Þjóðviljinn - 12.05.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.05.1984, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 12. - 13. maí 1984 Jóhannes Jóhannesson í Gallerí íslensk list: Ég er að pota í þetta árum saman Það er erfitt að fá mann til að skilja eitthvað, þegar tekjur hans eru undir því komnar að hann skilji það ekki. Upton Sinclair 19. júní 1944 Fyrir fjörutíu árum var margt ort og skrifað í anda bjartsýni lýðveldissum- arsins. Það kvæði sem hér birtist er eftir Ingibjörgu Benediktsdóttur og birtist á kvennasíðu Þjóðviljans 22. júní 1944 - það er ort í tilefni 19. júní eins og heitið bendir til. Konan frjáls í frjálsu landi - fjarlæg hugsun lengi var. Ánauð háð var hönd og andi hlekkir vanans alstaðar. Innibyrgð í höll og hreysi húsmóðir og ambátt vann. Loks gegn sagga og sólskinsleysi svali morgunbjarmans rann. Konan frjáls í frjálsu landi félagsstefna okkar varð. Systurþeli og bróðurbandi byggja skyldi upp sérhvern garð. Senn þær vöktu fleiri og fleiri fengu gleggri og dýpri sýn. Arbjarminn varð alltaf meiri uns í heiði dagur skín. Nýi tíminn kallar, kallar: . Kona þorðu að vera frjáls. Lands vors dætur, allar, allar ok ei þola og fjötra um háls. Hlekki úr járni og hlekki úr rósum höndin frjáls mun slíta jafnt. Aðstöðu vér einmitt kjósum eins og frjálsar konur samt. Heilar saman, systur allar. Sólarupprás heilsum vér. Stundin komin, starfið kallar starfssvið opið hvar sem er. Proskist samtök, orka og andi okkar systra og bræðralags. Konan frjáls í frjálsu landi fagnar sól hins nýja dags. Ég er alltaf að hengja upp myndir eftir aðra menn og geri það nú til tilbreyting- ar að hengja upp nokkrar eftir sjálfan mig. T uttugu olíumálverk. Og ég get ekki sagt að ég hafi verið að mála þau sl. þrjú ár, heldur átta eða tíu ár sum af þeim. Ég er þannig skapi farinn að mér finnstað myndirséu seintfullgerðar, ég er að pota í þær árum saman og myndirnar taka einatt miklum stakka- skiptum á þeim tíma, þóttgrindin hald- ist í aðalatriðum. Svo segir Jóhannes Jóhannesson sem opnaði um síðustu helgi sýningu í Gallerí íslensk list á Vesturgötunni og er hún opin til 27.maí. Jóhannes er fæddur 1921og var byrjaður að mála 1936. Hann nam gull- og silfursmíði í Iðnskólanum á stríðsárunum og man vel það mikla hungur í myndlist sem áhuga- samir menn voru haldnir: Bókabúð KRON var okkar Louvre hér í safnlausu landi, þeg- ar von var á bókasendingu frá útlöndum stóðum við í biðröð áður en opnað var og lá við átökum þegar tveir gripu samtímis í sömu bók. Og það var stórkostleg upplifun að kynnast síðar frummyndunum hér og þar á söfnum, hvort sem var sér til von- brigða eða nýrrar reynslu. Jóhannes var við myndlistarnám í Banda- ríkjunum og víðar, sýndi fyrst árið 1946, var með í Septembersýningunum og annarri af- straktþróun sem mörgum þótti versta hneyksli, hvort sem þeir reiknuðu þessa nýju list til borgaralegrar úrkynjunar eða niðurrifsstarfsemi komma. Og ég spyr Jó- hannes um myndlistarlíf nú og þá. Þetta var skemmtilegt, myndlist virtist koma fólki við, menn voru fegnir eða mikið reiðir, bláókunnugt fólk átti það til að hnýta í mann ónotum úti á götu. Það hafði ekki verið nema lítill kjarni sem sótti sýningar, en það var skrifað svo mikið í blöðin og það varð til þess að fólki stórfjölgaði í sýningar- sölum.Og þeir sem þá voru reiðir og sögðu að við kynnum ekki annað en að rífa niður, þeir urðu kannski seinna tíðir gestir á listsýningum og höfðu góða ánægju af. Nú er allt með öðrum hætti, helmingur þjóðarinnar farinn að mála og sýna. Það er reyndar furðulegt hve mikið selst hér af myndlist - almenningur hér kaupir málverk í híbýli sín, en það er mjög sjaldgæft er- lendis. Enda eru málverk sem betur fer miklu ódýrari hér en erlendis. Og stofnanir hafa líka gerst miklu drýgri kaupendur myndlistar en áður var. Ekki svo að skilja að mér finnist allt vera í sómanum. Allskonar fjölmiðlabrellur hafa alltof mikil áhrif á velgengni listamanna, þótt í þeim efnum sé ástandið miklu skárra hér en úti í heimi. Gagnrýni er hér einatt leiðindanagg og alltof persónuleg. Mér hef- ur fundist vanta fræðilega kjölfestu í um- ræðuna - listin dettur ekki yfir okkur ofan úr skýjum, hún á sér forsendur, sem hægt er að gera grein fyrir. En hitt skal ég viður- kenna að það er erfitt að koma orðum að gildi málverks. Ef þú hefur til dæmis tvær myndir, þá er hægt að benda á það sem gefur því gildi sem er betra, en það er ekki auðvelt að koma orðum að því. Mynd af heilli herdeild er ekki merkilegri en mynd af einu epli - það er galdur litarins sem sker úr, og hann verður seint hægt að höndla með rökvísi. Stundum láta menn eins og engin fortíð sé til í listum, eins og það sé út í hött að sitja við fótskör meistara eins og áður var sagt. Vitanlega mega menn gera hvað sem er, en þeir fara með vitleysu þegar þeir halda t.d. að konseptið eða einhver slík sveifla geti komið í staðinn fyrir málverkið. Mögu- leikarnir eru aldrei tæmdir. Reyndar finnst mér að ástandið sé farið að skána að því er þetta varðar: menn eru farnir að glíma aftur við þann efnivið sem málverkið er... Og áður en við skiljum segir Jóhannes sögu af nafna sínum Kjarval, sem menn ráða hvernig þeir tengja við það sem fyrr var sagt. Ég átti erindi við Kjarval, sagði hann, og sá mynd á gólfinu hjá honum og á henni hvít fingraför. Ég var að horfa á þessa mynd í nótt þegar ég var kominn í rúmið, sagði Kjarval,og hugsaði sem svo, að þarna þyrfti ég að laga smávegis, og merkti það svona sem ég ætlaði að laga. En nú finnst mér þessi fingraför eiga svo vel við, að ég ætla að láta þau standa...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.