Þjóðviljinn - 12.05.1984, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 12.05.1984, Blaðsíða 26
26 SÍÐA - Þ.IÓÐVIUINN Helgin 12. - 13. maí 1984 um helgina Nú í kvöld, laugardagskvöld, verður allra sfðasta sýnlng Islensku óperunnar á Rakaranum f Sevilla, elnni vlnsælustu óperu Rosslnis. Fundir um launamál kvenna Framkvæmdanefnd um launamál kvenna heldur fundi víðs vegar um landið í dag laugar- dag. Er þetta í annað sinn sem nefndin stendur fyrir svona fund- um. Að þessu sinni verða þeir haldnir á eftirtöldum stöðum: Akranesi, Sauðárkróki, Húsa- vík, Höfn í Hornafirði, Hvolfs- velli og Hafnarfirði, en í febrúar- lok voru átta staðir heimsóttir. Fundarefni nú eins og þá er launamisrétti kynjanna og hefj- ast allir fundimir á sama tíma eða kl. 14.00. Frá framkvæmdanefndinni verða tveir fulltrúar á hverjum stað, og einnig verða ræðumenn að hálfu heimamanna. Skemmti- atriði verða á stöðunum. Fram- kvæmdanefnd þessi var stofnuð sl. haust og er skipuð fulltrúum 19 samtaka, stjórnmálaflokka, stéttarfélaga og samtaka kvenna. myndlist Nýlistasafnið Föstudaginn 11. mai opnaði Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson sýningu á mál- verkum og teikningum í safninu, að Vatnstíg 3b. Hann hefur haldið fjölda sýn- inga baeði heima og erlendis. Sýningin er opin daglega 16-20 og um helgar 16-22. Djúpið Nú stendur yfir Ijósmyndasýning undir heitinu „Talað ekki umða- dont talk 'bout it“. Er þar ung kona nefnd SiVala, sem sýnir ferskar myndir af raunveruleikan- um. Hún hefur stundað nám við Myndlista- og handíðískóla Islands. Sýn- ingin er opin samfara oppnunartíma Hornsins og stendur til mánaðamóta. Galleri Langbrók I Galleri Langbrók stendur yfir kynning á verkum þeirra Kolbrúnar Björgólfsdóttur og Steinunnar Bergsteinsdóttur. Kolbrún sýnir skartgripi úr postulini og Steinunn sýnir handmálaðan bómullarfatnað og ullarfatnað. Opið frá 12-18 virka daga og 14-18 um helgar. Listmunahúsið Jóhanna Kristín Yngvadóttir sýnir mál- verk i Listmunahúsinu þessa dagana. Opið erfrá 10-18virkadagaenfrá 14-18 laugardaga og sunnudaga. Lokað á mán- udögum. Sýningunni lýkur 20. maí. Ustasafn ASl Nú stendur yfir í safninu sýning á verkum félaga í Sambandi byggingarmanna og málm-og skipasmíðasamband Islands. A sýningunni em 102 verk eftir 23 menn, oliumálverk, vatnslitamyndir, höggmynd- ir, tróskurðamyndir og margt fleira. Sýningin er opin virka daga nema mánu- daga kl. 14-20 og um helgar kl 14-22. Sýningin stendur til 17. maí. fslenska óperan Síðasta sýning á ópemnni Rakarinn í Se- vllla eftir Rossini í kvöld laugardagskvöld kl. 20.00. Gamla bíó Samsór Trésmíðafólags Reykjavíkur heldur árlega vortónleika, í Galma bíói laugardaginn 12. mal kl. 15.00. Kórinn mun flytja lög frá ýmsum löndum og ýms- um tímum. Undirieikari verður Lára Rafnsd. Söngstjori kórsins er Guðjón Böðvar Jónsson. Félagsstofnun stúdenta Laugardaginn 12. maí heldur Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar tvenna burtfaratónleika. Á laugardeginum kl. 17 mun Sigurður Sv. Þorbergsson básúnu- leikari hafa tónleika og undirleikari verður Anna Normann. Á sunnudeginum hefur svo Ríkharður H. Friðriksson gítarieikari sína tónleika, einnig kl. 17.00. Hljómsveit Tónskólans mun aðstoða ungu hljóð- færaleikarana. Allir eru velkomnir á tón- leikana. leiklist Iðnó Gfsl, eftir Brendan Behan, laugadag upp- selt. Fjöreggið, eftir Svein Einarsson, 3. sýn- ing, sunnudag. Leikritið er lýsing á nútima fjölskyldu í Reykjavík, vel staaðri en kann- ski ekki hamingjusamri f róttu hlutfalli við það. Alls koma 15 leikarar fram i sýning- unni, en með stærstu hlutverkin fara: Guðrún Ásmundsdóttir, Þorsteinn Gunn- arsson, Pálmi Gestsson, Lilja Þórisdóttir, Gísli Halldórssonog Guðrún Gísladóttir. Leikstjóri er Haukur J. Gunnarsson. Þjóðlelkhúsið Amma þó. Þriðja síðasta sýning sunnu- daginn kl. 15.00. Gæjar og Píur. Upgselt er á báðar sýn- ingarnar um helgina sem verða á laugar- dags og sunnudagskvöld. Leikfélag Sólheima sýnir lát- bragðsleik Sunnudaginn 13. maí sýnir j Leikfélag Sólheima látbragðs- j leikinn „Lífsmyndir“ í félags- i heimili Seltjarnarness. Sýndar' verða tvær sýningar kl. 15.00 og j 17.00. Leikurinn er saminn af starfs- fólki Sólheima og fjallar um líf og kjör vangefinna einstaklinga og aðstandenda þeirra. Leiklist hefur löngum verið snar þáttur í starfi Sólheima og er leiklist á margan hátt öflugt með- ferðartæki í starfi með þroska- heftum einstaklingum. Einnig er ráðgert að sýna verk- Atrlöi úr látbraögösleiknum sem sýndur veröur á sunnudaginn I Fé- lagsheimlli Seltjarnarness. ið á Akureyri og á Egilsstöðum síðar í þessum mánuði, en síðar verður farið í leikför um Norður- lönd „Lífsmyndir" höfða sérstak- lega til aðstandenda þroskaheftra og þeirra sem starfa með þroska- heftum eða láta sér annt um kjör þeirra og aðbúnað. í sýningunni taka þátt 13 leikarar. Leikstjóri er Magnús J. Magnússon, Mist Þorkelsdóttir samdi tónlistina. Reykjavíkurborg Sögu- og skipulagssýning í dag laugardag kl. 14.00 opnar Davíð Oddson borgarstjóri sögu- og skipulagssýningu í Kjarvalssal að Kjarvalsstöðum í Reykjavík. Sýning þessi er aðallega í mynd- rænu formi, þ.e. ljósmyndir, loft- myndir, kort, skipulagsupp- drættir og skýringarmyndir. Markmiðið með sýningunni er að gefa borgarbúum og öðrum landsmönnum tækifæri til að kynna sér ýmsa þætti úr skipulagi Reykjavíkur, bæði úr fortíð og nútíð. Sunnudaginn 13. maí mun Páll Líndal, flytja erindi sem hann nefnir „Aldarskrá, spjall um þró- un skipulagsmála í Reykjavík undanfarin 100 ár“. Fimmtudaginn 17. maí kl. 20.30 fjallar Gestur Ólafsson, forstöðumaður Skipulagsstofn- unar höfuðborgarsvæðisins um framtíðarbyggð á höfuðborgar- svæðinu. Lokadag sýningarinnar 20, maí kl. 15.00-16.30 kynna skipu- lagshöfundar ný skipulagsverk- efni á vegum Reykjavíkurborgar. tónlist Bústaðakirkja Á sunnudaginn 13. maí heldur Kam- mermúsikkklúbburinn fimmtu tónleika startsársins 1983-84 í Bústaðakirkju kl. 20.30. Á efnisskrá veröa verk eftir Beet- hoven, Schuberl og Brahms. Flytjendur er MÁRKL-kvartettinn frá Köln. Norræna húslö. Laugardaginn 12. mal heldur baritóns- öngvarinn Kristján Elís Jónsson tónleika. Undiríeikari er Vilhelmína Ólafsdóttir. Tónleikamir hefjast kl. 16. Skipholt 33 Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur burtfaratónleika í áal skólans að Skipholti 33, nemandi Sieglinde K. Björnsson syngur lög eftir m.a. J. S. Bach, Emil Thoroddsen og Dvorak og aríur eftir Moz- art og Verdi. Jónas Ingimundarson leikur með á píanó. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. ýmislegt Háskólinn Timo Airaksinen, prófessor í heimspeki við háskólann í Helsinki flytur opinberan fyririestur í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlest- urinn nefnist „Exploitation and Coercive Otfers“, og fjallar um þau siðferðilegu vandamál sem rísa þegar fólk er kúgað eða notað í einhverju skyni. öllum heimill aðgangur. Kópavogur Að venju býður Kvennfélagasamband Kópavogs í mæðrakaffi í Félagsheimilinu á hinum alþjóðlega mæðradegi 13. maí kl. 15-18. Happdrættismiði mun fylgja kaffinu ásamt hellingi af góðum kökum. Kópavogsbúar, styrkið gott málefni og fjölmennið í veislukaffi á sunnudaginn. K.F.U.M og K. Almenn samkoma sunnudagskvöld kl. 20.30 að Amtmannstíg 2b, Reykjavík. Guðni Guðnason talar. Tvísöngur. REkið á móti gjöfum í byggingarsjóð félaganna. Allir velkomnir. LÁTIÐ FAGMENN VINNA VERKIÐ Tókum ad okkur aö þétta sprungur ( steinvegjum, lógum alkaliskemmdir, þéttum og rYÖverjum gömul bérujárnsþók. Sprungu- 2^4 ^ Upplýsingar i simuin (91) 66709 & 24579 þétting Höfum háþróuð amerisk þéttiefni frá RPM 11 ára reynsla á efnunum hér á landi. Gerum föst verötilbod yftur aft kostnaftarlausu án skuldbindinga af yftar hálfu. Pípulagningar Tek aö mér alla almenna pípulagningavinnu. Einnig gripahúsainnréttingar úr járni. Magn- ús Hjaltested, pípulagningameistari, sími 81793. Starfshópur um stofnun Samtaka einhleypra Starfshópur sem undirbýr stofnun safntaka einhleyprá efnir til fundar í Félagsstofnun stúd- enta (við Hringbraut) laugar- daginn 12. maí kl. 20.30. Tilgangur fundarins er að kanna áhuga fólks á stofnunsam- taka einhléypra og ræða spurn- ingar serri’ snertá hag þeirrá, svo sem: • Eiga þeir að sætta sig við þau viðhorf sem almennt ríkja gagnvart þeim? • Una þeir því að búa í leiguhús- næði við þrengsli og bágar að- stæður? • Ber einhleypum ekki sami rétt- ur á aðstoð til heimilisstofnun- ar og öðrum, sbr. hjúskapar- frádrátt? • Er óeðlilegt að þeir njóti sömu réttinda og hjón til bygginga- sjöðslána og vaxtafrádráttar? • Er ekki siðlaust að efnahagsleg og félagsleg viðurlög neyði fólk í hjúskap eða óvígða sambúð? • Á ekki að taka tillit til tvöfalds vinnuálags einhleypra? • Er ekki tímabært að einhleypir hittist og jafnvel kynnist ann- ars staðar en á hinum hefð- bundná holdmarkaði? ÓDÝRARI barnaföt bleyjur leikföng Rafmagnsbílun! NeyÖar-þjónusta nótt sem nýtan dag NEYTENDAPJÖNUSTA fRAFAFL SlMI: 85955

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.