Þjóðviljinn - 26.05.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.05.1984, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 26.-27. maí 1984 Einn af föstu punktunum í bæj- arlífi Reykjavíkur er nú að hverfa. Það er rakarastofan í Bankastræti 12 sem starfrækt , hefurverið í rúm 60 ár af sömu fjölskyldunni. Starfsemi hennar erhætt Stofnandi stofunnar var Eyjólf- ur E. Jóhannsson og starfaði hann við hanatil dauðadags 1975 en börn hans, Trausti og Svana, hafa rekið hana síðustu árin. Við náðum tali af Trausta Eyjólfssyni og spurðum hann fyrst hvort þetta væri elsta rakarastofa bæjarins. - Hún er líklega næstelsta stofan nú þegar hún hættir, án þess að ég þori að fullyrða það. Stofan hans Hauks í Kirkjuhvoli mun vera eldri. Þessi var stofnuð 8. nóvem- ber 1923. - Og á sér líklega marga fasta viðskiptavini? - Já, það eru margir rígfullorðn- ir menn sem koma hingað reglu- lega og hafa gert lengi. Fyrsti við- skiptavinurinn var Hjálmar Bjarnason en hann dó deginum áður en stofan varð sextug í fyrra. Ólafur Kárason, síðast innheimtu- maður hjá Skeljungi, kom fyrst 1924 og kemur enn, og t.d. Óskar Bjartmarz mun hafa komið hingað lengst af. Þeir voru hér um daginn 3 eða 4 saman og meðalaldurinn var eitthvað 84 eða 85 ár. Nú, og Stef- án Pjetursson er búinn að koma hingað hátt í 60 ár. - Er ennþá eitthvað af tækjum sem hafa verið frá upphafi? -Ég er búinn að flytja elsta rakarastólinn heim til mín og svo er alltaf verið að bjóða í klukkuna upp á veggnum. Einn kom og bauð í hana 10 þúsund krónur um dag- inn. En ég held að ég hafi lítinn áhuga á að láta hana. Menn voru svo öririþádaga Menn rifust hér mikíð um pólitík - Og hér hefur sennilega sitt- hvað borið á góma um tíðina? - Já, þetta voru aðalútvarps- stöðvamar í gamla daga. Nú er maður varla búinn að frétta hlutina fyr en þeir eru komnir í fjölmiðl- ana. Menn rifust mikið um pólitík hér á stofunni í gamla daga og kom jafnvel fyrir að menn slógust. Ég man eftir tveimur ágætum herra- mönnum sem enduðu gjarnan með því að hnakkrífast og einu sinni skildi pabbi þá í forstofunni þar sem þeir veltust um gólfið í slagsmálumog hafði annar misst af sér skóinn.Hlonum var svo brátt að komast út að hann fór skólaus heim til sín. Menn voru svo örir í þá daga. Þetta er ekki nema svipur hjá sjón núna. - Hafa ekki pólitíkusar sótt stof- una? - Jú, þeir komu hér Þórarinn Tímaritstjóri, Guðbrandur Magn- ússon, Einar Olgeirsson, og Ólafur Friðriksson var fastur viðskiptavin- ur hér. Það var oft heitt í kolunum í kringum Ólaf því að hann talaði yfirleitt mikið. Einu sinni var Sig- urjón á Alafossi í rakarastólnum og var eitthvað að tjá sig um síldarmál og Ólafur var líka í stofunni. Skyndilega rauk Ólafur upp og steytti hnefana framan í Sigurjón og hefði það verið ójafn leikur því að Sigurjón var orðlagður krafta- maður. Én hann bara brosti og lét sem ekkert væri. Ég hef fræðst mest um pólitík um dagana með því að vinna hérna. Það er t.d. gaman að hafa þá hér Einar Ol- geirsson og Stefán Pjetursson því að þeir eru ósparir að rifja upp gamla tíma. Margir þekktir blaða- menn hafa líka verið hér viðskipta- vinir t.d. Thorolf Smith, Karl ís- feld og Helgi Sæmundsson. Ég gæti sagt margar sögur af þeim. Einu sinni voru hér tveir lögfræðingar hvor í sínum stól og allt í einu sagði annar: „Heyrðu, varst það ekki þú sem leigðirgröfuna?“Þeir höfðu þá átt í málaferlum út af landamerkj - um einhvers staðar út á landi og leigt til skiptis sama gröfumanninn til þess að breyta árfarvegi sem málið snerist um. Pabbi hætti á föstu- degi og dó á þriðjudegi - Er ekki orðið lítið um rakstra nú til dags? - Það eru svona tveir til þrír rakstrar á dag. Það minnkaði strax við komu rafmagnsvélanna. Áður fyrr komu menn daglega til að láta rakasigog áttu þá hér sápu og bursta en það var fyrir mína tíð. - Hvað ert þú búinn að vera lengi við þetta? - Ég byrjaði að sápa svona 1941 eða 1942 og þá á sumrin. Fimmtán ára gamall byrjaði ég svo að læ&g hjá pabba og hef því verið viðloð- andi við þetta í 43-4 ár. Síðan 1957 Viðtal við Trausta Eyjólfsson rakara í Bankastræti 12, en rakarastofa hans hœttir nú eftir 60 ára starfsemi. Stefán Pjetursson hefur verið fastur vlðskiptavinur rakarastofunnar síð- an á 3. áratug aldarinnar og hann var elnmltt i snyrtingu hjá Trausta síð- asta daginn sem stofan var opin og var myndin þá tekin. Stefán er einn af mörgum pólitíkusum sem hér hafa gert garðinn frægan. Hann var einn af helstu ieiðtogum kommún- ista fyrr á árum og þýddi m.a. Kommúnistaávarpið með Einari 01- gelrssyni árið 1924 en gekk síðan til liðs við Alþýðuflokkinn og var um árabil ritstjóri Alþýðublaðsins. Hann var svo þjóðskjalavörður uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Ljósm.: Atli. hef ég svo verið meðfram í öku- kennslu og frá 1960 hefur það verið , mitt aðalstarf. - Vann pabbi þinn við stofuna til dauðadags? - Pabbi var 83 ára gamall þegar hann dó, hann vann fram á föstu- dag og dó á þriðjudegi. - Hvers vegna hættirðu núna? - Eigandi hússins hefur ákveðið að hækka húsaleiguna verulega og þá nenni ég ekki að standa í þessu lengur. Systir mín ætlar líka að hætta en hún hefur verið með mér á stofunni í 6-7 ár. - Þetta er sem sagt algjört fjöl- skyldufyrirtæki? - Já, það má nú segja það, en hvorki börn né hennar né mín höfðu áhuga á að læra þessa iðn. Fyrir 10-15 árum var þetta álitið dauðadæmt fag. - En hefur samt færst í fyrra horf aftur? - Já, mjög mikið. Menn eru þó ekki eins snöggklipptir og áður. - Hefur tæknin breyst mikið? - Þetta eru allt önnur hand- brögð. Áður fyrr þótti nóg að skúbba þessu af. Þegar strákar fóru í sveitina var kannski skilinn eftir smábrúskur upp af enninu eða jafnvel allt rakað af. Þeir yrðu br j álaðir strákarnir núna ef þessum aðferðum væri beitt. Þá kom Pétur Hoff- mann til okkar - Verða ekki sumir viðskipta- vinirnir hálf munaðarlausir þegar þið hættið núna? - Sumir hafa komið hingað al- veg frá fæðingu, t.d. Völundar- bræður, en annars er hættulegt að fara að telja upp alla viðskiptavin- ina, því að þeir gætu móðgast. Það var viðtal við Pál rakara í Eimskip- afélagshúsinu og hann taldi upp ýmsa kúnna m.a. Ásgeir Ásgeirs- son forseta, þá misstu þeir við- skiptin við Pétur Hoffmann. Hann kom alltaf hingað eftir það. En ég vil við þetta tækifæri skila kærri kveðju og þakklæti til allra við- skiptavina stofunnar. Og þeir sem ætla að læra á bíl hjá mér verða eftirleiðis að hringja heim. - Er þetta ekki ævafornt hús sem rakarastofan er í? - Ég held að ég muni það rétt að hornhúsið sjálft sé reist um 1880 en viðbyggingin sem stofan er í er frá aldamótum. Sagan segir að sá sem byggði húsið hafi fengið Gvend dúllara til að leggja sparifé sitt í það og haft hann svo í fæði í nokkrar vikur og gefið honum vasahníf að , skilnaði. Þá voru þeir kvittir. í við- byggingunni mun járnsmiður hafa verið fyrstu árin en síðan Norð- fjörð úrsmiður. Það kom hingað einu sinni gamall maður sem hafði Iært hjá Norðfjörð og hann fékk að líta á kompuna bak við en þar hafði hann haft fleti til að sofa í á námsár- unum. Hann sagði að Norðfjörð hefði stundum gefið sér fyrir bíó en þá hafi einhverjir á verkstæðinu þurft að nota svefnplássið til á- kveðinna hluta. Og karlinn hýrn- aði allur við minninguna. Þess skal að lokum getið að Trausti Eyjólfsson var með þekkt- ari frjálsíþróttamönnum landsins á sinni tíð og keppti í spretthlaupum, m.a. fjölmörgum sinnum fyrir fs- lands hönd á erlendri grund svo sem á Ólympíuleikunum 1948. En það er önnur saga. - GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.