Þjóðviljinn - 26.05.1984, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 26.05.1984, Blaðsíða 32
/mm/m| A&alsimi Þjó&viljanser 81333 M. 9-20 mánudag tilföstudags. Utan þess tíma er hægt aö ná í blaöamenn og aöra starfsmenn blaösíns i þessum slmum: Ritstjórn Aöalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 -12 er iiaegt aö ná í afgreiðslu blaösins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Helgin 26.-27. maí 1984 Joseph Guarnerius del Gesu árgerð 1728 í eigu útvarpsins 12-15 miljón króna fiöla segir hljóðfœradeilcL Sotherby s, hins þekkta uppboðshaldara í London í eigu Ríkisútvarpsins er dýrmæt fiðla af gerðinni Joseph Guarnerius del Gesu. Konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitarinnar Guðný Guðmundsdóttir leikur á fiðluna og varðveitir hana. Þjóðviljinn hafði í gær sam- band við einn þekktasta uppboðshaldara á hljóðfærum sem til er í heiminum, hið fræga Sotherby’s fyrirtæki í London, til að spyrja um verðmæti Guarnerius del Gesu fiðlu. í hljóðfæradeild Sotherby’s var Þjóðvilj- anum tjáð að slík fiðla myndi trúlega fara á meira en 300.000 pund eða 12-15 miljónir íslenskra króna. Sotherby’s ennfremur tjáði Þjóðviljanum að del Gesu fiðlur væru afar fágætar og verðmiklar. Þær kæmu sjaldan á uppboð og væru alls ekki seldar á annan hátt nú orðið. - jP- Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari: Ekki hátt skráð í bókhaldi (6 99 Tryggð fyrir tœpar 100.000 á ári Þjóðviljinn spurði Hörð Vil- hjálmsson fjármálastjóra Ríkisút- varpsins um verð del Gesu fiðlunn- ar. Hann vildi ekkert segja um and- virði hennar einungis að hún hefði verið keypt árið 1947 og væri „ekki hátt skráð í bókhaldinu“. Hann sagði að tryggingar og viðhald á árinu 1983 á Joseph Guamerius del Gesu-fiðlunni hefðu numið 82,900 krónum. „Þar af var viðhalds- kostnaðurinn ekki hár“. Hörður sagði að svona fiðlur væru ekki á markaðnum í dag. Þeg- ar hún var keypt var enn hægt að kaupa þær á skikkanlegu verði miðað við það sem er í dag. Nú eru þær einungis seldar á uppboðum, þá sjaldan að þær koma þangað. -jP- „Þessi árgerð er mjög góð. Fiðl- urnar em misjafnar eftir árgerð- um. Mennirnir hafa á einhvern sér- stakan hátt meðhöndlað viðinn. Fiðlur hafa ekki verið í jafnmiklum gæðaflokki. Reyndar eru nú á síð- ustu ámm orðnar gífurlegar fram- farir í fiðlusmíði. Eg pantaði mér t.d. fiðlu hjá þekktum smiði, Bell- ini, íNew Jersey, fyriróámm síðan en nú er 12 ára biðtími eftir fiðlu hjá honum“, sagði Guðný. -jP- „Tónninn í henni er gríðarlega mikill“ þegar hún er á tónleikaferðum um Bandaríkin. Guðný vildi ekkert segja okkur um verðmæti fiðlunn- ar. Fiðlan er smíðuð af öðrum tveggja frægustu fiðlusmiða heims. Annar þeirra var Antonius Stradi- varius og eftir hann er vitað um 540 fiðlur sem smíðaðar voru í kringum 1700. Það er ekki vitað hvað Jos- eph Guamerius smíðaði margar fiðlur en fáar þeirra eru varðveittar og flestar smíðaðar á fyrri hluta 18. aldar. Joseph Guamerius smíðaði del Gesu árið 1728 í Cremona á Ítalíu. Fjármálastjóri Ríkisútvarpsins um fiðluna sem keypt var árið 1947 Guðný Gu&mundsdóttir konsertmelstarl Slnfóniuhljómsveltar fslands með Joseph Guarnerius del Gesu fi&luna sém er fóum ö&rum lík a& gæ&um. Mynd: Atli. ,4*að er mjög mikils virði fyrir mig að hafa tækifæri til að spila á svona hljóðfæri. Þetta er með bestu fiðlum sem til eru í heiminum. Tónninn í henni er gríðarlega mik- ill og það er eins og ég finni ein- hverja sál í henni“, sagði Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari Sinfóníuhljómsvcitar íslands. Hún leikur á Joseph Guarnerius del Gesu fiðluna sem Ríkisútvarpið eignaðist árið 1947. Guðný varð konsertmeistari árið 1973 en hún fékk fiðluna til afnota árið 1976. Guðný fór með fiðluna í viðgerð á verkstæði í New York þegar hún fékk hana í hendur. „Það eru nokkrir menn sem eru albestir í viðgerðum og ég fór með fiðluna til eins þeirra. Þar var hún í tvö ár. Viðgerðin kostaði 10.000 dollara sem ekki er mikið með til- liti til þess að fiðlan tvöfaldaðist í verði við þetta“, sagði kon- sertmeistarinn okkar. Hún fer síð- an árlega með gripinn i „tékkun" Húsnæði ÁTVR á ísafirði Albert hyglar flokksgæðingi Mikill kurr í ísfirðingum vegna ákvörðunar ráðherra ,JÉg fór og bauð ríkinu að kaupa 15% af húsi því sem ég hyggst byggja í sumar. Ég er bara að bjarga mér. Það hugsar hver um sig“, sagði Guðmundur Þórðarson, byggingameistari og forystumaður Sjálfstæðisflokksins á Isafirði er Þjóðviljinn innti hann eftir því með hvaða hætti það bar að að Albert Guðmundsson fjármálaráðherra keypti hlut f húsi, sem Guðmundur hyggst byggja, undir verslun ÁTVR á Isafirði. Þetta mál er orðið mikið hitamál vestra, þar sem augljóst er að hér er veríð að hygla Sjálfstæðismanni á kostnað ísafjarðarkaup- staðar. Fjármálaráöuneytið hafði áður ákveðið að kaupa hlut í stjórnsýsluhúsi sem fyrirhugað er að reisa á ísafirði og þar átti versl- un ÁTVR að vera. Var fyrirhug- að að verslunin yrði í álmu sem kemur útúr aðalhúsinu og átti að byggja þessa álmu í sumar, þar sem ÁTVR á ísafirði er á götunni í haust. En svo ákvað Albert Guðmundsson að söðla um og hygla flokksgæðingi, sem hyggst byggja hús í sumar. Haraldur Haraldsson, bæjar- stjóri á ísafirði, sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að mikill kurr væri- í mönnum vestra vegna þessa máls, ekki síst ef þetta verður til þess að bygging stjórnsýsluhússins tefst. Hann sagði að ráðuneytið hefði ekki enn dregið sig útúr stjómsýslu- húsbyggingunni en ljóst væri að ekki yrðu tvær ÁTVR verslanir á ísafirði. Hann sagði að ekki yrði farið af stað með byggingu húss- ins í sumar, eins og fyrirhugað hefði verið. Hallur Páll Jónsson forseti bæjarstjórnar ísafjarðar sagðí að allir bæjarfulltrúar á ísafirði væm andvígir þessari ákvörðun ráðu- neytisins. Hann sagði að ráðu- neytið segðist ætla að leysa hús- næðisvanda sinn til bráðabirgða með því að kaupa hlut í húsi Guð- mundar Þórðarsonar, sem ekki er einu sinni farið að taka grunn- inn að. Síðan væri því haldið fram að þegar stjómsýsluhúsið er risið flytji ATVR þar inn og selji hlut sinn í húsi Guðmundar. Þetta sýndi betur en allt annað að hér væri aðeins verið að hjálpa góð- um flokksmanni. Það væri því ekkert að furða þótt þessi ákvörðun ráðuneytisins ylli óá- nægju hjá fólki á ísafirði. Ragnar Jónsson, skrifstofu- stjóri ÁTVR sagði að húsakaup fyrir ÁTVR væri alfarið á vegum fjármálaráðuneytoins. ÁTVR skipti sér ekkert af því hvaða hús væru keypt, sæi aðeins um innréttingar húsanna. - S.dór. Albert Guömundsson fjármólaráö- herra bregst ekkl frekar en a&rfr i SJálfstæðlsflokknum þegar hygla þarf flokksmönnum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.