Þjóðviljinn - 04.05.1984, Side 4

Þjóðviljinn - 04.05.1984, Side 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐyiLJINN Föstudagur 4. maí 1984 DJOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfuféiag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsbiaðs: Guðjón Friðriksson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Már. Auglýsingar: Sigríður Þorsteinsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: ólöf Sigurðardóttir. Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setníng: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Monthöll fyrir eriend lán Kjörin hafa verið skert um fjórðung til að draga úr viðskiptahalla og minnka erlenda skuldasöfnun. Ráð- herrarnir tala á degi hverjum um hina geigvænlegu stöðu þjóðarbúsins. í hvert sinn sem launafólk orðar kröfuna um betri kjör eru þuldar tölur um hallann og aftur hallann gagnvart útlöndum. Við verðum að spara segja ráðamennirnir. Sjúkling- arnir verða nú að borga sjálfir læknisaðstoð og lyf. Börnin eru rukkuð um tannviðgerðir. Skólar og dag-j vistarstofnanir sitja á hakanum. Fólkinu í öllum lands-| hlutum er sagt að bíða og bíða eftir brýnum úrbótum. j Fjármagn sé ekki til og algerlega sé bannað að aukaj erlendu lánin. Ekkert má gera. Allt verður að bíða. Það stingur því vissulega í stúf við bölmóðinn bless- aðan að í fyrradag réttu stjórnarliðar sælir og ánægðirj upp hendur á Alþingi til stuðnings þeirri framkvæmd' sem talin er svo brýn að öll bönn um erlendar Iántökurj eru þverbrotin. Og kratarnir hrifust með í; stemmningunni og gleymdu öllum stóru varnaðarorð- unum um erlendu skuldasöfnunina. Þessi fríða sveit ríkisstjórnarliðs og hugsjónakrata samþykkti að taka yfir 600 miljónir í erlend lán til að reisa á Keflavíkur- flugvelli eindæma monthöll sem grínaktugir hönnuðir hafa kallað flugstöð en er í reynd stærsta gróðurhús norðan Alpafjalla. Sæl er sú þjóð sem eignast hefur stórhuga forystu- sveit. Þegar allt er komið í herjans skuldahnút og kjara- kreppan þrengir að á öllum sviðum er auðvitað ráðið að reisa á vinbörðum melum og hrauni Suðurnesja mont- höll á stærð við aðalbyggingu de Gaulle flugvallarins í París. Búum hana pálmum og tómatjurtum, bananat- rjám og sefgrasi svo að farþegafjöldinn sem nú flýgur í æ ríkara mæli beint yfir Atlantshafið ákveði að gefa skít í aukinn eldsneytiskostnað og krefjist þess að PanAm, SAS, Singapore Airlines og öll þessi fínu flugfélög heimsins taki skilyrðislaust upp millilendingar í Kefla- vík svo að heimsbyggðin geti litið þetta furðuverk sem ráðamenn fallít þjóðar ákváðu að reisa til að geta með reisn borið gjaldþrot lands síns. Hvað eru 600 miljónir í viðbótarlán erlendis í saman- burði við glæsileik slíkrar monthallar? Hvern varðar um það þótt upphæðin sé tvöfaldur heildarniðurskurð- urinn í heilbrigðiskerfinu og mörg hundruð miljónum meiri en allt framlag ríkisstjórnarinnar til að bæta kjör hinna lægst launuðu? Hver hugsar um slíka smámuni eða hróplegt misræmi þegar skuldum vafin monthöll getur bjargað reisn ástsællar ríkisstjórnar? NT kominn í gömlu Framsóknar-fötin Þegar sjálfshól og auglýsingamennska NT stóð sem hæst í fyrstu útgáfuvikunni var ítrekað að blaðið væri aðeins bundið við stefnu frjálslyndis, samvinnu og fé- lagshyggju. Pví var lýst yfir að NT væri ekkert frekar háð Framsóknarflokknum en „krataflokkunum tveimur“ - Alþýðubandalaginu og Alþýðuflokknum - eins og það var orðað í stefnugrein. í gær kom hins vegar í ljós að þessi frjálslyndistími er liðinn. Gömlu Framsóknarfötin eru aftur orðin dag- legur búningur. í aðalopnu eru tíundaðar allar sam- þykktir - smáar og stórar - á miðstjórnarfundi Fram- sóknarflokksins og ræða Steingíms svo endurprentuð í leiðara. NT er þá eftir allt saman bara venjulegt flokks- málgagn í gamla mærðarstílnum. What klippt Orwell og Reagan Þegar George Orwell var rétt eftir stríð að skrifa hina frægu framtíðarhrollvekju sína, „1984“, sá hann fyrir sér þá þró- un, að heiminum mestöllum yrði skipt á milli þriggja risavelda, sem ættu í stöðugum ófriði inn- byrðis, þó þannig að jafnan stæðu tveir saman gegn einum, sem báðir væru hræddir við. Hinsveg- ar þyrfti hver og einn aðili að þessu heimstafli einatt að skipta um bandamann. Hjá Orwell er því lýst, að árið 1984 ríki herfilegasta alræði í öllum risaveldunum þrem, Oce- aniu (Bretland og Bandaríkin), Eurasíu (Evrópa og Sovétríkin) og Austur-Asíu (Kína og Japan). Sem betur fer er heimurinn all- miklu skárri en í hrollvekjunni, enda var hún hugsuð sem við- vörun fremur en spádómur. Engu að síður er ekki úr vegi að rifja upp vangaveltur hans um þrískiptingu heimsins þessa daga, þegar Ronald Reagan yfirstjóri Bandaríkjanna og þarmeð Nató hefur verið að faðma að sér kín- verska leiðtoga með mikilli blíðu - meðan Kremlverjar standa hjá með súrum svip. Hið illa Og á forsí&unni var Kínverji a& drekka kók... Það er heldur ekki mjög langt síðan að Krúsjof var uppi og var þá talinn heldur svona geðslegur og umbótasinnaður valdhafi í So- vétríkjunum, meðan Kína Maós formanns var holdtekning hins illa og ískyggilega í heimskom- múnismanum. Það var þá að gerð var kvikmynd um njósnareyfara, sem var með sínum hætti fróðleg. í bókinni var sagt frá tékkneskum diplómötum sem rændu breskum kjarnorkuvísindamönnum fyrir Rússa. En þegar kom að því að gera kvikmynd um þennan reyfara voru Rússar þá stundina orðnir allt að því eins góðir karlar og þeir voru í stríðinu gegn Hitl- er. Þess vegna var brugðið á það ráð í filmunum, að láta albanska sendiráðsmenn í Lundúnum stela ágætum breskum vísinda- mönnum og heilaþvo þá fyrir Kínverja! Á því herrans og Orwells ári 1984 væri slíkt óhugsandi, eins og nærri má geta. Rússar hafa aftur fengið það fasta hlutverk að vera staðgenglar hins ilia og heimilsfang þess er Kreml. Kínversk faðmlög Þessar sviptingar allar koma stundum fram með undarlegasta hætti í bandarískum fjölmiðlum, sem eru vonandi bæði frjálsir og óháðir og allt það. Til dæmis að taka má nefna yfirlit um Kína samtímans sem birtist í vikublað- inu Time rétt fyrir heimsókn Re- agans til Peking. Fyrirsögnin gaf til kynna fyrirfram réttlætingu á því, að Reagan gerði Kínverja að vinum sínum: „Kapítalismi í sköpun“ stóð þar. Þá hlýtur allt að vera í lagi. Síðan komu bjart- sýnar frásagnir af erlendri fjár- festingu í Kína, smáeinkarekstri, bændum sem höfðu keypt sér To- yota og öðru þesslegu, sem allt benti til þess að Kína væri frá bandarísku sjónarmiði á réttri leið. Forsíðumyndin var af Kín- verja að drekka kók á múrnum mikla - og hvað viljið þið hafa það betra? En um leið var það tekið fram í samantekt Time, að eiginlega væri hinn óbreytti bor- gari í Kína undir meira eftirliti og afskiptasemi um sína hagi en meðalrússinn - og var þá vitnað bæði í ritskoðun, eftirlit með þeim sem umgangast útlendinga án leyfis og svo persónunjósnir t.d. um það hvaða konur í götu- nni eru óléttar án þess að hafa fengið opinbert leyfi til þess. Þetta er allt dálítið kyndugt. Lesandanum finnst eins og að blaðamennirnir séu ómeðvitað að búa sig undir það, að Kína- vináttan renni út í sandinn og þá er hægt að vitna til tilsvarandi parta í greinunum til þess að sýna fram á að „ég lét þá aldrei plata mig“. Að því er Kínverja sjálfa varðar, þá er óneitanlega spaugi- legt að sjá það hrós sem þeir fá í bandarískum blöðum fyrir sinn „kapítalisma“ - svo fá ár eru liðin síðan það boð gekk út frá Peking, að með bröttum launastiga og með því að leyfa bændum að rækta smáeinkaskika hefðu So- vétmenn tekið aftur upp kapítal- isma. Fyrir nú utan það að þeir væru sífellt að svíkja heimsbylt- inguna með daðri við Kanann. I þrítaflinu sem við lifum með eru risarnir á víxl að sýna ofstopa eða sanngirni, eru þeir á leið inn í eða út úr óganarstjórn og kúgun, í áróðursstríði, sem er einatt í næsta duttlungafullum tengslum við veruleikann. Enda er það ekki kapítalismi eða kommún- ismi sem skipta höfuðmáli í tafl- inu, heldur það, hvar hver og einn er niður kominn í hernaðar- dæminu. —áb og skorið Hver gerði það? Það hendir hina ágætustu menn að ánetjast goðsögnum sem hafa með einhverjum undar- legum hætti komist á kreik af litlu tilefni og ætla sér síðan að eignast sjálfstætt líf hvað sem hver segir. Eitt dæmi um slíka uppákomu má sjá í annars ágætu viðtali sem birtist í NT á dögunum við Einar Kárason rithöfund, sem hefur lýst braggatímanum, af góðri frá- sagnargleði. Einar er að tala um Halldór Laxness og segir sem svo: „Meðan hann var sem harðast- ur sósíalisti þá datt honum aldrei í hug að útvatna sínar sögur með því að stilla upp einhverjum hvítskúruðum flokksfulltrúum. Þetta gerir bækur hans svo miklu merkilegri en þessar einföldu sós- íalrealísku sögur þessa tíma“. Það er alveg rétt, að Halldór skrifaði ekki um „hvítskúraða flokksfulltrúa“. En spurt er: hver gerði það? Varla getur hér verið átt við sovéskar framleiðslu- skáldsögur sem voru ekki einu sinni þýddar á íslensku, hvað þá að menn reyndu að líkja eftir þeim í alvöru. Hinir „rauðu pennar“ passa ekki inn í þá for- múlu sem Einar minnist á, ekki heldur þótt Jóhannes úr Kötlum hafi smíðað eitt byltingarskáld í Verndarenglunum. Það er sjálf- sagt margt hægt að finna að vin- strihöfundum sem voru að skrifa um svipað leyti og Salka Valka og Ljósvíkingurinn komu út, en það er allsendis óþarfi að negla þá el- skulegu sveitamenn á mölinni upp við einhverjar formúlusyndir sem þeir ekki frömdu. -áb

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.