Þjóðviljinn - 26.05.1984, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 26.05.1984, Blaðsíða 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 26.-27. maí 1984 Það var í Keflavík, sem Guðmundur byrjaði það hugsjónastarf sitt og liggur því beint við, að forvitnast um dvöl hans þar. Já, þegar ég byrjaði í Keflavík, það er nú saga að segja frá því sem má eiginlega ekki fara, og þó. Við vorum að spila þarna á mestu búllu sem hefur nokkru sinni verið rekin á íslandi og hét Bíókjallarinn, ég og Maggi heitinn P., Einar trommari og Óli Gaukur. Við fórum þangað á hverju kvöldi og spiluðum og svo vann ég á Éyrinni á daginn. Ég fór alltaf með vegalögreglunni á milli. Svona gekk þetta fyrir sig þar til mað- ur var orðinn svo þreyttur, þótt maður væri ungur og frískur, að við hættum að fara heim einn og einn dag og þá var bara hangið yfir spili og kjaftað saman. Karlakór stofnaður Þá datt einhverjum manni í hug að láta okkur gera eitthvað, eins og t.d. að stofna karlakór. Við tókum þetta ekkert alvarlega fyrst, en svo sagði ég við Magga að ég vissi alveg hvernig við ættum að fara að því, hann skyldi teikna auglýsingar, síðan skyldum við tala við helstu framámenn bæjarins, prestinn, kirkjuorganistann og bæjarstjórann. Nú, það var ekkert verið að hika við það, Maggi teiknaði voða fínan rósaramma og við límdum vélritað blað inn í þann ramma. Þvínæst hengdum við þetta út um allt, fengum hús og þar mætti fullt af fólki, bara 40-50 karlar. Þannig varð Karl- akór Keflavíkur til. Þetta er eiginlega eini kórinn sem hefur orðið til bara út af leiðind- um. Á fundinum var kosin stjórn og við byrjuðum að æfa. Þetta var heljar mikil starfsemi og hefur haldist síðan, alveg óslit- ið. Þetta hefur verið um 1950. Svo var ómögulegt að standa í þessum eilífu ferðalögum og ég var ráðinn, þótt ólíklegt sé að segja frá því, verslunarstjóri, í líklega einni síðustu krambúð íslands. Hún var þá ein af aðalbúðunum í Keflavík og hét Þorsteinsbúð. Það var nú ekki nein smá- verslun í dentid, seldi steinolíu og karlmannafatnað, alla matvöru og vefnað og allt milli himins og jarðar. Þarna var ég í eitt ár en þá breyttist líka spilavesenið. Ég var alltaf að spila á böllum og gerðist nú hússtjóri, tók eiginlega sjálfur Ungó á leigu í eitt ár. Það var drifið af svo miklum krafti að það þýddi ekkert fyrir aðalhljóm- sveitinaá íslandi, K.K. sextettinn, að koma þarna. Það var alltaf öllu aflýst hjá svoleiðis fólki en alltaf úttroðið hjá okkur í Ungó og ég held að allir spilarar á íslandi hafi verið búnir að spila í þeirri hljómsveit. Seinna svo, 1957, þá, ja þetta eru allt svo viðkvæm mál að það má nú eiginlega ekki segja frá svona hlutum, en ég hugsaði það mál úti í Moskvu, jæja hvað um það, þá stofnuðum við tónlistarskóla. En semsagt, 1956 var ég í Moskvu. Þegar ég kom heim þá var nú kalda stríðið í al- gleymingi og þessir Moskvufarar voru ekki hátt skrifaðir, tala nú ekki um þarna í Kefla- vík. Sjálfur vann ég nú hjá toppnum, Þor- grími S. Jónssyni. Hvað um það, tónlistar- skóla stofnuðum við og formaður stjórnar var kosin afbragðskona, Vigdís Jakobsdótt- ir, ritari Helgi S. Jónsson heitinn, og Krist- inn Reyr var gjaldkeri. Fyglinum stolið Svo var það að White, hershöfðingi á flugvellinum gaf mér eitt skipti flygil, sagði „name your price young man“ og ég svaraði „one dollar“. Það var búið að ákveða allt fyrirfram. Það urðu miklar sviptingar þá, miklir fundir og ógurlegir flokkadrættir, sem ekki er óhætt að rifja upp ennþá, þegar ég stal flyglinum frá ameríska hernum, eða því var haldið fram. Ég man að einn samn- ingafundinn klofnaði karlakórinn út af þessu. Þetta byrjaði allt með því að ég hélt helj- armikinn konsert með Karlakórnum í Nýja bíó. Það var byrjað á því að kaupa kjólföt á alla karlana og afþví við máttum ekkert vera að því að fara að máta fengum við Andrés gamla til að koma með sitt lið á æfingu til Keflavíkur og máta á heiia dótið, svo voru allir klæddir í kjólföt. Svo var hald- inn geysilegur konsert og afþví að þá þekkti ég háttsettan mann á flugvellinum, Ragnar Stefánsson, þá fékk ég lánaðan flygil sem var uppi á velli. Ragnar var að fá nýjan flygil frá Þýska- iandi og hann gaf mér þann gamla að því leyti að það varð að heita eitthvað. Það var talað við Sölunefnd varnarliðseigna og búið að búa til pappíra og ég varð að fara til Reykjavíkur um nótt og sitja með lögfræð- inga við að útbúa afsölin. Fyrst varð herinn að selja bænum flygilinn og svo varð bærinn að selja mér hann. Eftir það átti ég að stofna tónlistarskóla. Þessvegna kom þetta með name your price young man og ég átti að svara one dollar. Svona gerðist þetta, en þetta skildu menn náttúrlega ekki, allt þetta baktjaldamakk og það urðu geysilegir flokkadrættir og kórinn klofnaði út af þessu, eins og ég sagði. Inn í þetta allt blandaðist svo Karlakórs- húsið, því að einu sinni var komið svo langt að búið var að stofna geysilega mikið félag, halda allskonar tónleika og safnanir, og prenta einhverskonar skuldabréf eða gjaf- abréf og safna þó nokkrum aurum, auk þess að fá lóð hjá ríkisskipulagi, sem við kölluð- um fokkuna. En svo fokkaðist allt upp. Skúli nokkur Norðdahl var búinn að gera frumdrætti að tónlistarhúsi sem átti líka að vera fyrir skólana og enn þann dag í dag er það besta teikning sem hefur verið gerð að slíku húsi. En í staðinn fyrir að byggja þetta hús var allt í einu farið að byggja fógetahús- ið. Upp frá því urðu miklir árekstrar og ég flutti í Garðahrepp. Mikið ógurlegt barn ertu Já, eins og ég var að segja þá er Tónlist- arfélagið í Keflavík skipulagt í Moskvu af öllum stöðum. Þangað fór ég með kór árið 1956 og túlkur minn þar var Árni Berg- mann. Eg verð nú að segja þér eina sögu frá Moskvu. Við áttum að syngja í radio Moskva eitt sinn. Ég kem með hópinn inn í geysilegan stóran sal og þar er allt fullt af hljóðfæra- leikurum, heil symfóníuhljómsveit. Þá kemur allt í einu karl sem ég kannaðist við, hann bara rennur beint á mig, faðmar mig og kreistir. Þar var þá kominn Katchaturian sem ég þekkti bara úr Gúttó í Reykjavík. Hann hafði verið hér árið áður. Þá stendur einhvernveginn þannig á að þessi symfóníu- hljómsveit átti að fara í upptöku, en það var ekkert mál, við vorum drifin beint inn, og karlarnir í symfóníuhljómsveitinni, þeir máttu bara bíða tvo til þrjá tíma. Jæja, við förum í þessa upptöku og síðan er ég beðinn að koma að hlusta og leggja blessun mína yfir þetta. Ég heyrði náttúr- lega að þetta var allt ómögulegt og það var farið að skera niður. Með okkur í radíóinu var rússnesk stelpa sem túlkaði fyrir okkur og hún var alltaf að sparka í legginn á mér. Ég skildi ekkert í þessu og það var skorið niður og skorið niður þar til ég var orðinn sáttur við þetta. Svo á eftir fer ég að spyrja hana hvað hafi gengið á fyrir henni. „Mikið ógurlegt barn ertu“, sagði hún „þeir út- varpa þessu aldrei, en það er borgað svo og svo mikið fyrir hverja mínútu". Þrátt fyrir þetta fengu allir í kórnum helvíti mikinn pening, ég tala nú ekki um stjórnandinn, ég var alveg forríkur eftir þetta. Við háborð með ráðherrum og fínu fólki Jú, í Moskvu, það gerðist nú margt í Mos- kvu. Ég verð að segja þér eina sögu af vini mínum, Árna Bergmann. Ég var með smá- hóp uppi í háskóla að syngja og Árni vildi endilega sýna okkur háskólann sinn. Síðan fórum við að labba um götur og torg og leita að stað til að fá okkur eitthvað að borða. Árni var að leita að einhverjum stúdenta- matstað, en hann var lokaður. Nú, það var nóg til af aurum eftir radioævintýrið og þurfti ekkert að vera að spara. Svo komum við að einhverju torgi ,og stóru húsi og við þar inn, þetta var voða fínt hótel. Það skiptir engum togum, við erum teknir þar á tröppunum og boðnir inn, leiddir upp tröppur og inn í stóran sal og settir þar við borð. Á leiðinni sagði Árnil „Þetta er eitthvað skrýtið, við látum þá ekk- ert vita að ég kunni eitthvaö í rússnesku.“ Svo erum við komnir þarna við háborð með ráðherrum og fínu fólki í veislu sem stóð tímum saman með endalausum sýningum og dönsum. Ég dansaði þarna einhverja kósakkadansa við rússneska stelpu og á öllu gekk. En svo komst nú upp um strákinn Tuma, en þá bara hlógu Rússarnir og þetta gekk enn betur. Svo þegar veislan var loksins búin, kom í ljós að einhver íslensk iðnaðar- nefnd, þetta var eitthvað í sambandi við iðnaðarráðuneytið, var einhversstaðar í öðrum sal, langt úti í horni. Við vorum ryiaui aHoianijomsvenin i uaroanreppi, veiurinn Sl&asta danabandlð sem Gu&mundur splla&l í, árlð 1983, og samanetó&af nokkrumtónlistarkennurumlS-Þlngeylarsýslu.tall&frávlnstrl: Robert, Ulrlk, Gu&mundur, Ragnar og Bjöm. Gvendar grunlaust einkenni grobb og misjafnt líferni stopult andans stórmenni stefnulítill ofviti. Vísur á borö við þessa má finna hjá flestum þeim sem kynnast hafa Guö- mundi Norödahl. Maöurinn meötúbu- röddina og lífsglaða hláturinn sigldi á unga aldri til New York þar sem hann uppgötvaði Oscar Peterson, ári áöur en Oscar varö heimsfrægur, spilaöi Poker viö Ellu Fitzgerald í sömu ferö og lék seinna meir á klarinett fyrir Cleo Lane í samkvæmi íLondon, hefurvariö ævi sinni í aö byggja grunninn í ís- lensku tónlistarlífi, þ.e. aðhelgatónlist- arkennslu í barnaskólum krafta sína. Stopult andans stórmenni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.