Þjóðviljinn - 26.05.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN1 Helgiii 26.-27. maí 1984
tJJÚÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Ritatjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Umajónarmaður Sunnudagsblaös: Guðjón Friðriksson.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Biaðamenn: Auður Stvrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson.
íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson.
Utlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson.
Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Auglýsingar: Sigríður Þorsteinsdóttir, Margrót Guðmundsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Guðvaröardóttir.
Símavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir og Aðalbjörg Óskarsdóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaöaprent hf.
ritst Jórnararei n
Verður samið
um minna en 18 mills?
Morgunblaðið birti í gær viðtal við Jóhannes Nordal
formann samninganefndarinnar sem nú er í Ziirich til
að semja við fulltrúa Alusuisse. í viðtalinu kemur fram
að í samninganefnd ríkisstjórnarinnar ríkir nú bjartsýni
um jákvæða niðurstöðu. „Við höfum átt gagnlegar við-
ræður á fundum okkar í dag og ég tel að menn hafi
heldur færst saman en hitt“, sagði Jóhannes Nordal í
viðtali við Morgunblaðið.
Nú er liðið eitt ár síðan Sjálfstæðisflokkurinn og
Framsóknarflokkurinn náðu því takmarki sínu að fá
áldeilurnar alfarið í sínar hendur. Veturinn 1982-1983
gagnrýndu þessir flokkar Hjörleif Guttormsson harð-
lega fyrir að ná ekki samningum við Alusuisse. A Al-
þingi þann vetur fluttu Halldór Ásgrímsson og Friðrik
Sophusson tillögu um að taka samningana frá Hjörleifi
og var sá tillöguflutningur fyrsta ábendingin um fyrir-
hugað samstarf Framsóknarflokksins og Sjálfstæðis-
flokksins í nýrri ríkisstjórn. Samskiptin við Alusuisse^
voru því helsti hornsteinn núverandi ríkisstjórnar.
Þegar Sverrir Hermannsson settist í stól iðnaðarráð-
herra gaf hann rækilega til kynna að ekki myndi taka
langan tíma að ná hagstæðum samningum við Alusu-
isse. Hjörleifur Guttormsson færi ekki lengur með
stjórn þessara mála. „Réttir menn“ væru búnir að taka
við samningsgerðinni.
Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Mánuðir
hafa liðið og síðan misseri og engin niðurstaða hefur
fengist. Greinilegt er að Framsóknarflokkurinn og
Sjálfstæðisflokkurinn eru komnir í hin mestu vandræði
með viðræðurnar við Alusuisse. Þessir flokkar komu í
fyrra í veg fyrir að myndast gæti þjóðarsamstaða um
hagsmuni íslendinga sem yrði svo sterk að Alusuisse
gæfist upp. í staðinn voru þeir sífellt að gefa Alusuisse
undir fótinn með að allt yrði auðveldara viðureignar ef
hinn erlendi auðhringur hefði þolinmæði til að bíða þar
til hinir „réttu menn“ væru komnir til valda.
Þótt deilurnar við Alusuisse séu mjög flóknar felst þó^
í þeim einfaldur kjarni sem mælir afdráttarlaust hvort
samningar feli í sér sigur fyrir íslendinga eða Alusuisse.
Þessi kjarni er kostnaðarverðið á framleiðslu raforku.
Ef verðið til Alusuisse er undir því marki, þá tapa
íslendingar og verða að halda áfram að borga með
virkjununum. Ef við hins vegar fáum meira en nemur
kostnaðinn við að framleiða rafmagnið í okkar nýju
virkjunum þá getur þjóðin fagnað ávinningi.
Rætt við Elínu
Bruusgaard, er
hingað er komin
sem gestur
Friðarhreyfingar
íslenskra kvenna
„Konur eru
fyrst og
fremst fólk“
Elín Bruusgaard heitir
norsk kona, sem hingað er
komin í boði Friðarhreyfingar
íslenskra kvenna. Hún mun
halda ræðu á aðalfundi Frið-
arhreyfingarinnar í dag, laug-
ardag, sem hefst í Norræna
húsinu kl. 10.00 árdegis. Þar
mun Elín segja frá reynslu
sinni af starfi að þróunarað-
stoð, en hún hefur verið virkur
meðlimur í hjálparstofnunum í
Noregi og á alþjóðavettvangi.
Einkum hefur hún beitt sér
fyrir málefnum kvenna í þró-
unarlöndunum. Um þá
reynslu hennar má lesa í bók-
inni „Augliti til auglitis" sem út
kom á íslensku fyrir síðustu
jól.
Við hittum Elínu að máli í Nor-
ræna húsinu í gær og sagði hún
okkur, að í ræðu sinni myndi hún
einkum tala um konur og reynslu
sína af starfi á alþjóðavettvangi
fyrir málefni kvenna. „Konur
hafa ekki endilega sömu skoðanir
bara af því að þær eru konur“,
sagði Elín. „Það eru að mínu mati
mistök að halda því fram, að allar
konur geti sameinast á grundvelli
þess að þær eru konur. Reynsla
mín hefur kennt mér, að misjafn-
ar kringumstæður fólks gera það
að verkum, að áhersluatriðin eru
misjöfn. Þannig hafa t.d. konur í
þróunarlöndunum mest beitt sér
fyrir þróunaraðstoð og efna-
hagsmálum, konur á vestur-
löndum hafa hins vegar einkum
áhuga á jafnrétti og friði ásamt
konum frá A-Evrópu.
Vissulega ættu konur að geta
sameinast um margt á grundvelli
kynsferðis, en þann sameiningar-
grundvöll verður að íhuga vand-
lega. Við höfum undanfarin ár
blekkt okkur með því að halda
því fram að við séum allar eins;
við erum fyrst og fremst fólk. Við
höfum ekki enn fundið það, sem
gæti sameinað okkur, því okkur
skortir sáran reynslu af alþjóð-
legu starfi“.
Elín hefur verið fulltrúi í sendi-
nefnd Noregs á þingi Sameinuðu
þjóðanna og hefur átt hlut að
máli við undirbúning og fram-
kvæmd Kvennaáratugar S.Þ. Á
næsta ári verður haldin ráðstefna
í Nairobi þar sem áratugurinn
verður metinn og gefin út bók um
stöðu kvenna í heiminum. Elín
segist þess fullviss, að hart verði
deilt þar, því áherslumar eru svo
ólíkar.
„Það ber einnig að hafa í huga,.
að mjög fá lönd hafa skilað inn
spumingaeyðublaði, sem S.Þ.
hefur sent út varðandi ráðstefn-
una“, segir Elín. „Það er þó á
grundvelli þessara spurninga,
sem ráðstefnan mun móta sitt
starf svo og skýrslugerðina“.
Til þess að gefa lesendum inn-
sýn í það sem Elín Bruusgaard á
við þegar hún segir að konur úr
ólíkum heimsálfum hafi ólíka
hagsmuni grípum við niður í bók
hennar „Augliti til auglitis“:
Stærsti samkomusalurínn í
Chipata, sem er notaður sem
korngeymsla á uppskerutíman-
um, er þéttsetinn konum. Þær
vilja hitta þessar fimm ókunnugu
systurfráfjarlægu landi. Margs er
spurt.
„Hvernig búið þið?“
„Hvað borðið þið?“ „Fáið þið
nógan mat?“ „Þið eruð svo hor-
aðar!“
„Sofið þið í rúmi? Hvað er{
rúm?“
„Hve mörg börn? Bara tvö!
Vesalingurinn litli. Guð hefur
ekki verið þér góður. “
Hér er algengt að eiga 10-12
börn. Helmingi fleiri þunganir
eru venjulegar. Fósturlát og and-
vana börn eru ekki talin með.
„Hvaða örlög hljóta ekkjur hjá
ykkur? Hér er algengt að fjöl-
skylda eiginmannsins komi og
taki allar jarðneskar eignir, oft
tekur hún líka börnin. Ekkjan sit-
ur allslaus eftir, heldur ekki einu
sinni fatnaði og húsmunum. “
Þær trúa okkur ekki þegar við
segjum þeim frá ekkjulífeyri og
eftirlaunum. Höfum við komið
alla þessa töngu leið til að blekkja
þær? (Bls. 46)
-ast
Kostnaðarverð á raforkuframleiðslu í nýjustu virkj-
unum íslendinga er á bilinu 18-22 mills. Verði samið
um lægri upphæð við Alusuisse hafa íslendingar tapað
samningunum. Almenningur verður þá að halda áfram
að greiða erlendu lánin sem tekin voru til að virkja í
gegnum sívaxandi kjaraskerðingu og meðgjafir með
verksmiðju Alusuisse á íslandi. Spurningin um árangur
: í Zurich snýst því einfaldlega um það hvort samið verð-
ur undir eða yfir þessu marki.
Það vekur vissulega ótta um neikvæða niðurstöðu að
forystumaður í Framsóknarflokknum er farinn að
flagga með tölunni 14.5 mills og vísar til þess að með
reikningskúnstum sé hægt að telja það meðalverð raf-
orku í Evrópu. Jafnvel þótt sú tala væri rétt bætir hún
ekkert okkar tap.
Við þurfum 18 mills eða meira til að borga kostnaðar-
verð við nýjar virkjanir á íslandi. Ef gerðir eru samn-
ingar um minna er verið að knýja almenning til aði
borga áfram rekstrarstyrk til Aiusuisse. Mælikvarðinn
á árangur í Zurich er því skýr. Þjóðin bíður eftir niður-
stöðunum.
I
Fjölbrautir
Garðaskóla
Útskrifaði
26
stúdenta
í ár
Fjölbrautum Garðaskóla,
Garðabæ, var slitið hinn 19. maí
sl. og voru brautskráðir 26 stúd-
entar. Þetta er fimmti hópurinn
sem útskrifaður er frá skólanum.
Bestum árangri náði Elín Guð-
jónsdóttir á málabraut með 138
einingar og einkunnina A í 48
áföngum. Hún lauk stúdentsprófi
Stúdentarnir sem útskrifu&ust í vor úr Fjölbrautum Garðaskóla, ásamt
skólastjóra og yfirkennara.
á 3 árum.
Stúdentamir voru brautskráðir
af 8 námsbrautum. 8 af íþrótta-
braut, 5 af viðskiptabraut, 5 af
málabraut, 3 af náttúmfræða-
braut, 2 af félagsfræðabraut, 1 af
uppeldisbraut, 1 af heilsugæslu-
braut og 1 af eðlisfræðibraut.
Við skólaslit flutti skólastjóri,
Gunnlaugur Sigurðsson, ávarp
og afhenti einkunnir. Kom m.a.
fram í ávarpi hans að Fjölbrautir
Garðaskóla hafa verið í stöðug-
um uppgangi undanfarið og var
nemendafjöldinn tæplega 300 sl.
vetur.