Þjóðviljinn - 26.05.1984, Side 16

Þjóðviljinn - 26.05.1984, Side 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 26.-27. maf 1984 Helgin 26.-27. maí 1984 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 17 Steinunn Jóhannesdóttir skrifar um nýjasta leikrit Harold Pinters Harold Plnter er nú meðal hlnna mestu skálda“, seglr m.a. í grein Stelnunnar. Einn in Luther King áður en hann var myrtur. Nú biðum við hér saman tvær ókunnugar kon- ur, sín úr hvorri álfunni og langaði báðar, eins og aðra í röðinni, að komast á nýjasta leikrit Harolds Pinters ONE FORTHEROAD. Þaðvar uppselt, en samt örlítil von um, að einhver skilaði mið- anum sínum eða sækti ekki pöntunina. Ég veitti því athygli, að konur voru í miklum meirihluta í þessari biðröð. - Voru karlarnir svona snöggir að ná sér í miða? - Eða höfðu konur frekar tíma til að fara í leikhús í hádeginu? - Eða er kvenkynið alltaf að sverma fyrir Alan Bates? - Alan Bates var stjarna sýningarinnar. Mér finnst hann æði. Þegar klukkan fór að nálgast eitt, gerði óróleiki vart við sig í röð- inni. Hverjir yrðu svo heppnir að sem verður venjulegum áhorfend- um jafn skiljanleg og eðlisfræðingi E=mc2. Maður skynjar sprengi- kraftinn, þó hleðslan sé ekki kjarnorka.Leikritiðopinberar aðra ógn, sem fyrr eða síðar leiðir til sprengingar, það fjallar um mis- beitingu valds, valdið gegn valda- leysinu. Það gerist ekki á neinum tilteknum stað, í sviðslýsingu segir aðeins, - Herbergi -. Amnesty - International gæti kannski gefið lauslegt yfirlit, en áreiðanlega langt í frá tæmandi um öll þau lönd í veröldinni, þar sem - herbergi - eru vettvangur valdbeitingar af því tagi, sem Pinter lýsir. í herbergi Pinters fer fram yfir- heyrsla á óvinum ríkisins. Óvinir ríkisins eru grunaðir um að hafa aðrar skoðanir en þær, sem eru þóknanlegar valdhöfunum. Til þess að fá óvini ríkisins til að játa að þeir séu óvinir ríkisins þarf að beita lævísi og hörku. Sá sem yfir- heyrir gæti heitið Nicolas (Alan Bates) hin grunuðu gætu verið at barsmíðum og niðurlægingu. Því er öllu haldið í einangrun hverju frá öðru, föður, móður, syni, og þau eru yfirheyrð hvert fyrir sig. Sá sem yfirheyrir þau, snertir engin tól sjálfur, en það er eins og hann núi ósýnilegu salti í sárin, þangað til sviðinn ætti að vera hverjum manni óbærilegur. Og er þó þján- ingarþol mannsins mikið. En jafnvel hinn versti kvalari hefur hefur sjálfur sinn veika blett, og sá veiki blettur er eina von hinna kúguðu og niðurlægðu. Þegar líður á leikritið fer áhorfendur að gruna, að hinum fágaða fanti, sem Alan Bates leikur svo óhugnanlega vel, sé ekki alveg rótt. Hann seilist æ oftar í flöskuna og fær sér One for the road (einn fyrir svefninn). Með þá von, að fyrr eða síðar missi sér- hver illvirki tökin, skjögrast skjálf- andi áhorfendur út í hábjartan dag- inn fyrir utan. Lyric Studio er Litla sviðið í Lyr- ic Theatre, Hammersmith. Það er nýlegt leikhús, og minni mig rétt, Þetta var þriðji dagurinn í London. Með aðstoð góðra manna og vegakorts hafði mér tekist að f inna Lyric leikhúsið í Hammersmith. Þar stóð ég í annarri biðröð dagsins, eftir leikhúsmiðum þó klukkan væri ekki nema tólf á hádegi. Eða réttara sagt, ég sat á gólfinu í anddyri leikhússins og drakk hvítvín. Konan, sem sat fyrir f raman mig var líka langt að komin, alla leið frá Toronto í Kanada. Það var hún sem keypti vínið gegn því að ég passaði plássið. Svo tókum við tal saman, ég sagðist vinna í leikhúsi, hún hafði unniðvið gerð heimildakvikmynda, m.a. unnið að mynd um Mart- ná í miða? - Hverjir hefðu farið fýluferð? - Kannski ég alla leið frá fslandi. Það leit út fyrir það. Kon- an frá Kanada fékk seinasta mið- ann. En af því hún ætlaði ekki ein í leikhúsið, vinkona hennar var mætt, þá snéri hún sér brosandi að mér og sagði - gjörðu svo vel. - Ég varð svo glöð, svo glöð, og ég á þessari elskulegu konu frá Kanada - Ann - að þakka, að ég sá þennan dag eina áhrifamestu leiksýningu, sem ég hef nokkurn tíma séð. Fáar hef ég séð styttri og enga einfald- ari. Aðeins snillingur getur sagt jafn mikið í jafn stuttu máli og Pinter gerir í þessum tveim litlu leikritum Victoria Station (Viktoríu-stöðin) og One for the road (Einn fyrir svefninn?) einkum því síðarnefnda. Leikritið er svo klippt og skorið, að það líkist eðlis- fræðiformúlu. En það er formúla, hjón á fertugsaldri, Victor og Gila (Roger Loyd Pack og Jenny Qua- yle) ásamt sjö ára syni sínum Nicholas (Felix Yates). Það er al- geng byrjun á svona yfirheyrslum að sparka í punginn á manninum, nauðga konunni og kvelja þau í óvissu um afdrif barnsins. Síðan er hamrað á því við barnið, að faðir þess sé svikari og móðirin hóra. Ef svona upphafsmeðferð knýr ekki fram játningu, er bætt við hana af- brigðum svo lengi, sem þurfa þyk- ir, þangað til fórnarlömbin gefast upp eða deyja. I litla leikritinu í Lyric Studio, var ekki sýnt, hvernig fólk er pynt- að líkamlega. Lík- amsmeiðingarnar voru afstaðnar, þegar fyrsta setning blazer-klædds böðulsins féll. - Bring him in. - (Færið mér hann.) Það sem við sjáum er fólk, sem er að örmagnast THE BRITISH PREMIERE OF mu vmi THE l'OAII WfTH VICTORIA STATION ALAN BATES ROGER LLOYD PACK JENNY QUAYLE Designer Lighting TIM BICKERTON DAVE HORN Written and Directed by HAROLD PINTER Lunchtimes at T15pm: 13th March--24th March 3rd Ápril-14th Aprif BOX OfFlCE 7Ai 2311 ÆtiJtúicr ssis «r: eins og hann viti ekki, hvað hann gerir. Hann bara gerir það. Öllum að óvörum. í fyrra leikritinu, Viktoríustöðinni, situr hann svo tií hreyfingarlaus undir stýri leigubfls í einum ljósgeisla allan tímann. Hann lítur ögn til hægri, hann lítur ögn tii vinstri, færir kalltæki bfl- stjórans millimetra nær eða fjær munninum, það er allt og sumt, og áhorfendur eru bergnumdir. Slík nákvæmni og sparsemi í brögðum er afar fátíð, en féll fullkomlega að stfl höfundar. Blóð um fætur Ég held ég muni ekki gleyma þessari sýningu, hvorki áhrifum hennar né innihaldi. Ég held mér muni alla tíð finnast, að ég hafi orð- ið vitni að raunverulegri yfir- heyrslu. Ekki aðeins af því leikur sinni og virðingu, blygðast sín og fer í felur, á meðan sá, sem „ódáð- ina“ drýgði, hreykir sér af sigri sín- um og segir skál. Síðan kemur hatrið. Svo hefnd- in. En það er framhaldssagan. Það eru ekki nema hin mestu skáld, sem geta lýst upp leiðina til sann- leikans. Harold Pinter er nú meðal hinna mestu skálda. Hann er löngu heimsfrægur og með áhrifamestu leikritahöfundum samtímans. Það er ekki síst stfll hans, sem hefur hrifið fólk og margir hafa reynt að stæla. En enginn annar en sá sem kafar, finnur perlu í djúpinu. í þetta sinn hefur Pinter kafað eftir perlu. Svartri perlu. Ég telst ekki til þeirra, sem frá upphafi hafa skilið Pinter. Ég veit ekki hvort um er að kenna kynslóð- abili, menntunarbili, stéttabili eða svefninn var það vígt fyrir u.þ.b. 10 árum. Á þessu litla sviði er nálægð leikar- anna við alla áhorfendur svo mikil, að þeir gætu næstum snerst. Við slíkar kringumstæður á góður leikur afar greiðan aðgang að flestu fólki. Við slíkar kringumstæður þarf ekki hin minnsta höfuðhneig- ing, ekkert augnatillit, engin tón- breyting að fara fram hjá neinum. Jafnvel litli fingur leikarans getur fengið þýðingarmiklu hlutverki að gegna. Óg hafi ég nokkurs staðar séð slíkum brögðum beitt af hreinni snilld, þá var það þarna. Lengd þagna hefur mikla þýð- ingu í leikritum Pinters. Lengd þagna hefur vissulega þýðingu í öllum leikritum, en aldrei hef ég heyrt þagnir jafn útpældar og í þessari sýningu og „timing“ (tíma- setning) Alan Bates er slíkur gald- ur, að áhorfendur grípa andann á lofti í hvert sinn sem manninum þóknast að láta frá sér setningu, gjóa auga eða halla höfði. Samt er allra var svo sannur og tær, ekki aðeins af því fólkið var svo nálægt mér, en sú sjón að sjá tíðablóðið renna niður fætur konunnar á með- an hún var yfirheyrð standandi, snart mig svo djúpt og var svo sárt, að því er ekki hægt að gleyma. Fyrir mér var þetta lifandi blóð. Fyrir mér afhjúpaði það meir en nokkurt annað leikbragð fullkomið varnarleysi manneskj- unnar frammi fyrir miskunnar- lausri grimmdinni. Með því að smána þessa blæðandi konu, var verið að smána hvert fræ, hvert fóstur, hvert lifandi barn. Allt sem er viðkvæmt, allt sem er veikt. Alla von um líf. Blygðunin, sem ég fann til, þeg- ar ég horfði á brúnleitan blóðblett- inn aftan á rifnum kjól konunnar, er vafalaust í ætt við þá blygðun, sem konur finna til, þegar þeim hefur verið nauðgað. Það er ein- mitt það skelfilega við ofbeldið, að sá sem er svívirtur, rændur reisn öðru menningarbili. En vandamál- in, sem hann hefur fengist við hafa verið mér fjarlæg og framandi á stundum, mér hefur með öðrum orðum fundist að fólkið hans kæmi mér ekki sérstaklega við. En þá skal um leið játað, að ég þekki hann ekki til hlítar, því Pinter er sjaldséður hér. (Húsvörðurinn, Liðin tíð ásamt nokkrum sjón- varpsleikritum og kvikmyndum). Samt hefur stfll hans hrifið mig, þó leikrit sé ekki jafn gott að lesa og að sjá. En nú finnst mér ég hafa séð með eigin augum leikrit eftir snilling. Pinter hefur í leikriti sínu ONE FORTHE ROAD verið talinnpól- itískari og beinskeyttari en í fyr ri verkum sínum. I leikskrá stendur að hluti ágóðans af sýningunni renni í alþjóðlegan styrktarsjóð rit- höfunda í fangelsum. (The P.E.N. Writers in Prison fund). Rvík. 23. maí. Steinunn Jóhannesdóttir. „Þegar á líður lelkrltlð fer áhorfendur aft gruna, að hinum fága&a fantl sem Alan Bates leikur svo óhugnanlega vel, sé ekki alveg rótt.“ jfiLllar sendíngar af SKODA '84 híngað tíl eru uppseldar.Verksmíðjurnar hafa varla undan að framleíða bílana, vegna metsölu víða um heím. Þrátt fyrír það tókst okkur að fá aukasendíngu af SKODA '84 og það á sama lága verðínu: 139 þúsund krónur. Tryggðu þér eínn, áður en þessí sendíng klárast líka. JÖFUR HF NYBYLAVEGI2 KÓPAVOGI SÍMI 42600

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.