Þjóðviljinn - 26.05.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 26.05.1984, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 26.-27. maí 1984 Skarphéðinsson skrifar Ragnhlldur Helgadóttlr mennta- málaráftherra sklpaöl svlla slnn Þórö öm Sigurösson (embattl lekt- ors, án þess aö staöan væri auglýst. Fréttaskýring Össur en ekki hagsmunir Háskólans fullnægði ekki þeim kröfum sem verður að gera til lektorsefna. Vanhæfur - en settur samt Árið 1980 var staðan enn auglýst og Þórður var aftur eini umsækj- andinn. Þar sem hann lagði ekki nein ný vísindarit með umsókn sinni var ljóst að staða hans að því er varðaði hæfni til að gegna em- bættinu var óbreytt frá fyrra ári, þegar honum var hafnað. Dóm- nefnd var því ekki skipuð að þessu sinni. Nú gerðist það hins vegar að ráðuneyti menntamála ákvað að setja Þórð til tveggja ára í stöðuna (setning er ráðning til tiltekins tíma sem tilgreindur er við ráðningu en skipan jafngildir æviráðningu). Við heimspekideild voru menn ekki giska hressir með þessi úrslit, þar sem ljóst var að fræðimanns- legir burðir Þórðar voru ekki þeirrar ættar sem hæfir slíku emb- ætti. f júni 1982 samþykkti síðan heimspekideild að mæla með því við ráðuneyti menntamála að lekt-' orsstaða í rómönskum málum með sérstöku tilliti til spönsku yrði ekki veitt að sinni en auglýst síðar, þeg- ar deildinni þætti hæfa. Þess var ennfremur æskt að þeirri fjár- veitingu sem veitt hafði verið til lektorsembættisins í rómönskum málum, sem Þórður Örn hafði þá gegnt um skeið yrði á nýjan leik varið til dósentstöðu í frönsku, einsog verið hafði fyrir 1979. Menntamálaráðuneytið brást eigi að síður við á annan veg. Það tilkynnti heimspekideild að ekki yrði að þessu sinni auglýst dósent- staða í frönsku. í ofanálag tilkynnti það að Þórður Örn Sigurðsson hefði á nýjan leik verið settur í stöðu lektors í rómönskum málum, til 1. ágúst 1984. Furðuleg vinnubrögð Fyrir síðustu áramót má svo segja að tryggur grunnur hafi verið lagður að spænskunámi við Há- skólann. I það minnsta um tíma- bundið skeið, með því að spánverj- inn Aitor de Yraola var með til- styrk spánskra stjórnvalda ráðinn sendikennari í spænsku við deildina. Með tilliti til þessa, og jafnframt með hliðsjón af því að brýna nauð- syn bar til að hefja á nýjan leik kennslu í frönsku með fyrri hætti, þá var ítrekuð sú ósk deildarinnar að dósentstaðan í frönsku yrði aug- lýst sem fyrst. En auk heldur var af deildar hálfu lögð á það þung áhersla að ekki félli niður fjár- veiting til lektorsembættis ,í spönsku, sem deildin taldi fulla ástæðu tii að hafa, að því tilskildu auðvitað að í það fengjust hæfir menn. í þessu var að sjálfsögðu ekki fólgin nein ósk um að Þórður Örn yrði áfram í embætti spænskulekt- ors, og í viðtölum við starfsmenn deildarinnar kom berlega í ljós, að þeir töldu að fengjust fjárveitingar |til þess embættis til frambúðar þá yrði staðan að sjálfsögðu auglýst einsog áður, einsog á raunar að gilda um allar embættisveitingar við Háskólann. Viðbrögð ráðuneytisins urðu önnur. Dósentstaðan í frönsku var ekki auglýst, hinsvegar skipaði Ragnhildur Helgadóttir svila sinn Þórð Örn í embætti lektors í róm- önskum málum með sérstöku tilliti til spönsku, án þess að auglýsa stöðuna - og án þess að Þórður Órn hefði nokkurn tíman verið dæmdur annað en óhæfur til að gegna slíku embætti. Frændrækni Málið liggur því einfaldlega þannig fyrir að Ragnhildur Helga- dóttir hefur ráðið svila sinn til að gegna stöðu sem hann hefur ekki verið dæmdur hæfur til að gegna, einsog kom glögglega fram í álits- gerð Sveinbjörns Rafnssonar vara- forseta heimspekideildar sem birt var í NT í gær. Að auki liggur nú fyrir að til eru í landinu einstaklingar sem hafa betri menntun en Þórður Örn í spænskum fræðum, og sem hefðu haft fullan hug á að sækja um stöðuna, einsog komið hefur fram í blöðum. En staðan einfaldlega var ekki auglýst - heldur skipaði Ragnhild- ur svila sinni þegjandi og hljóða- laust, án þess að leita eftir áliti' heimspekideildar. Hversvegna? Við því hafa ekki fengist fullnægjandi svör. Hefði staðan verið auglýst voru allar líkur á að hæfari einstaklingar hefðu sótt um en svili Ragnhildar. Þær upplýsing- ar sem fyrir liggja benda því ein- faldlega til þess að Ragnhildur Helgadóttir hafi ákveðið að aug- lýsa ekki stöðuna til að geta skipað hann. Þarmeð virðast ættartengsl hafa setið í fyrirrúmi - en hagsmunir heimspekideildar verið bornir fyrir borð. -ÖS Talsverð blaftsskrlf hafs orftlft um þé ákvðrftun Ragnhlldsr Helgadóttur aft sklpa svlla slnn (lektorsstft&u (Háskólanum. réð Helmspekldelld Háskóla íslands samþykktl á fundl sínum fyrlr nokkrum árum aft Þórftur öm, svlll Ragnhel&ar Helgadóttur menntamálaráftherra, fullnœgftl ekkl þeim kröfum sem gera verftur tll lektorsefna. Lektorskipan í heimspekideild Frœndsemi Fyrir skömmu skipaði Ragn- hildur Helgadóttir menntamála- ráðherra svila sinn Þórð Örn Sigurðsson í embætti lektors í rómönskum málum með tilliti til spænsku. Skipanin hefur sætt ámæli þar sem -hún er þvert á vilja heimspekideildar og Þórð- ur Örn hefur þar að auki ekki ótvíræðan hæfnisdóm í stöð- una. Staðan var aukinheldur ekki auglýst opinberlega heldur skipaði Ragnhildur svila sinn í kyrrþey. En með tilliti til menntunar og rannsóknarstarfa munu nú nokkrir einstaklingar að líkindum vera hæfari til að gegna stöðunni en Þórður, og málið lítur því einfald- lega þannig út að Ragnhildur hafi ákveðið að auglýsa stöðuna ekki til að komast hjá því að ganga fram hjá svila sínum ef annar hæfari sækti á móti honum. Skipan Þórðar Arnar virðist því hafa ráðist af frændsemi hans við ráðherra - en ekki hagsmunum Háskólans. Hafnað af dómnefnd Þórður Örn dvaldi tvö ár við spænskan háskóla en lauk þaðan ekki lokaprófi. Jafnframt var hann þrjú ár við háskólann í Edinborg þar sem hann lauk svokölluðu „MA ordinary" prófi, sem á þeim tíma var lægsta prófgráða þess skóla. Námsefnið sem hann tók til þess prófs var ekki spænska nema að litlum hluta, eða tveir hlutar af sjö. Síðan hefur hann ekki aflað sér teljandi viðbótarmenntunar sam- kvæmt heimildum Þjóðviljans, og vísindarit liggja engin eftir hann. Þess ber að geta að í öllum alvöru- háskólum er hæfni manna til vísinda- og fræðimennsku lögð að minnsta kosti að jöfnu við kennslu. Þórður Örn hefur síðustu sex árin stundað kennslu í spænsku við Háskóla íslands. Fyrsta árið var hann ráðinn stundakennari, en stundakennarar hafa ekki rannsóknarskyldu og til þeirra eru ekki gerðar jafn strangar kröfur um hæfni og til þeirra sem skipaðir eru í fastar stöður. En árið 1979 sótti hann um embætti lektors í rómönskum málum sem stofnað var fyrir fé sem áður hafði farið til að standa straum af dósentstöðu í frönsku. Engin sótti á móti. Dómnefnd sagði í álitsgerð sinni að „rit hefur umsækjandi ekki lagt fram nema fjölrit að kennsluefni í latínu sem er nánast ófullgert upp- kast“. Þórður Örn þótti því ekki hafa sannað hæfni sína til að annast þann þátt lektorsstarfsins sem snýr að fræðimennsku og rannsóknum. Heimspekideild samþykkti svo á fundi að Þórður Örn einfaldlega Svolnbjðm Rafnsson prftfessor og varaforsetl helmspekldelldar sagftl ( álitsgerft sem hann sendl nokkrum fjölmlftlum um mállft: “En heimspekl- daild var ekkl aft leggja nelnn dóm á störf Þórftar Arnar Slgurftssonar meft samþykktum sinum. Hún var elnungls aft ieggja áherslu á aft ekkl vœri rétt aft skipa Þórft Om Slgurftsson (stöftuna aft svo komnu máll.Þaft var elnnig aö mönnum fannst sem þaft hlytl aft vera lllbærilegt fyrlr Þórft öm Sigurfts- son, ekkl sfftur en aftra heimspekldeildannenn, ef hann yrfti sklpaftur ( lektorsstöftuna án þess aft hafa fenglft ótvíræöan hæfnisdóm tll þess og þvert gegn vllja deildarmanna" Athugasemdir vegna frétta af nýlegri stöðuveífingu við Heimspekfdeiid: Afstaða deildarinnar ber vott um góðan vil ja og vönduð vinnubrögð ildar - eftir dr« Sveinbjörn Rafnsson, varaforseta Hcimspokídeildar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.