Þjóðviljinn - 12.05.1984, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 12.05.1984, Blaðsíða 21
Helgin 12. - 13. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21 f ram 09 sried lit Hér má flagga ýmsu. Nýtt félag f Hólmavík Pottþétt svið, en ekkl vatnsþétt..enn þá. Takið eftir búningsherberglnu fína t.v. afganginn settum við inn á bankabók Hallbjargar A: Eruð þið að safna fyrir einhverju sérstöku? - Nei, nei, kannski til að hafa pulsu- sölu - eða fara bara eitthvað í útilegu í sumar - gera eitthvað skemmtilegt. A: Hafið þið haft aðgang að ein- hverju húsnæði þar sem þið hafið getað haldið fundina? - Já, heima hjá okkur. - Ég var sko með fundina í kjallaran- um heima, svo var það ekki hægt lengur því að það fjölgaði í fjölskyld- unni. - Það stóð til að leika leikrit þar en svo vorum við of sein. - Svo bergmálaði líka svo mikið þar. Leikhús A: Og þá hafið þið farið að leita að leikhúsi? - Þetta byrjaði þannig að við vorum nokkrar stelpur að leika okkur niður í fjöru og ætluðum að byggja okkur kofa. En svo mundum við eftir þessu húsi og fórum hingað. - Þetta er gamalt samkomuhús innan úr Kollafirði. - Björgunarsveitin hérna keypti það og flutti það hingað - Hún hefur ekkert notað það, það er bara búið að standa hérna - og svo fengum við leyfi til að nota það. A: Hvað ætlið þið svo að gera þarna? - Okkur langar til að leika þar leikrit - eða halda einhverja skemmtun - það er ekkert ákveðið ennþá. Við erum mest bara að vinna í húsinu. A: Er það mikið starf? - Já, húsið var bara sett beint ofan á jörðina. Það er ekkert gólf í því bara fullt af þúfum. - Það vantar líka flesta glugga, svo að það bæði snjóar og rignir inn. - Já, við þurfum að setja eitthvað fyrir gluggana, plast til dæmis. - Við byrjuðum nú bara á því að moka snjónum út úr búningsherberg- inu og af sviðinu. Svo settum við plast og spýtur fyrir gluggann þar. - Svo þarf að komá bekkjunum al- mennilega fyrir, taka einhverjar þúfur. - Þá væri kannski hægt að láta gólf- fjalirnar tolla almennilega. - Það eru bunkar af gólffjölum þarna. - Svo þarf að mála við erum búin að mála glugga- og svo fánastöngina. Það vantar: Plast eða gler- spýtur og málningu A: Hafið þið nokkuð kynnt ykkur hvert þið getið fengið að nota húsið áfram? - Nei, það víst á að rífa það. A: Þið látið það ekki gerast - er það? - veit það ekki. Eftirmáli: Ég fór og skoðaði húsið umrædda. Það er timburklætt í hólf (en að vísu ekki gólf) og ætti að geta orðið ágætis aðsetur fyrir athafnasama krakka á Hólmavík. Árið 1985 á að vera ár æskunnar. Kannski hrepps- nefnd Hólmavíkur vilji rétta krökk- unum smávegis hjálparhönd svo að á því herrans ári verði hægt að taka í notkun félagsmiðstöð unglinga í húsn- æði sem þau hafa sjálf haft frumkvæði af að nýta og gert nothæft? Ég er líka viss um, að í hverju þorpi og hverjum bæ á íslandi er uppistandandi húskofi, sem ekki þykir íbúðarhæfur. Þó að það sé ekki heilt samkomuhús eins og á Hólmavík þá myndu krakkarnir á staðnum sjálfsagt taka því opnum ör- mum. Hallbjörg Ég frétti af krökkum í Hólmavík, sem eru að útbúa sér leikhús í gömlu húsi þar í bænum. Forvitni mfn vaknaði samstundis og ég dreif nokkra krakka í viðtal. Þegar ég fór svo að ræða betur við þau, komst ég að því að þau hafa stofnað félag og staðið í ýmsu öðru stússi. Krakk- arnir sem komu í viðtalið heita: Sig- urbjörg, Sigrún og Halldór. A: Hvernær var félagið stofnað? - Það var núna fyrir jólin. - Var það stofnað í skólanum eða voruð það þið sem stóðuð að því? - bara við sjálf. - stofnfundurinn var haldinn heima hjá einu okkar, kosningar og svoleiðis. A: Hverjir eru nú meðlimir í fé- laginu? - krakkarnir úr 5. og 6. bekk - flestallir. - Krakkarnir sem búa úti í sveit eru svo sjaldan hérna. Þau geta lítið tekið þátt. A: Hvað heitir félagið? - Hallbjörg A: Af hverju Hallbjörg? - Af því að formaðurinn heitir Hall- dór og varaformaðurinn heitir Björg- vin sko- Hall og Björg A: Já, eftir formanni og varafor- manni - bæði strákar - ráða þeir mestu? - veit það ekki - þeir eiga að halda fundi og svo- leiðis. A: Og haldið þið oft fundi? - Nei, - ekki nógu oft - við ákváðum að hafa þá annan hvern fimmtudag - þannig var það fyrst, en svo hefur ekkert verið nýlega - það hefur verið svo mikið að gera í öðru - já, prófin eru að koma og svo er það árshátíðin. A: Hvert er svo markmið félagsins. Til hvers er félagið? - það er bara til að hafa eitthvað að gera. - Við höfum til dæmis haft blóma- sölu og skíðaferð Fyrstl áhorfandlnn bara mættur. Skíðaferð - Það var bara ekki nógu gott veður þegar við fórum í skíðaferðina hálfgerð rigning - eða slydda - en það kom samt fullt af fólki - og eftir það var oftast fullt af fólki á þessum stað um helgar - bæði á gönguskíðum og svig- skíðum. A: Og hvernig fóruð þið í þessa ferð? - Þetta er bara hérna rétt fyrir ofan - við gengum á skíðunum, það var svo mikill snjór. Blómasala A: Og blómasalan, var hún ekki um miðjan vetur. Hvar fenguð þið blóm. - við komum bara með þau sjálf - við seldum pottablóm - tókum afleggjara og settum í mold - svo seldum við líka popp - og kökur A: og hvernig gekk það - bara vel. Það seldist eiginlega allt upp. - Við gáfum mestalla peningana í kirkjuna, til að kaupa nýjan hökul en

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.