Þjóðviljinn - 31.03.1984, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 31.03.1984, Blaðsíða 28
Helgin 31. mars — 1. apríl 1984 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaösins i þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná i afgreiðslu blaösins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Hvernig eru skattrannsóknarmenn í stakk búnir að mœta tölvuvœðingu í bókhaldi fyrirtœkja og margvíslegum möguleikum á misferli? Þurfum að geta sínnt þessu betur segir Garðar Valdimarsson skattrannsóknarstjóri - Við höfum reynt að fylgjast með þessu eins og við höfum getað, en það vantar þar talsvert uppá. Við þyrftum að hafa meiri mann- skap í því að fylgjast með því sem er að gerast á markaðnum, fylgjast bæði með þeim forritum sem verið er að selja og þeim sem verið er að búa til, sagði Garðar Valdimarsson skattrannsóknarstjóri í samtali við Þjóðviljann aðspurður um hvernig starfsmenn embættisins væru í stakk búnir að mæta þeirri tækni sem nú hellist yfir við tölvubókhald fyrirtækja og býður uppá margvís- legt misferli eins og nýlegt dæmi hefur sannað. - Ég vona að þetta mál gefi til- efni til þess að menn horfist í augu við það að við þurfum að hafa að- gang að þessari nýju tækni hvort sem það er með sérlærðum mönnum hér hjá embættinu eða með aðgangi að þeim annars staðar í kerfinu. Hefur ríkið möguleika á því að keppa við vinnumarkaðinn um þessa sérlærðu menn í tölvubók- haldi? - í>að hefur ekki verið. Mönnum sem hafa góða bókhalds-, skatta- og tölvukunnáttu eru boðin miklu hærri laun á almenna markaðnum. Það er borin von að við getum haldið þeim. Hvernig er eftirliti með tölvu- svindli háttað erlendis? Tölvusvik hafa verið vaxandi vandamál sem menn hafa brugðist við með ýmsum hætti. í Bandaríkj- unum fara skatteftirlitsmenn í fyr- irtæki og fá aðgang að tölvudisk- unum til að prófa þá, annað hvort í tölvu fyrirtækisins eða tölvu Garðar Valdimarsson: Það kostar mannskap og meiri peninga að fylgj- ast með tölvuforritum i bókhalds- kerfum. skattsins. í Danmörku var fyrir nokkrum árum settur á stofn sér- stakur 5 manna hópur kerfisfræð- inga hjá danskaTolleftirlitinu, sem fer með söluskattseftirlit. Þeir fóru í fyrirtæki og prófuðu forritin og þá kom í ljós að víða skiluðu þau ekki því sem til var ætlast samkvæmt lögum. Menn voru með ýmsar skýring- ar, annað hvort að þetta væri óvart og misskilningur eða þeir hreinlega játuðu að hafa unnið forritin í þess- um tilgangi. Því má bæta við að flestir í hópn- um voru hættir innan tveggja ára, höfðu verið keyptir yfir í einkageir- ann. Þeir náðu engu að síður mikl- um árangri og starfið heldur áfram með svipuðum hætti. Mun ykkar starf hér ekki fara að þróast frekar út á þessar brautir? - Það segir sig sjálft að við erum farin að skoða bókhald sem er mikið meira fært í tölvu en áður. Þá hafa fyrirtæki verið að selja undan- farin ár ákveðin bókhaldskerfi og við þurfum að geta sinnt því betur að fylgjast með þessum forritum og gera okkar athugasemdir þar sem það á við. Þetta kostar allt meiri mannskap og peninga. Grunar þig að það sé töluvert um tölvumisferli í bókhaldi hér? - Ég þori ekki að fullyrða um það. Eg á ekki von á að það sé mikið um að það sé beinlínis forrit- að inn í tölvurnar, við áttum kann- ski ekki von á-þessu. En einmitt þetta að kanna forritin er lítt kann- að svið hjá okkur. Hvernig fer svona bókhalds- svindl fram eins og þið komuð upp um? - Ég vil ekki fara út í það mál sérstaklega þar sem ennþá er unnið að rannsókn þess, hvaða aðilar hafa komið þarna nálægt og hver ábyrgð þeirra verður. Segir það sig ekki sjálft að þegar einn aðili er kominn svona langt með þessa hluti að líklega séu víðar pottur brotinn? - Það er erfitt að fullyrða um það en ég held að þá sé samt ástæða til að leggja meiri áherslu á að við getum sinnt þessum málum, sagði Garðar Valdimarsson skatt- rannsóknarstjóri. -lg/-ÁI. Tölvusvlk hafa hvarvetna verið vaxandl vandamál og brugðlst hefur verið við með ýmsum hætti. Samtök til verndar Fjalakettinum: Stofnfundur á sunnudag á HB Fundarstjóri er Ólafur B. Thors Nk. sunnudag, 1. aprfl verður haldinn á Hótel Borg stofnfundur sam- taka til að stuðla að verndun Fjalakattarins. Fundurinn hefst kl. 16 og er Ólafur B. Thors forstjóri og fyrrum borgarfulltrúi í Reykjavík fundar- stjóri. Það er 5 manna undirbúnings- nefnd sem til fundarins boðar, en hún er úr hópi 59 menninganna sem fyrir skömmu rituðu borgar- stjórn og menntamálaráðherra Ellefu friðarhreyfingar sameinast Friðarvika á páskum Fjölbreytt dagskrá í Norrœna húsinu 14.-23. apríl Ellefu friðarhreyfíngar hér á landi hafa ákveðið að efna til mikillar friðarviku á páskum, dagana 14.-23. aprfl nk. Hefur verið unnið að undirbúningi þessara aðgerða undanfarna tvo mánuði og er nú verið að smíða dagskrá þar seih m.a. verða tónleikar. myndlistarsýningar, bók- menntakynningar, umræðurfundir og fleira. Mun dagskrá friðarvikunn- ar fara fram í Norræna húsinu og verður nánar kynnt síðar. Ávarp friðarvikunnar er svo- hljóðandi: „Við skorum á Banda- ríkin og Sovétríkin og önnur kjarn- orkuveldi að gera samkomulag um stöðvun kjarnorkuvígbúnaðar og hefja kerfisbundna afvopnun. Meðan unnið er að slíku samkomu- lagi ætti hvergi að koma fyrir kjarnorkuvopnum eða tækjum tengdum þeim. Slíkt samkomulag gæti orðið fyrsta skrefið til allsherjar afvopn- unar, sem er lokatakmark friðar- baráttu“. Samtökin sem starfað hafa að undirbúningi friðarvikunnar eru þessi: Friðarsamtök listamanna, Friðarhreyfing íslenskra kvenna, Friðarhópur kirkjunnar, Samtök lækna gegn kjarnorkuvá, Samtök eðlisfræðinga gegn kjarnorkuvá, Friðarhreyfing framhaldsskóla- nema, Hin óháða friðarhreyfing framhaldsskólanema, Friðarhópur einstæðra foreldra, Samtök her- stöðvarandstæðinga, Samtök um friðaruppeldi og Friðarhópur fóstra. Oðrum samtökum sem geta fallist á ofangreint ávarp friðarvik- unnar sem samþykkt var á fundi undirbúningshóps 28. mars sl. og sem starfa að friðarmálum verður gefinn kostur á aðild að friðarvik- unni. Segir í frétt frá hópnum að sú stuðningsaðild yrði í formi undir- skriftar ávarpsins og yfirlýsingar um stuðning við friðarvikuna. Þá er ætlunin að gefa slíkum stuðn- ingshópum tækifæri til beinnar þátttöku í starfsemi vikunnar. Beiðnir um stuðningsaðild að friðarvikunni á páskum þurfa að berast til Sigrúnar Valbergsdóttur á skrifstofu Bandalags íslenskra leikfélaga Hafnarstræti 9 fyrir 5. aprfl nk. Þar er síminn 16974. -v. áskorun um að vernda húsið. A fundinum gerir nefndin grein fyrir störfum sínum og hugmyndum um tilhögun og fjáröflun til að standa straum af kostnaði við verndun og kaup Fjalakattarins. Þá verður borin upp tillaga um stofnun sam- takanna og að henni samþykktri um nafn þeirra og fyrstu stjórn. í fréttatilkynningu frá hópnum er bent á að skammur tími sé til stefnu í þessu máli hjá borgaryfir- völdum, en sl. fimmtudag sam- þykktibygginganefnd fyrir sitt leyti að heimila niðurrif hússins. Það er þó borgarstjórn sem á síðasta orðið í því efni og miklu skiptir að vitn- eskja um þann málatilbúnað sem þegar er í gangi komist skemmsta leið til þeirra sem áhuga hafa á mál- inu. Undirbúningsnefndina skipa: Björg Einarsdóttir, Finnur Björg- vinsson, Sigurður G. Tómasson, Erlendur Sveinsson og Helgi Þor- láksson. Varðberg hafnaði aukaaðild Stjórn Varðbergs hefur ákveðið að samtökin taki ekki þátt í friðarviku um páskana. Þau samtök sem höfðu undirbúið dagskrána buðu Varðbergsmönnum aukaaðild með vísan til þess að hún hefði verið mótuð af þeim áður en Varðberg kom til sögu. Jafnframt var öllum samtökum sem hug hafa á heimiluð aukaaðild að friðarvikunni fram til 5. aprfl. Auk Varðbergs höfðu Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna og MÍR óskað eftir aðild að friðarvikunni. -e.k.h.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.