Þjóðviljinn - 17.06.1984, Blaðsíða 8
1944 llí 1984
Árni Bergmann rœðir við Steinunni Guðmundsdóttur
sem er jafngömul íslenska lýðveldinu
Steinunn Guðmunds-
dóttir og íslenska lýðveldið
eru tvíburar. Steinunn
fæddist á Landsspítalanum
um það bil sem kirkju-
klukkurnar hringdu inn
lýðveldið 17. júní 1944. Og
stundum þegar hún var lítil
var henni strítt á þessari
sögulegu tilviljun - hún var
kölluð Lýðveldína.
- En mér var svosem sama,
segir Steinunn í viðtali við Þjóð-
viljann á dögunum. Mér þótti
annars leiðinlegt að eiga afmæli
sautjánda júní þegar ég var
stelpa, það vék fyrir öðru, skrúð-
göngum og öðru tilstandi, maður
hélt aldrei upp á afmæli sitt eins
og aðrir.
Steinunn er dóttir Fjólu Har-
aldsdóttur og Guðmundar heitins
Sigurðssonar, sem var revíusmið-
ur landskunnur og vel látinn í
ýmiskonar yrkingum og gaman-
málum.
- En pabbi orti ekki um þessa
uppákomu með fæðingu mína,
segir Steina, þótt hann hefði svo-
sem vel verið líklegur til þess.
Hann gat talað í vísum, hann var
svo hagmæltur, eins og ýmsir aðr-
ir af mínu fólki. En ég, nei ég er
alveg laus við þá gáfu.
í vestri og austri
Ævihlaup mitt segirðu, það var
ósköp venjulegt þangað til ég fór
að flækjast í útlöndum. Þegar ég
var nítján ára byrjaði ég að vinna
í utanríkisráðuneytinu og ég fór
til Washington að vinna í sendi-
ráðinu þar fljótlega eftir það. Þar
var ég í hálft þriðja ár. Svo var ég
nokkra stund heima, en fór til
Moskvu um áramótin 1967-78...
Eftir einn vetur í Moskvu fór
Steinunn vestur til Bandaríkj-
anna í orlof að finna bónda sinn
sem varð, Fróða Jóhannsson,
sem þar var í garðyrkjunámi. Þau
óku þvert yfír Ameríku og voru
sex vikur á leiðinni. Þetta varð til
þess, að Steinunn gerði styttri
stans í Moskvu en upphaflega var
ráð fyrir gert - hún fór heim á
árinu 1969 til að eiga sitt fyrsta
bam. Þau Fróði fluttust seinna á
því ári upp í Mosfellssveit og hafa
búið þar síðan og eiga fjögur
börn. Fróði og þeir frændur
rækta rósir ágætar á 3000 fer-
metrum í gróðurhúsum.
- Mér fannst ég alltaf vera eins
og utangátta innan um dipló-
mata, segir Steinunn, inni í þessu
smámunahjali öllu sem ég hefí
aldrei kunnað á. En ég kunni vel
við vinnuna og útþráin hefur
sjálfsagt ráðið miklu. í Washing-
ton hefi ég kannski verið einna
helst dæmigerður íslendingur í
útlöndum, hangandi utan í öðr-
um íslendingum, en vitanlega
kynntist maður einstaka Amerík-
ana. í Moskvu var sá hængur á,
að það var erfitt að stíga yfir
þröskuldinn sem umlykur útlend-
inga, ekki síst starfsfólk sendi-
ráða. Það var eins og maður væri
hálfhættulegur Rússum og þeir
máttu ekki koma inn fyrir dyr, ef
svo bar undir að von væri á gest-
um urðum við að fara út fyrir lög-
regluvörðinn sem passaði dipl-
ómatahúsið og taka á móti þeim
þar og leiða þá í gegn. Ingibjörg
Haraldsdóttir bjó hjá mér í þessu
diplómatahúsi í um það bil ár og
það bjargaðí málinu - hún var við
nám og gegnum hana kynntist ég
mörgu fólki, erlendum stúdent-
um og Rússum jafnvel.
Þyrnirós og
skriðdrekar
Það var furðulegt að vera í
Rússiandi, engu líkt eiginlega.
En ég vandist fljótlega aðstæð-
um, biðröðum og öllu. Þegar ég
kom um miðjan vetur var 40 stiga
frost í borginni og ég í pínupilsi og
einhverri undarlegri kápu, sem
helst minnti á rússneska her-
mannakápu. í þessu var ég að
spránga um göturnar og Rússarn-
ir höfðu aldrei séð annað eins. Á
hverjum degi hófust kappræður á
neðanjarðarbrautinni þegar ég
var á leiðinni í vinnuna um út-
ganginn á mér; fólk spurði hvort
mér þætti þetta virkilega fallegt
og svo hófust heitar umræður, því
Rússar eru yfirleitt ekkert að
liggja á því hvað þeim finnst.
Það var að ýmsu leyti erfitt að
vera útlendingur í Moskvu,
ferðafrelsi takmarkað og þar
fram eftir götum. En því fylgdu
líka forréttindi að vinna í sendi-
ráði - það var auðvelt að panta
miða á eftirsóttar sýningar, á
balletta og óperur og konserta.
Og það var af miklu að taka í
Moskvu og það skapaðist oft svo
mikil stemmning, hrifning fólks-
ins svo mikil og opinská, mér
fannst þetta einstakur tími. Ég
man að einu sinni sá ég Þyrnirósu
í nýja leikhúsinu í Kreml, þetta
var mikið ljúf sýning og málalok
farsæl eins og menn vita og mikið
klappað og innilega. Og þegar
við gengum út á Rauða torgið,
stóð þar yfír æfing fyrir hersýn-
ingu sem átti að verða daginn
eftir, sem var 1. maí. Ég hefí
aldrei vitað aðrar eins andstæður,
þama dmndu skriðdrekar og eld-
flaugar og allir gráir fyrir jámum
og gnýr mikill og hraði eftir þessa
dásamlegu sýningu og ljúfu tón-
list.
Þaö
skemmtilegasta
Og svo kom ég heim semsagt
og hér höfum við búið, ég vann
um tíma í ráðuneytinu og svo við
ýmislegt annað. Það skemmtileg-
asta sem ég hefi gert er að
hreinrita handritin að síðustu
fjórum bókum Halldórs Laxness,
í þessari hreinritun hefi ég getað
fylgst með því hvernig hann
breytir setningum, skiptir um orð
og þetta er firnagaman...
Það er allt fullt af myndum í
kringum okkur, þar em íkonar
og grímur sem vel gætu verið
mexíkanskar og grafík og þarna
er líka góður kunningi: kötturinn
Behemot sem kemur við sögu í
prýðilegri skáldsögu Búlgakofs,
Meistarinn og Margrét, það var
Ása Ólafsdóttir sem gaf þennan
kött.
- Ég veit ekki hvemig stendur á
öllum þessum myndum, kannski
sækir þetta á mig, segir Steina.
Ef ég mætti ráða
Svo fórum við að tala um erfiða
spurningu: Höfðu þeir tvíburarn-
ir, Steina og lýðveldið, gengið til
góðs í fjörutíu ár?
- Já, nú fer fyrir mér eins og
fyrir tuttugu ámm. Ég var þá úti í
Washington og daginn fyrir 17.
júní hringdi Morgunblaðið í mig
og vildi fá álit mitt á lýðveldisbar-
áttu íslendinga í tilefni afmælis
okkar beggja. Það var vont sam-
band og ég var hrædd um að
eitthvað hefði komið fyrir heima
og varð klumsa: ég gat engu svar-
að.
- En ef þú mættir ráða á íslandi
í dag, hvað mundir þú helst vilja
til bragðs taka?
- Ég mundi segja hernum að
gjöra svo vel að fara, hann er bú-
inn að vera hér alveg nógu lengi.
Ég veit svei mér ekki hvort ég á
að nefna fleira. Við emm ósköp
og skelfing duglegt fólk, íslend-
ingar, en við emm líka gefin fyrir
bruðl og flottræfilshátt. Við emm
líka full af allskonar tvískinnungi
í stóm og smáu, hvort sem við
tökum dæmi af bjórbanni bjór-
þambara eða fermingarstússi
hundheiðinna eða einhverju
öðm. Og þótt við séum dugleg,
þá vantar það ekki að meðal-
mennskan veður uppi og lætur
illa. Mér skilst að það sé til dæmis
heldur illa séð að menn skari
fram úr í skólum, hafi til dæmis
ekki þann metnað sem áður var
algengur að vilja skrifa vel, vera
góður í íslensku. íslenskumenn
segja mér að þeir fái færri og færri
góðar ritgerðir, það sé áberandi
hvað fólk skrifi illa og vitlaust.
Krakkar hafa litla sem enga til-
finningu fyrir máli, þeir lesa ekki
eins mikið og við gerðum á þeirra
aldri, þau horfa á sjónvarp, þau
hlusta á þetta raus á rás tvö og þar
fram eftir götum.
Lestur
- Ég segi fyrir sjálfa mig: ég hef
alltaf verið lestrarhestur. Mér líð-
ur ekki vel ef ég hef ekkert til að
lesa. Ætli ég hafi ekki verið
þrettán ára þegar ég byrjaði að
lesa Halldór Laxness og satt best
að segja hefur mér upp frá því
þótt heldur lítið til flestra annarra
bóka koma. Ég hefi lesið allt
mögulegt, en mér hefur ekki tek-
ist að rekast á neitt sem er betra.
Isaac Bashevis Singer skal ég að
vísu setja einhversstaðar í ná-
munda við Halldór, hann hefur
þessa hreinu frásagnargleði og er
líka mjög fyndinn á sinn hátt.
Apa eftir öðrum
- Að lokum þetta Steina: Áttu
nokkra sérstaka ósk íslendingum
til handa á afmælinu?
Komdu þar.
- En þegar ég fer að hugsa um
það: víst eru Islendingar alltof
ósjálfstæðir, alltof gefnir fyrir að
apa eftir öðrum, hlaupa á eftir
Svíum og Könum á víxl. Og þetta
fer vaxandi. Það eru allir að gera
sömu hlutina, fara á sömu staðina
og svona veltur þetta áfram ár
eftir ár eftir ár. Eina byltingin
sem hér hefur orðið er matarbylt-
ingin, matstaðir á hverju horni,
allir á kafi í frönskum sósum og
við sjálft liggur að það sé búið að
taka frá okkur hangikjötið, hvað
þá annað! Þessir gáfuðu og
skrýtnu menn sem við þekktum,
hvar eru þeir? Lfklega hefur mín
kynslóð séð síðustu móhíkanana
af ýmsum tegundum íslendinga.
Sagði ekki Halldór einmitt, að
enginn þyrði að vera ærlegur sér-
vitringur lengur á þessu landi?
Helst vildi ég óska íslending-
um þess að þeir hefðu döngun í
sér til að vera áfram sérstæðir og
sérvitrir, fara eigin leiðir...
ÁB.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 16.-17. júní 1984