í gamla Miðbæjar-
skólann. Hafa embættismenn
þetta nú til skoðunar og er m. a. í
bígerð að segja Leiklistarskólan-
um og Námsflokkunum upp
húsnæði sínu þar strax næsta
haust svo ekki yrði þeir í vegin-
um. Foreldrar í gamla Vestur-
bænum munu hins vegar ekki
ýkja hrifnir af hugmyndinni,
enda langt að fara fyrir börnin en
ljóst er að næsta haust mun
skólinn alls ekki rúma alla
nemendur í gamla húsinu.
RARIK
hefur nú fundið snjalla leið til að
fara framhjá lögum um eftirlit
með atvinnuástandi. í stað þess
að segja upp þeim 60 mönnum
sem ákveðið hefur verið og til-
kynna það til atvinnumáladeildar
ráðuneytisins segja þeir nú upp 5
manns í hverjum mánuði, en svo
lága tölu þarf ekki að tilkynna
Tryggvl vlð smíðl steinnökkvans
sérstaklega sem samdrátt í
atvinnulífi.
Halldór
Halldórsson ritsjóri íslendings á
Akureyri hefur nú ráðið sig í
spennandi verkefni fyrir bókafor-
lagið Örn og Örlyg. Það er að
skrifa ævisögu Jóns Sólness fyrrv.
þingmanns og bankastjóra. Ekki
er að efa að hún verður metsölu-
bók fyrir næstu jól.
Hótel KEA
á Akureyri hyggst nú færa út kví-
arnar og auka gistirými um helm-
ing enda hefur hótelskortur stað-
ið Akureyri fyrir þrifum sem
ferðamannabæ. Nýting á hótel-
unum þar er yfir 90% allt árið um
kring og mun það einsdæmi.
Framkvæmdir eru þegar hafnar
við stækkun Hótels KEA en ætl-
unin er að þeim verði lokið fyrir
mitt ár 1986. Bætast þar 30 her-
bergi við þau 28 sem sem nú eru.
✓
/
þjóðsögum er getið um stein-
nökkva og voru tröllkonur eink-
um orðaðar við slík skip. í síðasta
blaði Vestfirðings er hins vegar
getið um að Tryggvi Thorsteinsen
tæknifræðingur í Bolungarvík sé
nú að steypa 20 tonna skútu svo
að þar verður sannkallaður
steinnökkvi á ferð. Byrðingurinn
verður um ein tomma á þykkt úr
vírbundinni steinsteypu sem kall-
ast ferrósement. Þessi steypa er
léttari. en stál svo að engin hætta
er á að skipið sökkvi. Frá þessu er
sagt í síðasta Vestfirðingi og lætur
Tryggvi þess getið að skipið verði
með tímanum glæsilegasta skúta
íslands.
Nefnd
sú sem sett var á laggirnar að til-
hlutan Alberts Guðmundssonar
fjármálaráðherra til að fylla upp í
margumtalað fjárlagagat gerði
Lelkfélag Selfoas m®6 Jörund til
írlanda
Halldör: Skrlfar ævlsögu Jóns
Sólness
fyrirspurn til ríkisstjórnarinnar í
miðju starfi sínu um daginn og
spurðist fyrir um það hvort
margumtalað „gat“ væri innan
rammans eða utan.
Hér
áður fyrr tíðkuðust bókabrennur
en nú hefur frést að fram fara
víða í Reykjavík brenna á tölvu-
diskum í kjölfar skattsvikamáls
Landvéla hf. Á þessum diskum
eru forrit fyrir söluskattssvik hjá
hinum ýmsustu fyrirtækjum og
vilja þau ógjarnan láta tölvurnar
koma upp um sig, á jafn auðveld-
an hátt og hjá Landvélum.
Óhœtt
er að segja að mikil gróska sé hjá
áhugaleikfélögum víða um land
og hefur svo verið í mörg ár.
Leikfél. Selfoss hyggst nú bregða
undir sig betri fætinum og fer alla
leið til Irlands í lok maí og tekur
þar þátt í alþjóðlegri leiklistar-
hátíð áhugaleikara sem fram fer í
Dundalk. Leikritið sem Leikfé-
lag Selfoss ætlar að sýna á írlandi
er auðvitað Þið munið hann Jör-
und eftir Jónas Árnason.
Verr
fór það hjá Blönduósingum. Þeir
ætluðu að setja upp Skugga-
Svein en ekki tókst betur til en
svo að þegar vika var liðin af æf-
ingatímanum lenti Skuggi sjálfur
í bflslysi og fótbrotnaði. Leikar-
arnir á Blöndósi voru þá ekkert
að tvínóna við hlutina heldur
ventu kvæði sínu í keng, hættu
við Skugga-Sveinn og æfa nú
Spanskfluguna af miklum þrótti.
shammtur
af kvörtunarnefnd
Nefndir eru sagðar fleiri og merkilegri á íslandi en
annars staðar í heiminum og það jafnvel þó ekki sé
miðað við fólksfjölda.
Nefndir eru starfandi í tengslum við allt milli himins
og jarðar, því það er svo undur auðvelt að leysa allan
vanda og vind samfélagsins með nefndum.
Enginn er sá hnútur í íslenskri stjórnsýslu að ekki sé
hann auðleystur með því að setja málið í nefnd.
Satt að segja hélt ég að ekkert fyrirbrigði væri eftir í
íslensku samfélagi til að stofna nefnd um, þegar sú
stórfrétt kom í sjónvarpinu í vikunni að enn ein nefnd
hefði litið dagsins Ijós og væri tekin til starfa. Og hér er
eins og svo oft áður að maður sér fyrst eftirá hve brýn
þörfin hefur verið fyrir einmitt og akkúrat þessa nefnd.
Þetta er nefnd sem ekki bara mun þjóna réttlætinu í
landinu, heldur og geðheilsu og sálarró landsmanna,
sem oft liggur við sturlun af því þeir fá ekki tilfinninga-
lega útrás á réttum stöðum.
Þessi spánýja nefnd heitir „kvörtunarnefnd" og
ætti nafnið eitt að varpa skýru Ijósi á eðli nefndarinnar
og tilgang.
Því er nefnilega ekki að leyna, að einn snarasti
þátturinn í mannlegum samskiptum hérlendis eru
kvartanir. Menn þurfa ekki endilega að hafa verið
hlunnfarnir eða misrétti beittir til að kvarta. Oft er
kvartað bara svona til að hafa kvartað; kvartað pró
forma.
Menn kvarta yfiröllu milli himinsogjarðar: Kröppum
kjörum, rysjóttu veðurfari, lögreglunni, vondum osti,
konunni sinni, hringormum, dyravörðum og dýrtíðinni.
Kvartað er yfir foglum og fénaði, nágrönnum og
yfirvöldum þjónustu og varningi og yfirleitt öllu sem
nöfnum tjáir að nefna.
„Hver kvartar, þá hann kennir", segir gamall ís-
lenskur málsháttur og má raunar segja að mannleg
vitund leiði umsvifalaust af sér kvörtun.
Ekki er jóðið fyrr komið úr móðurkviði en það rekur
upp skaðræðisöskur í kvörtunarskyni og síðan er ekki
látið af kvörtunum svo lengi sem mönnum endist
aldur. Þeir sem fara til Helvítis að lokinni jarðvist koma
kvörtunum sínum á framfæri með því sem kallað er í
ritningunni „grátur og gnístran tanna“. Og vafalaust
þurfa guðsbörnin í Himnaríki að kvarta yfir einhverju,
því annars væri himnaríkissæla óhugsandi.
Ekkert líf, tilvera eða vitund er hugsanleg, nema
kvörtun fylgi, eða:
„Hver kvartar, þá hann kennir".
Það er með öðrum orðum Ijóst að kvartanir hljóta að
teljast til frumþarfa mannsins og sjálfsagt að hlúa að