Þjóðviljinn - 07.06.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.06.1984, Blaðsíða 8
8SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. júni 1984 A söngvaferð með Arju Saijonmaa Mikið var gaman í Broadway á þriðjudagskvöld: Arja Saijon- maa var að syngja þar með hljómsveit. Söngkonan finnska, sem hér hefur áður komið góðu heilli, fór með áheyrendur í söngvaferð um mörg lönd. Bertolt Brecht var ádagskrá, meðal annars söngurinn ógleymanlegi um hermannsfrúna sem fékk sendingar úr löndum þeim sem þýski herinn óð yfir. Edith Piaff kom við sögu, komið var við á Ítalíu, í Chile og austur í Rússlandi og að sjálfsögðu í Finnlandi sjálfu og Svíþjóð. En fyrirferðarmestur í dag- skránni var gríska tónskáldið Mikis Þeodorakis - sá sem gæti komið öllum tii aðdansa með sínum áleitna rytma, einnig þeim sem aldrei ann- ars legðu út í það ævintýri. Þetta var mjög áheyrileg dagskrá, Arja Saijonmaa fer ekki með ómerkilega texta, allir hafa þeir gott vægi, hvort sem sungið er um ástina, farið með gamanmál eða vikið að þeim hlutum sem minna menn á að hjartað er vinstra megin í skrokknum. Oghúná góða breiddítúlkunsinni, dapurleik- anummiðlarhúnaf sömu einlægni og gleðinni og hvatn- ingunni. Geislandi lífsþróttur hennar fékk áhorfandann fljótt til að gleyma því að hann var staddur á skræpóttu di- skóteki þar sem magnararnir hafa að jafnaði völdin. Arja átti svo að syngja aftur í Norræna húsinu í gærkvöldi í „innilegra“ andrúmslofti, og efast enginn um að það hafi allt gengið prýðilega. Á.B. Athugsemd: Undarleg truflun varð í umsögn sem birtist hér í blaðinu í gær um látbragðs- leikara tvo frá Bretlandi. Þar var sagt á þá leið, að best hafi umsagnarhöfundi líkað, þeg- ar sýningin fór sem næst hefð- bundnum látbragðsleik og gamanmálum hans. Síðan átti að standa „Eða þegar Darius leikur ástarsögu fyrir tíu fing- ur“. Þess í stað kom á prent: „Eða (þegar hann) leikur á stórsög með tíu fingrum“. Hér mun um að kenna óhreinu handriti, en leiðréttist hér með. - áb. Broadway í kvöld: Morse-látbragðsleikhópurinn hefur undanfarna daga sýnt á Lækjartorgi við mikinn fögnuð og tók Loftur þessa mynd í hádeginu í fyrradag. í kvöld kl. 20 verður síðari sýning hópsins í Gamla bíói. Chieftains í kvöld kl. 21.30 mun írski þjóð- lagahópurinn The Chieftains skemmta á vegum Listahátíðar í Broadway og annað kvöld verða þeir með tónleika í Gamla bíói. Á undanförnum tveimur ára- tugum hafa The Chieftains safnað írskri tónlist og gert hana sína eigin á sin sérstaka og hugljúfa hátt. Þeir hafa leikið inn á fjölda hljóm- platna, m.a. með Mike Oldfield, Art Garfunkel, Don Henley og Dan Fogelberg. Þeir hafa leikið með Eric Clapton, Van Morrison, JamesGalway og Jackson Browne, og munu leika með The Rolling Stones á næstunni. Þegar Jóhann Páll II. páfi sótti íra heim léku þeir fyrir hann og 1.350.000 aðra í Pho- enix Park í Dyflinni. Þeir unnu til Óskarsverðlauna 1976 fyrir tónli- stina í myndinni Barry Lyndon, og 1983 unnu þeir kanadísku Genie verðlaunin fyrir tónlist sína í mynd- inni The Gray Fox. Sama ár urðu þeir fyrstir tónlistarmanna til að halda hljómleika í Alþingishúsi Bandaríkjanna, og var það í boði Tip O’Neill, sem auk þess að vera af írsku bergi brotinn er hæstráð- andi í fulltrúadeildinni. Leiðrétting í umsögn um Norrokk í Þjóð- viljanum í gær kemur fyrir orðið karlrembusvínkur, sem er argasta prentvilla. Setningin átti að hljóða svo: Urðu fáeinar kven- rembusvínkur fúlar fyrir vikið... Fred Akerström er þekktastur fyrir túlkun sína á Ijóðum og lögum Bell- manns. Bellmannskvöld Freds Akerström í kvöld og annað kvöld verður sænski trúbaborinn Fred Áker- ström með vísnakvöld í Norræna húsinu á vegum Listahátíðar og syngur lög eftir Bellmann, en hann er einna þekktastur fyrir túlkun sína á þeim. Fred Ákerström er einn af þekkt- ustu vísnasöngvurum Svíþjóðar og hefur lagt stund á vísnasöng í meira en 20 ár. Carl Michael Bellmann var uppi 1740-1795 og er þekktur og elsk- aður víða um lönd fyrir Ijóðaflokka sína Fredmans Sánger og Fred- mans Epistlar. f hinum síðari iýsir hann á mjög lifandi hátt lífi bó- hema í Stokkhólmi á 18. öld þar sem skiptist á taumlaus lífsgleði og dýpsta þunglyndi og er aðalpersón- an hin fagra Ulla Winblad. Sembaltónleikar í Kristskirkju í kvöld kl. 20.30 verða sembal- tónleikar Hclgu Ingólfsdóttur í Kristskirkju á vegum Listahátíðar. Á efnisskrá eru verk eftir J.S. Bach og er hún valin með tilliti til þess að á næsta ári eru liðin 300 ár frá fæð- ingu Bachs. Helga Ingólfsdóttir lauk ein- leikaraprófi í semballeik frá Tón- listarháskólanum í Múnchen árið 1968 og hefur haldið fjöida tón- leika heima og erlendis. Árið 1975 kom hún á fót „Sumartónleikum í Skálholtskirku" ásamt með Manu- elu Wiesler. Mörg íslensk og er- lend tónskáld hafa tileinkað henni verk sín. Viðamestu verk tónleikanna í kvöld eru Konsertinn í ítölskum stíl og Forleikurinn að frönskum hætti. Þessi tvö verk gaf Bach út árið 1735 og á titilsíðu getur hann þess að þau séu samin fyrir tveggja hljóm- borða sembal og eru þau meðal ör- fárra verka hans sem í er fyrirskrift um val hljómborða. Á tónleikun- um leikur Helga á tveggja hljóm- borða sembal sem er eftirlíking Helga Ingólfsdóttir leikur Bach í Kristsklrkju í kvöld. hljóðfæris sem hollenski semb- alsmiðurinn J.D. Dulcken smíðaði árið 1745. - GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.