Þjóðviljinn - 17.06.1984, Blaðsíða 11
1944 Ílii 1984
u
19441111984
ræddur á þingi og gaf ríkisstjórn-
in og flokkamir eftirfarandi yfir-
lýsingu:
„Það er réttur íslenzku þjóðar-
innar sjálfrar og hennar einnar
að taka ákvarðanir um stjórnar-
form sitt. Alþingi og ríkisstjórn
hafa lagt til við þjóðina, að hún
ákveði að ísland verði gert að
lýðveldi, svo sem hugur íslend-
inga hefur um langan aldurstað-
ið til. Ríkisstjórn og stjórnmála-
flokkarnir eru sammála um, að
fregnin um boðskap konungs
geti engu breytt um afstöðu
þeirra til stofnunar lýðveldis á
íslandi og skorar á landsmenn
alla að greiða atkvæði um
lýðveldisstjórnarskrána svo að
eigi verði um villzt vilja íslend-
inga“.
Þjóðaratkvæðagreiðsla um
sambandsslitin og stjórnarskrána
fór svo fram dagana 20.-23. maí.
Var atkvæðagreiðsla þessi með
öðmm hætti en aðrar kosningar
að því leyti að heimilaðir vora
fleiri kjördagar, en venjulega svo
og heimakosningar fyrir fólk sem
átti illa heimangengt. Að öðm
leyti skyldu gilda ákvæði hinna
almennu kosningalaga.
Sigurður Ólason, lögfræðing-
ur, sem átti sæti í landsnefnd lýð-
veldiskosninganna segir svo í
bókinni „Lýðveldishátíðin
1944“, sem þjóðhátíðarnefnd lét
gefa út 1945:
„Landsnefndin hélt uppi víð-
tœkri upplýsinga- og skipulagn-
ingarstarfsemi bœði í blöðum og
útvarpi, en þar héldu nefndar-
menn mörg erindi og höfðu auk
þess fastan tíma fyrir tilkynning-
ar og ávörp. Nefndin ferðaðist
og í sama skyni út um landið,
eftir því sem tök voru á, og hélt
fundi með héraðsnefndunum.
Flugvélar voru sendar til fjar-
lœgari landshluta í erindum
nefndarinnar. Þá hafði nefndin
stöðugt samband við dómsmála-
ráðuneytið og kjörstjórnir varð-
andi úrskurði og úrlausnirþeirra
vafaatriða, er upp komu í sam-
bandi við framkvæmd og fyrir-
komulag kosninganna. Jafn-
framt veitti nefndin héraðsnefn-
dum alla þá aðstoð og milli-
göngu, sem í hennar valdi var að
veita
Eitt af ávörpum þeim, er
nefndin gafút til kjósenda, hófst
svo:
>rA þessum dögum eru komin
yfir þjóð vora hin merkilegustu
og afdrifaríkustu tímamót, sem
henni hafa nokkuru sinni að
höndum borið. Aldrei hefur
þjóðinni verið jafn brýn nauðsyn
á, að sérhver fullveðja maður,
karl ogkona, ungur sem gamall,
leggist á eitt að gera skyldu sína
til þess að húnfái endurheimt að
fullu frelsi sitt ogfullræði að nýju
eftir margra alda þjökun erlends
valds, sem þjóðin hefur jafnan
þráð að fá af sér hrundið".
F>egar að kosningu kom varð
kjörsókn mjög mikil og á annað
hundrað hreppa eða kjördeilda
voru með 100% kjörsókn.
; 98,61% atkvæðabærra manna í
'landinu kaus og var það algert
einsdæmi hér á landi og sennilega
heimsmet í þátttöku um kosning-
ar í lýðræðislandi, ekki síst ef
tekið er tíllít til aðstæðna á ís-
landi, strjálbýlis o.s.frv.
Er skemmst frá því að segja að
kosningaúrslitin voru eindregin.
Með sambandsslitum voru
71122, 377 á móti. Aðeins hálft
prósent kjósenda lýsti sig fylgj-
andi sambandi við Dani, en
99,5% þeirra sem greiddu at-
kvæði voru með sambandsslitum.
Kosningarnar vöktu mikla at-
hygli um allan heim, þær sýndu
að það er „vilji íslendinga að
skipa sjálfir málum í landinu sem
sjálfstæð þjóð og standa hvívetna
á rétti sínum, hver sem í hlut á.
Þær sýndu umheiminum þar á
meðal stórveldum heimsins, ein-
dreginn sjálfstæðisvilja íslensku
þjóðarinnar og áttu þanmg einn
mikilsverðan þátt í að skapa hinu
unga íslenska Iýðveldi þá virðing
og viðurkenningu annara þjóða,
sem er nauðsynlegt skilyrði til að-
ildar í samfélagi sjálfstæðra ríkja
og þjóða í framtíðinni“, segir Sig-
urður Ólason ennfremur í grein
sinni.
Nú hófst mikill undirbúningur
um allt land að stofnun íslenska
lýðveldisins. Skipuð var þjóð-
háðtíðarnefnd og hratt hún af
stað umfangsmiklum undirbún-
ingsstörfum. Margt þurfti að ger-
ast og það skjótt. Utvega þurfti
hátíðarmerki, auglýsa eftir hátíð-
arljóði og lögum, láta gera fána,
fánastengur, tjöld, reisa þingpall
og íþróttapall á Þingvöllum,
semja dagskrá hátíðahaldanna,
semja við menn sem koma skyldu
fram, skipuleggja mannflutn-
inga, fá gert við vegi til Þingvalla,
brýr og margt fleira. Gert var há-
tíðarmerki sem Stefán Jónsson
teiknari gerði. Komu 25 þúsund
merki til landsins þann 15. júní,
en þau vom gerð í Bandaríkjun-
um. Sala þeirra varð strax gífur-
leg, en þau kostuðu 10 kr. stykkið
og seldust öll merkin. Þá var
gerður minnisskjöldur, hátíð-
arfrímerki prentuð, slegin hátíð-
armynt og efnt til samkeppni um
hátíðarljóð, er skyldi vera í senn
„alþýðlegt og örvandi ljóð, er
gæti orðið frelsissöngur íslend-
inga“ eins og segir í auglýsingu
nefndarinnar um samkeppnina.
Alls bámst kvæði frá 104
skáldum og var ákveðið að tvö
væru þar öðram fremri og skyldi
verðlaununum skipti á milli höf-
unda þeirra. Höfundamir reynd-
ust vera Unnur Benediktsdóttir-
Bjarklind (Hulda) og Jóhannes
úr Kötlum.
Þá var efnt til samkeppni um
lög við hátíðarljóðin og bámst
lög frá 27 höfundum, en lag Emils
Thoroddsen við ljóð Huldu,
„Hver á sér fegra föðurland“
hlaut fyrstu verðlaun. Einnig
hlutu verðlaun þeir Ámi Björns-
son er samdi einnig við ljóð
Huldu (4. kafla) og Þórarinn
Guðmundsson er samdi lag við
ljóð Jóhannesar úr Kötlum.
„Land míns föður, landið mitt“.
Pantaðir voru 550 fánar af mis-
munandi stærðum og gerðum, en
ekki tókst að fá nema rúmlega
þriðjung þeirra til landsins fyrir
þjóðhátíðina. Þá var enn erfiðara
með fánastengurnar, því þær
töfðust erlendis, en náðu þó rétt í
tæka tíð til að bera þjóðfána ís-
lands víðs vegar um landið á
þjóðhátíðardaginn.
Löngu var ákveðið að Þingvell-
ir skyldu vera vettvangur hátíðar-
haldanna og þar skyldi hið ís-
lenska lýðveldi formlega stofnað.
Einhverjir bentu á að tjalda
þyrfti yfir hátíðasvæðið vegna
hugsanlegrar úrkomu (sem varð
og raunin) en menn töldu óþarft
að hafa áhyggjur að veðurfari
þegar slíkir atburðir vom í vænd-
um. Einn maður hélt því fram að
það væri óvarlegt og ábyrgðar-
leysi hið mesta að stofna til fjöl-
mennrar samkomu á Þingvöllum
þann 17. júní, því flugvélar gætu
gert árásir á mannfjöldann, ef
vitneskja bærist um slík hátíða-
höld. Var bent á að slík árás hefði
svo litla hernaðarlega þýðingu að
ekki væri ástæða til að hætta við
hátíðahöldin af þeim sökum. Þá
var ráðgert að efna til mikillar
íþróttahátíðar á þjóðhátíðinni,
að ósk stjórnar Í.S.Í., en þjóð-
hátíðarnefnd leit svo á að íþróttir
ættu ekki að skipa svo mikið og
áberandi rúm í hátíðarhöldunum
þar sem hér væri fyrst og fremst
um hátíð vegna fullveldis ís-
lensku þjóðarinnar. Allir aðrir
atburðir þennan dag skyldu vera
rammi utan um þann atburð. Var
t.d. Þingvallaboðhlaupið sem á-
formað var, ekki samþykkt af
Þjóðhátíðarnefnd, en talið sjálf-
sagt að úrslit þjóðaríþróttarinn-
NtJA BÍÓ
Svarti svanimrm :
(The Black Swan) :
" #
Stórmynd í litum eftir sögu:
Rafael Sabatini. Z
* ♦
*
Aðalhlutverk: j
Tyrone Power i
Maureen O’Hara. :
• :
m
Sýningar kl. 3, 5, 7 og 9. j
• •
Bönnuð börnum innan 14 ára í
*
Sala hefst kl. 11 f. h. j
SÍÐASTA SINN 1
i*.. T.ÍAKNAK Bíó ....
♦
! TRÚÐALÍF
j (TIIK WÁGONS KOLL AT
j NIGHT)
♦
t Sýning kl. 7 og 9.
j Bönnuð börntn» *'*•»»o» 12 ííra.
j Sýning kl. 3 og 5-
: FLOTINN í HÖFN
(The Fleet’s In)
* Dorothy Lamour
j Sala aðgm. hefst kl. 11 f. h.
• ............— —«
«
; Mánudag kl. 4—6,30—9:
j YANK.EE doodle dandy
Tyrone Power var ein aöalkvikmyndahetjan ári» 1944, en hann kom
tslands þremur árum síftar og heillaðl íslenskt kvenfólk upp úr skónum. h
sjáum við bíóauglýsingar I Þjóöviljanum I ársbyrjun 1944.
til
Hér
Það gerðist ýmislegf fleira árið 1944
en að stofnað var lýðveldi á íslandi
Hér er drepið á ýmislegt sem blöð
skrifuðu um á árinu
Áríð 1944 gekk í garð með frið-
semd og spekt og segir í fréttum í
blöðum eftir áramótin, að þau
hafl veríð í langah tima hin róleg-
ustu, en á þessum árum var al-
gengt að hinar mestu óspektir
voru hafðar í frammi á gamlárs-
kvöld. Þó var brotist inn á nokkr-
um stöðum á nýjársnótt, stolið
126 krónum, 48 vindlingum og 8
bjórflóskum í veitingastofunni
Fróðá, peningum stolið úr fotum
sofandi manns í ólæstri ibúð og
brotist inn í gufupressuna Stjörn-
una í Kirkjustræti 8.
Nokkrum dögum síðar heldur
Góðtemplarareglan upp á 60 ára
afmæli og Náttúrulækningafé-
lagið verður 5 ára.
Þjóðleikhúsbyggingin er enn
sem fyrr pakkhús erlends setu-
liðs, en ráðherra (ótilgreindur)
lætur hafa það eftir sér í blððum
að húsið verði bráðlega rýmt.
Það gerðist þó ekki (strax) og
máttu menn biða í 6 ár í viðbót
eftir að húsið yrði tekið í notkun
undir þá starfsemi sem því var
ætiuð.
Mikil snjóþyngsli voru f
Reykjavík og nágrenni i janúar-
mánuði og varð bærinn bæði
rafmagns- og mjólkurlaus um
tíma af þeim sökum.
- Refsivist og reim-
leikar -
í janúarlok er maður nokkur
dæmdur til tveggja mánaða refsi-
vistar og 18 mánaða dvalar á
drykkjuhæli fyrir að brjótast út úr
fangageymslu lögregiunnar og
hleypa öllum föngum sem þar
vora inni út! Engum sögum fer af
því hvað gert var við lögreglu-
mennina sem áttu að gæta fang-
anna, eða hvar þeir voru staddir
er þetta gerðist.
í janúarbyrjun brennur Hótel
ísland tii kaldra kola. Það var
stærsta timburhús bæjarins og
annað stærsta gistihús í Reykja-
vík. Einn maður fórst í bmnanum
en 48 manns björguðust. Var
þetta mesti eldsvoði í Reykjavík
frá bmnanum mikla í miðbænum
1915. Óvíst var um eldsuptök en
tjónið var metið á eina og hálfa
miljón króna.
í marsbyrjun festir Samband
ísl. berklasjúklinga kaup á 30
hektara landspildu að Reykjum í
Mosfellsveit með það í huga að
reisa þar vinnuheimili sambands-
ins. Bygging þess hófst svo um
sumarið.
í Morgunblaðinu er sagt frá
þeim einkennilega atburði, þegar
maður nokkur varð var við mikla
reimleika og draugagang í líkbfl,
þar sem hann var inni á bifreiða-
verkstæði. Höfðu draugar þessir
sett bílinn í gang og ætlaði allt um
koll að keyra, þvílíkur var
draugagangurinn. Þegar maður-
inn kveikti ljós datt allt í dúna-
logn og einginn maður sjáaniegur
í líkbílnum.
- Menningin
blómstrar -
í menningarlífinu er mikið að
gerast í upphafi ársins, og átti þó
eftir að verða enn meira er lengra
leið á það. Pétur Gautur er sýnd-
ur hjá Leikfélaginu undir stjóm
Gerd Grieg og leikur Láms Páls-
son titilhlutverkið. Snorri Hjart-
arson og Ólafur Jóhann Sigurðs-
son senda frá sér bækur sem
vekja mikla athygli og framhald
íslandsklukkunnar, „Hið ljósa
man“, kemur út. Þá er fýrsta ís-
lenska óperettan „í álögum“
fmmsýnd, en Dagfinnur
Sveinbjörnsson samdi textann og
Sigurður Þórðarson lögin. Tón-
listarfélag Reykjavíkur gekkst
fyrir sýningu óperettunnar til
ágóða fyrir væntanlega tónlistar-
höll, segir í fréttum.
Helgafell gefur út nýja útgáfu
af Heimskringlu Snorra, mynd-
skreytta af sex bestu lista-
mönnum Norðmanna um alda-
mótin. í umsögnum og auglýsing-
um er mjög höfðað til þjóðernist-
ilfinninga og metnaðar á
fullveldisári og „er það höfðu-
nauðsyn í baráttu vorri fyrir
sjálfstæðri menningu á ókomnum
tímum, að æskulýður landsins
haldi áfram að sækja til þeirra
(fombókmenntanna) andiegan
þrótt og þjóðlegan metnað“, eins
og segir í auglýsingu. En í bíó er
John Wayne að leika í „Forðum í
Califomíu“ og James Cagney í
„Yankee Doodle Dandy“. Og þá
má ekki gleyma Dollaraprinsess-
unni sem sýnd er í Nýja Bíói og
fær hina háðulegustu útreið í
Þjóðviljanum.
í bæjarstjóm er samþykkt
teikning af Melaskólanum og
fyrstu húsmæðrakennararnir em
útskrifaðir á íslandi.
Strætisvagnafélagjð í Reykja-
vík, sem haldið hefur uppi ferð-
um um bæinn í 12 ár, óskar eftir
sérleyfi, er tryggi félaginu rétt til
reksturs strætisvagna í Reykjavík
um ailt að 10 ára skeið. Er í undir-
búningi „að gerbreyta aksturs-
kerfinu tií óslitins aksturs í gegn
um bæinn, þar sem línurnar skera
aðaltorg miðbæjarins. Er þá úr
sögunni hin óeðlilega kyrrstaða
vagnanna á Lækjartorgi" segir í
fundargerð aðalfundar.
15 mánaðarlaun frá
menntamálaráði
Menntamáiaráð úthlutar
styrkjum til fræðimanna,
menntamanna og listamanna og
hljóta á annað hundrað manns
styrki. Styrkimir era sagðir lægri
en í fyrra (1943) en algengt er að
menn fái 2-5000.- krónurístyrk. í
sama blaði og sagt er frá þessu, er
auglýst eftir skrifstofustúlkum á
bæjarskrifstofumar og fá þær
175.00 til 225.00 krónur á mán-
uði. Þeir sem þá fengu 3000.00
krónur í styrki hjá
Menntamálaráði hafa fengið sem
svarar fimmtán mánaðariaunum
skrifstofustúlku og þættu það víst
ansi riflegir styrkir í dag.
En því fer fjarri að allt sé
skemmtilegt og upplífgandi sem
gerist á mánuðunum fyrir
fullveldishátíðina á íslandi. Tæp-
lega fjögur hundmð Reykvíkinga
búa í bráðabirgðahúsnæði, þar af
158 böm. Og úti í heimi geisar
grimm styrjöld. 1000 breskar
sprengjuflugvélar ráðast á Berl-
ín, í marslok. Rauði herinn tekur
Proskúroff, Nikolaéff og 1. apríl
stefnir hann á Odessa úr þremur
áttum.
Flugfélag íslands eignast nýja
tveggja hreyfla landflugvél sem
ber 6-8 farþega auk flugmanns,
og nýtt flugfélag er stofnað og
hlýtur nafnið Loftleiðir. Aðaltil-
gangur félagsins er að annast
póst- og farþegaflutninga til sem
flestra staða. Stofnfélagar em 33.
Hótel Borg tekin
leigunámi
Undirbúningur lýðveldisstofn-
unarinnar er kominn í hámark í
júníbyrjun, en 13. júní er lagt
fyrir Alþingi fmmvarp um „leigu-
nám veitingasala á Hótel Borg í
Reykjavík til veizlufagnaðar á
lýðveldishátíðinni“. Ástæðan er
sú að ágreiningur hljóðfæra-
leikara og forstjóra hótelsins hef-
ur leitt tii þess að enginn hljóð-
færaleikur er á vegum hótelsins
þessa daga og lagafmmvaipið
eina leiðin til að tryggja tónlist á
lýðveldishátíðinni. Fmmvarpið
var samþykkt í báðum deildum
og afgreitt sem lög frá Alþingi.
Hótel Borg var meira í sviðs-
ljósinu á árinu, því í nóvember
slapp þar laus minkur á dansleik
og varð úr hið mesta öngþveiti,
ungur vaskur maður greiddi kvik-
indinu högg með nærtækri flösku
og lét minkurinn þar líf sitt, en
gestir tóku til við dansinn að
nýiu.
í árslok varð einnig hið hörmu-
lega slys, er Goðafossi var sökkt
af þýskum kafbáti og fómst 24
menn með skipinu, þar af fjögur
ung börn.
Margir góðir gestir sóttu ísland
heim á árinu, auk gífurlegs fjölda
erlendra ráðamanna og gesta sem
komu á lýðveldishátíðina. Mar-
lene Dietrich kom til landsins á
vegum setuliðsins til að skemmta
hermönnunum og sagði við blað-
amenn að ísland væri grænt og
fallegt og ætti að heita Grænland,
en Grænland ísland.
Efnagerðin Njáll
í árslok er auglýst í Lögbirting-
ablaðinu að Sigurjón Pétursson
hafi stofnað fyrirtæki í bænum,
með ótakmarkaðri ábyrgð, og
ber það nafnið Efnagerðin Njáll.
„Er tilgangur fyrirtækisins að
framleiða meðul til lækninga á
blaðinu.
í júníbyrjun gera herir banda-
manna innrás í meginiand Evr-
ópu, og í ágúst hafa bandamenn
unnið Normandí.
í Hagtíðindum á íslandi segir
að 24,8% barna sem fæðast hér á
landi séu óskilgetin, og þykir tíð-
indum sæta að talan skuli ekki
vera hærri á meðan erlent setulið
er í iandinu. Verð á kartöflukfló-
inu í smásölu er ein króna og 70
aurar, en lækkar í september í
1.30 kr. Með lögum er ákveðið að
mat skuli fara firam á öllum kart-
öflum sem seldar eru í verslunum
á Akureyri, í Hafnarfirði og
Reykjavík og ráðnir em til þess
sérstakir menn.
Fyrsta þingræðis-
stjórnin
í nóvember skipa Sjálfstæðis-
flokkurinn, Sósíalistaflokkurinn
og Alþýðuflokkurinn fyrstu þing-
ræðistjóm íslenska lýðveldisins
og gera með sér víðtækan málefti-
asamning um nýsköpun atvinnu-
h'fsins. Stjómin skipar Nýbygg-
ingaráð sem gera skal fimm ára
áætlun um nýsköpun íslensks
þjóðarbúskapar. Enn er barist af
miklu kappi í Evrópu, Þjóðverjar
eru hraktir út úr mestöllu Frakk-
landi og Beigíu, bandamenn
komast inn í Þýskaland. Lokaá-
tökin verða þó ekki fyrr en árið
1945, og lyktar með uppgjöf
Þjóðverja í maí.
19. desember setur Alþingi ís-
lendinga lög um bændaskóla í
Skálholti, en í bókaverslunum er
selt nýtt tónverk, söngdrápa eftir
Björgvin Guðmundsson er nefn-
ist ,,Friður á jörðu“.
Árinu lýkur með snjókomu
eftir friðsæl jól, en þó talsverða
ölvun á Þorláksmessu og 2. jóla-
dag. Og hljómsveit Bjama Böðv-
arssonar leikur fyrir dansi í út-
varpinu á gamlárskvöld uns Vil-
hjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri
kveður lýðveldisárið 1944 og
klukkur hringja inn nýtt ár.
Þs tók saman
EruiiflDtfiF sannrar ispræmar
Trv»jið ixirnum vðar rintak af
iiKIMSKRINGUÍ
*** at SNORKA STURLUSCWAR
er tí*fwflkwwúís
HLIMSKRINGLA
feðl&sagý* s<g tfótgúíxð* ísímJ'kj*
Snr,<nit
tmr:amrr>tfyíkjr Í*l<rí«íifs:íp** *&*■■>
<«i «erð«* AÍárJT:! tsl *>«rnw» fv*»:s> »k<\ •>
M £ f M SlCftl N CLU o* *o
Iwkfcat. u« ÍY**1 trera*t m
!*»■))>:!!!!>§» « £.<sá of L>:.<f«$r><v.!Á>;.)
í mtíttte tyrí* si*lf****&ri *
Afeu!r>««ír> timum, wvsk«fýÁ«* ‘r>»J i:
aö awfeja Gl *«<#*$** t>mli <fg jvAS
irgati rwr»*!«A.
(Irrið Hi.IMSKRINGIJ að ÍK-im-
ilisriti • rðar!
„Þaft er fjarstæða - fullkomin fjarstæða að Heimskringla, hið ódauðlega
llstaverk hins glæsilega norræna höfðlngja og stórgáfaða íslenska rithöf-
undar, Snorra Sturlusonar, sé óaðgengilegt nútíma Islendingum. Engln
sannmenntaður Islendingur er til - og verður aldrei tíl - nema hann kunni skil
á Heimskringlu Snorra". Þannig hijóðar auglýsing um nýja útgáfu
Helmskrlnglu, en hvergi er getift hver stóð á bak við „auglýsinguna" eða
þessa hvatningu tll þjóðarinnar. Auglýsingin er frá 1944 þegar hln mynds-
kreytta útgáfa kom út og er mjög höfftoð til metnaðar og sjálfstæðis Islend-
Inga elns og sést á textanum.
Hótel íslands-bruninn 3. febrúar 1944. Myndina tók Skafti Guðjónsson.
ar, Islandsglímunnar, yrðu á
Þingvöllum, síðari hluta dagsins.
Þar var samþykkt fimleikasýning
en hluti af þessum íþróttavið-
burðum féllu þó niður þegar þar
að kom vegna veðurs og fóra
fram síðar.
Þann 31. maí gaf ríkisstjórnin
út bráðabirgðalög vegna mann-
flutninga og fékk Þjóðhátíðar-
nefnd leyfi með þeim til að taka
allar leigu- og langferðabifreiðar
leigunámi, auk vömbifreiða eftir
þörfum.
Miklar ráðstafanir voru gerðar
í Reykjavík vegna komu erlendra
gesta til landsins og gesta utan af
landi og voru m.a. barnaskólarn-
ir teknir undir gestina.
Ákveðið var að ekki skyldi
annað skraut upp sett á Þing-
völlum en íslenskir fánar, þar
sem náttúmfegurð staðarins þótti
njóta sín best með einföldum
skreytingum og þjóðlegum.
Víðs vegar um land voru skipu-
lagðar hátíðir vegna lýðveldis-
stofnunarinnar, en mikill hluti
þeirra sem bjuggu á landsbyggð-
inni komu til Þingvalla. Mikil
áhersla var lögð á að fullkomin
reglusemi yrði viðhöfð á Þing-
völlum og dmkknir menn yrðu
ekki til að skemma hátíðar-
stemmninguna. Var sett upp lög-
reglustöð á barmi Almannagjár
og menn síðan teknir snarlega úr
umferð ef þess þurfti með. Þá var
áfengisversluninni lokað fyrir-
varalaust nokkmm dögum fyrir
17. júní til að ekki yrði hætta á of
mikilli ölvun. Læknar og hjúkr-
unarlið var á Þingvöllum á hátíð-
inni og slökkvidælu var komið
upp þann 16. júní við hátíðasvæð-
ið.
Mikil áhersla var lögð á sam-
starf við blöð hérlendis og er-
lendis. Blaðamenn fengu sér-
staka stofu í ^alhöll, ákveðið var
að kvikmynda þingfundinn og
Ríkisútvarpið tók stóran þátt í
öllum undirbúningi og fram-
kvæmd hátíðarhaldanna. Helgi
Hjörvar flutti lýsingu á öllum há-
tíðarhöldum í útvarpið og lagðar
vom sérstakar símalínur á milli
Þingvalla og Reykjavíkur vegna
útvarpsútsendingarinnar.
Hinn mikli dagur rann upp,
þótt ekki væri hann bjartur og
fagur. Öxará beljaði fram, kol-
mórauð og daginn áður var nán-
ast ófært austur til Þingvalla
sökum bleytu. Reykjavík varfag-
urlega skreytt, merki þjóðhátíð-
arinnar trónaði á stórum skildi
yfir dymm Alþingishússins. Lyng
og laufblöð úr íslenskri moldu
teygðu úr sér til hliðar og niður
með svölum og dyraumbúnaði
hússins, og samskonar skreyting
var yfir dyrum Stjórnarráðshúss-
ins.
Laust fyrir klukkan 9 um morg-
uninn söfnuðust ríkisstjóri, ríkis-
stjórn, alþingismenn og gestir
saman í anddyri alþingishússins.
Þar vom og sendiherrar erlendra
ríkja og ýmsir embættismenn.
Forseti sameinaðs Alþingis flutti
ræðu og lagður var blómsveigur
við fótstall styttunnar af Jóni Sig-
urðssyni. Mikill mannfjöldi hafði
þegar safnast saman á Þing-
völlum daginn áður, en þar hófst
hin sögulega athöfn eftir hádegi
með því að þingmenn gengu fyl-
ktu liði með ríkisstjórn og biskup
í fararbroddi úr Valhöll upp í Al-
mannagjá og eftir henni niður á
Lögberg. Á Lögbergi tóku þing-
menn sér sæti á palli sem þar
hafði verið komið fyrir, en í
brekkunni og á völlunum stóð
mannfjöldinn, svo og á gjárbarm-
inum.
Kl. 1.30 setti Björn Þórðarson
forsætisráðherra hátíðina. Bisk-
up flutti ávarp og sungnir vom
sálmar. Þá hófst þingfundurinn
og vom tvö mál á dagskrá: Yfir-
lýsing um gildistöku lýðveldis-
stjórnarskrárinnar og forsetakj-
örið. Er forseti sameinaðs alþing-
is, Gísli Sveinsson, hafði tekið
fyrra dagskrármálið fyrir, flutti
hann stutta ræðu þar sem hann
gerði grein fyrir þeirri ályktun al-
þingis, að lýðveldisstjórnarskráin
skyldi öðlast gildi er forseti sam-
einaðs þings lýsti gildistöku
hennar yfir á þingfundi. Þegar
forseti hafði mælt þetta, risu
þingmenn úr sætum og forseti
mælti: „Samkvæmt því, sem nú
hefur greint verið, lýsi ég yfir því
að stjórnarskrá lýðveldisins ís-
lands er gengin í gildi“. Lýðveld-
isfáninn var dreginn að húni á
Lögbergi og kirkjuklukkum um
land allt var hringt í tvær mínút-
ur. Þá var þögn í eina mínútu og
síðan sunginn þjóðsöngurinn.
Síðara dagskrármálið, forset-
akjörið fór því næst fram og hlaut
Sveinn Bjömsson ríkisstjóri 30
atkvæði, Jón Sigurðsson skrif-
stofustjóri alþingis 5 atkvæði og
15 seðlar voru auðir. Hinn ný-
kjörni forseti, Sveinn Björnsson
vann eið að stjórnarskránni, þeg-
ar tilkynnt hafði verið að hann
hefði hlotið kosningu. Síðan
gekk alþingisforseti þingsins,
Ingvar Pálmason fram og mælti:
„Lengi lifi forseti íslands“.
Mannfjöldinn tók undir með ferf-
öldu húrrahrópi. Forseti íslands,
Sveinn Björnsson, tók nu til máls
og lagði út af orðum Þorgeirs
Ljósvetningagoða, er hann mælti
á Lögbergi, er þjóðin var í háska
stödd vegna hættu á innanlands-
styrjöld: „Ef sundur er skipt lög-
unum, þá mun sundur skipt
friðnum".
Síðan voru flutt ávörp og
ræður, flutt ættjarðarlög, fána-
hylling og fram fór sá hluti íþrótt-
asýningarinnar sem unnt var að
halda vegna veðursins. Dansað
var á palli um kvöldið og lék
hljómsveit Bjarna Böðvarssonar
fyrir dansi. Veisla var haldin í
Valhöll fyrir hátíðargesti, en
undir miðnættið fór fólk að
streyma í bæinn. Þrátt fyrir mikla
rigningu þótti hátíðin hafa tekist
mjög vel og var talið að um tutt-
ugu og fimm þúsund manns
hefðu tekið þátt í henni.
Þann 18. júní voru svo hátíða-
höld í Reykjavík, þau mestu í
sögu þjóðarinnar til þess dags og
skipti þá skjótt um veður. í sól cg
blíðu var gengið í stærstu skrúð-
göngu sem hér hefur sést, en
stéttarféiög og ýmis samtök
höfðu hvatt mjög til þátttöku í
göngunni. Gengið var að Stjórn-
arráðshúsinu þar sem fluttar voru
ræður, karlakórar sungu í Hljóm-
skálagarðinum. Um kvöldið voru
hljómleikar og veisla að Hótel
Borg sem forsætisráðherra
stýrði.
Þá voru hátíðahöld víðs vegar
um landið dagana 17. og 18. júní
og einkum var vandað til þjóð-
, veldishátíðar á Rafnseyri, fæð-
ingarstað Jón Sigurðssonar.
Ákveðið var að efna til sögu-
sýningar í sambandi við hátíða-
höldin og áttu þeir Einar Olgeirs-
son og Guðlaugur Rósinkrans,
sem báðir sátu í þjóðhátíðar-
nefnd þá hugmynd. Komið var
upp sýningu í húsakynnum
Menntaskólans og skyldi þar
„sýna þætti úr menningar- og
frelsisbaráttu íslendinga. Þþá
skyldi sýna með myndum,
teikningum, tilvitnunum úr bók-
menntum og ýmsum fornminj-
um, er sýndu menningu þjóðar-
innar á mismunandi tímum eða
með hlutum, er tengdir væru
minningu um einhverja þýðing-
armikla atburði í sögu þjóðarinn-
ar“. Þá beindi þjóðhátíðarnefnd
því til ríkissjórnarinnar að tekin
yrði ákvörðun um byggingu
Þjóðminjasafns íslendinga í til-
efni af lýðveldisstofnuninni og
var flutt þingsályktunartillaga um
málið þann 20. júní.
Fjöldamargir sjóðir vora stofn-
aðir í tilefni lýðveldisins haldið
var landsmót stúdenta, listsýn-
ingar, íþróttamót, gróðursett tré,
10 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN
ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11