Þjóðviljinn - 29.05.1984, Page 7
Þriðjudagur 29. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7.
Hvað er að vera
vinstrisinnaður?
Víðtœk krafa
um lýðrœði,
andúð á
uppsöfnun valds
Ekkert er algengara nú átím-
um en menn segist ekki vita
það lengur hvað er að vera
vinstrisinnaður og hvað er að
vera til hægri. Margir snúa út úr
spurningunni og segjast hvor-
ugt vera, eða þá blátt áfram
áttavilltir.
Danska blaðið Information lagði
á dögunum fyrir nokkra merkis-
menn þessa spumingu: Hvað finnst
þér að það þýði að vera vinstri- eða
hægrisinnaður? Svörin báru mörg
hver vitni þeirri ruglandi, sem fyrr
var nefnd, og einkum var það áber-
andi, að þeir sem hallast til hægri
hafa tilhneigingu til að gera lítið úr
muninum. Til dæmis segir Poul
Schluter forsætisráðherra á þá leið,
að hugtökin vinstri og hægri hafi
haft raunverulega þýðingu á síð-
ustu öld, en nú væri miklu nær að
tala um framfarasinna og íhalds-
menn - sem þýðir fyrst og fremst að
verið er að orða fyrirbærin upp á
nýtt.
Fleiri em þó þeir sem vilja, eins
og rithöfundurinn Villy Sörensen,
halda í nokkur gmndvallaratriði: I
stuttu máli sagt er það verkefni
hægrisinna að vernda forréttindi
þeirra sem forréttindi hafa og það
er vinstrisinnað að ráðast gegn
þessum forréttindum, segir hann.
En hann vill bæta því við, að málin
séu samt aldrei svona einföld.
Jafnir
möguleikar
Eitt athyglisverðasta svarið
kemur frá Preben Wilhelm, sem
hefur setið lengi á þingi fyrir vinstri
sósíalista, og hefur það orð á sér,
að hann hugsi á við hálft þingið.
Hans svar er á þessa leið:
Ég tel að hugtakið vinstrisinnað-
ur feli í sér kröfu um víðtækt lýð-
ræði, sem aldrei stendur í stað. Og
þegar ég tala um lýðræði þá á ég
ekki aðeins við fjölflokkakerfi,
heldur og það að meirihlutinn
verði til á gmndvelli jafnra mögu-
leika og með virðingu fyrir minni-
hlutanum.
Það sem skiptir mestu máli í á-
greiningi okkar við hægrisinna er
það, að þeirra lýðræði er ekki raun-
Preben Wilhelm: Sumlr vlnstrimenn
eru ansi langt til hægri.
verulegt, eða að minnsta kosti
mjög takmarkað, vegna þess að
það byggir ekki á jöfnum mögu-
leikum.
Til dæmis tala þeir margt um
tjáningarfrelsi sem er fólgið í því,
að nokkrir einstaklingar hafa vald
til að gulltryggja Berlinginn og út-
gáfur hans (Morgunblaðið danska)
en enginn getur bjargað jafn ágætu
blaði og Sósíalísku dagblaði (mál-
gagni SF og að nokkm leyti vinstri
sósíalista, sem gafst upp í hitteð-
fyrra).
Eða þá að þessir hægrisinnar tala
um pólitískt lýðræði án þess að gefa
gaum að því, að í þessu samfélagi
geta efnahagslegir hagsmunir ein-
stakra persóna ráðið úrslitum um
það, hvort þúsundir manna haldi
vinnu sinni eða ekki.
Vinstri vængur
Krafan um jafna möguleika, það
er að segja meira efnahagslegt
jafnrétti og niðurbrot pólitískra
valdamiðstöðva sem byggja á fjár-
magni, er samnefnari hins svo-
nefnda vinstrivængs stjórnmála.
Það sem við eigum sameiginlegt er
afstaðan til skiptingar lífsgæða í
víðtækustu merkingu.
Um leið verð ég að taka það
fram, að ég er ekki vel ánægður
með hugtakið „vinstrivængur“
vegna þess að það breiðir yfir
ágreining innbyrðis sem í mínum
augum skiptir höfuðmáli.
Meira efnahagslegt jafnrétti er í
mínum augum aðeins hluti af
„vinstristefnu". En virkur og díal-
ektískur skilningur á samfélaginu,
sem kemur fram í opinni afstöðu,
fordómaleysi og virðingu fyrir
minnihlutum og gefur því ítrustu
tryggingu fyrir frelsi og réttindum,
efahyggja gagnvart uppsöfnun
valds í hvaða mynd sem er - allt
þetta fellur einnig undir minn
skilning á vinstrimennsku.
Og í þessum efnum eru hlutar af
svonefndum vinstravæng afar
hægrisinnaðir...
áb. tók saman.
Svikin vara út
um allan heim
Viðskiptin nema
um 2% af
heimsversluninni
Til íslands hafa borist fregnir um
að í Suður-Kóreu séu búnar til
eftirlíkingar af íslenskum lopa-
peysum og þykja það að sjálfsögðu
111 tíðindi fyrir ullariðnaðinn.
Reyndar er það svo að ýmiskonar
vörufalsanir eru gífurlega út-
breiddar. Talið er að á ári hverju
séu siíkar vörur seldar fyrir um 40
mifjarði dollara en það nemur um
2% af heimsversluninni.
Mál þessi eru talsvert á dagskrá í
blöðum vegna þess að fyrirtæki og
viðskiptasamtök hafa lagt að und-
anförnu aukna áherslu á að berjast
við falsarana. Til dæmis tókst
breskum erkispæjara á dögunum
eftir tveggja ára rannsóknir um all-
an heim að finna leynileg verkstæði
í Milanó á Ítalíu og voru þár gerðar
upptækar eftirlíkingar af göfugum
handtöskum, veskjum, sígarettuk-
veikjurum og öðru fyrir um 30 milj-
ónir króna. Hópur einkaspæjara
vann í þrjú ár áður en það tókst að
finna í London ólöglega verk-
smiðju sem framleiddi ilmvötn
undir frægum merkjum eins og
Chanel og Aramis.
Afleiðingarnar af þessari iðju
eru margvíslegar. Bandaríska
verslunarráðið telur til dæmis að
falsanirnar kosti iðnað iandsins 6-8
miljarði dollara á ári og um 130
þúsundir manna vinnuna. Nú
mætti segja sem svo, að lítið gerði
til þótt ilmvötn séu fölsuð eða ann-
ar munaðarvamingur. En stundum
eru falsanirnar beinlínis hættu-
legar. Dæmi eru til af ilmvatni, sem
brenndi hörundið, fölsuðum lyfj-
um sem eru verri en gagnslaus, til-
búnum áburði sem gerir ekki hið
minnsta gagn, og Kenyamenn urðu
fyrir því árið 1979 að kaupa falsað
skordýraeitur sem stórspillti kaffi-
uppskeru landsins.
En þótt það takist að finna falsar-
ana og framleiðslumiðstöðvar
þeirra er leikurinn ekki unninn.
Víðast hvar tekur löggjöfin mjög
vægt á þessum málum, menn em í
mesta lagi dæmdir í nokkrar sektir,
sjaldan í fangelsi. Auk þess em
falsanimar þýðingarmikill atvinnu-
vegur í ýmsum löndum þriðja
heimsins, til dæmis Suður-Kóreu,
Thailandi og á Taiwan. Reynt hef-
ur verið að fá lokað tískuverslun-
um í Seoul í Suður-Kóreu, sem
selja nær eingöngu svikna evr-
ópska munaðarvöm - en embættis-
menn daufheyrast við öllum kvört-
unum, enda eins líklegt að þeir eigi
sjálfir eitthvað í fyrirtækjunum.
Stundum segja stjómarfulltrúar
blátt áfram við þá sem kvarta: Við
skulum loka hjá fölsumnum - ef
þið sjálfir opnið útibú frá ykkur hér
og veitið þeim vinnu.
(Byggt á Time).
Valtarl settur á svikln úr, sem tollverðlr í Hong Kong hafa gert upptæk.
Sovétandúð
og njósnadella
Rifíst um
vodka
Hið virta sovéska vikurit Literat-
urnaya Gazeta var ekki yfir sig
glatt yfir blaðauglýsingum um en-
ska vodkað Vladivar sem birtust I
breskum blöðum fyrir skömmu, og
ásakaði aðstandendur þess um að
nota auglýsingar sem byggðust á
hreinni andúð á Sovétríkjunum.
En eins og allir vita er Rússland
móðurland hins göfga drykkjar, og
til að undirstrika hversu afburða
gott Vladivar er, þá sýndi auglýs-
ingin rússneska njósnara sem
augljóslega vom á höttunum eftir
uppskriftinni að hinu enska Vladi-
var!
Mórallinn var auðvitað sá, að
Vladívar væri svo gott að meira að
segja Rússar, klókustu vodkagerð-
armenn í veröldinni, vildu vita
hvernig það væri búið til..
Hið sovéska rit taldi hins vegar
að auglýsingin væri greinilega
byggð á „gaddhörðum sovétfjand-
skap og njósnadellu“ og lét í ljósi
djúpa hryggð yfir því að svoleiðis
villutrú væri birt í virtu ensku blaði.
„Eða er það kannski vegna þess“
spurði blaðið í lokin,“ að það era
ekki nema óforbetranlegar byttur
sem trúa vitleysunni um sovésku
njósnarana?"
-ÖS
Hryssa kastaði
zebrafolaldi
þau sérstæöu tíðindi urðu kastaði zebrafolaldi. Er þetta í
nýlega í dýrafræðinni að hryssa fyrsta skipti sem hestur tekur
ein í Kentucky í Bandaríkjunum slíkt ómak af ættingjum sínum
röndóttum.
Þetta vildi til með þeim hætti að
samstilltur var fengitími hryssunn-
ar við zebrahryssu og var fóstrið
tekið úr henni síðamefndu aðeins
tíu daga gamalt. Hryssan gekk síð-
an með zebrafolaldið í eina 360
daga og fæðingin tókst mæta vel.
Hagnýt þýðing þessa ráðabmggs
er sú, að með þessu móti er hægt að
fjölga örar en áður sjáldgæfum dýr-
um í dýragörðum og þá zebrahest-
um. Með þessari aðferð væri hægt
að fá allt að tíu afkvæmi frá einni
zebrahryssu á ári hverju.