Þjóðviljinn - 12.05.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.05.1984, Blaðsíða 3
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Helgin 12. - 13. maí 1984 Björg Þorstelnsdóttlr með grafík- myndlr sínar, sem hún gerði fyrlr Málningu h.f. Málning 30 ára Gefur út grafikmöppu á afmœlinu Málning hf. hefur nú starfað í 30 ár. í tilefni af afmælinu var Björgu Þorsteinsdóttur grafíklistamanni falið að gera myndir í sérstakar möppur, sem sendar yrðu helstu viðskiptaaðilum og vildarvinum fyrirtækisins. Björg Þorsteinsdóttir stundaði nám í Myrtdlista- og handíðaskóla íslands, Myndlistaskólanum í Reykjavík, Staatliche Akademie der bildenden Kiinste í Stuttgart og „Atelier 17“ (S.W. Hayter) í París. Hún hefur haldið fjölda einkasýn- inga og tekið þátt í samsýningum, bæði hér heima og erlendis. Auk þess hefur Björg Þorsteinsdóttir þrisvar hlotið alþjóðlegar viður- kenningar fyrir verk sín. Forsvarsmenn Málningar hf. eru mjög ánægðir með hvemig tekist hefur til og vona að þetta framtak muni mælast vel fyrir. Væri óskandi að fyrirtæki hérlendis gerðu meira af því að kynna ís- lenska listamenn með þessum hætti. Vélstjórafélag Véstmannaeyjar um öryggismál: Mótmælir afskiptum ráðherra Sjómenn œttu að sigla í land og fara ekki út aftur fyrr en ráðherrann lœtur af gerrœði sínu Vélstjórafélag Vestmannaeyja mót- mælir harðlega afskiptum ráðherra af útgófu haffæmiskírteinis sem var út- runnið, segjr i ályktun frá félaginu. 1 ályktuninni segir að félagið styðji heilshugar þá viðleitni einstaklinga og félagasamtaka sem berjast fyrir að koma sjálfvirkum sleppibúnaði fyrir gúmbáta um borð í íslensk skip. Átelur fundur félagsins harðlega kæruleysi og undanlátssemi opinbera aðilja sem með öryggismál sjómanna hafa að gera. Um hið umdeilda haffæmiskírteini segir að ef að töggur væru í sjómönnum „þá ættu þeir að sigla í land og fara ekki út aftur fyrr en viðkomandi ráðherra hefði afturkallað þetta gerræði og láti þær stofnanir í friði á meðan þær vinna samkvæmt þeim lögum sem þær eiga að starfa eftir“. - óg 2-3JA HERBERGJA LYNGHAGI - lítil einstaklingsíbúð. ÁLFHÓLSVEGUR 25 fm. einstaklingsíbúð, verð 600 þús. ÖLDUSLÓÐ 79 mz 1480 þús. FRAKKASTÍGUR 50 m2 1090 þús. SPÍTALASTÍGUR 65 m2 1290 þús. HOLTSGATA Hfn. 50 m2 1200 þús. BÓLSTAÐARHLÍÐ 97 mz 1500 þús. URÐARSTÍGUR 80 m2 1500 þús. sérinngangur. ÁLFHÓLSV. 85 fm. 1.650 þús. HÁAKINN 90 fm. sórinng. verðtilb. 4RA HERBERGJA DRÁPUHLÍÐ 100 m2 1950 þús. HRINGBRALÍT Hfn. 117 m2 2100 þús. í skiptum fyrir stærri eign. SERHÆÐIR MIÐSTRÆTI 160 m2 2.5 mill. RVÍK.VEGUR HFN. 140 m2 2.8 milj. EINBÝLI SKUGGAHVERFI gamalt einbýli - 130 m2 gróinn garður, 2.0 milj. GUNNARSSUND eldra einbýli - 1600 þús. VITASTÍGUR gamalt einbýli, þarfnast standsetningar, verðtilboð. FULLBUIÐ EINBYLI 179 fm. + bílskúr á einum besta stað i Hafnarfirði í skiptum fyrir raðhús á einni hæð í Hafnarfirði. Upplýsing- ar á skrifstofunni. KLYFJARSEL 280 fm. einbýli, bein ákveðin sala eða eignaskipti, verð 3.7 millj. LINNETSTÍGUR 220 fm. einbýli - á tveimur hæðum, bein ákveðin sala, verð 2.4. millj. LANGEYRARVEGUR 70 fm. einbýli - nýstandsett, verð 1.600 þús. ^rAQKlPTI ER'' oruggarl FASTEIGNASALAN OPIÐ Mánudag - föstudag kl. 9 - 18 um helgar 13 - 17. simar 687520 39424 687521 Bolholti 6 4. hæð Þérerboðiðá frumsýningu á 40 ára gamalli Reykjavíkurkvikmýnd f tilefni 40 ára afmælis Almennra Trygginga hf. þann 11. maí 1983 samþykkti stjórn félagsins, aö láta endurgera og þjarga 40 ára gamalli Reykjavíkurkvikmynd sem Loftur Guömundsson Ijósmyndari tók, en haföi ekki lokið viö er hann lést. Talið var aö myndin ónýttist, yröi ekkert aö gert. Þessu umfangsmikla verki er nú lokið og fyrir dyrum stendur sýning kvikmyndarinnar, sem er stórmerk heimild um bæjarlífið í Reykjavík, einmitt á þeim tímum sem hlutafélagiö AlmennarTn/ggingarvar stofnaö. Stjórn félagsins er því sérstök ánægja aö bjóða öllum sem áhuga hafa, aö sjá myndina en hún hefur ekki komiö fyrir almenningssjónir fýrr en nú,40 árum síðar. Fyrsta almenna sýning hennar verður í Austurbæjarbíói, sunnudaginn 13. maí kl. 14:00, og önnur sýning, sunnudaginn 20. maí á sama tíma. Aögangurer ókeypis og öllum heimill, meöan húsrúm leyfir. ...til almannaheiDa í fjörutíu ár ÆCTm+?iTiTfsT7 TRYGGINGAR ÞJOÐVILJINN er þitt blað

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.