Þjóðviljinn - 26.05.1984, Blaðsíða 15
Helgin 26.-27. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
Skólastjórar tónllstarakóla...
urinn
o
s?
C <0
(B >
m m
'3 >
(A(A
Hugsjónlrnar eldast af manni, segja þelr.
náttúrlega leystir út með gjötum og öllu
tilheyrandi, eins og Rússa er von og vísa, ef
við bara lofuðum að passa iðnaðarnefndina
og koma henni heim. Það getur vel verið að
þessi saga sé orðin svolítið skrautleg, en ég
held að hún hafi verið enn skrautlegri í
veruleikanum. Þetta var alveg stórkost-
legur tími. Heill mánuður, ein veisla frá
morgni til kvölds og líka á nóttunni, held
ég. Það var alveg gífurlegt úthald.
Symfóníuhljóms veit
í Garðabæ
Eins og ég sagði, þá fór égí Garðahrepp
eftir að ég hætti í Keflavík. Þar var stofnað-
ur tónlistarskóli í hvelli og hafði hann, til að
byrja með, aðsetur í eldhúsinu hjá mér. Svo
var ég líka barnaskólakennari þar, eins og
ég hef verið síðan, að undanskildum einum
vetri sem ég spilaði í Symfóníuhljómsveit
íslands. Ég kenndi þó eitthvað með því, en
svo var þetta alveg ófært og ég varð að velja
á milli. Ég þakka Guði fyrir að ég valdi að
halda áfram minni kennslu og hef haldið því
áfram síðan, því það er þrælavinna að vera
spilari, ég meina alvöruspilari, og hryllilega
leiðinlegt, þótt það séu skemmtilegar
stundir inn á milli.
í Garðahrepp vorum við búin að koma
upp symfóníuhljómsveit, lúðrasveit og öllu
saman. Þar sýndum við líka leikritið Ull í
Gull í fyrsta sinn, í barnaskólanum. Við
útbjuggum grammófónplötu, fórum til
Færeyja, stórskemmtilega ferð, og síðast til
Svíþjóðar og Danmerkur.
Úr dansspilamennsku
á skolabekk
Maður hefur nú brasað ýmislegt, verið í
siglingum og til sjós hvað þá annað. Þegar
ég var 15-16 ára fór ég að spila með Borgar-
bandinu, sem var þá eina bandið á íslandi
sem skipti einhverju máli, og var 7-8 manna
band. Ég hef aldrei lært eins mikið og á því
tímabili, maður æfði sig nótt og nýtan dag
því það var allt lesið eftir nótum. Arið eftir
fór ég svo í Oddfellow, sem var hinn aðal-
dansstaðurinn, því maður nennti ekki
lengur að spila svona leiðinlega mússík,
eins og þessa commercial Glen Miller,
Duke Ellington.
Allt í einu datt það í mig að hætta þessu
og fara í kennaradeild Tónlistarskólans.
Það var í ríkisstjórnarveislu. Ég pakkaði
bara öllu mínu drasli niður og strunsaði út.
En eitthvað varð maður að spila með. Þá
fór ég þar sem var hæst kaupið, spilaði með
ameríkönum í dixielandbandi í bragga-
hverfunum. Svo innviklaðist maður í þetta
tónlistarvesen smátt og smátt; hefði átt að
verða vélstjóri.
Það þarf að fá fólk
til þess að nenna
að vera kennarar
Nú annað, ef maður kritiserer nú hlutina,
þessi kennaradeild sem ég var að tala um og
ég, Jón Asgeirs, Guðfinna Dóra o.fl. voru
fyrsti hópurinn í, þá hefur hún ekkert þró-
ast sem slík. Ég þori hiklaust að segja það.
Hámenntaðir kennarar þaðan hafa aldrei
stigið innum dyrnar á barnaskóla. Það er
búið að útskrifa um níutíu manns frá
deildinni og það er ekki nema lítið brot af
þessum hóp sem er að kenna. Hinir eru
jafnvel skrifstofumenn úti í bæ.
Eða skólastjórar tónlistarskóla, þar kem-
ur nú fram misvægið í fjármálum líka. Fakt-
ískt hefur sá sem er skólastjóri í einhverju
þorpi úti á landi miklu hærra kaup heldur en
söngkennari í barnaskólunum. Þetta nus-
vægi skapast af því að í gangi eru tvö kerfi í
staðinn fyrir eitt. Það ætti að vera einhver
þróun í þessu, t.d. ætti Tónlistarskólinn í
Reykjavík að yera á háskólastigi, fá-
mennur, góður og strangur skóli. Auðvitað
eiga að vera til íramhaldstónlistarskólar
upp í þungt stúdentspróf, til að komast inn í
háskóla hér og úti um allan heim. Hinsveg-
ar ætti að blanda lægri skólunum alveg sam-
an við grunnskólana. Það þarf að fá fólkið
til þess að nenna að vera kennarar. Við
getum aldrei lækkað svo seglin að einhver
sé að læra mússík hálfa ævina, án þess að
það komi að notum á eftir. Nú, hugsjónir
eldast af manni segja þeir.
Sko, núna er komin ný kynslóð á Islandi,
alltöðruvísi þenkjandi og meirihlutinn af
því fólki er í Reykjavík. Meir að segja strák-
arnir, lögfræðingarnir vinir mínir, allt frá
Geir Hallgrímssyni og niður úr, þetta eru
allt saman menn sem hafa farið út á togara
og unnið öll möguleg störf, til sjós og lands.
Nú eru bara heilu árgangarnir sem hafa
farið í gegnum menntaskóla, háskóla og
hvað eina, en hafa aldrei migið í saltan sjó.
Það eru allt öðruvísi viðhorf núna. Ég held
að íslenskt þjóðfélag sé að verða stéttskipt-
araennokkrusinnifyrr, þráttfyrir aristó-
kratíiðgamla, fínakarla meðhatt ogstaf
labbandi um Austurstræti í gamla daga.
Eg man eftir því í fyrsta sinn sem ég fór út
á togara. Ég var að spila í Aðalstræti 12, í
einhverju fínu partíi, stóð þarna í smóking
og spilaði. Þá hringdi mamma og sagði að
ég hefði fengið pláss á Nýsköpunartogara,
það þótti voða fínt þá. Það var svo mikið
spanið að ég henti saxófóninum niður í
kassa og þaut heim, náði í pokann og niður
á bryggju. Ég man að það var lágsjávað og
þarna var ég að reyna að klifra í smóking
niður í togara. Maður hefði kannski átt að
flýta sér aðeins hægar.
Varla til sá staður
sem maður hefur
ekki spilað á
Eftir þetta sumar á togaranum var ég eitt
ár í Vestmannaeyjum, byrjaði á reknetabát
en endaði í danshljómsveit. Annars, ef
maður fer að líta á þessa dansspila-
mennsku, þá er varla til sá staður sem mað-
ur hefur ekki spilað á. Eftir veturinn í
Vestmannaeyjum var ég á Siglufirði í eitt
suma'r að spila, en um haustið fór ég svo
heim til Reykjavíkur. Þá var ég reyndar
giftur og fór að vinna á Eyrinni jafnfranit
því að spila í Ketlavík.
Þetta var geysilega skemmtilegt tímabil.
Peningarnir komu hratt en fóru líka jafn-
harðan. Það var nú fyrst og fremst brenni-
vínið sem maður eyddi í í gamla daga, það
var ansi mikið. T.d. þó að við værum alltaf í
smóking við að spila, þá voru nú engin fín-
heit undir þeim. Kaupið var svo hátt að
maður fór inn í einhverja fína búð, keypti
hvíta skyrtu, reffaði sig upp og fór að spila.
Maður henti bara skyrtunni sem maður
hafði keypt daginn áður. Það er ljótt að
segja frá því en svona var það.
Nú hingað norður kom ég 1975-76 og hef
verið alveg hér við Hafralækjarskóla frá
haustinu 1979. Ætli maður verði ekki áfram
hér. Ég er að komast á ellilaun. Maður er
eins og löggurnar í New York, bíður bara
eftir ellilaununum.
Því ætti maður líka að vera að flakka
eitthvað, segir Guðmundur sem á fyrir
höndum í sumar ferðalög til Færeyja, Haw-
aii og Bandaríkjanna.
Hljómsvelt Guðmundar Nor&dahl I Ungó í Keflavík 1952.