Þjóðviljinn - 31.03.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 31.03.1984, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 31. mars - 1. aprfl 1984 Helgi Seljan A nýju plani Á dúkuðum borðum í salnum eru bollar og ástarpungar. Og mað- ur er ekki fyrr sestur en ilmandi kaffi er komið í bollann. Notalegheitin í sálinni aukast enn, er Arnþór Jónsson gengurað næsta borði þenjandi nikkuna seiðandi danslögum. Og svo óvenjulegt sem það er nú. Rosknar konur svífa allt í einu fram hjá borðinu mínu í tælandi dansi og syngja eins og Edith Piaf. Þarna sýnast þær komnar, Guðlaug Guð- mundsdóttir og Vilborg Valgeirs- dóttir, og það er sannarlega „stuð“ áþeim. Og viti menn. Uppi á sviðinu er sá snillingur Gísli Árason kominn og kíkir út á Elliærisplanið, stór- kostlegur eins og alltaf. Já, húsmóðirin á heimilinu með allt í óreiðu og sjálf sjúskuð vel, hver nema Ingunn Jensdóttir með sinn þokkafulla sjarma mitt í öllu ruslinu og allt iðar af gáska og gleði. Vonbiðillinn vonlausi syngur fyrir hana með þeirri tilfinningu og töktum, sem Hauk Þorvaldssyni er einum lagið. - Og Gísli sér mann ekki í friði. Innskotin hans halda áfram að kitla hláturstaugarnar. Dóttirin á heimilinu setur allt svo unaðslega úr skorðum og um- ferðarmenningin í hjólastólnum er ekki upp á marga fiska. Já, ogsvei mér hún Guðrún Ragna Aðal- steinsdóttir er árinu eldri en fimmtán. Öllum að óvörum birtast eigin- maðurinn, þó Hraunið og kiefinn skuligeyma hann best. Hann hefur komist í feitt og iðar af ánægju, - ný gróðaöld í aðsigi og nýliðinn Guðni Björgúlfsson er þannig í útliti og á svipinn, að maður treystir honum ekki yfir þröskuld. „Útlendingarnir“ tveir eru gróða vonin, hreimurinn er sannfærandi fyrir frændur okkar. - Þeir minna þægilega á þá frægu Abbott og Costello, en Ingvar Þórðarson og Þorsteinn Sigurbergsson eru jafn „ekta“ sem séntilmennirnir í upp- hafi barðir og blóðugir á Broad- way, þar sem drjúgur hluti farsans ferfram. „Góður og friðsæll staður til að slappa af eftir þriggja vikna nætur- djamrn", hljómarfrá Gísla íhlut- verkigamlingjans. Já, og siðvæðingin birtist í synin- um - „ávallt viðbúinn" - er mottó Ólafs Gísla Sveinbjörnssonar, skýr og snjallmæltur strákur. Já, hlutunum er svo sannarlega snúið við í Elliærisplaninu - og þar er „social problemmunum" gefið langt nef í góðlátlegu háði. Sjálfur segir höfundurinn í leik- skrá: „Gamanleikur er heimur á hvolfi", og „Þegar sýningin er búin, hefur áhorfandinn slæma samvisku vegna þess að hann hefur allan tímann staðið með þeim „vondu". Þannig að sýningin hefur heppnast ef hann segir að henni lokinni: „Þetta var nú meiri vit- leysan!" Sýningin heppnaðist, ósvikinn farsi með ívafi alvörunnar á köflum og ég skemmti mér forkostulega við farsans undirspil, þó oft væri út ánöfinafarið. Höfundur kann til verka, fárán- leikinn og fjarstæðurnar skapa góða heildarmynd. Leikstjórinn, Brynja Benediktsdóttir hefur mótað ágætan ef ni við afbragðs vel, alltaf eitthvað að gerast, athyglin vakandi hverja stund og listilega vel gerðar persónur skila sínu til fullnustu. Ég var bæði þakklátur og iðandi af kátínu er ég kvaddi liðið að t j alda baki, en svo átti ég örstutt spjall við formanninn daginn eftir. Ég spurði fyrst hvað ráðið hefði verkefnavalinu: „Það er alltaf höfuðverkur að velja. Viðfórum að mikluleyti að ráðum Brynju. Okkur langaði að taka Hunangsilm. Hins vegar var rætt um það að taka gamanleikrit næst, þegar Gosi var frumsýndur. Brynja vissi af tveim leikritum hjá verkefnavalsnefnd Þjóðleik- hússins, þar sem hún er, og þetta var lengra komið, nær fullbúið, þó óneitanlega hafi textinn tekið breytingum nú, enda verkið tveggjaára. Þú tekur t.d. eftir þessum nýj- asta með ráðherrahundinn“. Ég skýt því hér inn í, að ég hitti Brynju á flugvellinum á Höfn og hún var himinlifandi, og þegar ég sá árangurinn kom það mér ekki á óvart. En hvers vegnafarsi, Þorsteinn, og hvað um muninn að leika farsa? „Mér finnst farsinn reyna enn meira á leikendur, samvinnu og samstarf þeirra, leikbrellur og tækni koma enn frekar inn í mynd- ina. Hnökrarnir verða enn meira áberandi. Textinn þarf að vera enn hnitmiðaðri, enn betur útfærður. Við vorum svo heppin að Brynja vann úrefniviðnum, þ.e. okkur, eins og ég held að mögulegt hafi verið; náði persónusköpun þannig að persónurnar voru í takt allan leikinn út í gegn. - Annars dæma aðrirþarum“. En þú sem formaður. Hvernig gekk að fá persónur í áður ósýnt verk - farsa af þessu tagi - spurn- Þorstelnn Sigurbergsson: Vifttökurnar hafa verift Ijómandi. ingamerki um, hvernig og hvort tekist gæti? „Það gekk vel að fá leikendur. Við urðum hins vegar að auglýsa öðruvísi - sveipa verkið meiri dul- úð, vekj a meiri forvitni. Sem sagt: Svarið við öllu fá menn því aðeins að farið sé á sýninguna.“ Nú kann ýmsum að þykja ádeilukeimur á gamla fólkið, fatl- aða. Varðstu var við það? „Nei, ekki að ráði, nema þeir sem viljandi misskilja og rang- túlka. Málið er það að þessi einkenni, drykkjan og „sexið" er yfirfært á þessa hópa á mjög skemmtilega „absurd“ hátt. Nú, svo er gert grín að vanda- málaleikritunum, sem hafa tröll- riðið okkur. Og ekki má gleyma að bent er rækilega á það, og undir- strikað, að yfirleitt fara íslendingar ekki á skemmtistaði til að skemmta sér, heldur til að drekka". Hvað um viðtökur? Sjálfum fannst mér þær raunar ágætar á miðnætursýningunnii „Ljómandi viðtökur og nú er bara að vona að framhald verði þar á. - Skilaðu svo hjartans kveðju okkar til Brynju og höfundarins, hans Gottskálksokkar. Þjóðvilja- lesendur kannast máske við hann. Og áfram höldum við ótrauð og stefnum jafnvel á að komast með leikritið á Listahátíð". Ég þakka Þorsteini spjallið, dá- ist að bjartsýninni, eljunni, árangr- inum, leikgleðinni, og síðast en ekki síst listsköpun þessa samstillta hóps. Hafi þau öll þakkir fyrir. Hugleiðing á Elliærisplaninu og spjall við Þorstein Sigurbergsson Leikstjórlnn Brynja Benediktsdóttir. Harkaliðift á Elliærlsplaninu: Guðlaug Guftmundsdóttlr, Vllborg Valgeirs- dóttir og Arnþór Jónsson. Höfundurlnn Gottskálk. Rósa: Hvár hefurftu allft manninn öll þessi ár? Finnur: Suftrí Hafnarfirfti. Ingunn Jensdóttir og Haukur Þorvaldsson í hlutverkum sfnum. „Má óg kynna: Vinkona mln Rósa Gottskálksdóttlr". Per Olov og Ola Olsen, Ingvar Þórðarson og Þorsteinn Slgurbergsson, á tali við Rósu, og Finn, Ingunni Jensdóttur og Hauk Þorvaldss- Iii li II TZ' -ál^aMBaagWO—TIHIJWHl11 IIIIIM—CWaMagaaggMfiWWTJM

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.