Þjóðviljinn - 31.03.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 31.03.1984, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 31. mars - 1. aprfl 1984 Sýning Sœmundar Valdimarssonar að Kjarvalsstöðum: ALÞYÐULIST í ætt við forn-grískar höggmyndir Tvær af styttum Sæmundar Valdimarssonar á syningunni að Kjarvalsstöð- um. Á Kjarvalsstöðum heldur Sæ- mundur Valdimarsson einkasýn- ingu á gangi framan við Kjar- valssal. Þar sýnir hann 18 tré- skurðarmyndir, gerðar undanfarin 10 ár. Sæmundur er fæddur að Krossi á Barðaströnd, árið 1918. ISkömmu eftir seinni heimsstyrj- íöldina fluttist hann til Reykjavík- ;ur, þar sem hann hefur lengst af unnið hjá Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Höggmyndir Sæmundar munu fyrst hafa komið fyrir sjónir al- mennings á Þjóðhátíðárárinu 1974. Þá héldu forstöðumenn Gallerís SÚM sýningu á íslenskri alþýðulist í gamla sýningarsalnum við Vatns- stíg. Sæmundur átti þar nokkur verk, en hann hafði þá unnið um fjögurra ára skeið að höggmynda- gerð úr rekaviði og steinum. Um það leyti sem sýning þessi var hald- in, snéri hann sér að gerð þeirra stytta sem nú má sjá að Kjarvals- stöðum. Einnig tók Sæmundur þátt í alþýðulistarsýningunni sem hald- in var að Kjarvalsstöðum fyrir tveimur árum. Segja má að höggmyndir lista- mannsins snúist um eitt þema, karla og konur. Hann tálgar líkn- eskjur sínar af mikilli alúð og leikni og notar liti eða farða til að draga fram og skerpa andlitsdrætti þeirra. Fyrst og fremst er það augnaumgjörð og varir sem Sæ- mundur litar. Við það öðlast myndir þessar eitthvert dularfullt innra líf, líkast því sem eitthvað hrærist bak við einbeittan svip þeirra. Raunar er það dæmalaust hve eðlilega þessi ófaglærði myndskeri laðar fram form rekaviðardrumb- anna. Ekkert er hér of né van, ekk- ert sem truflar skynjun áhorfand- ans. Naktir líkamar standa teinréttir og óhagganlegir eins og skurðgoð. Handleggi vantar, en form líkamans eru dregin fram af mikilli hugvitssemi. Oft er það efn- iviðurinn sjálfur sem ræður áhersl- um búksins, brjósta, bringu og kviðar. Þá undirstrika línur æð- anna í viðnum mótun skrokksins Stúlka eða grísk kore á rauðum skóm.Um 520 f.Kr.. Förðuð um augu og munn, svo og hár. Um varirnar leikur dauft bros. og fylgja vel eftir því sem tálgað hefur verið burt, eða skilið eftir. Brjóst og kynfæri eru látin ráða kynferði styttanna. Ekki eru þær þó allar naktar, því sumar hafa ver- ið íklæddar skýlu úr fiskroði. Þessi fátæklegi klæðnaður er gerður af mikilli alúð og natni og gæðir þær styttur sem hann bera, öðrum vídd- um en hinar. Einnig kemur þekk- ing Sæmundar á efniviðnum vel í ljós, þegar hann mótar brjóst sumra kvenveranna úr samlímdu hefilspæni. Slíkum tæknibrellum beitir listamaðurinn af varfærni og smekkvísi. Útkoman verður aldrei of tepruleg né ofhlaðin og ber það vott um næmt auga Sæmundar fýrir takmörkunum og möguleikum rekaviðarins. Milli alþýðulistar, listar frum- stæðra og fornlegrar (arkæskrar) listar, eru formgerðartengsl sem alltaf koma manni jafn mikið á óvart. Dýrkunarkennt yfirbragð þessara mynda stafar ekki hvað síst af skyldleika þeirra við guðamynd- ir horfinnar menningar, heiðinnar jafnt sem kristinnar, klassískrar jafnt sem barbarískrar. Fyrst og fremst eru stytturnar í ætt við goð þau sem tignuð hafa verið á öllum öldum og í öllum heimshornum, þ.e.a.s. frjósemisgoðin. Þótt það kunni að virðast undar- legt að alþýðulist eftir mann vestan af Barðaströnd skuli eiga svo margt skylt við list Forn-íbera eða Suður- hafseyjabúa, er hitt enn furðulegra að tækni og formhugsun skuli vera svo áþekk. Ég vil leyfa mér að taka aðferðir Forn-Grikkja til saman- burðar, það skeið í grískri listasögu sem nefnd hefur verið arkæska tímabilið. Viss einkenni þeirrar listar sem blómstraði á 8. til 6. aldar fyrir Krists burð, má rekja aftur til egeiskrar listar Krítverja og Mykenumanna hátt á annað ár- þúsund f.Kr. og jafnvel allt aftur til Egypta til forna. Líkt og Grikkir, notar Sæmund- ur sparlega farða, þá einkum til að lífga andlitsdrætti mynda sinna. Ég gat þess áður hvernig liturinn er Málað andllt frá Mykenu. Um 1200 f.Kr.. bundinn við augu og munn. Aðra hluta stytta sinna lætur listamaður- inn sér nægja að fægja og pússa. Þetta er nákvæmlega sömu aðferð- ir cg finna má í list Mykenumanna fyrir ártalið 1200 f.Kr. Hámarki ná þessi einkenni í grískri list frá 6. öld f.Kr. Önnur einkenni eru hið beina augnaráð, frontalítet eða bein af- staða styttanna til áhorfandans og hið létta og dularfulla bros. Allt þetta setur mark sitt á myndir Ste- mundar, í misjöfnun mæli, og þetta eru einnig sterk einkenni arkæskra stytta frá Grikklandi. Munurinn er fólginn í efniviði, því Grikkir not- uðu stein og marmara. Þótt engin tengsl séu milli Grikk- lands og Barðastrandar, virðast ýmsir listrænir myndskurðarþættir beggja þessara svæða lúta skyldum lögmálum. Of langt mál yrði að velta fyrir sér getgátum þar að lút- andi í þessum stutta pistli og les- endum er því látið eftir að botna þessar vangaveltur. Öllu skiljan- legri eru stílfræðileg tengsl Sæ- mundar við tréskurðarmyndir úr miðaldakirkjum, en það er önnur saga. Ég vil óska Sæmundi Valdimars- syni til hamingju með athyglis- verða sýningu. Hið eina sem ég var ekki sáttur við, var staðsetning myndanna í einhvers konar Eden- ættuðum gerviskógi. Dró það nokkuð úr frumkrafti þeirra. Betra hefði verið að hafa heiðan himin að baki þeim, eins og á ljósmyndum úr sýningarskránni. Fersk og frumleg túlkun: Endurfundir með Ivo Pogorelich Frédéric F. Chopin (1810-1849): Píanókonsert nr. 2 í f-moll, op. 21 Pólónesa í fis-moll, op. 44 Flytjendur: Ivo Pogorelich (píanó), ásamt Sinfóníuhljómsveitinni í Chicago Stjórnandi: Claudio Abbado Útgefandi: Deutsche Grammophon 410 507-1 (digital), 1983. Flestum eru eflaust enn í fersku minni hljómleikar þeir sem Ivo Pogorelich hélt hér í Laugardals- höllinni fyrir tveimur árum. Hann var þá hér á vegum Listahátíðar og lék þá einmitt þennan konsert Chopins við fádæma undirtektir. Það er e.t.v. ofsögum sagt að allir hafi tekið undir klappið af jafn miklum innileik og undirritaður, því mörgum þótti of langt gengið í spjöllum á þessu hugljúfa verki. Ivo Pogorelich, sem eitt Lundúna- blaðanna kallaði „Mick Jagger klassískrar tónlistar", lék nefnilega konsertinn „á sinn hátt“. Með því að hlýða aftur á þennan óútreiknanlega Júgóslava leika f- moll konsertinn undir öruggri og frábærri stjórn Claudios Abbados, rifjast upp fyrir manni ósamhljóða álit manna að loknum tónleikunum í Laugardal. Mörgum fundust áherslur hans, einkum sviptingar í tempíum, hraðaupphlaup, dvöl á einstökum hljómum og aðrar ex- centríur, tilgerðarlegar og út í hött. En það mun einmitt vera eitt stærsta vandamál tónfræðinga þeg- ar þeir fást við Chopin, að geta sér til um réttmæti hinna ýmsu túlkana á verkum hans. Svo virðist sem hægt sé að ganga töluvert út yfir forskrift partitúrsins, áður en túlk- unin getur talist klám. Hafa verður í huga að Chopin var rómantískur og konsertar hans voru mjög ný- stárlegir. Einkum vegna þess að einleikurinn var aðalatriðið en hljómsveitin aukaatriði. Hún var til þess eins að fylla upp í tómarúm- ið bak við virtúósinn. Jafnvel eru áhöld um það hvort Chopin hafi sjálfur nennt að útsetja konserta sína. Telja sumir tónfræðingar að hann hafi látið samnemanda sínum á Konservatoríinu í Varsjá, Ignacy Feliks Dobrzynski, eftir að ork- estrera nótnaritin. Af þessu má sjá hve ólíkar hugmyndir Chopin hafði um píanókonserta sína og t.a.m. Brahms um sín stykki, en hann samdi einnig tvo píanókonserta. Pogorelich hefur því margt til síns máls þegar hann leyfir sér visst frelsi í túlkun f-moll konsertsins. Menn mega ekki gleyma því að leikrænir tilburðir voru í hávegum hafðir á rómantíska tímabilinu, einkum fyrri hluta þess. Chopin var ekki ósnortinn af mýtunni um hið guðdómlega virtúósí og lék verk sín eftir því sem andinn blés honum í brjóst í það og það skiptið. ''ffHjwmvpniti STEFgO «:5 Frédéric Chopin PIANO CONCERTO ■ KLAVIERKONZEFTT NO.2 -Fölorsaiseop 44- Chicago Symphony Orchestra IVO POGORELICH CLAUDIO ABBADO OIOTAIAUFNAHME ..a Markmiðið var að heilla ur með sjálfsprottnum og sýna þannig vald sitt færinu. áheyrend- Það er einmitt þessari rómant- tilburðum ísku afstöðu sem Pogorelich tekst yfir hljóð- svo vel að miðla. Hann gæðir verk- ið ferskleika sem sviptir burt rúm- lega 150 ára aldri þess úr huga manns. Það er dirfska og hug- myndaflug í þessari túlkun, sem ekki verður fundin í jafn ríkum mæli hjá klassískari og yfirvegaðri túlkendum. E.t.v. er það á kostnað þeirrar dýptar sem Krystian Zim- erman (DG 2351/3301 126) eða Tamas Vásáry (DG priv. 2535/ 3335 221) kalla fram í meistara- legum túlkunum sínum á kons- ertnum. Þrátt fyrir það vinnur Pog- orelich á, eftir því sem lengur er hlustað. Þegar öllu er á botninn hvolft kemur í ljós að hann er fullkomlega einlægur í túlkun sinni og viðhorf- um. Það þarf ekki að fjölyrða um tækni hans, því fimi hans svíkur engan. Til uppfyllingar, eða sem auka- númer leikur Pogorelich Pólónesu í fís-moll, op. 44. Aftur er um sér- stæða túlkun að ræða. En svo meistaralega er verkið leikið og svo mikill krafturinn, að erfitt er að finna verðugan samanburð. Platan er óvenju tær og hljóm- mikil og nálægð píanósins er gríp- andi. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hljómsveit og stjórn, því Abbado sýnir hér sem endranær að hann er einhver öruggasti stjórn- andi okkar tíma. Er þó engan veg- inn auðvelt að fylgja eftir glettum einleikarans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.