Þjóðviljinn - 12.05.1984, Blaðsíða 31

Þjóðviljinn - 12.05.1984, Blaðsíða 31
Helgin 12. - 13. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 31 NsytondMamtökln hafa hrundlð af stað undlrstriftasöfnun um aft gefa kartöflulnnflutning frjálsan og llggja llstar framml í verslunum borgarinnar. Þúsundir manna höföu skrifað nafn sitt á listana í gær og var þessi mynd tekin í Hagkaup í gær þar sem fólk þyrptist að til að skrifa á listana. (Ljósm.-elk-) - Kartöfluhneykslið:__________________________ Sala á kartöflum hefur dottið niður Fréttirnar komnar til Finnlands og fjölmiðlar þar í landi taka málið upp Forsætisráðherra um afgreiðslu húsnæðisfrumvarpsins Ekki enn afráðið Atkvœðagreiðslu frestað í 4. sinn „Það er ekki afráðið enn“, var eina svar forsætisráðherra þegar Svavar Gestsson spurði hann utan dagskrár á þingi í gær hvenær stjórnarflokkarnir treystu sér til að láta alþingi afgreiða húsnæðis- frumvarpið sem valdið hefur mikl- um deilum meðal stjórnarflokk- anna. í gær var umræðu um frum- varpið frestað í fjórða sinn á jafnmörgum dögum í neðri deild að beiðni formanna stjórnarflokk- anna, en efri deild á eftir að taka málið til umfjöllunnar. Svavar Gestsson sagði að það væri alger óhæfa að ósamkomulag innan stjórnarinnar yrði til að mál- ið fengi ekki afgreiðslu. Það yrði að fást einhver botn í það hvaða af- stöðu menn hefðu tii frumvarpsins og þá ekki síst hiinar umdeildu túlkunar á réttarstöðu Búseta. Þingfundir verða haldnir í dag laugardag en ljóst er af svari for- sætisráðherra að húsnæðisfrum- varpið verður ekki afgreitt næstu daga vegna innbyrðis deilu stjóm- arflokkanna. ->g- Það er samdóma álit kaup- manna að sala á kartöflum hafí hrapað niður úr öllu valdi, eftir að kartöfluhneykslið kom upp. Afgreiðslumaður í einum stór- markaðnum sagði, að þegar Steindór í Hæstarétti Mál leigubifreiðastöövarinnar Steindórs var flutt í Hæstarétti í gær. Fyrir tveimur árum var mál þeirra dæmdt í undirrétti á þann veg að þeir geti ekki haldið áfram rekstri leigubíla. „Þeir hafa síðan starfað í skálka- skjóli undirréttar. Þeir eru ekki og geta ekki verið í Félagi leigubif- reiðastjóra“, sagði Ulfur Markús- son formaður Frama í gær. Helgi Seljan um öryggismál sjómanna Skyldunotkun á Markúsi? ,JEr ætlunin að setja reglu- gerð er mæli fyrir um skyldu- notkun björgunarnetsins Markúsar í íslenksum skipum“? Þannig hljóðar fyrir- spurn frá Helga Seljan um hið þekkta björgunarnet Markúsar B. Þorgeirssonar fyrrverandi skipstjóra. Fyrirspurn Helga er í 2 liðum og er einnig spurt um umsagnir aðila um nauðsyn slíkrar reglu- gerðar. Aðspurður um mál Bæjarleiða sagði Ulfur að samþykkt hefði ver- ið að athuga málið en enginn þurfi að halda að bifreiðastjórar verði aðgerðalausir ef niðurboð á akstri verði haldið áfram. -ÍP fólk kæmi nálægt karföflupok- unum og fyndi lyktina af þeim hrykki það frá. Þá hefur Þjóðviljinn frétt, að finnska pressan sé komin í málið eftir að fréttir af kartöfluhneyksl- inu bárust til Finnlands. Þykir Finnum þetta að vonum mikiil álitshnekkir og er búist við að þetta geti orðið meirháttarmál í Finn- landi. Er talið að þetta hafi aðeins getað gerst vegna algers eftirlits- leysis íslenskra innflytjenda með vörunni sem sett var um borð i skipin í Finnlandi. Þá er og vitað að finnska sendi- ráðið hefur miklar áhyggjur af þessu máli og hafa reiðir neytendur hér á landi haft samband það og látið álit sitt í ljós. -S.dór. tiann var tnður hópurinn sem hlaut viðurkennlngu fró Æskulýðsráði Reykja- víkur í gær. Myndln er tekin fyrir utan Menningarmiðstöðina Gerðuberg. Ljósm. Atli Æskulýðsráð Reykjavíkur Verðlaun veitt fyrir tómstundir ,4>jálfsagt gera tiltöluiega fáir sér grein fyrir því mikla tómstundastarfi sem fram fer í skólum borgarinnar en með þessari afhendingu viðurkenninga vill Æskulýðsráð sýna ofurlítið þakk- læti og stuðning við það starf“, sagði Þórunn Gestsdóttir varaformaður Æskulýðsráðs Reykjavikur en í gær fór verðlaunaafhendingin fram í Gerðu- bergi. Þórunn sagði að verðlaun væru veitt á hverju ári fyrír margs konar þátttöku í tómstundastarfi. Nefndi hún t.d. tölvunámskeið, borðtennis, kvik- myndagerð, leiksýningar, ijosmyndun og fleira. Þá var í fyrsta sinn í vetur boðið upp á kennslu í tölvuforrítun og brídge. Nú eru fyrirliggjandi hjá hjólbarðasölum um land allt Bridgestone radial og diagonal sumarhjólbarðar. Óbreytt verð frá í fyrrasumar! veg ncL BÍLABORG HF. Smiðshöfða 23 sími 812 99

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.