Þjóðviljinn - 07.06.1984, Síða 5

Þjóðviljinn - 07.06.1984, Síða 5
Fimmtudagur 7. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Hin nýja stefna Á síðustu vikum hefur komið glögglega í Ijós að blikureruálofti í menntamálum. Morgunblaðið talaræoftarum „stefnubreytingu í menntamálum" undirforystu Ragnhildar Helgadóttur menntamálaráðherra. Þessi stef na er hins vegar ekki skýrð giska djúpt í Morgunblaðinu eða annars staðar þar sem hennar er getið. Hins vegar má segja að hún birtist skólafólki einkum í tvennu: - Kennarasamtökin eru hundsuð og álits þeirra annaðhvort ekki leitað (Námsgagnastofnun) eða ákvarðanirteknar um mikilvæg mál sem ganga þvertáviljaþeirra (samræmduprófin). -Markaðshyggja er leidd til há- sætis: foreldrar skulu sjálfir kosta menntun barna sinna (niður- skurður til Lánasjóðs), lagt er til að kostnaði af námsbókum verði velt yfir á foreldra eða sveitarfé- lög og jafnframt eru uppi tillögur um að einkaaðilum verði gert kleift að græða á menntakerfinu eftir bestu getu (útboð á náms- efni, sala Skólavörubúðarinnar sbr. tillögu Alberts Guðmunds- sonar). Vegiö aö Náms- gagnastofnun Hin nýja markaðshyggja sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur leitt til hásætis birtist að líkindum skírast í tillögum um framtíð mikillar nauðsynjastofnunar, Námsgagnastofnunar. Tillögurn- ar voru nýlega lagðar fram í skýrslu sem unnin var á vegum menntamálaráðuneytis og Ragn- hildur Helgadóttir veltir vöngum sínum yfir þessa dagana. í skýrslunni er margt sem kennurum finnst aðfinnsluvert en þrjú atriði eru þar sem margir líta á sem hálfgerð helgispjöll. Hið fyrsta er tillaga um að leggja niður Skólavörubúðina í núverandi mynd og gera hana í staðinn að pöntunarþjónustu fyrir skólana. En Skólavörubúð- in hefur notið mikilla vinsælda hjá kennurum jafnt sem náms- fólki og foreldrum þess, einsog sést líklega best á því að hún skilaði í fyrra hartnær þriggja miljón króna bókfærðum hagn- aði. Misrétti aukiö í skýrslunni er líka lagt til að kostnaður við námsbókagerð verði fjármagnaður annaðhvort með því að sveitarfélögin taki á sig kostnaðinn í auknum mæli, eða með því að foreldrar greiði námsbókagjald. Þessu hafa kennarar mótmælt harðlega, ófært sé að leggja á herðar for- eldra enn meiri byrðar, og á Kennaraþingi um síðustu helgi var bent á, að smærri sveitarfélög einfaldlega orkuðu ekki að taka á sig þennan kostnað. Afleiðingin yrði hreinlega sú að sveitaskólarnir myndu ekki hafa efni á því að kaupa jafn gott námsefni og skólar í þéttbýli. Þarmeð myndi enn aukast sá munur sem nú þegar er milli að- stöðu námsfólks í höfuðborginni og á landsbyggðinni. Misréttið myndi því aukast. Lögmál markaðarins Skrifar Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra uppá tillögur sem gera ráð fyrir að samning námsefnis verði boðin út „í til- raunaskyni"? aðshyggjan í þeirri tillögu nefnd- arinnar, að „gerð verði tilraun með að bjóða út námsefnis- og námsgagnagerð, svo og fram- leiðslu þeirra... “. Þetta þýðir ein- faldlega að útgáfufyrirtækjum í einkaeigu á að gefast kostur á að Ásgeir Guðmundsson forstöðu- maður Námsgagnastofnunar átti sæti í nefndinni sem vann hina umdeildu skýrslu. Þar mun hann hafa barist gegn villtustu útboðs- hugmyndum markaðshyggju- manna. maka krókinn á skólabókamark- aðnum eftir bestu getu, en það er ein hugmyndanna úr frjáls- hyggjubanka Sjálfstæðisflokks- ins. Yfir þessum tillögum eru kenn- arar, vægast sagt, mjög uggandi Lárus Jónsson þingmaður Sjálf- stæðismanna mun hafa verið elnn ötulasti talsmaður þess að leiða markaðshyggjuna til önd- vegis innan Námsgagnastofnun- ar, bjóða út gerð námsgagna á frjálsum markaði og leggja niður Skólavörubúðina í núverandi mynd. einsog kom fram í ályktunum og umræðum á Kennaraþinginu um helgina. Bent er á, að gerð nám- sefnis er afar flókið og vandasamt ferli, ákveðin kennslufræðileg forvinna er mjög nauðsynleg og felst meðal annars í því að nám- sefnið er tilraunakennt í smáum hópum nemenda uns nægilega háu gæðamarki er náð. Eftir þessa ströngu undirbúningsvinnu er námsbókin endanlega sam- þykkt til útgáfu. Og spurt er: hvaða tök hafa að- ilar á hinum frjálsa bókamarkaði á því að hafa um hönd hina nauðsynlegu forvinnu? Hver á að borga brúsann ef gefin er út kennslubók af forlagi, sem kenn- arar dæma síðan óhæfa? Er rétt- lætanlegt að ætla að bókaforlög sem eðlilega hafa hagnað að leiðarljósi fyrst og fremst, geri nægilega strangar kröfur til námsefnis sem samið yrði á veg- um þeirra? Átök í nefndinni Það hefur vakið furðu, að í nefndinni áttu sæti tveir ágætir skólamenn, þeir Ásgeir Guð- mundsson forstöðumaður sjálfr- arNámsgagnastofnunar og Hörð- ur Lárusson deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu. Hvernig stendur á því að þessir menn stóðu að samþykkt tillagna á borð við þessar? var spurning sem heyrðist varpað fram á Kennaraþingi. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans munu þeir hins vegar hafa litið svo á, að hlutverk þeirra í nefndinni væri að sporna af megni gegn villtustu markaðs- hugmyndum nefndarmanna, en mestur postuli frjálshyggjunnar í henni mun hafa verið Lárus Jóns- son alþingismaður Sjálfstæðis- flokksins. Heimildir Þjóðviljans greina frá því að þeim hafi til að mynda tekist að útvatna mjög ýmsar tillögur sem komu fram. I því sambandi er bent á Skóla- vörubúðina, sem ýmsir vilja koma alfarið í hendur einkaaðila en tókst þó að hindra. Jafnframt mun þeim hafa tekist að koma því inn í tillögur um útboð á samn- ingu námsefnis að „gerð verði til- raun“ með það, í stað þess að gera útboðshugmyndina að meg- intillögu. En með því orðalagi sem nú er inni er það nánast í sj álfsvaldi forráðamanna Náms- gagnastofnunar hvernig útboð- inu verði háttað, og í hversu mikl- um mæli sú leið verður farin. Þessar tillögur eru að sjálf- sögðu ættaðar úr vopnabúri þeirra frjálshyggjumanna sem nú ráða ferð í Sjálfstæðisflokknum. Skólavörubúðina á að selja af þeirri einu ástæðu að hún er vel rekið ríkisfyrirtæki sem skilar hagnaði uppá margar miljónir, enda var hún á hinum fræga lista sem Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra lagði fram um gróðavænleg ríkisfyrirtæki sem átti að leggja í hendur einkafram- taksins. Þetta er þeim mun nötur- legra þegar haft er í huga að upp- haflega var nefndin stofnuð til að ráða bót á fjárhagsvanda Náms- gagnastofnunar! Sama hugmynd er að baki því að bjóða út gerð námsbóka. Markaðurinn er stór og mun aldrei hverfa, þarmeð er að dómi markaðshyggjumanna sjálfsagt að leyfa einkaaðilum að spreyta sig á því að nota hann í fjáröflun- arskyni. Þeir munu líka verða hinir einu sem munu græða, verði tillögurnar samþykktar af Ragn- hildi. Hópur þeirra sem munu tapa á þessum hugmyndum er hins vegar allmiklu stærri: ne- mendur framtíðarinnar og skóla- fólk. Össur Skarphéðinsson skrifar Skólavörubúðin. Forraðamenn hennar hafa gert sig seka um þá höfuösynd aö reka hana nægilega vel til að bókfæröur hagnaður var af henni uppá hartnær þrjár miljónir króna á síðasta ári. Af þeim sökum vlldi Albert Guðmundsson fjármálaráðherra selja hana í hendur einkaaðíla og nú eru uppi hugmyndir að loka sjálfri búðinni en setja upp pöntunarþjónustu í staðinn. Hversvegna? Til að einkaaðilar geti grætt á henni - en ekki ríkið! (Ljósm.: Atli). Einna gleggst birtist þó mark- Fréttaskýring Menntakerfið boffið út • Vegið að Námsgagnastofnun • Verður Skólavörubúðin seld? • Lendir útgáfa námsbóka í höndum einkaaðila?

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.