Þjóðviljinn - 17.06.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.06.1984, Blaðsíða 5
_____1944 Ijí 1984_ Nýr sproti á fomum baðmi @ðo nývillingar í eyðimörk 'Raett við ^artan Ólafsson um trœðagnjsk Kaupmannahöfin og þjaðemisbarcrtkj okkar tíma - Þú sigldir til Hafnar í fyrra- haust og sast í Jónshúsi og á söfn- um við ýmislegt grúsk og komst síðan ekki aftur til starfa hér á blaðinu. Mundi ýmsum lesendum Þjóðviljans vafaiaust þykja sem þeir œttu inni hjá þér nokkra skýr- ingu á þessu ráðslagi þínu, eða hvaðfinnst þér? - Eg er nú ekki viss um að ég skuldi einum eða neinum skýr- ingar á athöfnum mínum. Ég vil hins vegar minna á ágæta grein, sem þú skrifaðir sjálfur á dögun- um, um rétt einstaklingsins til að taka upp klausturlifnað ef honum sýndist svo, og sjálfur legg ég mikið upp úr þessum rétti. Með þessu er ég ekki að segja að ég vilji hafa uppi ráðleggingar til manna almennt um að þeir dragi sig úr skarkala heimsins. Ég geri mér sem áður fulla grein fyrir því, að úti á vígvelliinum er þörf góðra manna, en ég hefi sjálfur verið þar lengi og mér fannst ein- faldlega tími til þess kominn, að gera þar nokkurt hlé á og taka mér stund til að skyggnast til átta. Því er ekki að neita, að enda þótt mín daglegu verk á undan- förnum árum og áratugum hafi ekki borið þess merki, þá hefi ég svo lengi sem ég man til alið með mér einhverskonar tilhneigingar til fræðagrúsks. Og auk þess má segja, að sú ákvörðun sem ég tók á nýliðnum vetri um tilbreytingar á lifnaðarháttum feli í sér svolítið persónulegt andóf gegn þeim stríðu og þungu straumum í sam- tíðinni, sem vinna að því að rífa hér allt upp með rótum, slíta allt samhengi og öll tengsl við þetta land og það líf sem hér hefur ver- ið lifað. Svolítið persónulegt andóf gegn því fári, sem fjölmiðl- arnir eiga reyndar drjúgan hlut að, og stefnir að því að afmanna sem flesta einstaklinga og gera þá að hugsunarsljóum neysluþræl- um, magnlausum tannhjólum í markaðsvél fjölþjóðlegra auð- hringa. Ég neita því ekki að þegar ég horfi hér yfir Sundin þá sakna ég þess stundum, að klaustrið gamla í Viðey skuli ekki standa þar enn, og ég efast ekki um að þar hefur verið góð aðkoman fyrir Þorvald í Hruna, föður Gissurar jarls, á sínum tíma þegar hann kaus að hverfa frá sínum miklu veraldar- umsvifum og una lífinu á slíkum stað. Við hina fornu brunna er nóg af bærilega tæru vatni og þar, við uppsprettulindir, er gott að una, hvort heldur sem væri til lang- frama ellegar skamma hríð í því skyni að safna kröftum til nýrra átaka í nútíðinni. Dýrafjarðarmál - Þig hefur vafalaust borið nið- ur á margt fróðlegt í grúski þínu í nítjándu aldar sögu? - Ekki vil ég neita því. í þeim efnum gæti vissulega verið af mörgu að taka, en hins vegar vandi að taka mál upp í blaðavið- tali þar sem hlutunum verða eng- in skil gerð til hlítar. Mér kemur þó til hugar að nefna sem dæmi úr þessu forðabúri mál sem á sínum tíma var kallað Dýrafjarðarmál. Það varðar tilraunir Frakka til að koma hér upp franskri nýlendu um miðja 19. öld. Ég nefni það hér til vegna þess að í umfjöllun þeirra tíma manna um málið verð ég var við margar hliðstæður við þá pólitísku sjálfstæðisbaráttu sem við höfum talið okkur vera að heyja á seinni hluta 20. aldar - bæði að því er varðar landhelg- ismál og viðleitni til að stemma stigu við innrás erlends auð- magns á vegum fjölþjóðafyrir- tækja. Það er reyndar kunnugt að meðan við íslendingar lutum Helgin 16. - 17. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.