Þjóðviljinn - 17.06.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.06.1984, Blaðsíða 2
FLOSI skammtur af þjóðhcrtíðardagskránni 17. júní Forsætisráðherra tekur til máls. Góðir Islendingar. I dag fögnum vér frelsi og sjálfstæði íslensku þjóð- arinnar. í dag eru fjórir áratugir liðnir síðan lýðveldi var stofnað á Þingvöllum og ísland varð endanlega frjálst og fullvalda. í dag sameinast allir íslendingar einhuga í ólgandi þjóðarmetnaði um sjálfstæði, heill og ham- ingju þess lands sem vér byggjum, landið sem hefir alið oss við brjóst sér og í skauti meira en ellefu aldir. Þjóðararfur og menningararfleifð vor stendur föst- um fótum í kjarnmikilli tungu norrænna hrafnistu- manna, sem lögðu grunninn að sjálfstæði voru með óbilandi dug og drenglund. Það voru landnemar, hetjur af konungakyni, sem komu með eldinn um brimhvít höf, synir og farmenn hins frjálsborna anda, sem leituðu landa og í særoki klufu kólguna þungu, komu og sáu til stranda. Og í dag fagna allir, ríkir og fátækir, karlar og jafnvel konur, allt frá forseta niður í skósmið, yfirvald og undir- sátar. Allir, já allir sem einn líta til himins og fagna því að fullveldi íslands er enn staðreynd og að landið hefur enn ekki verið selt, heldur aðeins veðsett. í dag grætur himinninn gleðitárum, eins og hann gerði líka á Þingvöllum fyrir fjörutíu árum, en vér skulum vera þess minnugir að því meira sem rignir, þeim mun einlægari er fögnuður herra vors á himnum yfir sögueyju elds og ísa og aflvaka íslensku þjóðar- innar, sem er menningararfur vor, gullaldarbók- menntir og tunga. Forsætisráðherra hefur lokið máli sínu. Nú flytur Sinfóníuhljómsveitin hátíðarkantötuna „Fjörbrot". Ávarp Fjallkonunnar. Ó þjóð mín, ó land mitt, mín kæti, mín kvöl, mín köllun, minn draumur, sem ætlar að rætast, mitt hjarta, minn hugur, minn bikar, mitt böl, mín básúna og harpa við feiknstafi kætast. Ó hæðir, ó dalir, ó firðir, ó fjöll, ó fossar, ó jöklar með hátignar skalla, ó klettur, ó drangur, þér trygglyndu tröll, með trega ég sæll mér í skaut yðar halla. Og óp mitt í fjarska, sem bergmálar blítt mót bláhvítum himni í þögn sinnar stærðar mun óma til baka sem notað og nýtt, ég nýt þess við eld vorrar heilögu mærðar. Því nú eftir fullveldis fjörtíu ár er framtíðardraumur að rætast í verki, vort hungur og hörmungar, tregi og tár vort tálbeitta vopn - já vort sjálfstæðismerki. Vér gleðjumst og fögnum á feðranna slóð farsæld og gleði til hafs bæði og sveita því enn munu börnin, já þing vort og þjóð þrauka og gleyma ekki strax hvað þau heita. En eftir að hátíð er gengin um garð vér gáum til skýja og þungbúnir hugsun. Hvað fengu þeir nýfæddu aftur í arð? Ef til vill barasta kúkinn í buxum. Og nú hefst barnaskemmtun í pollagalla. Frjálst ísland er engin tímaskekkja djúp milli óbreyttra þegna og valdastofnana. Forsenda efnahagslegs lýðræðis er valddreifing, samfélög þar sem þegnarnir ráða fram- leiðslu sinni, þar sem þeir sækja fullnægju í vinnu sína, og enginn rænir arði af verk- um annars manns. Eigi slík En jafnframt því sem við aukum þannig samskipti okk- ar við umheiminn og gerum þau fjölþættari, verðum við að halda þannig á málum að sjálfstæði okkar aukist, að við ráðum örlögum okkar í vax- andi mæli einir, eftir því sem við erum menn til. Þetta á ekki síst við á sviði utanríkismála, en þar þurfum við að brjóta af okkur herfjötra Atlantshafs- bandalagsins og hreinsa af landi okkar niðurlægingu er- lendrar hersetu. Fyrr getum við ekki gengið með hreina samvisku til neinnar þjóðhá- tíðar. Sumir velmegunarþegnar segja að aó^þetta sé allt úrejt rómantlk. iViö lifum á öld sem þróaÖ.|föft,’ftéaveldi og miklar sam3f%þuí,"jáfnt á sviði víg- búnað&nfjög; éffiahagsmála, og þanfíög rfiunFáfram stefna; þau satóífeiög 'áém ekki að- lagist þéirri þróun muni drag- ast aftur úr og tortímast. Ég er allt annarrar skoðunar. Meg- ineinkenni þessarar aldar er baráttan fyrir efnahagslegu lýðræði og jafnrétti, bæði innan þjóðríkja og milli þeirra. Þeim markmiðum verður aldrei náð innan risavelda eða efnahagsbandalaga með sterkri miöstjórn; þar verður áfram staðfest óbrúanlegt Magnús Kjart- ansson i Þjóðviljanum 28. júí 1974 markmið að verða að veru- leika þurfa samfélögin aö verða smá, hvað sem allri yfir- byggingu líöur; menn verða að hafa yfirlit yfir viðfangsefni sín, raunverulegt frelsi til þess að velja og hafna. Sókn mannkynsins til efnahagslegs lýðræðis og jafnaðar hlýtur að stefna að slíkum markmiðum, og því munu bandalög liðast sundur og risaveldi molna. Þau fyrirbæri sem sumir velm- egunarþegnar trúa mest á eru að verða þrándur í götu óhjá- kvæmilegrar þróunar, ef frelsi og lýðræði eiga að halda áfram að eflast í mannheimi. Við íslendingargetum verið nær slíkri þróun en nokkur þjóð' önnur. Eitthvert mesta lán okkar er það hvað við erum fámennir. Þrátt fyrir mis- rétti og ómælda spillingu hef- ur fámennið fært okkur meiri jöfnuð, eðlilegri tengsl milli manna, virkara lýðræði en ég þekki til í nokkru öðru landi. Þeim gæðum megum við ekki sleppa, heldur ber okkur að treysta þau og fullkomna til mikilla muna. Islenskt samfé- lag er engin tímaskekkja, ekki neinn annarlegur ávöxtur úr- eltrar fortíðar, heldur vísar það augljósar leiðir til framtíð- arinnar. Ef við eigum manndóm og trú til þess að tryggja óskorað frelsi okkar, til þess að koma á efnahags- legu lýðræði í landi okkar, ís- lenskum sósíalisma, getum við orðið öðrum þjóðum fyrir- mynd. Þá mun okkur takast að gera fortíð, nútíð og framtíð að einni andrá, líkt og þegar tíminn stóð kyrr sumarkvöldið góða við Breiðafjörð." Breyttar neysluvenjur Þegar innflutningsskýrslur eru skoðaðar er einna áhuga- verðast að reyna að sjá út hvernig neysluvenjur þjóðar- innar hafa verið að breytast á umliðnum árum og áratugum. Það kemur til að mynda skýrt fram að á lýðveldisárinu jókst mjög neyslan á sterkum vín- um, vínföngum og öli, en minnkaði af kaffi, sykri og tó- baki miðað við árið á undan, hverju sem sætir. 1943 voru flutt inn tæp 16 tonn af kaffi, rúmir 16 þús. hl a< öli og um 1600 hl af sterk- um vínum en >944 aðeins 10 Efnahagsleg velsæld breytti mjög neysluvenjum landans. tonn af kaffi, en tæplega 17 þús. hl af öli og um 2500 hl af sterkum vínum. í lokin er fróðlegt að bera saman neysluvenjur á nokkr- um nautnavörum á þremur tímaskeiðum, um aldamótin, á lýðveldisári og í upphafi ára- tugar sem við nú lifum.* Úr 14 kg. í 50 kg. MmmMm^MmmMmmmmmmmmmmMmmmMLjm af sykri á mann Árið 1900 notaði hver lands- maður að meðaltali 5.1 kg. af kaffi, árið 1944 7.9 kg. og árið 1981 var neyslan orðin 9.7 kg. Sykurátið var um aldamótin 14 kg. á hvert mannsbarn, 46.4 kg. árið 1944 og 1981 rétt 50 kg. Tóbaksneyslan var 1-3 kg. á hvern landsmann um aldamótin en hafði minnkað á lýöveldisári í 1 kg. en er nú komin upp í 2.13 kg. Mest hefur aukningin orðið í drykkju léttra vína. Um alda- mótin voru flutt inn 0.3 lítrar per. mann, 1.1 líter á lýðveld- isári en 9.3 I. nú í byrjun ní- unda áratugarins. Sá fróðleikur um íslenskt þjóðfélag á lýðveldisári sem hér hefur verið rakinn í tölum er meira til gamans, en hann sýnir þó glögglega hversu mikil umskipti urðu í íslensku þjóðfélagi með tilkomu nýrra vinnsluhátta í sjávarútvegi og aukinni hagsæld á fyrstu árum hins nýja lýðveldis.* 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 16.-17. júní 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.