Þjóðviljinn - 12.05.1984, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 12.05.1984, Blaðsíða 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 12. - 13. maí 1984 Silkwood í Bíóhöllinni: Sagan á bak við konuna - og myndina Bíóhöllin sýnir um þessar mundir bandarísku myndina Silkwood, sem útnefnd var til fimm Óskarsverðlauna ný- verið. Mynd þessi byggir á sannsögulegum atburðum, er áttu sér stað árið 1974 í Kerr-McGee kjarnorkuverinu í Bandaríkjunum, rétt utan við Oklahoma. Karen Silkwood starfaði þá hjá verinu í efnafræðistofu þess. Hún varð þess smám saman áskynja, að ýmsu var þar ábótavant í öryggis- málum., Hún fór að vinna fyrir fé- lag olíu-, efna- iðnaðar- og atóm- starfsfólks og safna saman upplýs- ingum um mengun í Kerr-McGee verinu, en fjöldamargir starfsmenn veiktust af plútoníum geislun. Hún veiktist síðan sjálf af plútoníu- mengun - frá ísskápnum í íbúð hennar, var sagt! Hinn 13. nóvem- ber 1974 hélt hún heiman frá sér á fund blaðamanns frá stórblaðinu New York Times og hafði þá ætlað að taka með sér skjöl varðandi mengunina og annað, sem kjarn- orkuverinu kom við. Karen Sil- kwood fórst í bílslysi á leiðinni - en skjölin komu aldrei í leitirnar. Tvær vinkonur Karenar, Sara Nelson, sem vinnur hjá öflugustu kvennahreyfingu Bandaríkjanna, NOW, og Kitty Tucker, hófu þegar í stað að skipuleggja fylgjendur Karenar og áttu mikinn þátt í því, að málið var tekið upp. Dean McGee, forstjóri Kerr-McGee kjarnorkuversins, tókst að koma í veg fyrir, að þingnefnd fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings tæki mál þetta fyrir. Þingnefnd Öldunga- Vettvangur sósíalisma og lýðrœðis Framvegis Nýtt tímarit að hefja göngu sína Nýtt og ferskt tímarit, Framvegis hefur nú séð dagsins ljos. Tímarit- inu er ætlað að verða vettvangur fyrir sósíalisma og lýðræði og mun verða opið fyrir skrif allra þeirra sem telja sig sósflíska lýðræðis- sinna. Þó megináherslan verði lögð á læsilegar fræðigreinar og kynn- ingu á erlendum straumum, þá mun einnig verða fjallað um á- standið á Islandi hverju sinni, og jafnframt birtar smærri greinar, fréttapistlar og ritdómar. Fyrsta heftið lofar góðu. Örn Jónsson fjallar um mismunandi viðhorf til nútímatækninnar, Árni Sigurjónsson fjallar um ferðalýs- ingar íslendinga sem fóru til So- On November 13,1974, Karén Silkwood, an employee of a nuclear facilíty, left to meet with a reporter from the New York Times. deildarinnar féll frá málinu þegar formanni hennar var vikið frá. Næst höfðuðu aðstandendur Karenar Silkwood mál fyrir dóm- stólum til að reyna að sanna, að Kerr-McGee hafði ekki virt örygg- isreglur. Mál þetta vannst fyrir dómstólum, sem dæmdi Kerr- McGee til að greiða þremur börn- um Karenar 505 þúsund dollara og að auki 10 milljón dollara fyrir að virða ekki öryggislöggjöfina. Staðhæfingu Kerr-McGee kjam- vétríkjanna á millistríðsárum og freistar að skýra hvernig Sovétríkin urðu að óskalandi í hugum sósíal- ista á þessum tíma. Auk þessara megingreina er í Framvegis að finna hugvekju um viðbrögð danskra sósíaldemókrata við kreppunni, önnur er um sósíalíska kvöldskóla sem róttækir mennta- menn gætu haldið uppi, hugleiðing er um krossgötur íslenskra vinstri manna, og loks er grein um Kvennaframboðið eftir Kristínu Ástgeirsdóttur og Sigríði Einar- sóttur. Framvegis fæst í öllum góðum bókabúðum, og allir þeir sem hafa snefil af áhuga á læsilegum grein- um um þau efni sem hér hefur verið Iýst ættu að kaupa sér tímaritið sem fyrst. -ÖS orkuversins um að Karen hefði sjálf orðið valdandi að sinni plút- oníumengun til þess að klekkja á kjarnorkuverinu, var alfarið vísað á bug. Þetta var í fyrsta sinn sem kjarnorkuver var dæmt til þess að greiða starfsmanni og/eða aðstand- endum skaðabætur vegna plútoní- ummengunar í Bandaríkjunum. Kerr-McGee kjarnorkuverið fór með málið til hærri dómstóla, en Hæstiréttur Bandaríkjanna vísaði því frá í janúar á þessu ári. Málinu er þó ekki Iokið, þar sem mikið er í húfi fyrir kjamorkuverið. Buzz Hirch og Larry Cano heita mennirnir, sem barist hafa fyrir gerð kvikmyndar um Karen Silk- wood og viðskipti hennar við Kerr- McGee kjarnorkuverið. Hirch hafði tekið samtöl við starfsfélaga Karenar upp á segulbönd og árið 1979 skipaði öryggislögregla Bandaríkjanna, FBI, honum að framselja segulböndin. Hirch varð að fara í málaferli og þetta kostaði mikinn slag, en að lokum var málið dæmt honum í vil. Hirch þurfti að greiða lögmönnum sínum 100 þús- und dali fyrir vikið. Jane Fonda, Marlon Brando, Burt Lancaster og fleiri stórstirni hjálpuðu honum við að útvega þetta fé. Viðskipti þeirra Buzz Hirch og Larry Cano við kvikmyndaverin voru álíka dramatísk og öll mála- TRYCCIR ÞÉR ÞÆGINDIFYRSTA SPÖUNN B111 fra Hreyfli flytur þig þægilega og á réttum tlma a flugvollinn. ÞU pantar fyrirfram við hja Hreyfli erum tilbunir að flytja þig a Keflavikur- flugvoll a rettum tima i mjukri limosinu. Malið er einfalt Þu hringir i sima 85522 og greinir fra dvalarstað og brottfarartima. Víð segjum þér hvenær billinn kemur. Eitt gjald fyrir hvem farþega Við flytjum þig a notalegan og odyran hatt a flugvollinn. Hver farþegi borgar fast gjald. Jafnvel þott þu sert einn a ferð borgarðu aðeins fastagjaldið. Við vekjum þig Ef brottfarartimi er að morgni þarftu að hafa samband við okkur milli kl. 20 00 og 23 00 kvoldið aður. Við getum seð um að vekja þig með goðum fyrirvara, ef þu oskar Þegar brottfarartimi er siðdegis eða að kvoldi nægir að hafa samband við okkur milli kl. 10 00 og 12:00 sama dag HREMFILL 85522 ferlin fyrir dómstólunum. Meðan Hirch stóð í sinni baráttu fyrir seg- ulböndunum sagði kvikmyndaver- ið Wamer Brothers honum upp. Annað félag, ABC Motion Pictur- es tók þá við þeim og mynd þeirra, og öll samskipti þar í milli voru mjög svo viðkvæm. „Við urðum að sanna hverja einustu setningu í myndinni sex sinnum," segir Hirch um þau viðskipti. „Hvert atriði var yfirfarið margsinnis og ekkert fór frá okkur nema það væri gulltryggt að það byggðist á beinhörðum staðreyndum“. Hirch vísar á bug þeim staðhæf- ingum fylgismanna Karenar Sil- kwood, að ekki komi fram í mynd- inni hversu mjög Kerr-McGee kjarnorkuverið hafi sniðgengið ör- yggisreglur. „Tilgangur myndar- innar var ekki sá, að kafa ofan í öryggisreglur hjá Kerr-McGee,“ segir hann. En Hirch viðurkennir þó, að lögfræðingar ABC hafi skrifað eftirmála myndarinnar, sem birtist í lokin. Þar segir, að lögreglan haldi því fram, að annar bíll hafi ekki komið við sögu í bíl- slysinu, þar sem Karen lét lífið, og að fundist hafi leifar eiturefna í lík- ama hennar. Núna eru þeir Hirch og Cano að rannsaka hvað hafi orðið um þau rúmlega 18 kfló af plútoníum,sem Karen komst að raun um að höfðu horfið úr Kerr-McGee, að þegar verinu var lokað 1975 hafi enginn vitað hvað hafi orðið um þessi 18 kfló - enginn virtist geta gert grein fyrir því, hvað varð af þeim. Sara Nelson, sem áður var minnst á, segir: „Það bendir ýmis- legt til þess, að plútoníumið hafi verið selt á svörtum markaði til Suður-Afríku, ísrael og til írans meðan íranskeisari var enn við völd. Að okkar mati hafði Karen sannanir fyrir þessu undir höndum - þess vegna var hún drepin.“ (ast - úr New Statesman, 4. maí) Tvœr nýjar Ijóðabœkur: Svigrúmið og Ræfla- testamentið Út er komin hjá Máli og menn- ingu ljóðabókin Tvíbreitt (svig)rúm eftir Gyrði Elíasson. Þetta er önnur bók hans, sú fyrri heitir Svarthvít axlabönd og kom út í fyrra. Tvíbreitt (svig)rúm skiptist í þrjá hluta og sýnir samtíma okkar eins og skáldið skynjar hann, í hnitmið- uðum, myndrænum smáljóðum. Formið getur líka verið bæði myndrænt og merkingarbært því Gyrðir leikur sér að því stundum að setja ljóðin upp á nýstárlegan hátt. Bókin er 79 bis. Þá hefur Mál og menning gefið út ljóðabókina Ræflatestamentið eftir ísak Harðarson. Hann hefur áður gefið út bókina Þriggja orða nafn sem hlaut viðurkenningu Al- menna bókafélagsins 1982. Ræflatestamentið er lýsing á mann- lífi á atómöld. Ljóðin eru mörg lögð í munn „ræflum" af einhverju tagi: Ábyrgðarlausum utangarðs- mönnum, einangruðum, ger- ilsneyddum mannhöturum eða til- finningasljóum karlmennum, en uppreisn gegn vana og sljóleika er sjaldan langt undan. Bókin er 63 bls., unnin að öllu leyti í prentsmiðjunni Hólum hf. eins og hin fyrri. Hilmar Þ. Helga- son gerði kápuna. Leiðrétting í pistli um Húsavík og nágranna- sveitir í blaðinu í gær stóð að ráðinn hefði verið tónlistarkennari að Hafralækjaskóla í Reykjadal, til að setja upp barnaóperuna, Ull í gull. Þetta er ekki allskostar rétt. Guð- mundur Nordal, kórstjórinn í sýn- ingunni hefur verið fastráðinn tónl- istarkennari við skólann í fimm ár og biðjum við hann velvirðingar á þessum mistökum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.