Þjóðviljinn - 26.05.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.05.1984, Blaðsíða 4
4 SIÐA - ÞJOÐVILJINN Helgin 26.-27. maí 1984 Það besta við boðorðin tíu er að þau eru þó ekki fleiri. H. L. Mencken Páll Ó/afsson: Andvakan Hér á eftir fer seinni hluti eins af ljóðabréfum Páls skálds Ólafssonar, prýðileg áminning um þann góða sið að ljóða á vini sína í bréfum og leika fáir eftir nú um stundir. Eldinn forðast barnið brennt: Bréfum í og ræðum aldrei finnst mér háðið hent hvað þá síst í kvæðum Pú skalt vita, að eg er ásamt Helga þínum staðráðinn að stefna þér um stuld á kútnum mínum. Annar potta tíu tók (tappinn grár á litinn). Hann gekk hér á blárri brók, bætt var hún og skitin. Níu potta annan á einatt lét ég kútinn. Hann var lengri samt að sjá, en svipfallegri’ um stútinn. Pað svo milli þín og mín þúfur fari’ ekki’ út um, sendu besta brennivín á báðum þessum kútum. Sendu báða’ að Böðvarsdal, biddu þar að geyma. Um tíma’ og eilífð eg því skal aldrei við þig gleyma. Þér með Ijóðum þakka skal, þegar ég fæ kútinn og mínum vara „dýrumdal“ dreypi niðr í stútinn. Sérhver dóni’ og drykkjusvín deyr fyr, þar sem kominn er, en bragða Thomsens brennivín. Biddu guð að hjálpa þér! Sú er engum efra hér óþvefvísi gefin, þegar sunnanáttin er, ekki’ að finna þefinn. Þér að segja eins og er, enginn við því lítur, því botnfallið og bragðið er bara tómur skítur. Vænn hefir Thomsen verið mér og vökvað á mér trýnið, en hann má fara’ að sjá að sér með Satans brennivínið. Þá er komið þagnarmál. Þú skalt mínum vinum heilsa nú með hjarta og sál, helst þó prófastinum. Bréfið saman brýt ég þá, bulli hætti’ ég þessu. Það er kveðið einmitt á A llra ’-heilagra-messu. Ósk ég bind í endann þá, í öðru lífi’ og þessu að ég lifi ykkur hjá Allra-sálna-messu. Samræmi og fegurð Ungur maður að nafni Finnbjörn Finn- björnsson hefur undanfarin 3 ár unnið að gerð teiknimyndar og verður hún frumsýnd í Regnboganum í dag, laug- ardag. Þetta er hálftíma kvikmynd og verðurhún sýnd á klukkutímafresti. Heitirhún Innsýn. Þettaeróvenjulegt framtak hér á landi og myndin mun reyndarvera harlaóvenjuleg miðaðvið þær erlendu teiknimyndir sem við eigum að venjast því að hún erab- strakt. Jafnfamt sýningunni verður málverkasýning í anddyri Regnbogans um sama þema. En hvert er þá inntak myndarinnar? Um það sagði Finnbjörn á blaðamannafundi í vikunni: - Myndin hefur visst þema. í fyrsta lagi byggist hún á lögmáli hreyfingar en skv. því er ekki til bein lína eins og Einstein sýndi fram á á sínum tíma. Grundvöllur allrar hreyfingar er að allt fari í hring og öll tilver- an byggist á þessu svokallaða hringrásar- lögmáli. í öðru lagi sýni ég andstæða liti en andstæðulögmálið er grundvöllur allrar skynjunar. I þriðja lagi túlka ég afstæðið sem felst m.a. í því að myndin hefst á sólar- lagi sem er á hvolfi. Henni lýkur svo á réttu sólarlagi svo að fólk hafi jörð til að ganga á þegar það fer út. Ennfremur túlka ég í myndinni fegurð og samræmi. - Er þetta mikil litadýrð? - Ég vil gefa tilfinningu fyrir litrófinu m.a. með því að í myndinni hefur hver litur sína sólarupprás. - Er myndin eingöngu teiknuð? - Að mestu leyti. Það eru í henni um 6000 teikningar eða 12 myndir á sekúndu en einnig tók ég kvikmynd af sólarlaginu sem gekk raunar ekki átakalaust fyrir sig því að það liðu tvö ár þangað til ég náði sólarlagi á filmu. - Hvemig stóð á því? - Það var nú ekki gott eins og veðurfarið hefur verið hér á landi, svo fékk ég frímiða til Kaliforníu og var þar í hálfan mánuð að aka milli San Francisco og Los Angeles, en það voru alltaf ský við sjóndeildarhringinn. Ég reyndi að ná því í Grindavík eftir heimkomuna, en það fór á sömu leið. Svo bað ég kunningja minn í Florida að ná þessu fyrir mig og hann reyndi í 2 mánuði án árangurs og varð þá að gefa sig að öðru. Loks fór ég sjálfur til Florida og þar náði ég mynd af sólarlaginuímarssl. í myndinni er sólarlagið þó ekki eins og það var tekið, heldur er blandað litum inn í það eins og ég sagði áðan. - Hvar lærðirðu þessa tækni? - Ég var í tvö ár í námi í „Animation“ eða teiknimyndagerð hjá einkaaðila í San Francisco, en upphaflega er ég húsamálari að mennt. - Hefur þetta ekki verið dýrt fyrirtæki? - Myndin kostar um 1 miljón króna og er fjármögnuð þannig að tvisvar fékk ég styrk úr Kvikmyndasjóði en afgangurinn er tek- Viðtal við Finnbjörn Finnbjörnsson kvikmynda- gerðarmann en í dag verður frumsýnd í Regnboganum kvikmynd hans Innsýn inn að láni hjá velviljuðum bönkum. Vil- hjálmur Knudsen hefur líka veitt mér ómetanlega aðstöðu. - Þarftu þá ekki marga áhorfendur? - Ég þarf 10 þúsund áhorféndur hér, en einnig geri ég mér vonir um að komast á erlendan markað, ekki síst kvikmyndahá- tíðir en þær sérhæfa sig margar í teikni- myndum. - Heldurðu að íslendingar séu fúsir að koma á svona mynd? - Ég held að íslendingar séu mjög opnir og geri mér vonir um að þeir taki vel við myndinni og verði jafnframt öðrum lista- mönnum hvatning til að gera svipaða hluti. Svona mynd hefur aldrei verið gerð hér á landi, en þetta er mjög að ryðja sér til rúms erlendis og er þá gjaman unnið með tölvu en inn á þá braut vil ég næst fara. Ég hef trú á því að þetta form eigi eftir að verða al- mennt. - Hvað með tónlist í myndinni? - Það er sænskt tónskáld sem heitir Ing- imar Fridel sem hefur gert mjög vandaða elektróniska tónlist við myndina. - Að lokum, Finnbjöm. Þú hefur málað heilan gafl á húsi við Bergstaðastræti og er þar um sólarlag að ræða. Er gaflinn í tengsl- um við kvikmynd þína? - Hann er bæði til að vekja athygli á myndinni og einnig til fegrunar. í San Fran- cisco er mikið af svona máluðum göflum og mætti vera meira af þeim hér. -GFr Þið ráðið hvort þið trúið því, en einu sinni leit Reykjavík- urhöfn svona út. Ek vitum við hvaða göfugtdampskip hálfhverfur í mistrií í miðri myndinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.