Þjóðviljinn - 31.03.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 31.03.1984, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 31. mars — 1. aprfl 1984 AÖalfundur Iðnaöarbanka íslands hf. árið 1984 verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu kl. 14:00, fimmtudaqinn 26. apríl 1984. Á dagskrá fundarins eru aðalfundarstörf samkvæmt ákvæðum 18. gr. samþykkta bankans. Lagðar verða fram tillögur um breytingar á samþykktum bankans. Aðgöngumiðar að fundinum verða af- hentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í aðalbanka að Lækjargötu 12, 3. hæð, dagana 17. apríl til 25. apríl, að báð- um dögum meðtöldum. Reikningar bankans fyrir árið 1983, ásamt tillögum þeim sem fyrir fundinum liggja verða hluthöfum til sýnis á sama stað. Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir fundinn, þurfa að hafa borist bankaráðinu skriflega í síðasta lagi 16. apríl n.k. Reykjavík 5. mars 1984 Bankaráð IÐNAÐARBANKA ÍSLANDS HF. Iðnaðaitankinn ÚTBOÐ - RAFLAGNIR. Sveitarstjóri Ölfushrepps óskar eftir tilboöum í raf- magnsröralagnir fyrir 3ja áfanga grunnskólans í Þor- lákshöfn, fokhelt hús. Útboðsgögn veröa afhent á skrifstofu Ölfushrepps, Selvogsbraut 2, Þorlákshöfn og hjá Tæknifell c/o Sig- uröur Sigurðsson tæknifræöingur, Fellsási 7, Mos- fellssveit, gegn 500 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuö á skrifstofu Ölfushrepps þriöju- daginn 17. apríl 1984 kl. 13.30. Sveitarstjóri. ÚTBOÐ Sveitarstjóri Ölfushrepps óskar eftirtilboöum í aö gera fokheldan 3ja áfanga grunnskólans í Þorlákshöfn, samtals 600m2. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu Ölfushrepps, Selvogsbraut 2, Þorlákshöfn, og hjá Tæknifell c/o Sig- urður Sigurðsson tæknifræðingur, Fellsási 7, Mos- fellssveit, sími 66110, gegn 3000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuö á skrifstofu Ölfushrepps þriöju- daginn 17. apríl 1984 kl. 14.00. Sveitarstjóri. Utanríkisráðuneytið óskar að ráöa ritara til starfa í utanríkisþjónustunni. Krafist er góörar kunnáttu í ensku og a.m.k. einu öðru tungumáli auk góörar vélritunarkunnáttu. Eftir þjálfun í utanríkisráðuneytinu má gera ráö fyrir aö ritarinn veröi sendur til starfa í sendiráðum Islands erlendis. Eiginhandarumsóknir meö upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist utanríkisráöuneytinu, Hverfisgötu 115, Reykjavík, fyrir 10. apríl n.k. Utanríkisráöuneytið Sr. Sigfús J. Árnason á Hofi í Vopnafirði: Um Júdasaraura og þjóðvillu’ messudegi Miðfasta. Sjá guðspjall dagsins, Jóh. 6.1-15 og Matt. 26.14-16. í guðspjalli þessa Drottinsdags, um mettun fimm þúsundanna, er Lausnarinn enn að líkna, að lækna, að metta, að gjöra mikið úr litlu. Þetta var hans háttur; að metta hungraðan gæðum, jafnvel að láta ríkan tómhentan frá sér fara, því að ofgnóttarbaminu er jafn erfitt að rata á réttan veg og úlfaldanum að troða sér í gegnum nálaraugað. Hinn iðnvæddi heimur vorra daga er eins og úlfaldi sem heldur sig geta farið gegnum nálaraugað, af því að hann hefur villst af réttum vegi - kannske aldrei fundið hann. Auður iðnríkja - ekki hvað síst Vesturlanda - er illur fengur, öðr- um þræði kominn til á s.n. nýlend- utíma, er þjóðir Evrópu kepptust við að sækja gróða í hendur fá- tækra og fákænna manna á öðrum heimshornum í mynd ódýrra hrá- efna og ódýrs vinnuafls, að hinu leytinu er hann til kominn vegna mikilvirkrar rányrkju á náttúrgæð- um, sem ekki eru ótæmandi. f þriðja lagi sækja fjölþjóða- auðhringarnir gróða sinn í hendur s.n. vanþróaðra þjóða, en meðal þeirra seilast þeir helst til aðstöðu. Þar hafa þeir sett niður iðjuver sín vegna þess að þar er ódýra orku að fá, ódýrt vinnuafl, skattafríðindi og þann hugsunarhátt, að allt sé falt fyrir smápeninga. Kjörlönd þess- ara hringa eru einkum þau, sem sýna af sér hvað mestan undirlægj- uháttinn gagnvart peningum og út- lendingum fyrir sakir fátæktar, pó- litískrar fáfræði og reynsluleysis. Á 7. áratug þessarar aldar var einn slíkur hringur. svissneskur, leiddur til áhrifa á Islandi á þeim forsendum m.a. að í framtíðinni myndi þungaiðnaðurinn sækja nauðsynlega orku í atómver en ekki í olíu, kol og fallvötn. Því væri ekki seinna vænna fyrir fslendinga að gerast nú orkusalar. Vel má vera að þessi rök hafi þótt gild á sinni tíð, en þau eru fyrir löngu orðin haldlaus. Átómvereru fokdýr, endast aðeins nokkra ára- tugi og skilja eftir sig geislavirkni svo áratugum skiptir- sumir segja í aldir. Jafnvel orkusnauðar þjóðir eins og Danir hafa ekki lagt í að afla sér orku með þessum hætti. Sú orkusölupólitík sem íslensk stjórnvöld hafa stundað um skeið er meira en vafasöm, þó ekki væri nema vegna þeirrar dapurlegu reynslu sem vér þegar höfum í þeim efnum. Árum saman hefur landslýður greitt niður raforku til erlends auðhrings og stjórnvöld látið það viðgangast, að sami hringur ástundi blygðunarlaus svik í viðskiptum og stuld undan skatti, sem íslenskur þegn og skattgreið- andi kæmist aldrei upp með. Á meðan þessu fer fram brýtur orku- okrið niður fjárhag alþýðuheimila í landinu, gjörir fátæka menn fátæk- ari í fullríku landi, en malar er- lendri stóriðju ómældan auð. Þetta er því dapurlegra og vesalla sem stjórnvöld hafa pólitískt afl til þess að rísa upp úr svona þjóðvillings- hætti, og siðferðilegan styrk eiga þau vísan frá hinum almenna manni í landinu, sem alltaf verður þolandinn, þegar stjórnvöld á- stunda þjóðvillupólitík. En þjóð- villa er m.a. fólgin í þeirri trú, að þjóðinni farnist best njóti hún ytri stuðnings og ytri - að ég ekki segi annarlegrar - forsjár, þótt engri þjóð hafi það orðið farsæld til frambúðar. Eða hver getur með réttu bent á slíkt? Því minnist ég á orkupólitík, að hún er sá eldurinn sem heitast brennur á alþýðu allri, og að mikið ofboð virðist yfir stjórnvöld kom- ið, er þau rjúka til og auglýsa ís- land sem land ódýrrar orku og vinnuafls, því sé fýsilegt auðhring- um að fjárfesta hér. Með þessu móti er hreinlega verið að auglýsa landið sem hjálendu erlends auð- magns og falbjóða vinnuafl lands- manna á niðursettu verði. Engu er líkara en að nú sé það dyggð að selja land sitt og þjóð. „O, tem- pora, o, mores“ sögðu Rómverjar, þegar þeim ofbauð: Hvílíkir tímar, hvílíkir siðir. Er ekki slíkt atferli aðför að því sem eftir stendur af íslensku sjálfstæði, svik við þjóð- ina, virðingarleysi við landið, þær gjafir, sem vér höfum dýrastar þeg- ið fyrir skikkan Skaparans? Einn er sá arfur, sem íslensk menning á hvað dýrastan. Það eru Passíusálmar Hallgríms Péturs- sonar. 16. sálmurinn, sem fjallar um Júdasar iðrun, ætti að vera ái- leg skyldulesning fslendinga, svo að vér ekki í ósjálfræði eða ofboði afsölum oss eða svíkjum fyrir smá- aura það sem vér dýrast eigum: landið og sjálfræði þjóðarinnar, því að hvoru tveggja er best borgið í vorum eigin höndum. Mammon ranglætisins er sá „andskotinn illskuflár“, sem landi voru og þjóð- erni stafar mest hætta af. Hinir risavöxnu auðhringar á- stunda það að komast til áhrifa á sem flestum sviðum meðal þeirra þjóða, sem selt hafa land sitt undir starfsemi þeirra. Sá leikur er þeim mun auðveldari sem þjóðirnar eru fámennari. Ef sá voðalegi draumur rætist á íslandi, að upp rísi erlend stóriðjuver á hverju landshorni er úti um íslenskt þjóðfrelsi, því að varla nokkur fjölskylda í landinu slyppi við það að bindast þeim á einhvern hátt með hagsmuna- tengslum. Draumar vorir um ís- land hafa ekki fyrr en hin síðustu árin snúist um mettar þúsundir stríðsalinna þræla í eigin landi, heldur frjálsa menn í frjálsu landi og fúsa til þess að leggja sitt af mörkum til þess að hér verði enn „gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á guðsríkis- braut". Júdas spurði forðum: „Hvað viljið þér gefa mér, til þess að ég framselji yður hann?“ Og þeir fleygðu í hann smáaurum. Land vort er meira virði en svo, þjóð vor er meira virði en svo að föl sé, hvorki fyrir smáan eyri né stóran. Af náð Guðs er oss landið gefið, og af þeirri gjöf erum vér full rík. Börn sín getur það fætt brauðum og fiskum og allir haft meira en nóg. En það er hvorki sama hvern- ig vér förum með þessa gjöf né að einn njóti hennar umfram annan. Það eru 35 ár síðan einn dekksti dagurinn í sögu þjóðarinnar rann upp. Fyrirgefðu, lesandi góður, að ég skuli rifja upp þann dimma dag, en það afsal íslensks sjálfræðis sem þá átti sér stað er smámál hjá þeim ósköpum sem yfir oss munu dynja ef Júdasaraurar og þjóðvilla eiga að ráða för vorri inn í framtíðina, hvað góður Guð banni. Vér skulurn heldur gjöra orð skáldsins Snorra Hjartarsonar að vorri hvatningu, er hann yrkir í mars 1949: „Pú átt mig, ég er aðeins til í þér. Örlagastundin nálgast grimm og köld; hiki ég þá og bregðist bý ég mér bann þitt og útlegð fram á hinsta kvöld. ísland, í lyftum heitum höndum ver ég heiður þinn og líf gegn trylltri öld“. Góðar stundir. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.