Þjóðviljinn - 12.05.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.05.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 12. - 13. maí 1984 WOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- \hreyfingar og þjóðfrelsis ! Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Rltstjórar: Ámi Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Stvrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Sigríður Þorsteinsdóttir. Margrét Guðmundsdóttir, Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Símavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir og Aðalbjörg Óskarsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglysingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. i^^^mmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmm^mmmmmmmm^^^mmmmm^mm^mmmmmmmmmmmrn r itst Jór nargrei n___________________ Nauðsyn kvikmyndalögsögu Að undanförnu hefur sprottið nokkur umræða um kvikmyndalögsögu á íslandi, og Þjóðviljinn gerir því efni nokkur skil í dag. í því sambandi er vert að benda á, að í kvikmyndalegu tilliti eru sérkenni íslensks lands- lags auðlind, sem hægt er að rányrkja - sé ekki farið með gát. Stjórnvöld þurfa að marka skýra stefnu um íslenska kvikmyndalögsögu, sem þarf meðal annars að sjá til þess að fylgst sé með hvers konar kvikmyndun fer fram hér á landi á vegum erlendra aðila. Jafnframt þarf að ákveða hvort og þá með hvaða hætti, beri að taka einhvers konar aðstöðugjald af stórum kvikmyndaleið- öngrum sem koma til íslands, sem svo yrði látið renna í Kvikmyndasjóð innlendri kvikmyndagerð til styrktar. Ennfremur er sjálfsagt að íslendingar fari að dæmi erlendra þjóða og geri að skilyrði fyrir tökum meiri- háttar mynda hér á landi að jafnan skuli einhver hluti fagmanna vera úr hópi innlendra kvikmyndagerðar- manna. Með því fengist ómetanleg reynsla inn í landið, sem án efa yrði hinni vaxandi kvikmyndagerð á íslandi til góðs. Hið árlega stríð Það er orðinn árlegur viðburður að íslendingar séu neyddir til að kaupa vondar kartöflur þegar kemur fram á vor og innlenda framleiðslan er á þrotum. Sjald- an hefur ástandið verið verra en í ár þar sem innlenda framleiðslan brást nær algerlega sl. haust vegna ótíðar, og þær kartöflur sem við fengum í vöruskiptum fyrir kindakjöt frá Finnlandi, reyndust með þeim verstu sem íslendingar hafa orðið að leggja sér til munns. Hörð viðbrögð Neytendasamtakanna og fjölmiðla í þessu máli eru eðlileg. Vinnubrögð Grænmetisverslunar landbúnaðarins við innkaup á þessari mikilvægu mat- vöru fyrir okkur íslendinga eru fyrir neðan allar hellur. Markaðsleit er nær engin. Suðlæg Evrópulönd, þar sem hægt er að fá nýja kartöfluuppskeru allt árið, eru skilin eftir en aðeins leitað til Hollands og svo Finnlands vegna vöruskipta, og þá ekki spurt um gæði. Upplýst hefur verið að Grænmetisverslun landbúnaðarins sé uppálagt að kaupa kartöflur á sem allra lægstu verði til þess að halda framfærsluvísitölu niðri. f kartöfluvið- skiptum þýðir lágt verð lakari vöru, eins og í öðrum viðskiptum. í Þjóðviljanum í gær er skýrt frá frétta- mannafundi sem Grænmetisverslunin boðaði til og kemur þar fram að viðhorf og vinnubrögð ráðamanna Grænmetisverslunarinnar eru langt á eftir tímanum og sannarlega mál að linni. Bent hefur verið á að einokunarfyrirtæki eins og Grænmetisverslun landbúnaðarins muni alltaf skila lakari árangri en einkafyrirtæki verði kartöfluinnflutn- ingur gefinn frjáls. Þetta er rangt. Vegur fyrirtækja fer •alltaf eftir því hvernig þau eru rekin, það eru stjórnend- ur sem ráða því hvort þau eru vel eða illa rekin og skiptir þá ekki máli hvort um einkafyrirtæki eða ríkis- fyrirtæki er að ræða. Dæmi um vel rekið fyrirtæki með einkaleyfi á framleiðslu er Osta- og smjörsalan. Hjá því fyrirtæki sem er mjög sambærilegt hvað rekstrarform áhrærir og Grænmetisverslunin, er kappkostað að hafa framleiðsluna sem fjölbreyttasta og besta. íslenskir ost- ar eru af kunnáttumönnum taldir í besta flokki á heimsmælikvarða. Ef vilji væri fyrir hendi hjá forráða- mönnum Grænmetisverslunar landbúnaðarins að leggja kapp á að ævinlega séu til góðar kartöflur á íslandi þá erþað leikur einn. En tii þess að svo megi verða þarf að taka upp nútíma vinnubrögð við mark- aðskönnun. Vilji er allt sem þarf, var einu sinni sagt. AIDS, eða áunnln ónæmisbæklun elnsog sjúkdómurinn kallast á íslensku, hrjáir einkum karlmenn sem hnelflj- ast að eigln kynl. Nú er langþráð lækning loks í sjónmáll. Áunnin ónœmisbœklun (AIDS) - meinvaldurfundinn Lækning loks í augsýn Franskir og bandarískir vís- indamenn hafa nýlega einangr- að veiru sem talin er valda hin- um svokallaða AIDS-sjúkdómi, sem á íslensku nefnist áunnin ónæmisbæklun. Sjúkdómur- inn brýtur niður ónæmiskerfið, varnarmúr líkamans gegn að- vífandi sóttkveikjum, og tiltölu- lega meinlausir sjúkdómar geta því leitt til dauða. Nánast hundrað prósent þeirra sem sjúkdóminn fá deyja innan tveggja ára. AIDS var fyrst greint sem sjúk- dómur árið 1981. Hversu skæður hann er sést best á því að af þeim 4.087 sjúklingum sem vitað er til að hafi fengið sjúkdóminn í Banda- ríkjunum hafa 1.758 dáið. Sjúk- dómurinn hefur nú borist til Evr- ópu, í Bretlandi hafa um 40 manns verið skráðir sem AIDS-sjúklingar og af þeim hafa 22 þegar látist. Sjúkdómurinn leggst einkum á karlmenn sem hneigjast að sama kyni, en einnig er eiturlyfjaneyt- endum sem nota sprautur hætt við sjúkdómnum, fólki sem ættað er frá Haiti og blæðurum. Faraldur Þess má geta að sjúkdómurinn byrjar yfirleitt með hægfara veikindum, sem einkennast af bólgnum eitlum í hálsi, handar- krikum og nára og í kjölfar þess sigla svo stöðugur hiti, nætursviti, þyngdartap og almenn vanlíðan. Um fimmtán prósent þeirra sem fá þessi upphafseinkenni munu síðar verða áunninni ónæmisbæklun að bráð, og til dæmis um hversu mik- illar útbreiðslur er að vænta í Evr- ópu má nefna, að í Bretlandi einu er nú vitað um hundruð manna sem iðka karlaástir sem þjást af upp- Bóluefnis að vœnta innan fárra ára hafssýkinni. Því er ljóst að innan tíðar mun fjöldi breskra AIDS- sjúklinga stóraukast. Á fyrstu þrem mánuðum þessa árs voru sk.áðir 880 nýir sjúklingar í Banda- ríkjunum. Það voru vísindamenn við Pasteur-stofnunina í París sem fyrst einangruðu veiruna sem talin er valda AIDS. Hún hefur hlotið auðkennið LAV og er af stofni hinna svokölluðu retro-veira. Við National Cancer Institute í Mary- land í Bandaríkjunum hafa vís- indamenn einnig einangrað veiru sem talin er vera hin sama og franska LAV veiran. Áður hafði rannsóknarátak vísindamanna beinst að annarri refró-veiru. Þótt ekki liggi enn fyrir óyggj-' andi sönnur á að fyrrnefnd veira sé völd að áunninni ónæmisbæklun, þá hníga hin sterkustu rök til þess. Vísindamenn sem hafa rannsakað hegðun hennar í mannslíkamanum hafa sýnt fram á, að hún ræðst ein- mitt gegn þeirri tegund hvítu blóð- kofnanna sem skaðast hjá þeim sem fá sjúkdóminn, hinum svok- ölluðu aðstoðar-T-frumum. Hinir bandarísku rannsóknarmenn hafa fundið veiruna í 88% þeirra, sem hafa áunna ónæmisbæklun, í 79% þeirra, sem hafa mjög lítið magn aðstoðar-T-fruma en sýna að öðru leyti ekki mörg einkenni áunninnar ónæmisbæklunar og það sem verst er, í fjórðungi homma, sem þó hafa ekki sýnt nein merki ónæmisbækl- unarinnar. Þetta bendir til þess, að veiran sé til staðar í stórum hluta þeirra karla sem njóta ásta með sínu kyni, og berist að líkindum á milli við kynmök þeirra. Bóluefnis að vænta Vonir standa til að hægt verði að búa til bóluefni gegn LAV- veirunni, en talið er að það muni taka allt að tvö ár. Jafnframt vænta vísindamenn þess, að innan tíðar verði unnt að gera einföld próf, sem hægt verði að nota til að at- huga hvort tiltekinn blóðskammtur sé sýktur af veirunni, og þarmeð líklegur til að valda áunninni ónæmisbæklun hjá blæðurum, sem þarfnast blóðgjafar. En blæðarar þeir sem skortir storknunarefni í blóðið (hinn svokaliaða Factor VIII), eru háðir blóðgjöfum og geta því orðið áunninni ónæmis- bæklun að bráð án þess að vera hommar. Nýjustu fréttir af rannsóknum á áunninni ónæmisbæklun eru þær, að hið franska vísindalið við Pasteur-stofnunina hefur einangr- að LAV-veiruna í blóði tveggja bræðra, 13 og 17 ára, sem báðir eru blæðarar. Þeim hafði verið gefið blóð frá Bandaríkjunum. En ein- ungis annar bræðranna fékk sjúk- dóminn, og hinir frönsku læknar hafa lagt til, að veiran þurfi að virkjast af öðrum sýkingum sem oft er að finna meðal karla sem njóta sama kyns. -ÖS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.