Þjóðviljinn - 12.05.1984, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 12.05.1984, Blaðsíða 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 12. - 13. mai 1984 ÚTBOÐ Hafnarmálastjórn ríkisins f.h. hreppsnefndar Árneshrepps í Strandasýslu býður hér með út framkvæmdir við byggingu hafnargarðs á Norðurfirði. Verkefnið er fólgið í því að sprengja klöpp, flokka grjótið úr sprenging- unum og flytja það í garðinn, samtals um 46.000 m3 Verkinu skal lokið fyrir 1. október 1984. Útboðsgögn verða til sýnis hjá Hafnarmál- astofnun ríkisins Seljavegi 32, Reykjavík og verða þar afhent væntanlegum bjóðendum frá og með miðvikudeginum 16. maí gegn 2000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skilað til Hafnarmálastofnunar ríkisins eigi síðar enkl.11.00 hinn 29. 1984, og verða tilboðin þá opnuð þar opinberlega. Hafnarmálastjóri FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Félagsstarf aldraðra í Reykjavík Sumarferðir í sumar eru áætlaðar stuttar ferðir innan- lands á vegum Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Upplýsingar eru í sumar- dagskrám Félagsstarfs aldraðra. Dagskrárn- ar fást í Furugerði 1, Lönguhlíð 3, Norðurbrún 1, Tjarnargötu 11 og Vonarstræti 4. Ath. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á skrif- stofu Félagsstarfs aldraðra Norðurbrún 1, símar 86960 og 32018. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar ORKUSTOFNUN GRENSÁSVEGI 9 - 108 REYKJAVÍK Skrifstofustarf Hjá Orkustofnun er laust til umsóknar starf skrifstofumanns. Starfið er í afgreiðslu stofn- unarinnar, við móttöku reikninga, vélritun og önnur skrifstofustörf. Umsóknir er greini aldur menntun og fyrri störf sendist starfs- mannastjóra fyrir 17. maí nk. Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík. Sími 83600 SKYNDIHJÁLPARKENNARANÁMSKEIÐ FYRIR ÍÞRÓTTAKENNARA Rauði kross íslands heldur skyndihjálpar- kennaranámskeið fyrir íþróttakennara dag- ana 4.-8. júní nk. í kennslusal Rauða kross íslands Nóatúni 21, Reykjavík. BARNFÓSTRUNÁMSKEIÐ Rauði kross íslands heldur námskeið fyrir barnfóstrur dagana 16., 17., 18., 21. og 22. maí næstkomandi frá kl. 19.00 - 22.00 dag- lega. Meðal námsefnis: Gæsla og meðferð ungbarna og undirstöðuatriði í skyndihjálp. Námskeiðið er ætlað 12 ára og eldri. Nám- skeiðsgjald er kr. 500.- Innritun og nánari upplýsingar í síma 26722 frá kl. 10.00 - 16.00 daglega. RAUÐI KROSS ÍSLANDS. i Eln af grundvallarþörfum mannslns er þörf hans fyrir öryggl. Alþjóðadagur h j úkrunarfræðinga Hjúkrunarfræðingar um allan heim minnast í dag 12. maí brautryðjanda nútíma hjúkrunar Florence Nightingale. Hún fæddist 12. maí 1820 á Ítalíu, en af ensku bergi brotin, dóttir hjónanna Fanny og Williams Nightingale. Með ævistarfi sínu sem hjúkrunar- fræðingur braut hún blað í sögu hjúkrunarmála og lagði grundvöll að hjúkrunarstarfi nútímans. Frægð fyrir störf sín hlaut hún fyrst í Knmstyrjöldinni á árunum 1854 til 1856. Þar sýndi hún að með góðri hjúkrun hermanna og skipu- lagningu starfsins var hægt að lækka dánartíðni þeirra úr 42% í 2.2%. Framsýni hennar og kunnátta á heilbrigðismálum gerði það að verkum að hún var allsstaðar mik- ilsmetinn ráðgjafi, og kom mörgu í verk. Má þar nefna umbætur innan breska hersins á Indlandi. Árið 1860 stofnaði Florence Nightingale skóla við St. Thomas spítalann í London. Skóla sem var fyrirmynd hjúkrunarskóla í mörg- um löndum. Þar var í upphafi lögð áhersla á mikilvægi góðrar hjúkr- unarmenntunar, sem undirstöðu þess að geta síðan í starfinu veitt sem besta þjónustu. Staða konunn- ar í þjóðfélaginu á þessum árum var ekki hátt skrifuð, hvað þá þeirra er tóku að sér að sinna sjúk- um. Til þeirra voru ekki gerðar háar kröftir hvorki til kunnáttu né mannlegra eiginleika. Florence Nightingale var því langt á undan sinni samtíð, hún var baráttukona, sem vann að því alla ævi að koma skoðunum sínum á framfæri til heilla almenningi. Markmið hjúkrunar í dag er að stuðla að hámarksvellíðan einstak- linga, fjölskyldna og samfélaga. Starfssviði hjúkrunarfræðinga má skipta í þrennt: a) umönnun b) stjórnun c) leiðbeiningu og kennslu. Hin beina umönnun var stærsti þáttur hjúkrunar áður fyrr og ein- skorðaðist við sjúkrahús. Heilsu- gæsla var þá einungis brot af því sem hún er nú. Heilbrigðisþjónustan hefur þan- ist út, m.a. með tilkomu nýrra heilbrigðisstétta og starfssvið þeirra stétta, sem fyrir voru, hefur breyst til muna. Miklar framfarir á þessu sviði, hvað varðar þekkingu og tækni, gera það að verkum að nú er hægt að takast á við mun fjölþættari og flóknari verkefni, sem kallar á víð- feðmari og dýpri þekkingu hjúkr- unarfræðinga. Samkvæmt lögum bera hjúkrun- arfræðingar ábyrgð á heilsugæslu og hjúkrun einstaklinga, fjöl- skyldna og samfélagi í samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir. Hjúkr- unarfræðingum er skylt að auka og efla þekkingu sína og hæfni, fylgj- ast með nýjungum og bæta við kunnáttu sína og starfsþekkingu. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að fram fari rannsókn- ir á sviði hjúkrunar og heilbrigðis- þjónustu. Rannsóknir á sviði hjúkrunar beinast að því að efla og viðhalda háum staðli hjúkrunar- menntunar, hjúkrunarstarfsins og stjórnunar. stundar. Orsaka öryggisleysis er hægt að rekja til þátta í sálarlífi fólks eða þess þjóðfélags sem ein- staklingurinn er hluti af. Má þar nefna skort á sjálfsöryggi, ótraust fjölskyldu- og vináttubönd, fjár- hagsáhyggjur, atvinnuleysi og óvissu um framtíðina. Pessir þættir virðast verða æ meira áberandi í hraða-þjóðfélagi nútímans. Flestir eru sammála um að stefnt skuli að því að gera einstaklingnum Hjúkrunarstarfið er eltt af ábyrgöarmestu störfum þjóöfélagslns. Þær kröfur eru gerðar til hjúkr- unarfræðings, að hann geti ætíð áttað sig á þörfum einstaklingsins, bæði í skynditilfellum og þegar um langvarandi umönnun er að ræða, hvort sem hann þarf á líkamlegri aðhlynningu, andlegum styrk eða endurhæfingu að halda. Þetta skipar hjúkrunarstarfinu á bekk með ábyrgðarmestu störfum þjóð- félagsins. En ábyrgð hjúkrunar- fræðingsins er ekki eingöngu gagnvart skjólstæðingnum, heldur og aðstandendum hans, stofnun þeirri er um ræðir og þjóðfélaginu í heiid og grundvallast á þeirri þekk- ingu, er hann með námi sínu og reynslu hefur öðlast og sífellt viðar að sér. Heilbrigðisstéttir standa einnig frammi fyrir því að almenningur nú á dögum gerir og á að gera miklar kröfur til þeirrar þjónustu, sem hann fær. Fólk er því upplýst og vill fá að vita hvernig mál þess standa og hver framvindan verður. Af framansögðu er ljóst að aukin þungi er lagður á kennslu og leiðbeiningaþátt hjúkrunar og einnig hinn stjórnunarlega. Aukin velferð í þjóðfélaginu leiðir til annarra heilsuvandamála er leysa þarf. Má þar nefna m.a. aðstæður er geta skapast vegna ör- yggisleysis og hækkaðs lífaldurs fólks. Ein af grundvallarþörfum mannsins er þörf hans fyrir öryggi. Öryggisleysi getur leitt af sér marg- vísleg vandamál, andleg sem líkamleg. Öryggislaus einstakling- ur hefur skerta getu til að takast á við krefjandi verkefni líðandi kleift að vera sem lengst í sínu eigin umhverfi. Slíkt er ekki hægt nema með sameiginlegu átaki innan heilbrigðisþjónustunnar, en jafn- framt eykst þörfin fyrir hjúkrunar- heimili. Það er því ljóst að hjúkr- unarfræðingar koma til með að sinna þessum málum mun meir en nú er gert. Þar með eykst þörfin á fyrirbyggjandi aðgerðum. Ástand efnahagsmála á íslandi og samdráttur á því fjármagni sem veitt er til heilbrigðisþjónustunnar í dag kallar á endurskipulagningu innan heilbrigðiskerfisins. Endur- skipulagningin verður að vera í samræmi við þau markmið, sem gilda í heilbrigðisþjónustunni. Af því er ljóst að hjúkrunarfræðingar verða að hafa þá aðstöðu, að þeir geti tekið raunhæfan þátt í umræð- um og mótun þeirra þátta heilbrigðisþjónustunnar, sem hjúkrunarfræðingar bera ábyrgð á. Hér hefur verið rakin þróun hjúkrunarstarfsins, þess starfs er Florence Nightingale lagði grund- völl að með ævistarfi sínu. Mark- mið og ábyrgð hjúkrunarfræðinga í dag, er að vinna að bættri heilsu, fyrirbyggja sjúkdóma og lina þján- ingar. Friður er forsenda þess að unnt sé að lifa mannsæmandi lífi og halda heilsu. Þetta leggur mikla ábyrgð á herðar hjúkrunarfræðing- um og þeim ber skylda til að mót- mæla stríði vegna þeirra afleiðinga, sem það hefur á heilsu manna. Hjúkrunarfélag íslands Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.