Þjóðviljinn - 17.06.1984, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 17.06.1984, Blaðsíða 17
LEIÐARI Þegar rifjuð eru upp ræður og ljóð og ritgerðir frá árinu 1944 kemur fljótt í ljós, að mikil bjartsýni er það sem sameinar flesta þá sem til máls taka: nú er risinn fagur dagur, nú hefst glæsilegt skeið í sögu alfrjáls lands. Og nú, fjörutíu árum síðar, vekur þessi bjartsýni trega, því ekki hefur þjóðina borið þangað sem hún helst vildi halda. Vitanlega hafa orðið miklar framfarir á fjörutíu árum lýðveldisins. íslendingar hafa verið fljótir að átta sig á ýmislegri tækni, þeir hafa eflt framleiðslu sína svo mjög, að í prósentum talið munum við skáka mörgum þeim, sem mest gera sér leik að hagtölum. Almenn menntunarbylting hefur orðið í landinu og er kannski einhver ánægjulegasti þátturinn í þeirri þróun sem orðið hefur, húsakostur hefur stórlega batnað og ann- að það sem lýtur að almennum lífskjörum. í þessari þróun hafa íslenskir sósíalistar lagt margt jákvætt til mála, ekki síst til þess, að börn úr alþýðustétt næðu betri stöðu til náms en áður og til þess, að hagvöxtur hefur í umtalsverðum mæli verið nýttur til að bæta hag þess fólks sem misrétti auðvaldskerfis leikur verst. íslenskir vinstrisinnar og ýmsir ágætir einstaklingar aðrir hafa á liðnum árum lagt margt ágætt af mörkum til þess, að vonirnar frá 1944 um friðlýst menningar- land gætu ræst. En í þeim efnum hefur sigið á ógæfu- Á afmœli lýðveldisins hliðina. Við höfum ekki verið ein í okkar landi lýð- veldistímann, erlendur her er hér, og eykur nú umsvif sín með fulltingi tveggja stærstu flokka landsins. Al- þjóðlegir auðhringir hafa í vaxandi mæli sótt til for- ræðis yfir veigamiklum þáttum í íslensku atvinnulífi og eiga sér sendisveina marga hér innan veggja. Hvoru- tveggja hefur svo ýtt undir afsláttar- og uppgjafartil- hneigingar í íslenskum sjálfstæðismálum og menning- arviðleitni. Nýleg skoðanakönnun bendir t.d. til þess að háskalega stór hluti þjóðarinnar líti á bandaríska herinn sem einskonar aukabúgrein, sem eigi að rétta við þjóðarbúskapinn íslenska hvenær semygefur á bát- inn. En þetta vísar m.a. á vaxandi vantrú Islendinga á getu sína til að standa á eigin fótum í sínu landi. Samfara þessari sníkjulífshneigð, sem er mjög tengd langvarandi hersetu, eru ótíðindi að gerast í menning- armálum. Þjóðlaus gróðahyggja hefur sótt ísig veðrið og heimtar undir yfirskini einstaklingsfrelsis, að ís- lenskt menningarlíf sé í vaxandi mæli sett undir lögmál markaðarins. Og viðvörunum um það, hve háskaleg slík tilraunastarfsemi gróðans geti reynst sjálfstæðri menningarviðleitni lítillar þjóðar, svara hrokafullir lýðskrumarar með ásökunum um þröngsýni og aftur- haldssemi. Við íslendingar höfum farið skár út úr örum breytingum í heiminum en flestar dvergþjóðir aðrar - vegna þess ekki síst, að við áttum okkur merkilegan menningararf og nógu marga menn, sem í senn kunnu að tileinka sér nýjungar og menningarstrauma erlenda og um leið sækja styrk í þá þjóðlegu rót, sem þeir voru vaxnir upp af. En nú bendir margt til þess, að komið sé að menningarskilum sem erfiðara gæti orðið að sleppa heill út úr en þrengingum fortíðarinnar. Við liggjum í vaxandi mæli undir innrætingarfargi vitundariðnaðar, sem í nafni neyslufrelsisins sæla miðar fyrst og síðast að því, að gera okkur sem fyrst að sljóum neysluþræl- um. Að fólki sem veit ekki hvaðan það kemur og hugsar það eitt til framtíðarinnar að þá eigi menn kost á ótakmörkuðu alþjóðlegu afþreyingarefni á ensku - sem vitanlega kemur lítið og ekkert við því lífi, sem hér hefur verið lifað í landinu. Og kann þá að vera stutt í að menn ekki aðeins gefist upp á að standa á eigin fótum, heldur einnig á því að tala eigin tungu. Á þessum afmælisdegi Jóns Sigurðssonar og lýð- veldisins minnast menn margra ágætra karla og kvenna, sem áttu sinn þátt í þ'ví að íslensk menning hefur lifað og náð um margt merkilegum þroska. En um leið og þeirra er minnst með þakklæti er rétt að brýna það fyrir mönnum að sjálfstæði, menning og tunga smárrar þjóðar er alltaf í hættu. Fyrir þeim verðmætum verður að berjast ár og síð og alla tíð. hagskerfi þjóðarinnar gegnum þetta herlið og framkvæmdir á vegum þess. Það fór af stað hvellþróun, sem ég vil kalla svo, sem við höfðum ekki á valdi okk- ar, verulegur hluti þjóðarinnar stökk úr einskonar miðöldum yfir í tækniþjóðfélagið og þetta hefur reynst okkur erfitt á marga lund. Ég verð að segja eins og er, að það er í raun og veru ógerningur að fjalla um alla þessa margþættu þróun í blaðaviðtali án þess að einfalda um of mikla sögu. Ég hef reyndar varið tólf árum af ævi minni til að skrifa skáldsögubálk um tíu fyrstu ár þessa tímabils, og smásögur mínar og ljóðagerð mín hafa að miklu leyti verið við- brögð við þessari þróun. Samt finnst mér ég eiga margt ósagt um hana. Verðmætin - Iskáldsögunum þrem er ekki síst fjallað um breytingar á verð- mœtamati fólks... - Já, allt frá fimmta áratugn- um,sem er sögutíminn, hefi ég haft beyg af þeirri þróun, sem hér hefur smátt og smátt gjörbreytt verðmætamati þjóðarinnar. Hvað eftir annað hefi ég hrokkið við á síðustu árum, þegar fólk í blóma lífsins, sem búið hefur við betri kjör en nokkur önnur kyn- slóð í þessu landi, hefur verið að tala um það sín á milli að flýja land, flytja til útlanda - með því að hér væri afleitt veðurfar, rign- ingar miklar, umhleypingar og rosar, sem ekki væru hundi bjóð- andi. Ég held að fyrri kynslóðir í þessu landi hafi, að verulegu leyti að minnsta kosti, sótt andlegan styrk sinn til óáþreifanlegra verð- mæta. Ekki til hluta ogprjáls,sem ef til vill veitir stundargleði, en elur jafnframt á óseðjandi hungri eða eigum við að segja græðgi í meira og meira af slíku tagi. Sumir eru að hallmæla ungu kynslóðinni um þessar mundir og finna henni ærið margt til foráttu. Oft með réttu, en þó er einatt mælt af litlum skilningi. Ég verð að segja eins og mér býr í brjósti: ég undrast það, að unga kynslóð- in skuli þó vera á margan hátt eins mannvænleg og raun ber vitni. - Vegna hvers? - Við getum spurt okkur sjálf, hvernig hefðum við orðið ef við hefðum alist upp við það, að hlusta á erlenda tungu klukku- stundum saman á degi hverjum, horfa á endalausar ofbeldis- myndir og eitthvað þaðan af verra úr skúmaskotum erlendrar mafíu? Okkur hefur skort úrvinnslu í menningarlegum efnum, og ef til vill aldrei eins tilfinnanlega og einmitt um þessar mundir. Til að mynda fer það ekki milli mála að Bandaríkjamenn eiga einhverjar fullkomnustu mennta- og menn- ingarstofnanir sem til eru í víðri veröld, og á ég þar ekki síst við helstu háskóla þeirra. Enda þótt margir íslenskir námsmenn hafi hlotið fullnaðarmenntun í þess- um háskólum hygg ég að áhrifa þeirra og þess anda sem ríkir innan þeirra vébanda gæti hér furðu lítið. Aftur á móti höfum við verið býsna natnir við að snuðra upp bandarískt menning- arhrat, jafnvel sorp í dulargervi a Áhrif vídeó og sjónvarps fara ekki lengur dult. Og nú virðist margt benda til þess að farið sé að hrikta í einu öflugasta virki ís- lenskra þjóðmenningar, þar á ég við bókina. Mér er sagt að sala íslenskra bóka hafi stórminnkað á þremur árum, mest þó í fyrra. Þjóð sem hættir að semja bækur á tungu sinni á sér í raun og veru ekki tilverurétt sem sjálf- stæð þjóð. Menning er margþætt eins og við höfum fyrir augum dag hvern og sömuleiðis menn- ingararfur þjóða næsta marg- slunginn vefur. Okkar menning- ararfur er næsta fábreytilegur nema á einu sviði. Ritlistin ein hefur skapað okkur þann sess menningar. Fyrir bragðið er kominn á þjóðlíf okkar og suma fjölmiðla okkar svipur sníkju- menningar ellegar menningar- legrar uppflosnunar af óhrjáleg- asta tagi. Tungan og bókin - Finnst þér að tungan sé í bráðri hœttu? - Ég held að síðustu tvö árin hafi orðið stökkþróun í þessum efnum, auðvitað neikvæð, við öðru var ekki að búast. Ég hefi orðið þess var, að menn í öllum flokkum eru loksins farnir að hafa áhyggjur af því, hvernig hag tungunnar er komið - hjá stórum hluta unga fólksins til að mynda. meðal þjóða heims, sem við höf- um lengi verið að stæra okkur af. En sá arfur endist okkur ekki endalaust til þess að réttlæta til- veru okkar. - En þegar menn hafa áhyggj- ur af íslenskri menningu og ýms- um hœpnum erlendum áhrifum, fá þeir helst að heyra að þeir séu sérvitringar sem skilji ekki tím- ann... - Já mikil ósköp. Ráðamenn þjóðarinnar, hvað þá aðrir, hafa risið upp og andmælt þessu böl- sýnisrausi og talið íslenska menn- ingu svo staffíruga að öllu leyti, að ekki væri nokkur minnsta ástæða til að óttast um hag henn- ar og viðgang. íslensk menning þyldi annað eins og kaplakerfi og vídeó í heimahúsum. Það væri lít- ilmannlegt að vantreysta ís- lenskri menningu á þennan hátt. En sannleikurinn er sá, að ís- lensk menning er, eins og menn- ing ýmissa annarra smáþjóða, svo viðkvæm að henni er hætt við uppflosnun njóti hún ekki nauðsynlegrar verndar. írar glötuðu tungu sinni á skömmum tíma. Háskólakennari einn hafði orð á því við mig fyrir skömmu, að sér gengi illa nú orðið 'að kenna nemendum sínurn flestum - ekki vegna gáfnaskorts þeirra, heldur vegna þess að þeir skildu ekki þá íslensku sem hann talaði. Orðfæð þeirra var að hans dómi orðin beinlínis átakanleg. Það eru ekki mörg ár liðin síðan hann átti ekki í slíkum erfiðleikum í kennslustofu. Von um samstööu - En hvað heldurðu að gerist á næstunni? - Égítrekaþað, aðégerekki að setjast í neinn dómarasess heldur einungis að minna á stað- reyndir, sem ég tel óhrekjan- legar. Það hefur komið fyrir á síðari árum, að ég hefi stælt nokkuð við unga menn. Ég hefi haldið því fram, að sú kynslóð sem ýmist er þegar tekin við stjórn í þessu landi eða í þann veginn að taka við henni, éigi ekki að berjast um það, hvort hér verði kapítalismi og markaðshyg- gja allsráðandi ellegar kommún- ismi af einhverju tagi eða sósíal- ismi. Baráttan snerist einfaldlega um það, hvort við ættuni að halda velli sem þjóð. Menningarleg þjóð sem ætti skilið og rétt á því að búa að sínu í þessu landi okkar, sem er að mínum dómi gjöfult og óumræðilega fagurt. Ég er ekki frá því, að smám saman muni myndast hér sam- staða einmitt um þetta - þrátt fyrir deilur og sundurlyndi. Eins og ég minntist á áðan, hefi ég orð- ið var við það að menn úr öllum flokkum gera sér nú orðið grein fyrir því, að eitthvað verður að gera til að snúa við þeirri þróun, sem orðið hefur á þessum fjórum áratugum lýðveldisins. Ég er líka að vona, að unga fólkið muni smám saman verða nákomnara landi sínu og leggja við það meiri ástúð en áður. Umfram allt megum við ekki gleyma því nokkra stund, að við erum ein fámennasta þjóð veraldar og get- um ekki leyft okkur þann munað að sofa á verðinum um menningu okkar og sjálfstæði. Ég þekki engin dæmi þess í gervallri mannkynsögunni, að stórveldi taki að gæla við smáríki án þess að hafa það í hyggju að sporð- renna því um það er lýkur. Púkaliðið víki - Nú er það talin skylda hvers blaðamanns að spyrja viðmœl- anda sinn, hvort hann sé bjart- sýnn eða bölsýnn. Hverju mundir þú svara slíkri spurningu? - Bjartsýni í venjulegri merk- ingu þess orðs væri kæruleysi nú á dögum, þegar óttinn við ger- eyðingu alls lífs á þessum hnetti læðist jafnvel inn í draum sak- lausra barna og breytir honum í martröð. Á sama hátt bæri við- námslaus bölsýni vitni um brigð við þá frumskyldu hvers manns að reyna af fremsta megni að vernda það líf, sem honum hefur verið trúað fyrir. Um langt skeið, já áratugum saman, hefur varla liðið svo dagur, að mér hafi ekki miklast á einhvern hátt dýrð lífs- ins; jarðarinnar, alheimsins. Þessi tilfinning veldur því framar öllu, að ég hef aldrei gefið mig á vald bölsýni og vonleysi. Ég lcyfi mér því að vona að þjóðir heims rísi gegn þeim viti firrtu klíkum, sem ræða um það eins og ekkert sé, að þær geti framleitt ragna- rök, ef í það fer, brennt í einu vetfangi hundruð miljóna manna ásamt dýrum og gróðri. Fyrir skömmu kom hingað til lands púki einn svartur úr þessháttar klíku og dáðist sem oftar að ætt- jörð okkar vegna þess umfram allt, að hún væri einskonar flug- vélamóðurskip, sem engin leið væri að sökkva. Um íslenska þjóð, sögu hennar og tungu, hirti púkinn að sjálfsögðu ekki vitund- arögn, né heldur um það, hver afdrif þessarar örsmáu þjóðar yrðu í kjarnorkustyrjöld. Ósk mín á fertugsafmæli lýðveldis okkar er sú, að púkalið stórveld- anna verði brátt knúið til að þoka fyrir mönnum með fullu viti. Og sú er von mín, að ungt mann- dómsfólk hérlendis, úr öllum flokkum og öllum stéttum, slái skjaldborg um tungu sína og þjóðmenningu og sameinist um að bæta og fegra ættjörð sína, í stað þess að láta þjón herguðsins og jöfra stálsins komast upp með það að sölsa hana smám saman undir sig, ginna okkur eins og þursa, villa okkur og trylla, með- an þeir eru að laurna á okkur fjötrum, rýja pkkur sæmd og sjálfsvirðingu. Á þann hátt gæt- um við í senn rækt skyldur okkar við mannkynið og alda og óborna í okkar tigna og gjöfula landi. -ÁB skráði. Helgin 16. - 17. júní 1984 WÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.